Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
FH
2
0
Keflavík
1-0 Magnús Þórir Matthíasson '15 , sjálfsmark
Steven Lennon '62 2-0
20.08.2014  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Sól, logn og 15 stiga hiti.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1393
Maður leiksins: Hólmar Örn Rúnarsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson ('83)
4. Pétur Viðarsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('77)
7. Steven Lennon ('85)
8. Emil Pálsson
16. Jón Ragnar Jónsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
6. Sam Hewson ('83)
11. Atli Guðnason ('77)
14. Indriði Áki Þorláksson
17. Atli Viðar Björnsson ('85)
21. Böðvar Böðvarsson
24. Ási Þórhallsson

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Ingimundur Níels Óskarsson ('17)
Emil Pálsson ('76)
Hólmar Örn Rúnarsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur FH staðreynd. Umfjöllun og viðtöl koma innan skamms.
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn. Einhverju litlu bætt við.
88. mín Gult spjald: Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
86. mín
Það er ekki hvaða lið sem er sem getur gert þær skiptingar sem FH er búið að gera núna. Atli Viðar og Atli Guðna, markaskorarar koma af bekknum og inná. Það er engin smá vigt í þeim tveim.
85. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
83. mín
Inn:Sam Hewson (FH) Út:Davíð Þór Viðarsson (FH)
79. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Hörður Sveinsson (Keflavík)
77. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
76. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
75. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Einar Orri sparkaði í Pétur Viðarsson sem var nýbúinn að losa sig við boltann.
73. mín
Ólafur Páll með skot framhjá marki Keflavíkur. Annars rólegt yfir þessu.
62. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
MAAAAAAAAAAARRRRKKKKKK! Ólafur Páll með flotta sendingu á Steve Lennon sem átti ekki í vandræðum með að skora. Skaut þéttingsfast framhjá Jonas Sandqvist.
60. mín
Magnús Sverrir átti hér skot að marki FH sem endaði í stönginni. Óheppinn þarna.
58. mín
Kristján Guðmunds augljóslega ekki sáttur við sína menn og gerir tvöalda breytingu.
57. mín
Inn:Ray Anthony Jónsson (Keflavík) Út:Unnar Már Unnarsson (Keflavík)
57. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
55. mín
Ingimundur Níels með laflaust skot að marki Keflvíkinga. Ég hefði ekkert á móti því að sjá meira fjör í þessum leik. Viðurkenni það!
52. mín
Ekki mikið í gangi sem stendur.
48. mín
Netvandamál i gangi i krikanum. En seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Það er kominn hálfleikur. Ekki nema mínútu bætt við. Við fáum okkur kaffi og með því og mætum fersk eftir smástund.
45. mín
Venjulegur leiktími af þessum fyrri hálfleik er liðinn. C.a. tveim - þrem mínútum bætt við.
40. mín
FH hefur verið að færast aftar á völlinn síðustu mínútur og Keflvíkingar sótt en án þess þó að skapa sér neitt færi að ráði. Spilamennska þeirra í dag er ekki upp á marga fiska.
29. mín
Aron er kominn aftur inn á eftir að hafa fengið aðhlynningu.
27. mín
Aron Rúnarsson liggur eftir að hafa fengið boltann af þrumu afli í andlitið eftir að Hólmar átti skot að marki Keflvíkinga. Þetta hefur verið sárt!
17. mín Gult spjald: Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
Þóroddur flautaði aukaspyrnu og bað Keflvíkinga um að bíða með að spyrna, sem þeir gerðu ekki og skutu boltanum í Ingimund sem í kjölfarið fékk gult spjald. Skringilegur dómur.
15. mín SJÁLFSMARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Stoðsending: Steven Lennon
Það kom mark í leikinn. Steve Lennon átti góða sendingu fyrir markið og þaðan fór boltinn í Magnús Þóri sem setti hann í eigið net eftir því sem blaðamenn sáu best.
9. mín
Leikurinn er í járnum eins og sagt er en FH-ingar eru sterkari það sem af er og líklegri.
5. mín
Ólafur Páll með fyrirgjöf að marki Keflvíkinga, Lennon rétt snerti boltann með höfðinu en náði ekki að beina honum í átt að marki.
1. mín
Þóroddur er búinn að flauta til leiks. Það eru ekki margir áhorfendur mættir í Krikann eins og er en vonandi rætist úr því.
Fyrir leik
Ég veit ekki alveg hvað vallaþulurinn og poppstjarnan Friðrik Dór er að spá með lagavalinu hér í krikanum fyrir leik. Það er kórstemmning!
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson gerir breytingar á liðinu sem tapaði í úrslitaleiknum í bikarnum á móti KR. Sigurbergur Elísson og Unnar Már Unnarsson koma inn í liðið en þeir Jóhanns Birnis Guðmundssonar og Halldórs Kristins Halldórssonar eru að glíma við meiðsli.
Fyrir leik
Heimir Guðjóns gerir þrjár breytingar frá síðasta leik FH sem var á móti ÍBV þar sem FH gerði jafntefli. Davíð Þór Viðarsson, Ingimundur Níels Óskarsson og Brynjar Ásgeir Guðmunsson koma inn en Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson setjast á bekkinn. Sean Reynolds er meiddur.
Fyrir leik
Held að mér sé óhætt að segja að það séu flestir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sem séu að bíða eftir leik Stjörnunnar - Inter sem fram fer kl. 21:00 í kvöld. En vonandi munu þó stuðningsmenn FH og Keflvíkinga flykkjast í Krikann þar sem sólin skín og veðrið er gott og styðji sitt lið.
Fyrir leik
Það er enginn annar en Þóroddur Hjaltalín sem heldur utan um flautuna og spjöldin í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Haukur Erlingsson
Fyrir leik
Í fyrri umferðinni í sumar áttust liðin við í Keflavík eins og gefur að skilja þar sem þessi leikur fer fram í Krikanum. Þar skildu liðin jöfn 1 - 1 þar sem Atli Viðar Björnsson jafnaði metin á 86 mínútu leiksins. Það er vonandi að það verði fleiri mörk skoruð í þessum leik.
Fyrir leik
FH er fyrir leikinn í dag í öðru sæti deildarinnar með 32 stig en á leik upp á topplið Stjörnunnar. Með sigri endurheimtir FH toppsætið. Keflavík er í 6. sætinu með 18 stig.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og komiði sæl og blessuð. Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Keflavíkur í Pepsí deild karla. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og fram að þeim tíma mun ég reyna að koma með einhverjar skemmtilegar upplýsingar.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Sigurbergur Elísson ('57)
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson ('79)
13. Unnar Már Unnarsson ('57)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('57)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('79)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('75)

Rauð spjöld: