Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
2
2
Leiknir R.
Luka Jagacic '30 1-0
1-1 Andri Fannar Stefánsson '35
Einar Ottó Antonsson '40
1-2 Hilmar Árni Halldórsson '45 , víti
Haukur Ingi Gunnarsson '63 2-2
19.08.2014  -  18:45
JÁVERK-völlurinn
1. deild karla 2014
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Einar Ottó Antonsson
5. Hamza Zakari
9. Elton Renato Livramento Barros ('81)
12. Magnús Ingi Einarsson ('43)
14. Guðmundur Friðriksson
17. Ragnar Þór Gunnarsson ('59)
19. Luka Jagacic
21. Andri Björn Sigurðsson
25. Geir Kristinsson

Varamenn:
1. Bergsteinn Magnússon (m)
3. Birkir Pétursson ('59)
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('43)
22. Andri Már Hermannsson
28. Max Odin Eggertsson

Liðsstjórn:
Ingi Rafn Ingibergsson
Sindri Rúnarsson

Gul spjöld:
Elton Renato Livramento Barros ('79)
Ragnar Þór Gunnarsson ('25)
Einar Ottó Antonsson ('11)

Rauð spjöld:
Einar Ottó Antonsson ('40)
Fyrir leik
Halló Selfoss! Það er komið að leik Selfyssinga og Leiknismanna í 1. deildinni. Staða þessara liða í deildinni er ansi ólík.

Heimamenn í Selfossi eru enn í fallhættu, eru fjórum stigum fyrir ofan fallsæti en unnu Tindastól í síðasta leik. Leiknismenn eru með níu stiga forystu í efsta sæti og á hraðri leið í átt að Pepsi-deildinni.

Þann 14. júní gerðu þessi lið 1-1 jafntefli á Leiknisvelli. Hilmar Árni Halldórsson kom Leikni yfir en Magnús Ingi Einarsson jafnaði. Það mark var fyrsta markið sem Leiknir fékk á sig í deildinni þetta sumarið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Athyglisvert að markahæsti leikmaður Leiknis, Sindri Björnsson, er settur á bekkinn. Inn fyrir hann kemur Andri Fannar Stefánsson, lánsmaður frá Val, sem spilar sinn fyrsta byrjunarliðsleik.
Fyrir leik
Flestir búast við sigri Leiknis í kvöld, eðlilega. Selfoss hefur aðeins skorað fjögur mörk á heimavelli í deildinni í sumar og þar af komu þrjú þeirra gegn Tindastóli. Sturluð staðreynd.
Fyrir leik

1. mín
Leikurinn er hafinn - Leiknismenn eru hvítklæddir í kvöld, leika í varabúningum sínum.
6. mín
SLÁARSKOT!!! Bandaríkjamaðurinn Brandon Scott lét vaða fyrir utan teig og þessi bolti fór í slána! Leiknismenn mun meira með boltann á fyrstu mínútum leiksins en þetta fyrsta alvöru marktilraunin.
10. mín
VEL VARIÐ!! Ragnar Þór Gunnarsson, sóknarmaður Selfoss, hirti boltann af Eiríki Inga Magnússyni, bakverði Leiknis, og óð að markinu. Lét vaða við vitateigsendann en Eyjólfur Tómasson varði vel niðri. Stórhættulegt færi!
11. mín Gult spjald: Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Hörkutækling og Brynjar Hlöðversson liggur í valnum. Þarf aðhlynningu.
15. mín
Leiknismenn aðeins líklegri en Selfyssingar eru þó einnig að ógna. Getur ýmislegt gerst í þessu.
24. mín
STANGARSKOT!!! Marksúlurnar halda leiknum markalausum! Hilmar Árni Halldórsson með skot beint úr aukaspyrnu í stöngina.
25. mín Gult spjald: Ragnar Þór Gunnarsson (Selfoss)
27. mín
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður umferðarinnar í síðustu umferð, heldur áfram að gleðja áhorfendur með boltatækni sinni eins og hann hefur gert í allt sumar.
30. mín MARK!
Luka Jagacic (Selfoss)
Stoðsending: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
MAAAARK!!!! Selfyssingar hafa náð forystunni! Aukaspyrna frá hægri sem fellur inn í teiginn þar sem Luka Jagacic tæklar knöttinn inn. Mjög áhugaverð staða!
32. mín
Leiknir í basli!!! Andri Björn var sloppinn í gegn en missti boltann of langt frá sér og Eyjólfur Tómasson bjargaði!

35. mín MARK!
Andri Fannar Stefánsson (Leiknir R.)
MAAARK!!! Leiknir jafnar leikinn! Andri Fannar vann boltann og átti hörkuskot fyrir utan teig sem fór í slá og stöng og út. Aðstoðardómarinn flaggar mark. Erfitt að sjá þetta en mögulegt að knötturinn hafi tekið snúning innfyrir línuna. Selfyssingar brjálaðir!
40. mín Rautt spjald: Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Hárréttur dómur! Annað gula spjald Einars, braut aftur á Brynjari Hlöðverssyni og er kominn í sturtu.
42. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Það er fjör í þessum leik! Það vantar ekki. Brynjar að fá sitt sjöunda gula spjald á tímabilinu og er því á leið í leikbann.
43. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Magnús Ingi Einarsson (Selfoss)

45. mín
Leiknir fær víti eftir að brotið var á Brynjari Hlöðverssyni! Honum var hrint. Virtist hárréttur dómur.
45. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Hilmar sendi Vigni í rangt horn og skoraði.
45. mín
Hálfleikur - Flautumark hjá Leiknismönnum! Selfyssingar ósáttir við dómarana og láta óánægju sína í ljós.
45. mín
Það er nóg að ræða í hálfleiknum yfir kaffibolla! Var boltinn inni? Var þetta víti? Var þetta rautt? Allir reyndar sammála um rauða spjaldið, það var hárrétt...
45. mín
Inn:Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Skynsamleg skipting þjálfara Leiknis. Brynjar á gulu spjaldi og framundan leikur gegn ÍA á laugardag.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
50. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Þorsteinn Daníel Þorsteinsson bjargar á marklínu. Munaði litlu að Leiknir næði sínu þriðja marki þarna.
52. mín
Leiknismenn sækja og sækja. Ætla að reyna að ganga frá þessum leik sem fyrst virðist vera.
57. mín
Selfyssingar komast lítt áleiðis en halda sér inn í leiknum meðan Leiknismenn skapa sér ekki mörg opin færi.
59. mín
Inn:Birkir Pétursson (Selfoss) Út:Ragnar Þór Gunnarsson (Selfoss)
63. mín
Inn:Matthew Horth (Leiknir R.) Út:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
63. mín MARK!
Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss)
ÞVÍLÍKT MAAAAARK!!!! Haukur Ingi Gunnarsson með rosalega sleggju! Fyrsta ógn Selfyssinga í seinni hálfleik verður að marki og það líka marki! Boltin barst út á Hauk sem var rétt fyrir utan teig, tók boltann á lofti og hamraði honum í hornið!
69. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Andri Fannar Stefánsson (Leiknir R.)
Markahæsti leikmaður Leiknis í sumar að koma inn.
77. mín
Leiknismenn reyna að finna glufur á gríðarlegum varnarmúr Selfyssinga. Heimamenn eru að leggja sig alla fram í þessum leik, það vantar ekki og ber að hrósa fyrir.
79. mín Gult spjald: Elton Renato Livramento Barros (Selfoss)
Fyrir peysutog.
80. mín
Sindri Björnsson með skalla naumlega framhjá. Leiknismenn í leit að sigurmarki.
81. mín
Inn:Sindri Rúnarsson (Selfoss) Út:Elton Renato Livramento Barros (Selfoss)
83. mín
Leiknir í hörkufæri en Geir Kristinsson gerði frábærlega og bjargaði í horn. Góð vörn.
88. mín
Nær Selfoss að halda þetta út? Þung sókn Leiknis í fullum gangi.
91. mín Gult spjald: Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
93. mín
Leiknir átti að fá vítaspyrnu! Hendi innan teigs en ekkert dæmt! Þvílík dramatík!
Leik lokið!
Tíu leikmenn Selfoss náðu jafntefli gegn Leikni! Óvænt úrslit í leik sem var fullur af umdeildum atvikum.
Byrjunarlið:
Vigfús Arnar Jósepsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Edvard Börkur Óttharsson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('63)
11. Brynjar Hlöðversson ('45)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
21. Hilmar Árni Halldórsson

Varamenn:
10. Fannar Þór Arnarsson ('45)
23. Gestur Ingi Harðarson
27. Magnús Már Einarsson
88. Sindri Björnsson ('69)

Liðsstjórn:
Valur Gunnarsson

Gul spjöld:
Kristján Páll Jónsson ('91)
Brynjar Hlöðversson ('42)

Rauð spjöld: