Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
2
3
Stjarnan
Aron Bjarki Jósepsson '19 1-0
1-1 Veigar Páll Gunnarsson '61
1-2 Ólafur Karl Finsen '69
Óskar Örn Hauksson '77 2-2
2-3 Ólafur Karl Finsen '88
31.08.2014  -  18:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1532
Maður leiksins: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('67)
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Almarr Ormarsson ('73)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('73)
5. Egill Jónsson
11. Emil Atlason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
23. Atli Sigurjónsson
24. Abdel-Farid Zato-Arouna ('67)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('85)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('66)
Kjartan Henry Finnbogason ('45)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Reykjavík! Framundan er leikur KR og Stjörnunnar í Pepsi-deildin. Sannkallaður stórleikur! KR-ingar verða að vinna þennan leik til að halda sér í möguleika á að verja Íslandsmeistaratitil sinn.
Fyrir leik
FH-ingar tróna á toppi deildarinnar en þeir mæta Fjölni á sama tíma. Hér að neðan má sjá stöðuna en efstu lið hafa leikið 16 leiki:

1. FH 38 stig (+19 í markatölu)
2. Stjarnan 36 (+12)
3. KR 32 (+9)
Fyrir leik
Í hádeginu var óvíst hvort leikurinn myndi fara fram. Rok og rigning gerði að verkum að pollar mynduðust á KR-vellinum en heimamenn gerðu vel í að soga upp vatn af vellinum og gera hann leikfæran. Við fáum því þennan stórleik beint í æð en fróðlegt verður að sjá mætinguna.
Fyrir leik
Stjarnan vann 2-1 sigur í Garðabænum þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni. Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom KR yfir en Ólafur Karl Finsen og Jeppe Hansen svöruðu og tryggðu Stjörnunni sigur.
Fyrir leik
Vængbrotin Stjörnuvörn: Martin Rauschenberg verður í banni í kvöld. Niclas Vemmelund sem leikið hefur í hægri bakverðinum fékk gult í síðasta leik og verður einnig í banni vegna uppsafnaðra áminninga. Þá er Jóhann Laxdal á meiðslalistanum út tímabilið. Spennandi verður að sjá hver muni spila við hlið Daníels Laxdal í hjarta varnarinnar í kvöld.
Fyrir leik


Fyrir leik
Engu til sparað þegar kemur að dómurum leiksins. Þorvaldur Árnason er með flautuna, Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson eru aðstoðardómarar, Ólafur Ragnarsson er eftirlitsmaður og skiltadómari er fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Heiðar Ægisson kemur inn í byrjunarlið Stjörnunnar frá síðasta deildarleik og einnig Veigar Páll Gunnarsson. Hjá KR eru Gonzalo Balbi og Atli Sigurjónsson komnir á bekkinn. Jónas Guðni Sævarsson og Almarr Ormarsson koma inn.
Fyrir leik
Heiðar Ægisson leikur víst sem hægri bakvörður í kvöld. Hörður Árnason leysir af í miðverði og Daníel Laxdal er auðvitað við hlið hans. Pablo Punyed færist af miðjunni í vinstri bakvörðinn.
Fyrir leik
433.is greinir frá því að Kjartan Henry Finnbogason sé á leið til Horsens í Danmörku eftir þennan leik. KR-ingar hafa ekki viljað staðfesta þessar fréttir. Horsens leikur í B-deildinni í Danmörku.
Fyrir leik
Bubbi Morthens í spilaranum hér á KR-vellinum. Stefán Árni Pálsson á Vísi spáir 1-1 en allir aðrir í fréttamannastúkunni telja að KR taki hér sigur.

Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn meðan "Heyr mína bæn" hljómar í græjunum. Ég sakna þess þegar Carnival de Paris var inngöngulagið. Mun betra. Miðað við toppslag mættu vera fleiri áhorfendur, sérstaklega Stjörnumegin í stúkunni!
Fyrir leik
Fyrir leik fær Brynjar Björn Gunnarsson viðurkenningarskjöld frá Kristni Kjærnested í KR. Brynjar á Íslands- og bikarmeistaratitil að baki hjá KR og er klappað lof í lófa. Hann er í dag aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Stjarnan sækir í átt að íþróttahúsi KR en heimamenn byrjuðu með knöttinn.
3. mín
"Við erum bestir á Íslandi, unnið deildina oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir." - Stuðningsmenn KR byrja þennan leik af krafti.
5. mín
KR-ingar byrja af meiri krafti. Hörður Árnason með misheppnaða hreinsun beint á andstæðing en heppinn að heimamenn refsuðu ekki.
7. mín
Það hefur fjölgað hratt í stúkunni. Íslendingar læra aldrei að mæta tímanlega. Jónas Guðni Sævarsson fékk hörkufínt færi, boltinn hrökk út til hans og hann tók skot á lofti en framhjá.
9. mín
Nú var það Gary Martin sem skaut að marki en hitti boltann illa. Heimamenn mun hættulegri.
10. mín
Landsliðsmaðurinn Haukur Heiðar Hauksson með frábæra fyrirgjöf, Almarr með skalla á markið en Ingvar Jónsson gerði vel og varði vel. Haukur átt frábært sumar.
17. mín
KR-ingar halda áfram að ráða ferðinni. Virðist mun líklegra að þeir nái að brjóta ísinn. Gary Martin skapaði hættu nú rétt áðan, gaf á Almarr en Hörður Árnason bjargaði með góðri tæklingu.
19. mín MARK!
Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Stoðsending: Grétar Sigfinnur Sigurðarson
KR SKORAR EFTIR HORN! Grétar Sigfinnur virtist rifinn niður í teignum en ekkert dæmt, boltinn féll á Aron Bjarka sem var í dauðafæri í teignum og kom boltanum í netið. Fyllilega verðskuldað mark. KR-ingar miklu betri.
21. mín
Óskar Örn Hauksson með skot á markið en beint á Ingvar Jónsson.
23. mín
Rolf Toft reynir skot úr þröngu færi en hittir ekki markið. Ein af sárafáum tilraunum Stjörnunnar í leiknum til þessa. Stemningin KR-megin í stúkunni er til fyrirmyndar!
25. mín
Miðvörðurinn og markaskorarinn Aron Bjarki Jósepsson þurfti aðhlynningu en hann er mættur inn á völlinn.
27. mín
Aðeins meira líf í gestunum núna og meiri kraftur. Veigar Páll með fína skottilraun yfir markið.
29. mín
Svanurinn! Óskar Örn Hauksson á fleygiferð en fellur niður eftir tæklingu Atla Jóhannssonar. Þorvaldur dómari gefur Atla tiltal og "svaninn" svokallaða.
30. mín
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari fylgist með leiknum úr fréttamannastúkunni. Haukur Heiðar spilað verulega vel í leiknum hingað til.
35. mín
Stjarnan aðeins að ógna marki KR núna og í kjölfarið færist meira líf í stuðningsmenn liðsins. Heiðar Ægisson með skot á markið en Stefán Logi Magnússon varði.
38. mín
Umræða um það á Twitter að það Daníel Laxdal hafi verið með fólskubrot þegar Aron Bjarki meiddist áðan. Ég missti af þessu atviki en það virðist hafa sést í sjónvarpinu.




40. mín
Stjarnan stórhættuleg núna! Ólafur Karl Finsen átti skot eftir frábæra hælsendingu Atla Jóhannssonar áðan. Svo dansaði boltinn þarna rétt fyrir framan mark KR.
42. mín
Leikurinn hefur snúist við og nú er það Stjarnan sem er mun hættulegri.
44. mín
Gary Martin núna hættulegur! Skot að marki en Ingvar Jónsson öryggið uppmálað.
45. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Það er mikill hiti í kringum Kjartan Henry Finnbogason og hann fer í bókina góðu.
45. mín
Hálfleikur - Fjörugur fyrri hálfleikur að baki! KR byrjaði leikinn mun betur en Stjarnan fór að ógna seinni hluta hálfleiksins.
45. mín
Mikið tempó í þessum leik og þar að auki er mikill hiti á vellinum. Kjartan Henry ekki að vinna sér inn vinsældarpunkta hjá gestunum.


45. mín
Þorkell Gunnar á Mogganum er hæstánægður með aðstöðuna á KR-velli. Umgjörðin fyrirtak og stemningin góð.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Óbreytt lið.
47. mín
Heiðar Ægisson í fínni stöðu í teignum en rann. Stuðningsmenn KR fagna eins og þeirra lið hafi verið að skora mark.
51. mín
Rolf Toft með fína marktilraun, lét vaða en boltinn naumlega framhjá. Stefán Logi hefur náð að verja. Horn.
52. mín
SLÁIN!!! Daníel Laxdal með hörkuskot í slána eftir hornspyrnu. Stjarnan nálgast það að skora mark.
55. mín
Stefán Logi tekur sér góðan tíma í að taka útspark. Þorvaldur dómari rekur hann áfram.
57. mín
KR-ingar í stúkunni orðnir stressaðir. Það er eins og það liggi mark frá Stjörnunni í loftinu. Toft óhræddur við að láta vaða á markið og skaut rétt yfir.
61. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Pablo Punyed
MAAAARK!!!! Alveg jafn verðskuldað og fyrra mark leiksins! Pablo Punyed með aukaspyrnu sem hittir á kollinn á Veigari Páli sem skorar! Stjarnan verið miklu betri í seinni hálfleik.
65. mín
Gestirnir að spila frábærlega þessa stundina og liggja gjörsamlega á heimamönnum.
66. mín Gult spjald: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Gerði tilraun til að stöðva hraða sókn Stjörnumanna.
67. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
69. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Pablo Punyed
MAAAARK!!!! Frábærlega gert hjá Ólafi sem að fékk boltann eftir hornspyrnu og lét vaða við vítateigshornið! Hitti boltann frábærla og hann lá í horninu! Verðskuldað. Algjörlega. KR hætti bara eftir hálftíma leik!
73. mín
Inn:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR) Út:Almarr Ormarsson (KR)
73. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
74. mín
KR-ingar hafa lítinn tíma til stefnu. Þeir þurfa að rífa sig í gang og það sem allra fyrst! Annars er tímabilinu nánast lokið hjá þeim og framundan er einvígi Stjörnunnar og FH um Íslandsmeistaratitilinn.
76. mín
Stjarnan líklegri til að bæta við en KR að jafna metin.
77. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
MAAAAARK!!! Og ég var varla búinn að ljúka orðinu að Stjarnan væri líklegri til að bæta við! Boltanum var rennt á Óskar Örn Hauksson eftir hornspyrnu og hann skoraði með góðu skoti!
78. mín
ÞVÍLÍKUR LEIKUR! Gríðarlegt tempó og fullt af marktilraunum. Stefán Logi varði naumlega hörkuskot frá Rolf Toft.
81. mín
HÖRKUFÆRI HJÁ KR! Balbi með skot í varnarmann þegar hann átti alltaf að gefa knöttinn. Léleg ákvörðun.
82. mín Gult spjald: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
83. mín
Þessi leikur hefur verið ótrúlega sveiflukenndur og furðulegur. Núna er eins og Garðbæingar séu sprungnir og KR-ingar eigi meira inni. Heimamenn áttu þunga sókn sem endaði í hornspyrnu...
84. mín
Boltinn hafnaði ofan á þversláni á marki Stjörnunnar! Þarna voru KR-ingar næstum búnir að skora. Önnur hornspyrna.
85. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Stjörnumenn bjarga naumlega á línu. Við fylgjum síðustu mínútunum ítarlega eftir með virkum færslum.
85. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
86. mín
Ég hef það á tilfinningunni að við munum fá sigurmark í þessum leik...
87. mín
Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, fær brottvísun. Guðmundur Ársæll fjórði dómari sem dæmir þetta.
88. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Rolf Glavind Toft
MAAAAARK!!! Skyndilega komust Stjörnumenn tveir í gegn á móti Stefáni Loga! Rolf Toft renndi boltanum á Ólaf Karl Finsen sem lagði boltann í tómt markið! ROSAAAAALEGT! Aron Bjarki Jósepsson með mistök.

Leik lokið!
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!! Ótrúlega furðulegur og sveiflukenndur en Stjörnumenn voru betri stærri hluta og sigurinn því verðskuldaður. Tveggja hesta einvígi um Íslandsmeistaratitilinn framundan milli FH og Stjörnunnar. Garðabæjarliðið tveimur stigum á eftir FH.
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson ('73)
2. Heiðar Ægisson
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Atli Jóhannsson
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
18. Jón Arnar Barðdal ('73)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
21. Snorri Páll Blöndal
22. Þórhallur Kári Knútsson
24. Brynjar Már Björnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Þorri Geir Rúnarsson ('82)

Rauð spjöld: