Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
3
1
KV
Ragnar Þór Gunnarsson '76 1-0
Luka Jagacic '87 2-0
Andri Björn Sigurðsson '89 3-0
3-1 Einar Már Þórisson '90
29.08.2014  -  18:30
JÁVERK-völlurinn
1. deild karla 2014
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Einar Ottó Antonsson ('63)
4. Andy Pew (f)
9. Elton Renato Livramento Barros ('89)
14. Guðmundur Friðriksson
19. Luka Jagacic
21. Andri Björn Sigurðsson
22. Andri Már Hermannsson ('67)
25. Geir Kristinsson

Varamenn:
1. Bergsteinn Magnússon (m)
3. Birkir Pétursson
5. Hamza Zakari
12. Magnús Ingi Einarsson
17. Ragnar Þór Gunnarsson ('67)
28. Max Odin Eggertsson ('63)

Liðsstjórn:
Sindri Rúnarsson

Gul spjöld:
Elton Renato Livramento Barros ('63)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu frá leik Selfyssinga og KV í 19. umferð 1. deildar karla.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í botnbaráttunni en tapi KV í kvöld eru þeir gott sem fallnir. KV er sem stendur í 11. sæti fjórum stigum frá Selfossi sem eru í sætinu fyrir ofan þá.

Einungis níu stig eru í pottinum eftir þennan leik svo þetta er í rauninni allt eða ekkert leikur.
Fyrir leik
Vesturbæingar naga sig líklega í handarbökin eftir síðustu umferð en þá gerðu þeir 2-2 jafntefli við KA á KR-velli þar sem þeir voru manni fleiri í um 40 mínútur.

Selfyssingar voru hins vegar manni fleiri í um 65 mínútur fyrir vestan í leik gegn BÍ/Bolungarvík á sama tíma sem þeir töpuðu 2-1.
Fyrir leik
Netið hefur eitthvað verið að stríða okkur hérna, vonandi að það hafi ekki áhrif þegar leikurinn hefst.
Fyrir leik
Gott er að minna á að leikurinn er í beinni útsendingu hjá SportTV.
Fyrir leik
Nú eru einungis þrjár mínutur til leiks en það eru líklega ekki nema rúmlega tuttugu manns í stúkunni.
Fyrir leik
Leikmenn halda nú út á völlinn leiddir af Gunnari Jarli Jónssyni, dómara í dag.
1. mín
Selfyssingar hefja leik!
2. mín
Logi Ólafsson, fyrrverandi þjálfari Selfyssinga lét að sjálfsögðu sjá sig í dag.
5. mín
KV að ógna, Ólafur Örn og Garðar Ingi eiga góðan samleik upp hægra megin sem endar með að þeir fá hornspyrnu. Ekkert kemur upp út henni.
10. mín
Dauðafæri hjá Selfossi!! Elton Renato skallaði boltann niður fyrir Andra Björn sem gaf aftur fyrir frá endalínu. Renato fékk boltann í markteignum en hitti ekki boltann fyrir nánast opnu marki. KV koma boltanum frá.
16. mín
Selfyssingar hafa verið líklegri, KV virka stressaðir og eiga erfitt með að halda bolta og skapa sér færi.
18. mín
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson nálægt því að skora með 'in-swing' fyrirgjöf frá hægri. Atli blakar boltanum yfir á fjærstönginni.
19. mín
Andri Björn Sigurðsson á fínan sprett sem endar með skoti frá D-boga, rétt framhjá.
20. mín
Aftur er það Andri Björn eftir að Renato skallaði boltann til hans. Atli ver vel frá honum í markinu.
21. mín
Selfyssingar þjarma að KV, Einar Ottó Antonsson á skot framhjá. Þetta endar bara á einn veg ef þetta heldur svona áfram.
26. mín
Garðar Ingi á skot úr aukaspyrnu af um 30 metra færi, rétt framhjá en Vignir var alltaf með hann í markinu.
30. mín
Enn er það Andri Björn að ógna, skot hans frá vítateig laust og beint á Atla.
32. mín
Andri Már Hermannsson á skot frá hægra vítateigshorninu sem fer framhjá.
35. mín
Tómas Agnarsson á skalla úr góðu færi eftir horn en skallinn fer beint í lúkurnar á Vigni.
42. mín
Lítið að gerast í þessu sem stendur. Væri gott að fá mark fyrir hálfleik til að krydda síðari hálfleikinn.
43. mín
Boltinn dettur fyrir Davíð Stein í teig Selfyssinga, hann skýtur viðstöðulaust rétt framhjá.
45. mín
Hálfleikur - Ekki skemmtilegasta hálfleikur sumarsins. Selfyssingar ógnað töluvert meira. Óvenjulegt að sjá ekki meiri ákefð í svona leik sem er upp á líf og dauða.
46. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (KV) Út:Ólafur Örn Eyjólfsson (KV)
Þörf breyting hjá KV, vonandi að Ingó hressi upp á sóknarleik liðsins.
46. mín
KV hefur þá síðari hálfleikinn.
49. mín
Dauðafæri hjá Selfossi!! Andri Már fær góða sendingu fyrir frá vinstri en skýtur framhjá frá vítapunkti.
54. mín
Selfyssingar næstum því búnir að skora. Geir Kristinsson á skalla eftir horn sem Atli á í vandræðum með en hann nær þó að handsama knöttinn.
56. mín
Davíð Steinn á fínt skot að marki Selfoss frá vítateigslínu en Vignir ver vel frá honum.
59. mín
Inn:Einar Már Þórisson (KV) Út:Kristófer Eggertsson (KV)
Markahæsti leikmaður KV fer útaf, hefur átt betri daga eins og allt KV-liðið í raun.
63. mín Gult spjald: Elton Renato Livramento Barros (Selfoss)
63. mín
Inn:Max Odin Eggertsson (Selfoss) Út:Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
67. mín
Inn:Ragnar Þór Gunnarsson (Selfoss) Út:Andri Már Hermannsson (Selfoss)
71. mín
Það er ekki mikið að segja frá þessa stundina...
72. mín
Renato fær góða sendingu inn fyrir en chipputilraun hans fer beint á Atla.
76. mín MARK!
Ragnar Þór Gunnarsson (Selfoss)
Stoðsending: Andri Björn Sigurðsson
Það kom að því að Selfyssingar nýttu færin sín. Fín skyndisókn gegn fáliðaðri vörn KV sem endar með því að Ragnar klárar.
80. mín
Selfyssingar bjarga á línu!! KV hafa verið að pressa á þá núna eftir að hafa lent undir. Guðmundur Óli átti skot sem fór af varnarmanni, yfir Vigni í markinu og mér sýndist það vera Guðmundur Friðriksson sem skallaði af línunni.
84. mín
Inn:Eyjólfur Fannar Eyjólfsson (KV) Út:Auðunn Örn Gylfason (KV)
Miðvörðurinn kemur fram er Vesturbæingar freista þess að jafna.
85. mín
Guðmundur Óli í fínu færi eftir frábæra sendingu Einars Más inn fyrir. Slæm ákvörðun hjá honum að skjóta úr þröngri stöðu úr jafnvægi. Skotið framhjá.
87. mín MARK!
Luka Jagacic (Selfoss)
Stoðsending: Elton Renato Livramento Barros
Skorar eftir klaps í teignum eftir horn. Þetta er búið.
89. mín
Inn:Sindri Rúnarsson (Selfoss) Út:Elton Renato Livramento Barros (Selfoss)
89. mín MARK!
Andri Björn Sigurðsson (Selfoss)
Stoðsending: Ragnar Þór Gunnarsson
Flott mark hjá Andra eftir góða sendingu frá Ragnari inn fyrir. Vippaði skoppandi bolta yfir Atla í markinu. Endanlega búið.
90. mín MARK!
Einar Már Þórisson (KV)
Hvað er að gerast hérna? Einar fær boltann inn á teig Selfyssinga, tekur mann á og skýtur í nærhornið.
91. mín
Garðar Ingi á skot úr aukaspyrnu á hættulegum stað en yfir markið fer boltinn.
93. mín
Eyjólfur Fannar á skalla rétt framhjá af markteig.
Leik lokið!
Vesturbæingar gott sem fallnir - Selfyssingar að sama skapi líklega að bjarga sér.

Viðtöl og umfjöllun væntanleg.
Byrjunarlið:
12. Atli Jónasson (m)
Auðunn Örn Gylfason ('84)
3. Benis Krasniqi
9. Magnús Bernhard Gíslason
10. Garðar Ingi Leifsson
18. Tómas Agnarsson
19. Kristinn Jens Bjartmarsson
21. Guðmundur Óli Steingrímsson
22. Ólafur Örn Eyjólfsson ('46)
24. Davíð Steinn Sigurðarson
28. Kristófer Eggertsson ('59)

Varamenn:
12. Kristófer Ernir G. Haraldsson (m)
7. Einar Már Þórisson ('59)
10. Ingólfur Sigurðsson ('46)
13. Vignir Daníel Lúðvíksson
16. Sigurður Andri Jóhannsson
20. Guðmundur Sigurðsson
33. Eyjólfur Fannar Eyjólfsson ('84)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: