Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Real Madrid
1
3
Barcelona
Karim Benzema '1 1-0
1-1 Alexis Sanchez '30
1-2 Xavi '53
1-3 Cesc Fabregas '67
10.12.2011  -  21:00
Santiago Bernabeu
Spænska úrvalsdeildin
Dómari: Fernandez Borbalan
Byrjunarlið:
1. Iker Casillas (m)
3. Pepe
4. Sergio Ramos
5. Fabio Coentrao
7. Cristiano Ronaldo
9. Karim Benzema
10. Mesut Özil ('56)
12. Marcelo
14. Xabi Alonso
22. Angel Di Maria ('68)
24. Lassana Diarra ('64)

Varamenn:
13. Antonio Adan (m)
6. Sami Khedira ('64)
15. Daniel Carvajal
17. Alvaro Arbeola
20. Gonzalo Higuain ('68)
21. Morata
24. Asier Illarramendi ('56)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Xabi Alonso ('26)
Lassana Diarra ('61)
Pepe ('63)
Sergio Ramos ('70)

Rauð spjöld:
94. mín
Við þökkum fyrir okkur en umfjöllun um leikinn birtist á síðunni innan skams.
93. mín
Eftir góða byrjun hjá Real Madrid þar sem Benzema skoraði eftir einungis 22 sekúndur er sigur Barcelona nokkuð verðskuldaður. Alexis Sanchez og Xavi komu Barcelona yfir. Bæði lið sýndu þó frábæra takta og leikurinn hefði geta endað á báða begu hefði Ronaldo skorað úr dauðafærinu rétt áður en Fabregas innsiglaði sigur Barcelona með góðum skalla. Eftir það réðu Börsungar lögum og logum og spiluðu skynsamlega þar til dómarinn flautaði leikinn af.
93. mín
Svakalegum leik á Santiago Bernabeu er lokið. Barcelona hafði betur 3-1 og jafnar þar með Real Madrid á toppi deildarinnar.
93. mín
Leiknum er lokið!!
93. mín
..skotið hafnar í veggnum.
92. mín
Aukaspyrna fyrir Real Madrid rétt fyrir utan teig Barcelona á síðustu mínútu uppbótartíma. Ronaldo stillir sér upp..
90. mín
Þremur mínútum er bætt við, Barcelona er að fara með sigur af hólmi!
87. mín
Inn:Pedro (Barcelona) Út:Andres Iniesta (Barcelona)
87. mín
Barcelona ræður hér lögum og logum.
86. mín
Fjórar mínútur eftir af venjulegum leiktíma..
86. mín
Mikill atgangur í teig Real Madrid eftir skot frá Iniesta, Iker Casillas handsamar knöttinn að lokum.
85. mín
Frábær markvarsla frá Valdes!! Kaka með skotið af stuttu færi en Valdes sér við honum.
83. mín
Inn:David Villa (Barcelona) Út:Alexis Sanchez (Barcelona)
78. mín
Inn:Seydou Keita (Barcelona) Út:Cesc Fabregas (Barcelona)
Markaskorarinn fer af velli.
76. mín
Kaka kemst inn í teig Barcelona, ætlar að senda fyrir markið en varnarmenn Barcelona ná að hreinsa.
75. mín
Fyrgjöf frá Alves, skalli frá Xavi..framhjá.
70. mín Gult spjald: Sergio Ramos (Real Madrid)
Það er nóg að gera hjá dómaranum. Sergio Ramos fær sjöunda gula spjald leiksins fyrir ljótt brot á Lionel Messi.
70. mín
Er Barcelona að fara með sigur af hólmi? Real Madrid hefur 20 mínútur til að laga stöðuna..
68. mín
Inn:Gonzalo Higuain (Real Madrid) Út:Angel Di Maria (Real Madrid)
67. mín MARK!
Cesc Fabregas (Barcelona)
Frábær fyrirgjöf frá Daniel Alves frá hægri beint á kollinn á Fabregas sem var mættur á undan Coentrao og skallar bolltann í netið! 3-1, Barcelona í vil!
66. mín
RONALDO..framhjá!! Þarna skall hurð nærri hælum, Ronaldo með skalla hárfínt framhjá eftir fyrirgjöf frá Xabi Alonso.
64. mín
Inn:Sami Khedira (Real Madrid) Út:Lassana Diarra (Real Madrid)
63. mín Gult spjald: Pepe (Real Madrid)
61. mín Gult spjald: Lassana Diarra (Real Madrid)
Lass hefur átt góðan leik en rífur Iniesta niður og fær gult spjald fyrir vikið.
59. mín
Fabregas í færi, en skot hans fer famhjá.
56. mín
Inn:Asier Illarramendi (Real Madrid) Út:Mesut Özil (Real Madrid)
55. mín
Leikmenn Barcelona reyna nú að halda boltanum.
54. mín
Xavi með viðstöðulaust skot fyrir utan teig sem fer af Marcelo í netið. Börsungar komnir í 2-1.
53. mín MARK!
Xavi (Barcelona)
Xavi er búinn að koma Barcelona yfir!!
50. mín
..Ronaldo nær skoti á markið en Victor Valdes stóð á réttum stað.
49. mín
Ronaldo tekur spyrnuna sem hafnar í veggnum. Stuttu síðar er brotið á Benzema..önnur aukaspyrna, rétt fyrir utan teig. Hvað gerir Ronaldo núna?
48. mín Gult spjald: Gerard Pique (Barcelona)
Ronaldo fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir brot frá Gerard Pique..
46. mín
Veislan heldur áfram, seinni hálfleikur er byrjaður!
45. mín
Jæja þá hefur dómarinn flautað til hálfleiks. Staðan er 1-1 eftir fjörugan fyrri hálfleik og spennandi seinni hálfleikur í vændum.
44. mín
Áhorfendur á Santiago Bernabeu vilja fá rautt spjald á Lionel Messi sem er þegar búinn að fá gult. Hann brýtur á Xabi Alonso en sleppur með skrekkinn.
38. mín Gult spjald: Lionel Messi (Barcelona)
Messi eitthvað að rökræða við dómarann og fær spjald.
37. mín
Aukaspyrna fyrir Barcelona vinstra megin við teiginn..engin hætta og leikmenn Real tekst að hreinsa.
31. mín
Frábær sending frá Lionel Messi á Alexis Sanchez sem skorar framhjá Iker Casillas með góðu skoti! Staðan er 1-1..
30. mín MARK!
Alexis Sanchez (Barcelona)
Barcelona jafnar leikinn!!
29. mín
Lassana Diarra með skot af löngu færi en þar fer hátt yfir markið.
27. mín Gult spjald: Alexis Sanchez (Barcelona)
26. mín Gult spjald: Xabi Alonso (Real Madrid)
25. mín
Þarna átti Ronaldo að gera betur!! Á skot við teiginn sem hafnar framhjá en hefði átt að senda á Angel Di Maria sem var í mun betri stöðu.
23. mín
Xavi tekur aukaspyrnuna, skotið fer á markið en Iker Casillas er á réttum stað!
22. mín
Aukaspyrna fyrir Barcelona á hættulegum stað, rétt fyrir utan teig Real Madrid.
18. mín
Cristiano Ronaldo með fast skot á mark Barcelona, Valdes tekur enga áhættu og kýlir boltann í burtu.
14. mín
Argentínumaðurinn harkar af sér og er mættur aftur á völlinn.
13. mín
Angel Di Maria liggur eftir sárþjáður á vellinum. Vonandi getur hann haldið áfram.
10. mín
Heldur betur lífleg byrjun á leiknum, bæði lið sækja á markið. Tekst Barcelona að svara?
6. mín
Lionel Messi kemst í færi en Iker Casillas sér við honum.
2. mín
Þvílík byrjun á leiknum!! Skelfileg mistök hjá Victor Valdes sem sendir boltann beint í lappirnar á Angel Di Maria sem sendir boltann á Mesut Özil sem tekur skotið. Það fer af varnarmanni beint á Karim Benzema sem er einn og óvaldaður í teignum og skorar örugglega eftir einunigs 22 sekúndur!
1. mín MARK!
Karim Benzema (Real Madrid)
REAL MADRID ER KOMIÐ YFIR!!
1. mín
Jæja gott fólk, leikurinn er byrjaður!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, stemningin er í hámarki!
Fyrir leik
Einungis átta mínútur í El Clasico. Erfitt er að geta til um hvort liðið sigri hér í kvöld, en það er nokkuð ljóst að við eigum von á svakalegum leik!
Fyrir leik
Tveir bestu leikmenn heims mætast í kvöld, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi! Leikmenn sem allir munu fylgjast með en þeir eru lang markahæstir í spænsku úrvalsdeildinni með 17 mörk hvor.
Alexander Freyr Einarsson, fréttaritari Fótbolta.net:
Túborg jólabjór í gleri - CHECKED! Sjónvarp - CHECKED! Hringja í pítsusendilinn - CHECKED! It's time for El Clasicooooo!! #fotbolti
Fyrir leik
Síðast mættust liðin í spænsku úrvalsdeildinni þann 16 apríl á þessu ári. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu og lauk með 1-1 jafntefli. Markaskorarar leiksins voru Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Fyrir leik
Barcelona hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni.
Fyrir leik
Pep Guardiola gerir óvænta breytingu á liði Barcelona. David Villa byrjar á bekknum en Alexis Sanchez fær tækifæri í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár! Hægt er að sjá þau hér til hliðar.
Hjörvar Hafliðason:
Væri gott fyrir LaLiga ef Barca myndi vinna uppá áframhaldandi spennu fyrir okkur hlutlausu í þessu.
Fyrir leik
Jæja, veislan hefst einungis eftir klukkutíma! Endilega komið með ykkar innlegg í gegnum Twitter með því að nota hashtagið #fotbolti með færslunum. Valdar færslur verða birtar í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
El Clasico, stórleikur Real Madrid og Barcelona verður í beinni textalýsingu. Leikurinn hefst klukkan 21:00. Vinni Real Madrid nær liðið sex stiga forystu og á þar að auki leik inni.

Í gær birtum við götuspjall, fórum út meðal fólksins og spurðum hvernig þessi leikur færi. Smelltu hér til að sjá götuspjallið.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Victor Valdes (m)
2. Daniel Alves
3. Gerard Pique
4. Cesc Fabregas ('78)
5. Carles Puyol
6. Xavi
8. Andres Iniesta ('87)
9. Alexis Sanchez ('83)
10. Lionel Messi
16. Sergio Busquets
22. Eric Abidal

Varamenn:
7. David Villa ('83)
13. Jose Pinto (m)
14. Javier Mascherano
15. Seydou Keita ('78)
17. Pedro ('87)
19. Maxwell
20. Thiago Alcantara

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alexis Sanchez ('27)
Lionel Messi ('38)
Gerard Pique ('48)

Rauð spjöld: