Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
2
2
Fylkir
0-1 Gunnar Örn Jónsson '40
Elvar Páll Sigurðsson '53 1-1
Ellert Hreinsson '79 2-1
2-2 Kjartan Ágúst Breiðdal '81
31.08.2014  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1115
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
Höskuldur Gunnlaugsson
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson
17. Elvar Páll Sigurðsson ('89)
18. Finnur Orri Margeirsson
21. Baldvin Sturluson ('14)
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('89)
7. Stefán Gíslason ('77) ('14)
15. Davíð Kristján Ólafsson
16. Ernir Bjarnason
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og Fylkis í 18. umferð Pepsi-deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Kópavogsvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bæði lið hafa verið að lifna við í deildinni eftir mjög slaka byrjun.

Fylkir hefur náð að læðast upp í 5. sæti deildarinnar með 21 stig. Liðið hefur leikið sjö heimaleiki í röð og fer loksins aftur á útivöll, í fyrsta sinn síðan 2. júlí. Liðið hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum, sigrar gegn ÍBV, Þór og Val og jafntefli gegn Víkingi.

Breiðablik er í 8. sæti deildarinnar með 19 stig. Þeir hafa ekki tapað síðan í umtöluðum leik gegn FH 21. júlí en síðan gert jafntefli við KR, Keflavík, Fjölni og Stjörnuna og unnið Fram.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín dæmir leikinn í dag og er með þá Smára Stefánsson og Óla Njál Ingólfsson á línunum sér til aðstoðar. Þórður Ingi Guðjónsson er eftirlitsmaður KSÍ sem fylgist með frammistöðu dómaranna í dag.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í 7. umferð fyrr í sumar var það fyrsti heimaleikur Fylkis í sumar þó svo það hafi verið kominn 11. júní.

Leikurinn var líka merkilegur fyrir þær sakir að þetta var fyrsti leikurinn sem Guðmundur Benediktsson var aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ólafur H. Kristjánsson hvarf á braut til starfa í Danmörku.

Fylkir komst yfir á 14. mínútu með marki Elís Rafns Björnssonar en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin beint úr aukaspyrnu á 33. mínútu.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Damir Muminovic og Elfar Árni Aðalsteinsson eru ekki með Blikum í kvöld. Damir tekur út bann. Baldvin Sturluson og Elvar Páll Sigurðsson koma inn í byrjunarliðið. Hjá Fylki er Ásgeir Eyþórsson ekki með og Andrés Már Jóhannesson kemur inn í liðið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
það er eiginlega öfugt gluggaveður í Kópavogi. Mun skárra að en það lítur út fyrir að vera.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
2. mín
Baldvin Sturluson með langskot sem Bjarni var hálf vandræðalegur með að verja. Boltinn skoppaði aðeins í loftið áður en hann greip.
5. mín
Baldvin Sturluson með fyrirgjöf sem fór yfir pakkann og í innkast.
7. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað. Brotið á Arnari Sveini. Guðjón Pétur býr sig undir að spyrna en hann hefur verið á eldi.
8. mín
Spyrnan slök og Fylkismenn bæja hættunni frá.
9. mín
Finnur Orri skallar langa spyrnu í horn en Andrés Már pressaði á hann.
10. mín
Finnur tók og fékk boltann aftur úr pakkanum, spyrnti aftur fyrir og fékk aftur horn. Hvað eru mörg aftur í því?
10. mín
Þessi spyrna var betri en sóknarmaður Fylkis náði ekki góðum skalla.
11. mín
Guðjón Pétur tók aukaspyrnu beint í Finn Orra en Finnur þvældist viljandi fyrir. Aukaspyrnan var látin standa þrátt fyrir að hún hefði átt að vera endurtekin.
12. mín
Stebbi Gísla er klár í að koma inn á.
14. mín
Inn:Stefán Gíslason (Breiðablik) Út:Baldvin Sturluson (Breiðablik)
14. mín
Stefán Gíslason kemur inn á miðjuna hjá Blikum og Höskuldur Gunnlaugsson færir sig út til hægri.
16. mín
Fínn sprettur hjá Árna Vil og sendi hann inn á Elvar Pál sem var rangstæður.
19. mín
Ragnar Bragi Sveinsson með skot fyrir utan teig en hátt yfir.
19. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Agnar Bragi Magnússon (Fylkir)
19. mín
Já, bæði lið gert skiptingar hér í upphafi leiks.
21. mín
Ljósasti punkturinn við þennan leik hingað til eru klárlega skórnir hans Ása. Tekur sig vel út á hliðarlínunni í neonappelsínugulum skóm.
Thor Simon
Þóroddur Hjaltalín er ansi....tja....kostulegur dómari #Pepsi365 #fótbolti
24. mín
Fylkir fær hornspyrnu.
25. mín
Það kom ekkert úr henni...
27. mín
Oddur Ingi með marktilraun. Álíka vel heppnuð og þátturinn Landsins snjallasti var hér um árið.
29. mín
Darraðardans í markteig Fylkis. Árni Vil að gera sig líklegan í klafsi, boltinn barst út á Guðjón Pétur sem þrööömaði í varnarmann. Blikar fengu síðan horn sem gaf ekki neitt.
30. mín
Elvar Páll með skemmtilegt snúningsskot sem stefndi upp í vinkilinn. Hins vegar varð þetta laflaust og Bjarni Þórður greip auðveldlega.
31. mín
Kjartan Ágúst í algjöru rugli og missti boltann til Árna Vil. Árni sendi glæsilega á Elvar Pál sem náði fínu skoti sem Bjarni Þórður varði vel. Laaang hættulegasta færi leiksins og eru Blikar sterkari sem stendur.
33. mín
DAUÐAFÆRI. Blikar fóru í góða sókn og fékk Guðjón Pétur dauðafæri en skalli hans fór yfir. Þetta kveikti meira að segja í stúkunni, í svona nokkur "Breiðablik" allavega.
34. mín
Blikar geystust upp hægri kantinn en fyrirgjöfin rataði beint í fang Bjarna.
39. mín
Lítið að gerast í þessum leik en bæði lið zzzzzzz
40. mín MARK!
Gunnar Örn Jónsson (Fylkir)
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
Já, ég hefði átt að grenja meira í tístinu hér á undan! Ragnar Bragi kom með frábæra fyrirgjöf frá hægri og skoraði Gunnar Örn með glæsilegum skalla! Mjög gott mark verður að segjast.
42. mín
Blikar fá horn sem þeir taka stutt. Fyrirgjöf sem Elfar nær aðeins að sneiða en sneiðin var það lítil að boltinn sigldi framhjá.
43. mín
Andri Rafn með frábæran sprett og sendi inn fyrir á Árna Vil sem tók boltan vel niður en náði ekki alveg nógu góðu skoti og varði Bjarni vel.
44. mín
Umdeild atvik. Árni Vil lá á vellinum og fengu Fylkismenn innkast sem þeir tóku strax og vildi halda í sókn. Þóroddur stoppaði hins vegar leikinn. Rétt hjá Þóroddi finnst okkur í stúkunni.
45. mín
Skyndisókn Blika og náði Elvar Páll góðu skoti en í varnarmann. Hornspyrna Guðjóns Péturs skilaði sér í klafsi inni á teig en enginn Bliki komst í boltann.
45. mín
Hálfleikur!
45. mín
7. flokkur Blika gengur hér fyrir framan stúkuna og veifar áhorfendum. Krúttleg uppákoma í Kópavogi og eru iðkendur aðeins fleiri en þegar ég var í 7. flokki Þróttar í Neskaupstað árið 1991.
45. mín
Þess má til gamans geta að markaskorari leiksins, Gunnar Örn, er Bliki að upplagi og vinnur með Bö-vélinni á Kópavogsvelli.
45. mín
Þess má líka til gamans geta að Bjarni Þórður var skólabróðir minn í Kennó og var þá mikill aðdáandi leiksins, Hvort myndirðu frekar?
45. mín
Liðin eru að ganga aftur út á völlinn og bitnaði það á laginu Seinna meir sem Pétur Kristjáns söng með hljómsveitinni Start. Blikalag núna í gangi og fer leikurinn senn að hefjast að nýju.
46. mín
Og leikurinn er hafinn að nýju.
46. mín
Albert Brynjar hefur verið sjóðandi eftir að Bónussvínið prýddi framhliðina að nýju en hefur lítið verið í boltanum í dag.
47. mín
Hann á þó hér fyrirgjöf sem Elfar Freyr skallar í horn.
47. mín
Annað horn.
48. mín
Stefán Ragnar skallar yfir!
49. mín
Ragnar Bragi lá á vellinum og fékk aðhlynningu.
50. mín
Hann er kominn aftur inn á.
52. mín
Já, hér! Ellert Hreinsson með fasta fyrirgjöf sem Finnur Ólafs var næstum búinn að setja í eigið net en boltinn fór yfir markið.
53. mín MARK!
Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
MAAAAARK! Mikil pressa Blika skilaði hér marki. Ekki fallegasta marki sem ég hef séð en marki. Árni Vil átti fastan skalla sem Bjarni Þórður varði meistaralega. Boltinn barst á sóknarmann Blika sem sendi boltann á Elvar.
54. mín
Ási snappar aðeins og sparkar í umgjörðina á hlaupabrautinni sem losnar. Ekki veit ég af hverju hann reiddist svona en þetta var hressandi.
57. mín
Inn:Kristján Hauksson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
57. mín
Þriðja skipting leiksins lítur dagsins ljós.
59. mín
Albert Brynjar með þrumufleyg sem Gulli náði ekki að grípa. Fékk boltann í kassann og missti hann frá sér. Stuttu síðar skaut Gunnar Örn og varði Gulli aftur.
65. mín Gult spjald: Kristján Hauksson (Fylkir)
Ekki lengi að þessu, læknaneminn
69. mín
1115 áhorfendur hér í dag.
69. mín
Ellert dottaði aðeins á miðjunni og stal Finnur af honum boltanum. Finnur geystist upp og skaut á markið en Gulli var ekki í vandræðum.
72. mín
Það er jafnteflislykt hérna og búið að rökkva mjög frá því leikar hófust.
73. mín
Finnur með ruddalega tæklingu. Fór vissulega fyrst í boltann en síðan í Andra Rafn og aukaspyrna dæmd. Guðjón Pétur býr sig við að taka.
74. mín
Spyrnan góð en enginn sóknarmaður komst í boltann.
77. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Stefán Gíslason (Breiðablik)
Stebbi Gísla að taka Eboue á þetta. Kom inn á sem varamaður og var tekinn út af. Stebbi strunsaði í sturtu frekar en að setjast hjá Willum og félögum.
78. mín
Elfar Freyr með hættulegan skalla og úr varð smá klafs. Gunnar Örn fékk síðan boltan í höndina rétt fyrir utan teig. Stórhættulegur staður fyrir GPL.
79. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Elfar Freyr Helgason
Maaaark! Aukaspyrna Guðjóns fór í vegginn og var barningur. Boltinn barst síðan út til Elfars Freys sem þrumaði á markið. Bjarni varði boltann út í teiginn eftir að hafa séð hann seint og þaðan barst hann á Ellert sem skoraði af stuttu færi. Blikarnir komnir yfir!
81. mín MARK!
Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
HVAÐ ER AÐ GERAST???? Fylkismenn fóru í sókn og náðu strax að jafna. Kjartan skaut fyrir utan teig og fór skot í varnarmann. Gulli skutlaði sér því í allt aðra átt en boltinn fór og mark var það!
82. mín
Inn:Andrew Sousa (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
86. mín
Ásgeir með frábæra sendingu á Gunnar Örn sem náði ekki að skora úr fínu færi.
87. mín
Sousa með skot sem fór af varnarmanni og rétt framhjá markinu. Fylkismenn náðu ekki að nýta sér hornið til að skapa hættu.
89. mín
Gunnar Örn fær langa sendingu innfyrir og gerir vel í að taka hann niður. Elfar Freyr kemur engum vörnum við en skot Gunnars fór beint á Gulla.
89. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
91. mín
Barningur í þessu en lítið um færi.
93. mín
Árni Vil sestur á völlinn eftir að hafa fengið högg á höfuðið. Hann stendur þó upp aftur og kemur af velli til að fá smá aðhlynningu.
95. mín
Tómas átti fyrirgjaf og virtist boltinn fara í hönd Blika en ekkert dæmt. Ekki sannfærður um að þetta hafi verið hendi.
Leik lokið!
Skemmtilegur síðari hálfleikur hér í kvöld og jafntefli niðurstaðan.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson ('82)
4. Finnur Ólafsson
7. Gunnar Örn Jónsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson ('57)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
25. Agnar Bragi Magnússon ('19)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
6. Andrew Sousa ('82)
9. Hákon Ingi Jónsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('19)

Liðsstjórn:
Kristján Valdimarsson
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Kristján Hauksson ('65)

Rauð spjöld: