Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KV
2
2
KA
Kristófer Eggertsson '5 1-0
1-1 Atli Sveinn Þórarinsson '42
Kristófer Eggertsson '45 2-1
Karstern Vien Smith '49
2-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson '61
23.08.2014  -  14:00
KR-völlur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Fínar, veðrið stillt og völlurinn ágætur.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
12. Atli Jónasson (m)
Auðunn Örn Gylfason
3. Benis Krasniqi
7. Einar Már Þórisson
9. Magnús Bernhard Gíslason
9. Davíð Birgisson
18. Tómas Agnarsson ('73)
21. Guðmundur Óli Steingrímsson
22. Ólafur Örn Eyjólfsson ('71)
24. Davíð Steinn Sigurðarson ('86)
28. Kristófer Eggertsson

Varamenn:
12. Kristófer Ernir G. Haraldsson (m)
10. Garðar Ingi Leifsson ('71)
13. Vignir Daníel Lúðvíksson ('86)
14. Aron Már Smárason
16. Sigurður Andri Jóhannsson
20. Guðmundur Sigurðsson
33. Eyjólfur Fannar Eyjólfsson ('73)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Óli Steingrímsson ('52)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik KV og KA í 18. umferð 1. deildar karla.

Leikurinn fer fram á KR-velli en gaman verður að sjá hvort það hjálpi heimamönnum eitthvað en þeir þurfa nauðsynlega á stigum að halda.

Akureyringar sigla lignan sjó um miðja deild en eiga þó enn möguleika á því að komast upp sem verður þó að teljast óraunhæft.

Byrjunarlið eru væntanleg innan skamms.
Fyrir leik
Þetta er fjórði 'heimavöllur' KV í sumar en þeir byrjuðu mótið í Egilshöll, fóru þaðan á Gervigrasið í Laugardal og svo fengu þeir að spila afmælisleik á raunverulegum heimavelli sínum, KV-Park.
Fyrir leik
Vesturbæingar gera fjórar breytingar á sínu liði frá 3-2 tapi sínu gegn Haukum á dögunum.

Ingólfur Sigurðsson og Gunnar Kristjánsson fengu báðir rautt spjald í þeim leik og eru í banni. Þá eru Kristni Jens Bjartmarssyni og Garðari Inga Leifssyni kippt út úr liðinu.

Í þeirra stað koma inn í liðið Auðunn Örn Gylfason, fyrrum KA-maðurinn Guðmundur Óli Steingrímsson, Ólafur Örn Eyjólfsson og Kristófer Eggertsson.
Fyrir leik
Norðanmenn gera eina breytingu frá 1-1 jafntefli sínu gegn BÍ/Bolungarvík. Edin Besilja fór útaf í hálfleik í þeim leik og er líklega meiddur í dag. Inn fyrir hann kemur Davíð Rúnar Bjarnason.
Fyrir leik
Liðin hita upp að krafti sem og dómarar leiksins. Kristinn Jakobsson heldur á flautunni í dag og honum til aðstoðar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Steinar Berg Sævarsson.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og örfáir mættir í stúkuna, vonandi að fólk fari að tínast inn enda ekki á hverjum degi sem KV spilar heimaleik á grasi.
Fyrir leik
Leikmenn halda nú til búningsherbergja og þjálfarar fá tækifæri til að stappa stálinu í sína menn.
Fyrir leik
Leikmenn ganga nú út á völl, leiddir af Kristni Jakobssyni, dómara.
1. mín
KV hefur leik og sækir í átt að KR-heimilinu.
5. mín MARK!
Kristófer Eggertsson (KV)
Stoðsending: Ólafur Örn Eyjólfsson
Frábær sókn hjá KV, Kristó tók mann á gaf á Ólaf Örn sem gaf fyrir markið beint í hlaup Kristófers sem lagði boltann í stöng og inn.
7. mín
Athygli vekur að þrír bræður eru á vellinum í dag. Húsvíkingarnir Guðmundur Óli Steingrímsson í KV og Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir í KA berjast.
10. mín
KA-menn virðast ekki vera mættir til leiks í dag, heimamenn töluvert betri til að byrja með.
13. mín
Hrannar Björn á fínan sprett en skot hans hátt yfir.
18. mín Gult spjald: Karstern Vien Smith (KA)
Fór illa í Magnús Bernharð sem liggur eftir.
20. mín
Magnús Bernharð skallar framhjá úr fínu færi eftir fyrirgjöf frá hægri.
25. mín
Stefán Þór Pálsson fékk háa sendingu inn fyrir, tók boltann vel niður og kláraði í vinstra hornið. Hann notaði hins vegar hendina til að taka á móti boltanum og Kristinn Jakobsson dæmir réttilega hendi.
27. mín
Leikurinn verið tíðindalítill eftir nokkuð fjöruga byrjun.
32. mín
Arsenij Buinickij er búinn að fara illa með Auðunn Örn í bakverðinum tvisvar í röð en ekkert hefur komið út úr því.
36. mín
Jóhann Helgason á hörkuskot sem Atli ver vel. KA-menn stýra ferðinni þessa stundina en færin standa á sér.
42. mín MARK!
Atli Sveinn Þórarinsson (KA)
Atli jafnar með skalla eftir horn. Klaufalegur varnarleikur hjá KV en frábært fyrir KA að fá mark fyrir hálfleik.
45. mín
Dauðafæri hjá KA!! Buinickij fékk boltann inná vítateig KV, gaf til hliðar á Stefán Þór sem var einn á auðum sjó 10 metrum frá marki en skýtur laust beint á Atla.
45. mín Gult spjald: Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir KV. Hvar er Garðar Ingi Leifsson núna?
45. mín MARK!
Kristófer Eggertsson (KV)
2-1! Aftur skorar Kristófer. Einar Már skýtur í slánna úr aukaspyrnunni og boltinn hrekkur þaðan beint á Kristó sem potar boltanum í markið frá vítapunkti.
45. mín
Hálfleikur - Í þann mund er KA hefja leik að nýju eftir markið flautar Kristinn Jakobsson til hálfleiks. Mikilvægt mark hjá KV rétt fyrir hálfleik.
46. mín
Norðanmenn hefja þá síðari hálfleikinn, óbreytt lið báðu megin.
49. mín Rautt spjald: Karstern Vien Smith (KA)
Umdeildur dómur! Smith brýtur af sér og kastar boltanum til baka að brotstaðnum en Kristinn metur sem svo að hann hafi kastað boltanum í burtu. Ekki er þetta byrjunin sem KA-menn óskuðu sér í síðari hálfleik.
52. mín Gult spjald: Guðmundur Óli Steingrímsson (KV)
Stoppaði skyndisókn.
53. mín
Kristófer með frábæran sprett sem endar með skoti rétt utan teigs sem Rajkovic ver í horn.
54. mín
Inn:Gauti Gautason (KA) Út:Arsenij Buinickij (KA)
KA-menn fá miðvörð inn í stað Smiths. Buinickij þarf að víkja.
56. mín
Magnús Bernharð í fínu færi, en skot hans laust og beint á Rajkovic.
58. mín
Kristófer í dauðafæri! Magnús Bernharð gerði vel og gaf fyrir markið, þar var Kristó á auðum sjó en hitti ekki boltann.
59. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (KA) Út:Jóhann Helgason (KA)
Önnur breyting KA.
61. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Þetta mark kemur sem þruma úr heiðskíru lofti. Hallgrímur fékk frábæra sendingu inn fyrir, fer framhjá Atla í markinu sem fór í skógarhlaup og afgreiddi í opið markið.
64. mín
KV-menn stýra leiknum algjörlega og fengu fín færi fyrir jöfnunarmark Akureyringa.
65. mín
Tómas Agnarsson liggur á vellinum en hann var tæpur fyrir leik. Virðist vera búið spil.
66. mín
Tómas hangir inná í bili, sjáum hvað setur.
68. mín
Títtnefndur Tómas Agnarsson á nú hörkuskalla eftir horn en Rajkovic ver vel.
68. mín
Aftur detta KA-menn inn fyrir, Atli fer aftur í úthlaup en nær nú að tækla boltann en tekur manninn niður í leiðinni. KA-menn vilja fá víti en ég tel dómarann hafa dæmt rétt þarna.
70. mín
Hallgrímur Mar með frábæra takta, tekur mann á og skýtur svo rétt framhjá.
71. mín
Inn:Garðar Ingi Leifsson (KV) Út:Ólafur Örn Eyjólfsson (KV)
Fyrsta breyting heimamanna, fara úr 4-3-3 í 4-4-2, Garðar á kantinn og Kristó framm.
73. mín
Inn:Eyjólfur Fannar Eyjólfsson (KV) Út:Tómas Agnarsson (KV)
Þá gefst fyrirliðinn upp, fer meiddur af velli og Eyjólfur kemur inn í hans stað.
77. mín
Enn fær Kristófer færi, KV spilaði vel, Magnús Bernharð kom boltanum á hann en Kristó skýtur yfir frá vítapunkti.
77. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
KA-menn bæta í sóknina.
81. mín
Davíð Steinn á skot frá vítateig en það er laust og beint á Rajkovic.
82. mín
Enn er Hallgrímur Mar að, leikur sér að varnarmönnum KV og á hörkuskot í stöngina. Þarna skall hurð nærri hælum.
82. mín
Aftur eru KA-menn í skyndisókn eftir að hafa unnið boltann á miðjunni. Ævar Ingi hljóp upp kantinn og var kominn nánast einn gegn Atla en skot hans beint á markmanninn.
83. mín
Það er allt að verða vitlaust hérna, liðin skiptast á að sækja og fá góð færi. Hvoru megin kemur sigurmarkið?
85. mín
Einar Már á slakt skot úr fínni stöðu, hann hafði menn með sér - slæm ákvörðun.
85. mín
Þá á Gunnar Örvar slakt skot úr ágætis stöðu hinu megin eftir góðan undirbúninng Hallgríms Mars.
86. mín
Inn:Vignir Daníel Lúðvíksson (KV) Út:Davíð Steinn Sigurðarson (KV)
Síðasta breyting heimamanna.
90. mín
Einar Már með skot úr ágætis stöðu en það langt yfir, enn finnst manni eins og hann hafi getað gefið boltann.
90. mín
KV-menn svo nálægt því að skora! Vignir Daníel á skot sem fer af varnarmanni rétt framhjá. Eyjólfur Fannar var hársbreidd frá því að pota boltanum inn.
Leik lokið!
2-2 niðurstaðan. KV bítur sig líklega í handarbökin yfir þessu. Þeir þurfa á öllum stigunum að halda og tapa niður eins marks forskoti manni fleiri.
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic
4. Viktor Örn Guðmundsson
5. Karstern Vien Smith
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Arsenij Buinickij ('54)
11. Jóhann Helgason ('59)
19. Stefán Þór Pálsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('77)

Varamenn:
5. Gauti Gautason ('54)
14. Ólafur Hrafn Kjartansson
14. Úlfar Valsson
30. Bjarki Þór Viðarsson ('59)

Liðsstjórn:
Gunnar Örvar Stefánsson
Eggert Högni Sigmundsson
Baldvin Ólafsson

Gul spjöld:
Hrannar Björn Steingrímsson ('45)
Karstern Vien Smith ('18)

Rauð spjöld:
Karstern Vien Smith ('49)