Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
5
1
Þór/KA
Fanndís Friðriksdóttir '10 1-0
Rakel Hönnudóttir '25 2-0
3-0 Silvía Rán Sigurðardóttir '43 , sjálfsmark
Ingibjörg Sigurðardóttir '81 4-0
Rakel Hönnudóttir '84 5-0
5-1 Anna Rakel Pétursdóttir '86
Sonný Lára Þráinsdóttir '88
03.09.2014  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Bríet Bragadóttir
Byrjunarlið:
Ragna Björg Einarsdóttir
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('61)
4. María Rós Arngrímsdóttir ('46)
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir ('76)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
16. Selma Líf Hlífarsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('46)
6. Rakel Ýr Einarsdóttir ('76)
18. Kristín Dís Árnadóttir
24. Sunna Baldvinsdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('61)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Sonný Lára Þráinsdóttir ('88)
Fyrir leik
Komiði sæl og verði velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna.

Leikurinn hefst 18:00 á Kópavogsvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Eftir fjórtán leiki er Breiðablik í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, 6 stigum á eftir toppliði Stjörnunnar og getur bara vonað að toppliðið misstígi sig á lokasprettinum.

Þór/KA er í 4. sæti deildarinnar, fjórum sigum á eftir Breiðabliki eða með 27 stig.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hér er frábært veður til að spila fótbolta. Ringdi samt duglega áðan og völlurinn því vel blautur en algjört logn.
1. mín
Það eru Blikarnir sem byrja á Kópavogsvellinum.
2. mín
Helena Rós á fyrst skot leiksins en að grípur Sonný Lára.
4. mín
Andrea Rán með gott hlaup upp kantinn og sendir fyrir, þar er Telma Hjaltalín alveg að komast í boltann en Roaxanne Barker kemst í boltann í tækatíð.
6. mín
Helena Rós brýtur á Fanndísi við miðju. María Rós tók spyrnuna stutt og gaf á Fanndísi. Hún lék upp allan völlinn og inn í teig. Þar skaut hún en skotið framhjá.
7. mín
Fanndís með góða sendingu á Andreu Rán sem tók boltann í hlaupinu og var komin ein á móti markmanni. Roxanne hélt ró og varði glæsilega frá henni.
10. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
MMMAARRKKK!!!

María Rós kom upp kantinn og sendi fyrir. Þar barst boltinn á leikmann Breiðabliks og svo út í fætur á Fanndísi sem var inn í teig. Hún fékk tíma og skoraði af öryggi.
14. mín
Breiðablik er búið að eiga fyrstu mínúturnar í þessum leik.
14. mín
Þarna varðist Ragna vel þegar Kayla var komin ansi nálæt markinu.
18. mín
Sonný Lára kemur hér vel út úr teignum og hreinsar sendingu frá Þór/KA.
19. mín
Andrea Mist með skot langt fyrir utan teig. Ekki ógnandi en ágætis tilraun.
20. mín
Fanndís kom með bolta fyrir, hár á aftaristöng. Þar kom Rakel Hönnu á ferðinni en hitti illa á boltann.
22. mín
Jóna Kristín brýtur af sér. Kayla tekur spyrnuna sem er langt fyrir utan teig. Hún sendir háan inn í teig en annað hvort er dæmt á rangstöðu eða brot inn í teignum.
25. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
MMMAARRKKK!!!

Sílvía Rán með góða vörn gegn Telmu Hjaltalín. Blikar fá horn sem þær taka stutt. Ragna Björg með misheppnað skot sem fer til Rakelar Hönnu inn í teig og hún skorar með utanverðri ristinni í fjærhornið. Virkilega vel klárað.
34. mín
Helena Rós brýtur á Fanndísi rétt fyrir utan vítateigshornið. Hún ákveður að skjóta og skotið ekki gott.
35. mín
Ragna Björg stoppar sókn Þórs/KA, þær voru komnar inn í teig og Ragna komst í boltann á hárréttum tíma.
38. mín
María Rós með fína tilraun. Skaut við vítateigshornið og Roaxanne þurfti að blaka boltanum yfir markið.
41. mín
Frábær sókn hjá Telmu Hjaltalín og Aldísi Köru þar sem þær spiluðu sig í gegnuyn vörnina. Síðasta snertingin var aðeins of kraftmikil og Telma sem var komin ein innfyrir með mann í bakinu náði ekki til boltans því Roxanne var mætti út á réttum tíma.
43. mín SJÁLFSMARK!
Silvía Rán Sigurðardóttir (Þór/KA)
MMMAARRKKK!!!

Fanndís sendir fyrir og boltinn fer í Silvíu Rán og inn í netið.
44. mín
Kayla tekur spyrnu sem er langt fyrir utan teig. Sendir inn í teig og þar skalla Þórs/KA stelpur framhjá.
45. mín
Hálfleikur.

Blikarnir eru mikið beittari í öllu inn á vellinu. Virðist eins og það sé einhver deyfð yfir leikmönnum Þór/KA.

Ég má til að tala um kaffið og meðlætið hjá Blikunum en þær/þeir sem sjá um það fá góða 10 frá mér.
46. mín
Leikurinn er hafinn.
46. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik) Út:María Rós Arngrímsdóttir (Breiðablik)
46. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Þór/KA) Út:Hafrún Olgeirsdóttir (Þór/KA)
50. mín
Fanndís með sendingu inn í teig boltinn fer meðfram jörðinni og nánast í gegnum allan teiginn en varnarmaður Þór/KA virðis hafa snert boltann og Blikar fá horn sem að þær ná ekki að nýta sér.
54. mín Gult spjald: Helena Rós Þórólfsdóttir (Þór/KA)
56. mín
Blikar fá horn sem Andrea Rán tekur. Hún sendir haán inn í og Raoxanne kýlir hann út og sóknin fjarar einnig út.
58. mín
Klassa vörn hjá Örnu Dís sem stoppar Katrínu Ásbjörns í því að búa eitthvað efnilegt til.
61. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
68. mín
Fanndís á skot í Örnu Sif og Blikar fá horn sem Roxanne grípur.
68. mín
Inn:Ragnhildur Inga Baldursdóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
71. mín
Þór/KA fær horn sem Anna Rakel tekur. Arna Sif skallar boltann til hliðar og Anna Rakel fær boltann aftur og skýtur föstu skoti sem fer famhjá.
72. mín
Silvía Rán með góða vörn en Blikar fá horn í staðin sem Þór/KA hirðir.
74. mín
Arna Sif stoppar Fanndísi og Blikar fá horn en Þór/KA hreinsar í burtu.
75. mín
Aldís Kara var komin ein innfyrir en afgreiðslan var ekki góð, framhjá.
76. mín
Inn:Rakel Ýr Einarsdóttir (Breiðablik) Út:Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
81. mín MARK!
Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
MMMAARRKKK!!!

HAALLLÓÓ... Fanndís gaf fyrir og Ingibjörg kom á ferðinni og hamraði hann inn!!!
83. mín
Ingibjörg er sjóðandi inn í teginum en í þetta skiptið hafði Roxanne betur og varði vel frá henni.
84. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ingibjörg Sigurðardóttir
MMMAARRKKK!!!


DRULLU FLOTT afgreiðsla frá Rakel Hönnu, þarna var splæst í dýrarigerðina!!!
86. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir
MMMAARRKKK!!!

Anna Rakel svarar hér með flottu marki fyrir Þór/KA.
88. mín Rautt spjald: Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)
Rakel Hönnu fer í markið.

Ég vil ekki segja mikið um þetta en þar sem ég sit fannst mér Sonný Lára ekki hafa gert mikið annað en runnið til.
88. mín
Inn:Sara Skaptadóttir (Þór/KA) Út:Helena Rós Þórólfsdóttir (Þór/KA)
90. mín
Kayla tekur aukaspyrnuna eftir að Sonný var rekin útaf. Fast skot og Rakel Hönnu ver en nær ekki að halda boltanum, hún er þó snögg til og hoppar á hann aftur og handsamar hann.
Leik lokið!
Stórsigur Breiðabliks. Þór/KA komst aldrei inn í þennan leik en Blikarnir sýndu ágætis bolta og mörkin voru af dýrarigerðinni hérna á Kópavogsvellinum í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Roxanne Kimberly Barker (m)
Silvía Rán Sigurðardóttir
4. Karen Nóadóttir
5. Thanai Lauren Annis
6. Kayla June Grimsley
9. Hafrún Olgeirsdóttir ('46)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Helena Rós Þórólfsdóttir ('88)

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
3. Sara Skaptadóttir ('88)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('46)
15. Freydís Anna Jónsdóttir
22. Ragnhildur Inga Baldursdóttir ('68)
23. Sara Mist Gautadóttir
24. Arna Benný Harðardóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Helena Rós Þórólfsdóttir ('54)

Rauð spjöld: