Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
1
3
Fjölnir
0-1 Gunnar Már Guðmundsson '26
0-2 Þórir Guðjónsson '31
0-3 Ragnar Leósson '53
1-3 Haukur Lárusson '88 , sjálfsmark
15.09.2014  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Denis Cardaklija (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Orri Gunnarsson ('66)
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
11. Ásgeir Marteinsson ('66)
14. Halldór Arnarsson ('45)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
16. Aron Bjarnason
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
4. Hafsteinn Briem ('45)
6. Arnþór Ari Atlason ('66)
8. Aron Þórður Albertsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('66)
13. Ósvald Jarl Traustason
33. Alexander Már Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('85)
Halldór Arnarsson ('23)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Jú komiði sæl!

Hér mun fara fram textalýsing af fallbaráttuslag Fram og Fjölnis á Laugardalsvelli.
Fyrir leik
Þessi leikur er virkilega þýðingarmikill fyrir bæði lið og ætli þau sér áframhaldandi þátttöku í Pepsi-deild að ári þá eru þetta hreinlega skyldupunktar. Sannkallaður 6 stiga leikur.
Fyrir leik
Þennan leik mun Þorvaldur Árnason sjá um að flauta og honum til halds og traust verða Áskell Þór Gíslason og Oddur Helgi Guðmundsson.
Fyrir leik
Fram vann sinn síðasta leik í deildinni, var það gegn Keflavík, sá leikur fór 2-4.

Fjölnir tapaði síðasta leik sínum í deildinni gegn FH, sá leikur endaði 4-0.
Fyrir leik
Í fyrri umferðinni þegar þessi lið mættust unnu Fram nokkuð örugglega í Grafarvogi, 1-4.

Mörk Framara skoruðu þeir Tryggvi Sveinn, Ásgeir Marteins, Aron Þórður og Arnþór Ari.

Mark Fjölnis skoraði Aron Sigurðarson, sem situr á bekknum í dag.
Fyrir leik
Þessi lið sitja nú í 10. og 11. sæti, Fram í því tíunda og Fjölnir því ellefta. 2 stig skilja liðin að og er því ljóst að ef Fjölnir vinnur í kvöld þá galopna þeir fallbaráttuna.
Fyrir leik
Liðin eru nú í óða önn að hita upp, enda er það nauðsynlegt fyrir svona átök.


Það væri afskaplega erfitt að fara kaldur inn í svona leik.
Fyrir leik
Nú ganga liðin inn á völlinn. Þetta er að bresta á!!
Fyrir leik
Það eru ca 60 krakkar sem leiða inn 22 leikmenn. Ekkert að því, leyfa öllum að vera með!
1. mín
Leikurinn er hafinn!

Fram byrjar með boltann.
2. mín
Jóhannes Karl dæmdur rangstæður.
4. mín
Fyrsta færi leiksins. Þórir Guðjóns lendir með Ingiberg og Tryggva Svein í klafsi inn í teig og nær slöku skoti á markið, beint á Denis.
5. mín
Bjarni Guðjóns labbar að hliðarlínunni og gefur bróður sínum skilaboð með fingrunum, taktískt.
8. mín
Fjölnismenn byrja betur, nú er það Ragnar Leósson sem á skot frá hægra vítateigshorninu, en skotið hátt yfir.
10. mín
Flottur sprettur hjá Ásgeiri, en Bergsveinn gerir vel og stoppar hann þegar hann kemur inn í teig Fjölnismanna og bæjar hættunni frá.
13. mín
Gunnar Valur með skalla að marki Fram eftir sendingu Ragnars, en skallinn laus og ógnaði ekki, beint á Denis.
16. mín
Skemmtilegur klobbi hjá Ásgeiri á vinstri kantinum, fer illa með Gunna Má.
17. mín
Flottur sprettur hjá Mark Magee, en nær ekki að gera sér mat úr því þegar hann kemur inn í teig andstæðinganna.
18. mín
Raggi Leós með gott skot á lofti rétt fyrir utan teig, þarna mátti ekki miklu muna að fyrsta markið hefði komið.
20. mín Gult spjald: Matthew Turner Ratajczak (Fjölnir)
Fyrir brot á Jóa Kalla.
23. mín Gult spjald: Halldór Arnarsson (Fram)
Ekki fallega gert !
26. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ SPORT !!!

Gunnar Már veit náááákvæmlega hvar markmennir verja ekki boltann, það er í fjærhorninu.

Skot rétt fyrir utan teig, vinstra megin, fast, BEINT í fjærhornið, óverjandi fyrir Denis.
30. mín
Haukur Baldvins reynir að brjóta sér leið í gegnum Fjölnisvörnina, en það er erfitt þegar endakallinn er Haukur Lár, og sópar hann boltanum í burtu.
31. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Ragnar Leósson
WOW, skemmtileg sending frá Ragnari af hægri kantinum, yfir á Þóri sem var staddur vinstra megin í vítateignum, tekur boltann niður og afgreiðir snyrtilega í fjærhornið af stuttu færi framhjá Denis.

FJÖLNISMENN ERU ALLT Í ÖLLU HÉRNA !
37. mín
Framarar þyrftu að fara byrja þennan leik sem fyrst.
40. mín
Flott sending hjá Ratajczak inn í teiginn af vinstri kantinum, en enginn til að gera áras og Denis grípur vel inn í.
43. mín
Fín sending frá Aroni Bjarna sem nær næstum því að rata á kollinn á Guðmundi Stein, en Doddi Inga snöggur að átta sig á hlutunum og kýlir boltann í burtu.
45. mín Gult spjald: Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
45. mín
Inn:Hafsteinn Briem (Fram) Út:Halldór Arnarsson (Fram)
Hálfleiksskipting hjá Fram.
45. mín
Leikurinn er hafinn að nýju.

Fjölnir byrjar með boltan, afþví að Fram byrjaði með hann í fyrri hálfleik, þannig eru bara knattspyrnureglurnar.
50. mín
Seinni hálfleikur fer virkilega rólega af stað, þó virðist eitthvað líf komið í Fram, en jafnræði með liðunum.
50. mín
Fyrsta hættulega færi seinni hálfleiks, Gummi Bö með flotta og fasta sendingu af hægri kantinum, á Mark Magee sem nær ágætis skoti í nærhornið en Denis vandanum vaxinn.
52. mín
Þetta var furðulegt, Tryggvi Sveinn braut á Jóa Kalla og Gunni Már var þarna á milli, og Þorvaldur dæmir á Gunna, einkennilegt.
53. mín MARK!
Ragnar Leósson (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
Ég held að þessi leikur sé bara búinn. Fjölnir eru að KJÖÖÖÖÖLDRAGA Fram.

Núna kom sending af vinstri kanti frá Þóri, boltinn hefur viðkomu í Mark Magee sem náði ekki að setja hann á markið, boltinn fór svo lengra á Ragnar Leósson sem var á fjærstönginni, lagði boltann vel fyrir sig og náði góðu skoti á ramman og inn fór hann!
57. mín
Illa farið með gott færi hjá Fram, Haukur Baldvins við það að sleppa í gegn, leggur boltann fyrir á Guðmund Stein, en sendingin of föst og of framarlega og boltinn útaf.
61. mín
Inn:Mark Charles Magee (Fjölnir) Út:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir)
Tindastóls skipting.
64. mín
Tsonis með flotta sendingu frá hægri yfir til vinstri þar sem Gummi Kalli er aaaaaleinn og mætir Denis í 1 á móti 1, Denis hefur betur og ver vel.
65. mín
Darraðadans inn í teig Fjölnis, sem endar með þokkalegum skalla frá Aroni Bjarna og Þórður þarf að taka á honum stóra sínum til að halda honum.
66. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Fram) Út:Ásgeir Marteinsson (Fram)
66. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Tvöföld skipting hjá Bjarna.
67. mín
Bylmingsskot að marki Fjölnis, sem fer þokkalega beint á Dodda og ver hann boltann út fyrir teig.
68. mín
Fjölnir með góða skyndisókn, sem endar í horni eftir skot frá Gumma Kalla í varnarmann og yfir.

Ekkert varð úr hornspyrnunni.
69. mín
FRÁÁÁÁBÆR sprettur hjá Ragnari Leóssyni, klobbar einn, fer framhjá öðrum og gefur boltann. Fjölnismenn ná skoti á markið, uppskera horn.

Ekkert verður úr spyrnunni.
71. mín
Ratajczak með flottan skalla af stuttu færi, nokkuð fastan einnig. Denis Cardaklija þarf að hafa sig allan við að verja, gerir það, Fjölnir fær horn.
73. mín
Arnþór Ari með vægast sagt skelfilega tilraun til fyrirgjafar af vinstri kantinum, beint afturfyrir markið. Úff, ekki skánar það.
75. mín
Þetta var einstaklega skrýtið, Aron Sig átti að fara koma inná, en honum vantaði legghlífar og hann áttaði sig á því þegar vallarþulur var byrjaður að þylja upp skiptinguna. Vandræðalegt.
77. mín
Haukur Baldvins með skot af 45 metra færi sem fer aldrei af jörðinni og beint afturfyrir.
77. mín
Inn:Aron Sigurðarson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
Núna datt þessi skipting í gegn. Besti maður vallarins hingað til Ragnar Leósson kemur inn fyrir Aron Sigurðarson.
77. mín
Mikið ofboðslega finn ég til með Einari Bjarna í vinstri bakverðinum hjá Fram að þurfa að kljást við einn sprækan Aron Sig næsta korterið.
78. mín
Viktor Bjarki með skot úr teignum, sem Gunnar Már kemur sér fyrir og boltinn aftufyrir, hornspyrna.
81. mín
Aron Sig með góðan sprett upp hægri kantinn, en sendingin fyrir ekki nægilega góð og Hafsteinn Briem nær að renna sér fyrir boltann og bæja hættunni frá.
85. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
88. mín SJÁLFSMARK!
Haukur Lárusson (Fjölnir)
Fram klórar í bakkann.

Aron Bjarnason með sendingu fyrir og Haukur Lár verður fyrir því óláni að fá hann í sig og inn, sjálfsmark.
88. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
90. mín
Framarar þjarma að Fjölnismönnum en engin opin færi.
91. mín
Ágúst Gylfason klappar fyrir áhorfendum Fjölnis sem létu vel í sér heyra í dag.
Leik lokið!
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
9. Þórir Guðjónsson ('88)
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee ('61)
22. Ragnar Leósson ('77)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson
7. Viðar Ari Jónsson ('88)
10. Aron Sigurðarson ('77)
17. Magnús Pétur Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('45)
Matthew Turner Ratajczak ('20)

Rauð spjöld: