Keflavík
2
4
Fram
Hörður Sveinsson '35 1-0
1-1 Hafsteinn Briem '51
1-2 Aron Bjarnason '59
1-3 Jóhannes Karl Guðjónsson '66
1-4 Guðmundur Steinn Hafsteinsson '85
Hörður Sveinsson '86 2-4
31.08.2014  -  18:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Blautur völlur, smá vindur og skýjað
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 450
Maður leiksins: Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Sigurbergur Elísson
6. Einar Orri Einarsson ('69)
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('86)
20. Magnús Þórir Matthíasson

Varamenn:
2. Anton Freyr Hauksson
13. Unnar Már Unnarsson
22. Leonard Sigurðsson ('86)
29. Fannar Orri Sævarsson

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Leonard Sigurðsson ('90)
Sigurbergur Elísson ('76)
Einar Orri Einarsson ('57)
Hörður Sveinsson ('45)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Keflavík! Hér verður bein textalýsing frá gríðarlega mikilvægum leik milli Keflavíkur og Fram í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. Bæði þessi lið eru í fallbaráttu en Keflvíkingar geta með sigri svo gott sem kæft falldrauginn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fram er í ellefta sæti, fallsæti, með 15 stig og er einu stigi á eftir Fjölni sem leikur gegn FH í Krikanum á sama tíma. Keflvíkingar eru fjórum stigum fyrir ofan Fram, sitja í níunda sætinu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómari leiksins verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómarar þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Haukur Erlingsson en eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin mættust í Pepsi-deildinni fyrr í sumar og þá á Laugardalsvelli. Þeim leik lauk með 1-1 jafntefli þar sem Jóhann B. Guðmundsson kom Keflavík yfir en Ingiberg Ólafur Jónsson jafnaði fyrir Framara.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Keflavík og Fram hafa leikið 90 leiki í efstu deild. Sá fyrsti fór fram árið 1958 og lauk með 2-2 jafntefli. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í gegnum árin; Keflavík hefur unnið 35 leiki en Fram 28 og liðin hafa skilið jöfn 28 sinnum. Markatalan er 136-121, Keflavík í vil. (keflavik.is)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, hristir upp í liðinu.

Magnús Þórir Matthíasson, Haraldur Freyr Guðmundsson og Einar Orri Einarsson koma allir inn eftir að hafa verið fjarverandi gegn Fjölni. Sigurbergur Elísson kemur einnig í lðiið.

Jóhann Birnir Guðmundsson, Aron Rúnarsson Heiðdal og Frans Elvarsson eru fjarverandi í dag og þá eru Hilmar Þór Hilmarsson á bekknum.

Hjá Fram kemur Jóhannes Karl Guðjónsson inn í liðið fyrir Viktor Bjarka Arnarsson frá því í leiknum gegn KR.
Magnús Már Einarsson
Heil umferð í Pepsi þennan sunnudaginn. Vertu með okkur með því að nota kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Farið að lægja vind í Reykjanesbæ eftir átakanlegt veður í nótt. Lítur út fyrir að það verði smá vindur. Fínt fótboltaveður.
Fyrir leik
Bæði lið langt komnir með upphitun. Er því kveikt á vökvunarkerfinu á vellinum og virðast gestirnir ekkert sérlega hrifnir að fá allan úðan yfir sig. Er ekki búið að rigna nóg ?
Fyrir leik
Leikmenn ganga inná völlinn og takast í hendur. Sólin lætur sjá sig í sunnykef. Allt að bresta á!
1. mín
Heimamenn byrja með boltann og sækja frá TM höll Kefvíkinga.
10. mín
Hörkusending frá Aroni Jafets frá hægri kanti, fyrst framhjá Herði Sveinssyni og svo rétt missti Elías Már Ómarsson af boltanum.
13. mín
Arnþór Ari Atlason með skalla rétt yfir markið eftir góða sendingu Aron Bjarnasonar. Og það er farið að rigna.
23. mín
Denis Cardaklija með misheppnað útspark sem fer í bakið á Herði Sveinssyni og hárfínt yfir markið.

31. mín
Magnús Þórir Matthíasson með hörku skot úr aukaspyrnu. Denis Cardaklija var í sama horni og varði vel.
35. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Bojan Stefán Ljubicic
Seinni parts Hörður búinn að skora eftir skalla.
37. mín
Elías Már Ómarsson í dauðafæri. Var ekki viss hvort hann ætlaði að skalla boltann eða nota hægri fótinn. Hefði átt að gera betur.
38. mín Gult spjald: Einar Bjarni Ómarsson (Fram)
41. mín
Keflavík er búið að liggja mikið á gestunum það sem af er leiks. Framarar hafa náð ágætum hraðaupphlaupum en Guðmundur Steinn Hafsteinsson er einn frammi og reynist erfitt.
42. mín Gult spjald: Aron Bjarnason (Fram)
42. mín
Sindri Snær Magnússon með fínt skot fyrir utan teig en boltinn rétt framhjá.
45. mín Gult spjald: Hörður Sveinsson (Keflavík)
Hörður Sveinsson renndi sér á eftir bolta sem Jóhannes Karl Guðjónsson var á eftir. Jóhannes Karl datt auðveldlega.
45. mín
Hálfleikur í Keflavík. Þar sem heimamenn voru mun líklegri.
46. mín
Inn:Hafsteinn Briem (Fram) Út:Halldór Arnarsson (Fram)
Framarar byrja með boltann.
51. mín MARK!
Hafsteinn Briem (Fram)
Stoðsending: Haukur Baldvinsson
51. mín
Fyrsta snerting Hafsteins Briem með skalla. Ný komin inná og búinn að stimpla sig inn.
55. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson með aukaspyrnu á hættulegum stað, lágan bolta sem Sandqvist varði vel út og heimamenn náðu að hreinsa. Hinsvegar var ég ekki viss um hvort þetta var aukaspyrna sem Framara fengu.
57. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Réttilega dæmt eftir brot á Guðmundi Steini.
58. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) Út:Arnþór Ari Atlason (Fram)
59. mín MARK!
Aron Bjarnason (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Steinn Hafsteinsson
59. mín
Þegar það er skipting hjá gestunum þá er mark.
62. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
Brot á Einari Orra Einarssyni.

66. mín MARK!
Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Jói Kalli með aukaspyrnu nær miðju en teig af vinstri kanti og beint í markið. Ótrúlegt mark.
68. mín
Liðin eru algjörlega búnir að skipta um hlutverk milli hálfleika. Núna liggja Framarar á Keflavík.
69. mín
Inn:Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík) Út:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
72. mín
Þvílíkur viðsnúningur hjá Frömurum. Synd að það séu ekki fleiri stuðningsmenn frá Gestunum á leiknum
72. mín
Heimamenn nálægt því að minnka muninn. Haraldur Freyr Guðmundsson með skalla eftir hornspyrnu, boltinn dettur fyrir fætur Sigurberg Elísson en Framarar náðu að fara fyrir skotið og náðu að hreinsa.
76. mín Gult spjald: Sigurbergur Elísson (Keflavík)
77. mín
Elías Már Ómarsson í góðu færi eftir sendingu frá Bojan Ljubicic, Elías reyndi viðstöðulaust skot en hitti boltann illa.
79. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (Fram)
84. mín
Sigurbergur Elísson með aukaspyrnu á hættulegum stað undan vindinum, hátt hátt yfir fór boltinn.
85. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram)
Stoðsending: Viktor Bjarki Arnarsson
86. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Elías Már Ómarsson
86. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
87. mín
Markaleikur í Keflavík. Enn og aftur verð að gefa props á Framara. Voru alls ekki líklegir eftir fyrri hálfleikinn.
87. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (Fram) Út:Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
87. mín
Ásgeir Marteinsson átti hörkuskot hægra megin í teignum sem fór rétt framhjá. Dómarinn dæmdi hornspyrnu sem gestirinir náðu ekki að nýta.
90. mín Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram)
Fór í Jonas í útsparkinu.
90. mín Gult spjald: Leonard Sigurðsson (Keflavík)
Stöðvaði hraðaupphlaup gestanna.
Leik lokið!
Framara með mikilvægan sigur í kvöld hlutverka skipti dagsins klárt mál. Viðtöl og umfjöllun koma síðar í kvöld. Þakka lesturinn. Þangað til næst.
Byrjunarlið:
1. Denis Cardaklija (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
6. Arnþór Ari Atlason ('58)
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Orri Gunnarsson
10. Jóhannes Karl Guðjónsson ('87)
14. Halldór Arnarsson ('46)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
16. Aron Bjarnason
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
4. Hafsteinn Briem ('46)
8. Aron Þórður Albertsson
11. Ásgeir Marteinsson ('87)
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('58)
13. Ósvald Jarl Traustason
33. Alexander Már Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('90)
Hafsteinn Briem ('79)
Viktor Bjarki Arnarsson ('62)
Aron Bjarnason ('42)
Einar Bjarni Ómarsson ('38)

Rauð spjöld: