Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
1
0
HK
Alejandro Abarca Lopez '91 1-0
Viktor Unnar Illugason '93
19.08.2014  -  19:00
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Skýjað, smá úði og lítils háttar gola. Fínt fótboltaveður og aðstæðurnar til fyrirmyndar.
Dómari: Jan Eric Jessen
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
Brynjar Kristmundsson ('89)
Alfreð Már Hjaltalín
4. Joseph Thomas Spivack ('86)
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
10. Steinar Már Ragnarsson
17. Alejandro Abarca Lopez ('95)
20. Eldar Masic
25. Þorsteinn Már Ragnarsson
25. Alejandro Vivancos Guinart

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
13. Emir Dokara
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Fannar Hilmarsson ('86)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason ('95)

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Steinar Már Ragnarsson ('82)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá Ólafsvíkurvelli.

Einhver töf er á að fá byrjunarlið liðanna inn á vefinn, þetta hlýtur að fara að detta inn.
Fyrir leik
Tölvumaus hér í upphafi vonandi komið í gott lag.

Töluvert er að bæta í úrkomuna þegar liðin eru mætt til upphitunar...langermatreyjur sennilega málið þetta kvöldið.
Fyrir leik
Hé fer tram gríðarlega mikilvægur leikur liðanna í þriðja og fjórða sæti 1.deildar, sigurliðið hefur stimplað sig hressilega inn í baráttu um Pepsideildarsætið næsta sumar á meðan að tap gæti þýtt að erfitt verði fyrir tapliðið að fara af krafti í þá baráttu.
Fyrir leik
Víkingar gera eina breytingu á byrjunarliðinu sem sigraði Þrótt 3-1 í Laugardalnum í síðustu umferð.

Emir Dokara er á bekknum en í hans stað kemur í byrjunarliðið Alejandro Lopez.
Fyrir leik
Ein breyting er á byrjunarliði HK frá 2-1 sigri þeirra á móti Skagamönnum síðast.

Fyrrum Víkingurinn Guðmundur Magnússon er meiddur og verður lengi frá, í byrjunarliðið í hans stað kemur Leifur Andri Leifsson.
Fyrir leik
Dómaratríóið er skipað þeim Jan Eric Jessen sem blæs, AD1 er Jóhann Gunnar Guðmundsson og AD2 er Jóhann Atli Hafliðason.

Eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson.
Fyrir leik
Finnst sérstök ástæða til að velta upp spurningu um playlistann fyrir þennan leik...virkilega eitthvað lítið upp-peppandi fyrir stóran hóp fólks.
Fyrir leik
Strax annað í playlistanum.

Hebbi Gúmm og Frikki Dór. Nú er bara að bíða eftir meistara Geir Ólafs og ég er sáttur.
Fyrir leik
Leikmenn farnir inn í síðustu skilaboðin...það er sjáanleg spenna í herbúðum beggja liða...enda hinn klassíski "sex stiga leikur".
Fyrir leik
Rigningin er nú minni, en leikvöllurinn er blautur og það veit oft á hasar og fjör.

Vonandi höfum við frá mörgu skemmtilegu að greina í kvöld....
Fyrir leik
Bryngeir Torfason HK - ingur go Jónas Gestur Ólsari komu síðastir úr klefunum og skarta fallega bláum húfum, er þó ekki viss um að sömu merkin séu á þeim.

Tékka á því...
Fyrir leik
Víkingar unnu hlutkestið og ákveða að sækja í átt að sundlauginni og skólanum gegn lítilli golu.

HK hlaupa í átt að Klifinu.
1. mín
Komið í gang í Ólafsvík.
3. mín
Víkingar hafa verið með boltann hér í byrjun, pressa mjög hátt á vellinum.
8. mín
Uppstilling heimamanna.

Alfreð - Luba - Björn - Guinart

Masic - Steinar

Brynjar - Þorsteinn - Spivack

Lopez

4-2-3-1 kerfi
9. mín
Uppstilling HK

Hörður - Atli - Davíð - Guðmundur Þór - Axel

Jón Gunnar - Árni

Viktor - Leifur

Guðmundur Atli.

Útgáfan 5-4-1 myndi ég telja en Viktor og Leifur eru aggressívir kantmenn.
12. mín
HK menn liggja aftarlega og freista þess að beita skyndisóknum, heimamenn fá að vera með boltann.
13. mín
Fyrsta skotið að marki á Lopez hjá heimamönnum, það er laust utan teigs og Beitir ver það auðveldlega.
17. mín
Afskaplega lítið í gangi þessa stundina, Víkingar þurfa að verða beittari á síðasta þriðjungnum.
22. mín
Víkingar eru að ná betri sóknum en það er gríðarlega öflugur varnarmúr hjá gestunum.
24. mín
Skyndisóknir HK mjög beittar, vinna aukaspyrnu á góðum stað rétt utan teigs.
25. mín
AD2 flaggar rangstöðu upp úr aukaspyrnunni sem var flott inn í markteiginn.

Alveg ljóst að heimamenn verða að vera einbeittir í varnarleiknum.
27. mín
Liðin bæði að ná betri tökum á aðstæðunum hér í kvöld.
30. mín
Spivack er líflegur á vinstri kantinum fyrir heimamenn, kemst í fína skotstöðu rétt utan teigs en fast skot hans er framhjá.
33. mín
Aftur dottinn botn úr spilamennskunni, háloftaspyrnur og hnoð í fyrirrúmi.
36. mín
Agi.

Lykilorð dagsins, gestirnir eru að gjörnýta hann hér og það kallar á mikla þolinmæði og einbeitingu heimamanna.
42. mín
Fyrsta skot HK að marki kemur núna, upp úr horni skýtur Guðmundur Þór framhjá utan teigs.
43. mín
Þorsteinn Már með hörkuskot utan teigs en rétt framhjá.

Heimamenn þurfa að taka þessa uppskrift, fara upp kantana og teygja á varnarpakkanum.
44. mín
Dauðafæri heimamanna.

Boltanum er stungið í gegn, Þorsteinn Már kemst einn upp að endamörkum og dúndrar inn í markteiginn en þar er enginn og boltinn fer alla leið í innkast.

Sama forskrift og áðan, langbesta sóknin.
45. mín
Spivack í skotfæri en boltinn hátt yfir.
45. mín
Hálfleikur.

Mikill agi í varnarleik HK stendur uppúr.

Síðustu mínúturnar náðu heimamenn að skapa sér góðar sóknarstöður en örlítið vantaði uppá að klára þær...
46. mín
Aftur komið í gang í Víkinni.

Liðin óbreytt hér í upphafi.
46. mín
Strax skot að marki frá heimamönnum en Beitir grípur það auðveldlega.
48. mín
Guinart með skot af löngu færi en yfir, klárt að heimamenn ætla að pressa ofar hér í byrjun.
50. mín
HK rétt sloppnir í gegn, sending á Guðmund Atla aðeins of föst og endar í höndum Arnars Darra.
53. mín
Held að ljóst sé að leikurinn verður í þessum farvegi, HK eru alveg sáttir við gang leiksins og heimamönnum vantar kraft til að komast í gegn.
55. mín
DAUÐAFÆRI.

Upp úr horni HK er skallað rétt framhjá úr markteignum. Sterkir í föstum leikatriðum.
57. mín Gult spjald: Árni Arnarson (HK)
Brýtur á Eldari á miðjum vellinum og fær í laun fyrsta spjaldið.
62. mín
Liðin eru hér rangstæð til skiptis, svei mér ef leikurinn er ekki bara að opnast aðeins!
64. mín
Hætta við mark HK eftir horn, boltinn hrökk af Eldari Masic en Beitir var vel á verði.
65. mín
Guðmundur Atli nær að komast í fínt færi í teignum en á skot framhjá.
68. mín
Farin að færast harka í leikinn þessa stundina, enn eru þó spjöldin geymd í vösum.
70. mín
Áhorfendur kalla á pressu heimamanna en hún hefur nú dottið niður.

HK er komið framar á völlinn en það gæti vissulega hjálpað heimamönnum.
74. mín
Enn á ný bjargar Arnar Darri hættulegri stungusendingu HK manna, Viktor var rétt við þessa!
77. mín
Inn:Elmar Bragi Einarsson (HK) Út:Leifur Andri Leifsson (HK)
Elmar virðist eiga að vera meira inni á miðjunni, sennilega komið í 5-3-2
80. mín
Víkingar eru að setja í hærri gír hér þessar mínúturnar.

Framundan býsna mikilvægar 10 mínútur.
81. mín
Guinart gerir vel að komast fyrir skot Harðar eftir öfluga skyndisókn HK.
82. mín Gult spjald: Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Ansi hraustleg tækling á miðjum vellinum.
86. mín Gult spjald: Atli Valsson (HK)
Enn brot á miðjum vellinum.
86. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Joseph Thomas Spivack (Víkingur Ó.)
Hrein skipting.
89. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
Hrein skipting, sýndist Brynjar halda um lærið hér áðan.
90. mín
Uppbótartími framundan og hasar í gangi.

Hörður með skot yfir utan teigs.
91. mín MARK!
Alejandro Abarca Lopez (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Fannar Hilmarsson
Takk fyrir!!!

Flott sending frá vinstri, Lopez skutlaði sér fram fyrir varnarmann og stangaði boltann í netið, frábær afgreiðsla.
92. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (HK) Út:Hörður Magnússon (HK)
Strax skipting hjá HK, sóknarskipting.
93. mín Rautt spjald: Viktor Unnar Illugason (HK)
AD1 kallar á Jan og sá rífur upp rautt spjald.

Klárlega fyrir orðbragð.
94. mín
Dúndrað og dúndrað, hlaupið og barist.

Taugar þandar.
95. mín
Inn:Anton Jónas Illugason (Víkingur Ó.) Út:Alejandro Abarca Lopez (Víkingur Ó.)
Þessi heitir tempóeyðsla!
Leik lokið!
Þvílíkur endir og Víkingar stíga inn í toppbaráttuna á ný!

Umfjöllun og viðtöl á leiðinni!
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('77)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
8. Atli Valsson
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason
20. Hörður Magnússon ('92)
20. Árni Arnarson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
3. Axel Lárusson
14. Viktor Örn Margeirsson ('92)
22. Jón Dagur Þorsteinsson
23. Elmar Bragi Einarsson ('77)
25. Bjarni Þór Stefánsson

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:
Atli Valsson ('86)
Árni Arnarson ('57)

Rauð spjöld:
Viktor Unnar Illugason ('93)