Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
3
1
ÍA
Rakel Hönnudóttir '24 1-0
Fanndís Friðriksdóttir '45 , víti 2-0
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir '80 3-0
3-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir '90
22.09.2014  -  17:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Sigurður Ingi Magnússon
Byrjunarlið:
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala ('64)
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('76)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. María Rós Arngrímsdóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir ('64)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
16. Selma Líf Hlífarsdóttir (m)
6. Rakel Ýr Einarsdóttir
18. Ella Dís Thorarensen ('76)
19. Kristín Alfa Arnórsdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('64)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló! Innan skamms hefst leikur Breiðabliks og ÍA í Pepsi-deild kvenna og að sjálfsögðu verður Fótbolti.net á staðnum.
Fyrir leik
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna nú á eftir en þetta er næstsíðasta umferð tímabilsins. Fyrir leik er Breiðablik í öðru sæti sex stigum á eftir Stjörnunni og verður að treysta á að Garðbæingar tapi báðum sínum leikjum.

Gestirnir frá Akranesi eru enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu en liðið er með aðeins eitt stig í neðsta sæti og fallið fyrir leikinn.
Fyrir leik
Ætli Breiðablik sér titilinn þarf liðið að vinna upp það forskot sem Stjarnan hefur á liðið í markatölu. Mér finnst því líklegt að blásið verði til sóknar af hálfu heimamanna hér í dag.
Fyrir leik
Breytingarnar á liði heimastúlkna eru tvær talsins frá 4-3 útisigrinum gegn Aftureldingu. Sonný Lára Þráinsdóttir kemur í markið en Selma Líf Hlífardóttir tekur sæti á bekknum. María Rós Arngrímsdóttir kemur svo inn í stað Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur.

Gestirnir gerðu ekki góða ferð til Vestmannaeyja í síðustu umferð en liðið tapaði 5-0. Tvær breytingar eru gerðar á liðinu síðan þá. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Emilía Halldórsdóttir koma inn á kostnað Aldísar Ylfu Heimisdóttur og Alexöndru Bjarkar Guðmundsdóttur.
Fyrir leik
Liðin eru í óðaönn að hita sig upp og koma sér í stand fyrir leikinn en hann hefst eftir rúman stundarfjórðung. Áhorfendur eru enn sem komið er teljandi á fingrum annarar handar og þá er ég þó að telja mig sjálfan með. Það er aumt.
Fyrir leik
Maðurinn með ráðherranafnið, Sigurður Ingi Magnússon, mun flauta þennan leik og Steinar Stephensen og Ásgeir Viktorsson verða honum til aðstoðar. Eftirlitsmaður KSÍ er síðan Geir Agnar Guðsteinsson.
Fyrir leik
Kópavogsvöllur er blautur eftir votviðri það sem gekk yfir í gær og í dag en það ætti ekki að há liðunum. Örlítill blástur er í áttina að Sporthúsinu sem mun ólíklega skipta máli en maður veit þó aldrei.
Fyrir leik
Gerist eitthvað markvert á Samsung-vellinum mun ég jafnframt reyna að koma því á framfæri hér en þar tekur Stjarnan á móti Aftureldingu. Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með stigi en Afturelding þarf á öllum mögulegum punktum að halda í fallbaráttunni.
Fyrir leik
Fyrirliðar hér í dag eru Rakel Hönnudóttir hjá grænklæddum og Birta Stefánsdóttir hjá gulum ÍA stelpum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Blikar byrja með boltann. Í sömu andrá og leikurinn var flautaður á byrjar að rigna all hressilega.
2. mín
Breiðablik
María - Ragna - Guðrún - Arna
Rakel - Jóna - Fjolla
Fanndís - Aldís - Telma
3. mín
ÍA
Aníta - Birta - Valdís - Alexandra
Emilía - Helga - Bryndís - Eyrún - Unnur
Guðrún
6. mín
Arna Dís átti nú rétt í þessu fyrsta skot leiksins. Það var frá vítateigshorninu og nokkuð fast en beint á Ástu í marki gestanna.
10. mín
Gestirnir hafa að mestu legið aftarlega og ekki fengið mörg tækifæri en náðu ágætis rispu núna. Guðrún Karítas var kominn framhjá nöfnu sinni í heimaliðinu en náði ekki nægilega góðri snertingu og tapaði boltanum.
11. mín
Breiðablik svarar að bragði. Fanndís Friðriksdóttir með skot rétt framhjá eftir flotta sendingu af hægri vængnum.
20. mín
Líkt og á öðrum völlum er enn markalaust hér. Gestirnir frá Akranesi hafa hægt og bítandi fært sig aðeins framar á völlinn en engin færi hafa sést enn sem komið er.
22. mín
Aftur er Arna Dís með skot frá svipuðum stað. Þetta var með hægri fæti og fór rétt framhjá.
23. mín
Barátta Fjollu og Eyrúnar á miðjunni er ljónhörð. Fara í alla bolta 140%.
24. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Arna Dís Arnþórsdóttir
Fyrsta markið er komið! Aðdragandinn var ekki mikill. Blikar léku boltanum á milli sín og hann endaði hjá Örnu sem sendi fyrir markið. Þar kom Rakel aðvífandi á fullri ferð og stangaði knöttinn í netið.
32. mín
Heimastúlkur voru að fá hornspyrnu. Í aðdraganda hennar virðist Ásta Vigdís, markvörður gestanna, hafa slasast eitthvað. Harkar þó af sér og heldur áfram.
33. mín
Allt í einu byrjar sólin að skína hérna. Þetta er svo týpískt íslenskt veður. Sýnishorn af öllu saman.
34. mín
Fanndís með flotta fyrirgjöf frá hægri sem Telma nær að skalla. Skallinn er samt laus og lélegur og endar framhjá.
35. mín
Það er verið að glerja háhýsi rétt hjá Smáralindinni og hefur iðnaðarmönnunum tekist að spegla sólarljósi ítrekað í augun á mér. Sannkallað fyrsta heims vandamál.
40. mín
Rakel reynir skot úr vítateigsboganum eftir undirbúning Telmu. Hittir boltann illa og hann svífur yfir þverslána.
45. mín
Heimastúlkur fá víti eftir að Fjolla, að mér sýndist, féll innan teigs. Vítaspyrnudómurinn var réttur enda klárt brot innan teigs. Hins vegar virtist mér og Þórði Þórðarsyni, þjálfara ÍA, Aldís Kara handleika knöttinn í aðdraganda brotsins sem með réttu hefði átt að flauta á.
45. mín Mark úr víti!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Öruggt víti niðri vinstra megin.
45. mín
Búið að flauta til hálfleiks. Hálfleikstölur tvö núll fyrir heimaliðið.
45. mín
Á Teppinu í Garðabæ er ennþá markalaust. Þau úrslit þýða að Stjarnan nær sér í stig sem tryggir liðinu Íslandsmeistaratitil. Blikastelpur verða að treysta á að Afturelding laumi inn marki til að þær eigi enn séns.
45. mín
Inn:Gréta Stefánsdóttir (ÍA) Út:Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (ÍA)
46. mín
Inn:Alexandra Björk Guðmundsdóttir (ÍA) Út:Eyrún Eiðsdóttir (ÍA)
Tvöföld skipting í hálfleik. Búið að flauta þann síðari á.
51. mín
Rakel Hönnudóttir reynir skot frá vítateigshorninu vinstra megin. Svipaður staður og Arna Dís hefur skotið af í tvígang. Skotið er laust og endar framhjá.
52. mín
Gestirnir fengur aukaspyrnu og nýtti Guðrún Karítas tækifærið til að reima skóna sína. Rakel Hönnudóttir tók ekki eftir henni þar sem hún kraup á vellinum og féll um hana. Skondið atvik.
54. mín
ÍA færði sig laglega fram á völlinn en líkt og áður þá vantaði upp á síðustu sendinguna. Fengu nærrum því dauðafæri í bakið því Breiðablik var mun hraðara fram en þær til baka.
62. mín
STÓRGÓÐ MARKVARSLA HJÁ ÁSTU!! Aldís Kara sendi Telmu aleina í gegn og hún fékk nægan tíma til að ákveða hvert skyldi skjóta. Ásta var eins og köttur og kastaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir mark.
63. mín
Heimastúlkur eflast við þetta. Fanndís finnur Aldísi í ákjósanlegri stöðu en skot hennar framhjá markinu.
64. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
64. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
Endurnýjun á miðsvæðinu.
65. mín
Fanndís með aukaspyrnu frá hægri sem var nálægt því að finna kollinn á Guðrúnu. Guðrún var í raun klaufi að ná ekki að skalla þennan.
66. mín
Rakel Hönnudóttir reyndi að hlaða í eitt stykki Di Canio skot líkt og hann tók móti Wimbledon forðum daga. Boltinn skoppaði eitthvað undarlega og hún hitti hann ekki.
69. mín
Telma Hjaltalín flögguð rangstæð í ákjósanlegri stöðu. Ég er alls ekki sannfærður um að þetta hafi verið réttur dómur.
74. mín
Aftur ver Ásta vel. Slæmir hendi í bolta og blakar honum framhjá eftir skot Rakelar Hönnu.
76. mín
Inn:Ella Dís Thorarensen (Breiðablik) Út:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
Rétt fyrir skiptinguna átti Ingibjörg fastan skalla rétt yfir markið eftir hornspyrnu.
77. mín
Í Garðabæ er Harpa Þorsteins búin að koma Stjörnunni yfir. Það þýðir að Afturelding þarf að skora tvö mörk til að halda lífi í titilvonum Breiðabliks.
79. mín
Guð minn góður hvað þetta var stórkostleg sending frá Fanndísi. Lyfti boltanum glæsilega yfir nánast alla leikmenn ÍA og beint í hlaupaleið Aldísar Köru. Ásta gerði hins vegar enn á ný stórvel í að bjarga sínu liði.
80. mín MARK!
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Þetta mark var rosalegt böðl. Hornspyrna frá hægri datt steindauð niður í teiginn og enginn leikmaður virtist ætla að fara í boltann. Varamaðurinn Andrea náði fyrst til hans og "pinballaði" hann í markið.
83. mín
Leikmenn ÍA geta þakkað Ástu markverði fyrir að staðan er ekki verri. Nú rétt í þessu átti Rakel Hönnudóttir ágætt skot úr fínu færi sem Ásta varði yfir markið og skammaði vörnina sína hressilega í kjölfarið. Hún greip síðan hornspyrnuna og öskraði sínar stelpur framar á völlinn.
85. mín
Það er nokkuð ljóst að Blikastúlkna bíður ekkert annað en silfurpeningur þar sem Harpa Þorsteins er búin að skora þrennu gegn Aftureldingu.
86. mín
Varamaðurinn Ingibjörg reyndi skot af löngu færi sem fór rétt framhjá vinklinum. Var nær miðjuhringnum heldur en D-boganum.
89. mín
Fanndís ákveður að snúa sér og taka skot um leið fyrir utan teig. Hefði betur sent á Andreu sem var á fínni siglingu við hlið hennar.
89. mín
ÁSTA BARA HÆTTIR EKKI AÐ VERJA!! Blikastúlkurnar keyrðu hratt á ÍA og voru fjórar á þrjár. Rakel fann Fanndísi sem sendi fyrir. Aldís náði boltanum á fjær, fór framhjá varnarmanni og skaut af stuttu færi. Ásta kastaði sér fyrir og varði þetta vel.
90. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (ÍA)
Ég verð að viðurkenna að ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þar sem ég var að skrifa um vörsluna hjá Ástu. Allt í einu var Guðrún bara ein í gegn á móti Sonný og setti boltann framhjá henni. Varnarmaður Blika var nálægt því að bjarga á línu en tæklaði boltann í stöng og inn.
90. mín
Inn:Elínborg Llorens Þórðardóttir (ÍA) Út:Emilía Halldórsdóttir (ÍA)
Unnur Ýr reynir skot úr aukaspyrnu eftir skiptinguna. Fast var það en í vegginn.
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Breiðabliks.
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Eyrún Eiðsdóttir ('46)
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir ('45)
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
11. Emilía Halldórsdóttir ('90)
13. Birta Stefánsdóttir
13. Valdís Marselía Þórðardóttir
17. Unnur Ýr Haraldsdóttir
19. Alexandra Bjarkadóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Varamenn:
1. Vilborg Júlía Pétursdóttir (m)
3. Alexandra Björk Guðmundsdóttir ('46)
7. Elínborg Llorens Þórðardóttir ('90)
8. Gréta Stefánsdóttir ('45)
9. Karitas Eva Svavarsdóttir
21. Guðný Björk Proppé

Liðsstjórn:
Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: