Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
1
2
KR
Anna Birna Þorvarðardóttir '17 1-0
1-1 Margrét María Hólmarsdóttir '22
1-2 Margrét María Hólmarsdóttir '54
13.09.2014  -  13:00
Valbjarnarvöllur
1. deild kvenna - Úrslitaleikur
Aðstæður: 12 stiga hiti, alskýjað og logn.
Dómari: Karel Fannar Sveinbjörnsson
Byrjunarlið:
1. Margrét Ingþórsdóttir (m)
Valgerður Jóhannsdóttir
Una Margrét Árnadóttir
4. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('61)
6. Gabríela Jónsdóttir
7. Sunna Rut Ragnarsdóttir
8. Kristrún Rose Rúnarsdóttir
17. Anna Birna Þorvarðardóttir ('65)
20. Eva Bergrín Ólafsdóttir
27. Harpa Lind Guðnadóttir ('71)
32. Bergrós Lilja Jónsdóttir

Varamenn:
2. Maggý Lárentsínusdóttir
5. Halla María Hjartardóttir
9. Sólrún Stefánsdóttir
14. Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir ('61)
16. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
19. Kristín Guðmundsdóttir ('65)

Liðsstjórn:
Þorbjörg Pétursdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá úrsltaleik 1. deildar kvenna þar sem Þróttur og KR mætast á Valbjarnarvelli klukkan 13:00.

Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni að ári en í 1. deild kvenna er fyrirkomulagið þannig að spilað er í tveimur riðlum og tvö efstu liðin í hvorum riðli mæta liði úr hinum riðlinum í undanúrslitum.

Leikið var heima og að heiman og samanlögð úrslit dugðu sigurliðinu til að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni og svo þessum úrslitaleik. KR vann HK/Víking í undanúrslitum og Þróttur vann Fjölni.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sumarið hefur framlengt um einn dag hér í Laugardalnum. Smá gustur en annars sól og blíða.
Fyrir leik
Liðin hlaupa hér inn á völlinn og leikurinn hefst innan fárra mínútna.
Fyrir leik
Ég verð að kommenta á föt þjálfarateymis Þróttar en þær eru í blazer jökkum og innanundir eru þær í Þróttaratreyjum.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru heimastúlkur sem byrja með boltann.
6. mín
Lítið að gerast í leiknum. Ekkert færi komið en hlýtur að fara styttast í það.
8. mín
Sara Lissy Chontosh með fyrsta skot leiksins. Hún skaut fyrir utan vítateigs Þróttar skotið var fast en Margrét í markinu greip boltann.
17. mín MARK!
Anna Birna Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Sunna Rut Ragnarsdóttir
MMMAARRKKK!!!

Sunna Rut á frábæra sendingu inn á Önnu Birnu sem skýtur í fyrsta og inn fer hann. Þróttur komið yfir.
20. mín
Anna Birna aftur í færi en í þetta skiptið lætur hún verja frá sér.
22. mín MARK!
Margrét María Hólmarsdóttir (KR)
MMMAARRKKK!!!

GLÆSILEGT MARK... Margrét María tók boltann af Oktavíu og skaut svo á markið 25-30 metrum fyrir utan teig. Skotið var hátt og fast og Margrét í marki Þróttar náði ekki til boltans og hann endaði í slánni og inn.
35. mín
Sigrún Birta með hættulegan skalla að marki Þróttar en Margrét Ingþórs ver hann vel.
43. mín
Anna Birna með skot. Ágætis tilraun en boltinn fer yfir.
44. mín
Margrét Ingþórs með frábært úthlaup og stoppar hættulega sókn KR sem var í gerjun.
45. mín
Hálfleikur.

Leikurinn hefur verið þokkalega jafn og 1-1 í hálfleik er sanngjarnt.
46. mín
Leikurinn er byrjaður á ný.
54. mín MARK!
Margrét María Hólmarsdóttir (KR)
Stoðsending: Lára Rut Sigurðardóttir
MMMAARRKKK!!!

Frábært mark. Lára Rut fékk sendingu og í stað þess að reyna að sækja á varnarmenn Þróttar sendi hún yfir á Margréti Maríu sem var í kjörnu færi og þrumaði á markið. Óverjandi fyrir Margréti Ingþórs í marki Þróttar.
57. mín
Sara Lissy með ágætis skot á mark Þróttar en Margrét er örugg og er með boltann allan tímann.
61. mín
Inn:Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (Þróttur R.)
61. mín
Eitthvað er kerfið að stríða mér hérna og skiptingin hjá Þrótti kemur ekki eðlilega inn eins og er, því ætla ég að setjan hana inn með þessum texta.

Inn: Eva Bergrín Ólafasdóttir
Út: Margrét Björg Ástvaldsdóttir
65. mín
Inn:Kristín Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Anna Birna Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
71. mín
Inn:Þorbjörg Pétursdóttir (Þróttur R.) Út:Harpa Lind Guðnadóttir (Þróttur R.)
71. mín
Inn:Helena Sævarsdóttir (KR) Út:Stefanía Pálsdóttir (KR)
72. mín
KR hefur verið sterkari aðilinn hérna í seinni hálfleik. Þróttur aðeins að sækja í sig veðrið en eins og er eru þær ekki nógu beittar.
73. mín
Þróttur á ágætis skot að marki en Emily Kruger á í engum vandræðum með það og handsamar boltann.
77. mín
Inn:Bojana Besic (KR) Út:Oktavía Jóhannsdóttir (KR)
82. mín
KR á aukaspyrnu sirka 30 metrum fyrir utan teiginn. Bojana tekur spyrnuna. Hún sendir fyrir og mikill daraðardans skapast. Margrét Ingþórs ver meistaralega skalla frá leikamanni KR og svo endar sóknin á skoti rétt framhjá.
89. mín
Aukaspyrna se KR fær. Lára Rut tekur hana stutta á Margréti Maríu sem fer með hann að hornfánum að tefja.
90. mín
KR fær aðra aukaspyrnu nálægt hornfánanum. Lára Rut sendir fyrir en Þróttur hreinsar í burtu.
93. mín
Inn:Mist Grétarsdóttir (KR) Út:Embla Sigríður Grétarsdóttir (KR)
93. mín
Inn:Guðrún Þóra Elfar (KR) Út:Lára Rut Sigurðardóttir (KR)
93. mín
Inn:Guðný Þóra Guðnadóttir (KR) Út:Sigrún Birta Kristinsdóttir (KR)
95. mín
Aðstoðardómarinn hefur þurft að skipta sér mikið að bekk KR hérna í seinni hálfleiknum.
Leik lokið!
KR VINNUR .1 DEILDINA. Þær eru vel að þessu komnar og áttu þennan leik, sérstaklega seinni hálfleikinn.

Glæsilegur sigur hjá KR en bæði Þróttir og KR munu spila í Pepsi-deildinni að ári.

Til hamingju KR með sigurinn.
Byrjunarlið:
12. Emily Kruger (m)
Margrét María Hólmarsdóttir
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Lára Rut Sigurðardóttir ('93)
4. Oktavía Jóhannsdóttir ('77)
5. Sigrún Birta Kristinsdóttir ('93)
8. Sara Lissy Chontosh
10. Stefanía Pálsdóttir ('71)
11. Embla Sigríður Grétarsdóttir ('93)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir

Varamenn:
2. Mist Grétarsdóttir ('93)
19. Helena Sævarsdóttir ('71)
22. Guðrún Þóra Elfar ('93)
23. Birna Rún Erlendsdóttir

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Guðný Þóra Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: