Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
3
0
ÍBV
Ruth Þórðar Þórðardóttir '12 1-0
Anna Björg Björnsdóttir '76 2-0
Anna Björg Björnsdóttir '80 3-0
14.08.2014  -  18:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Aðstæður: Góðar
Dómari: Estanislao Plantada Siurans
Byrjunarlið:
25. Þóra Björg Helgadóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Rakel Jónsdóttir ('42)
4. Carys Hawkins
5. Anna Björg Björnsdóttir ('83)
7. Rut Kristjánsdóttir ('83)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
10. Ruth Þórðar Þórðardóttir
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
22. Lucy Gildein
23. Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir

Varamenn:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
6. Sæunn Sif Heiðarsdóttir ('83)
15. Signý Sjöfn Rúnarsdóttir
18. Rakel Leifsdóttir ('83)
18. Jasmín Erla Ingadóttir ('42)
19. Aníta Björk Axelsdóttir
24. Diljá Mjöll Aronsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir ('50)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur, hér verður farið yfir allt það helsta í leik Fylkis og ÍBV í Pepsi deild kvenna.
Fyrir leik
Fyrir leikinn í dag eru liðin í fimmta og sjötta sæti deildarinnar og skilja fimm stig liðin að.

Eyjastúlkur geta því komist tveimur stigum frá Fylki með sigri í dag.
Fyrir leik
ÍBV liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð er liðið vann loksins í síðustu umferð en þá tóku þær sig til og skelltu Þór/KA óvænt, 5-0.
Fyrir leik
Fylkis liðið var á fínni siglingu en hafa tapað síðustu tveim leikjum.

Það var hins vegar gegn Stjörnunni og Breiðablik sem eru jú í efstu tveimur sætunum.
Fyrir leik
Vinni Fylkir í kvöld, skella þær sér alla leið upp í þriðja sæti, í bili í hið minnsta.
Fyrir leik
Fylkisstúlkur unnu fyrri leik liðana í Eyjum með einu marki gegn engu.
Þá skoraði Rut Kristjánsdóttir eina mark leiksins en hún er einmitt í byrjunarliðinu í dag.
Fyrir leik
Nú fer allt að verða tilbúið fyrir leikinn en það eru um fimm mínútur í að hann hefjist.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn
3. mín
Eyjastúlkur fengu fyrsta færi leiksins og það var Sigríður Lára Garðarsdóttir sem átti það en skalli hennar fór naumlega framhjá.
6. mín
Eyjastúlkur byrja leikinn betur og eru að spila ágætlega. Fylkir hefur ekki komist inn í leikinn.
7. mín
Vesna á sendingu á Krstínu Ernu en Kristín setur boltann framhjá.

Enn eru Eyjastúlkur sprækar.
10. mín
Fylkir nálægt því að spila sig í gegn en Lucy Gildein er dæmd rangstæð.
11. mín
Kristín Erna Sigurlásdóttir komin ein inn fyrir en fer illa með færið sitt og sóknin rennur út í sandinn.
12. mín MARK!
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Lucy Gildein
MAAAAAAARK!!!

Lucy á sendingu á Ruth sem lúrir rétt utan teigs og hún smellir boltanum upp í bláhornið. Frábærlega klárað.

Kemur svolítið gegn gangi leiksins.
18. mín
Hermann Hreiðarsson er líflegur á hliðarlínunni. Einum of samkvæmt Estanislao Siurans, dómara leiksins og biður hann Hemma um að róa sig niður.
21. mín
Það hefur heldur dregið af Eyjastelpum eftir að Fylkir skoraði markið en fram að því höfðu þær verið töluvert betri aðilinn.
28. mín
Hulda Hrund hársbreidd frá því að skora með fyrirgjöf. Bryndís Lára gerir mjög vel í að koma hendi í boltann og bjarga því sem bjarga varð.
30. mín
Anna Björg komin í gegn!

Kemst ein gegn Bryndísi í markinu en skotið ekki nógu fast og Bryndís ver örugglega.
34. mín
Kristín Erna Sigurlásdóttir með skot að marki en Þóra Björg örugg í markinu.
37. mín
Shaneka Gordon í fínu færi en nær ekki að hitta á markið. Jafn leikur þessa stundina.
41. mín
Lucy Gildein í ágætis skotfæri en hittir boltann illa og fer hann vel framhjá.
42. mín
Inn:Jasmín Erla Ingadóttir (Fylkir) Út:Rakel Jónsdóttir (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur

Fylkir marki yfir í hálfleik.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

ÍBV byrjar með boltann.
47. mín
Fyrsta skot seinni hálfleiks kemur frá ÍBV og það er Shaneka sem á það en skotið er laust og Þóra er ekki í vandræðum með það.
50. mín Gult spjald: Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir (Fylkir)
53. mín
Rólegt yfir þessu í seinni hálfleik hingað til og ekkert alvöru færi litið dagsins ljós.
57. mín
Fylkisstúlkur vilja fá vítaspyrnu en boltinn virtist hafa farið í hönd varnarmanns ÍBV.

Þetta leit út fyrir að vera víti og ekkert annað.
59. mín
Ruth í fínu færi og nær ágætis skoti en Bryndís er vel á verði í markinu.
62. mín
Inn:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (ÍBV) Út:Nadia Patricia Lawrence (ÍBV)
65. mín
Kristín Erna Sigurlásdóttir í góðu færi á markteig Fylkis en Þóra Björg er vel á verði.
66. mín
Lucy Gildein nær að koma boltanum í markið en búið að flagga hana rangstæða.
67. mín
Inn:Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV) Út:Guðrún Bára Magnúsdóttir (ÍBV)
68. mín
Lucy með þvílíkann sprett upp allan völlinn en nær ekki að koma boltanum fyrir en fær hornspyrnu.
71. mín
Jasmín Erla Ingadóttir í sínum fyrsta leik með Fylki kemst ein inn fyrir en Bryndís Lára ver virkilega vel.
76. mín MARK!
Anna Björg Björnsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Hulda Hrund Arnarsdóttir
MAAAAAARK!!!

Anna Björg klárar vel framhjá Bryndísi eftir að Hulda hafði gefið fallega sendingu fyrir markið.
78. mín
Eyjastúlkur hafa ekki gert mikið í síðari hálfleik og sé ég þær ekki koma til baka úr þessu.
80. mín
Inn:Ariana Calderon (ÍBV) Út:Shaneka Jodian Gordon (ÍBV)
80. mín MARK!
Anna Björg Björnsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Lucy Gildein
MAAAARK!!!

Lucy búin að eiga góðan leik og á hún flottan sprett upp völlinn áður en hún gefur fallega sendingu beint fyrir fætur Önnu sem klárar vel, alls ekki ósvipað fyrra marki Önnu þar sem hún mætir á fjærstöngina eftir fyrirgjöf frá hægri.
83. mín
Inn:Sæunn Sif Heiðarsdóttir (Fylkir) Út:Anna Björg Björnsdóttir (Fylkir)
83. mín
Inn:Rakel Leifsdóttir (Fylkir) Út:Rut Kristjánsdóttir (Fylkir)
84. mín
Carys Hawkins kemst í gegn en Bryndís sér við henni.

Bryndís búin að eiga ágætan leik þrátt fyrir að hafa fengið þrjú mörk á sig.
87. mín
Sæunn Sif með flott skot að marki sen Bryndís ver mjög vel.
90. mín
Carys Hawkins nálægt því að komast í boltann á fjærstönginni en nær ekki til hans og boltinn fer aftur fyrir.
Leik lokið!
Fylkir sigrar að lokum nokkuð örugglega.

Viðtöl og frekari umfjöllun á leiðinni.
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
Sabrína Lind Adolfsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
7. Vesna Elísa Smiljkovic
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Nadia Patricia Lawrence ('62)
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
14. Guðrún Bára Magnúsdóttir ('67)
20. Natasha Anasi
23. Shaneka Jodian Gordon ('80)
24. Saga Huld Helgadóttir

Varamenn:
3. Ariana Calderon ('80)
4. Ármey Valdimarsdóttir
14. Svava Tara Ólafsdóttir
16. Magnea Jóhannsdóttir
18. Tanja Rut Jónsdóttir
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('67)
29. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('62)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: