Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
4
0
Fram
Rolf Glavind Toft '4 1-0
Rolf Glavind Toft '17 2-0
Veigar Páll Gunnarsson '26 3-0
Rolf Glavind Toft '72 4-0
28.09.2014  -  14:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson ('79)
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Atli Jóhannsson ('53)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m) ('58)
2. Heiðar Ægisson ('53)
18. Jón Arnar Barðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
21. Snorri Páll Blöndal
22. Þórhallur Kári Knútsson ('79)
24. Brynjar Már Björnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rolf Glavind Toft ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Afar sannfærandi og verðskuldaður sigur Stjörnunnar. Spiluðu afar vel í dag.
90. mín
Rolf Toft næstum búinn að setja fernu! Munaði litlu að hann næði til boltans sem kom á flugi fyrir markið.
89. mín
Sjúkrabíll mættur að sæka Denis Cardaklikja.
85. mín
Inn:Hörður Fannar Björgvinsson (Fram) Út:Denis Cardaklija (Fram)
Markverðir beggja liða farnir af velli vegna höfuðmeiðsla!
79. mín
Inn:Halldór Arnarsson (Fram) Út:Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
79. mín
Inn:Þórhallur Kári Knútsson (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
72. mín MARK!
Rolf Glavind Toft (Stjarnan)
MAAAARK!!! Innsiglar þrennu sína! Enn og aftur hnitmiðað skot sem hafnaði í bláhorninu.
69. mín Gult spjald: Rolf Glavind Toft (Stjarnan)
67. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
67. mín Gult spjald: Tryggvi Sveinn Bjarnason (Fram)
66. mín
ÞVÍLÍKT ATVIK!!! Guðmundur Steinn Hafsteinsson slapp í gegn og Sveinn markvörður virtist brjóta á honum. Sýndist á öllu að þetta hafi átt að vera víti og rautt en þá hefði útileikmaður þurft að fara í markið!!! Þóroddur Hjaltalín dæmdi ekkert og leikmenn Fram brjálast!!! Arnþór Ari fékk boltann í dauðafæri eftir atvikið en bjargað var á línu.
58. mín
Inn:Sveinn Sigurður Jóhannesson (Stjarnan) Út:Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Ingvar fer af velli. Er vankaður eftir höfuðhöggið áðan og engin áhætta tekin.
57. mín
Skalli í stöng! Guðmundur Steinn Hafsteinsson Framari skallar í stöngina.
53. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Atli verður með í úrslitaleiknum gegn FH um næstu helgi.
51. mín
Vel varið! Rolf Toft fékk góða sendingu frá Þorra og komst einn gegn markverði en Denis náði að verja vel. Toft nálægt þrennunni þarna.
50. mín
Ingvar Jónsson fékk höfuðhögg og Frikki sjúkraþjálfari Stjörnunnar hljóp inná en missti klakaboxið sitt svo allir klakarnir dreifðust um völlinn. Starfsfólk Stjörnunnar hreinsaði klakana burt af vellinum. Ingvar er búinn að jafna sig og leikur hafinn á ný.
46. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Fram) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
Skipting í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur - Stjarnan með öll völd.
44. mín
Orri Gunnarsson með hörkuskot naumlega framhjá. Framarar eru með lífsmarki!
43. mín
Afskaplega lítið í gangi í leiknum.
33. mín
Stjarnan heldur áfram að sækja og sækja. Staðan gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum. Stjarnan ætti að vara búin að skora allavega 2-3 mörk í viðbót.
26. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hörður Árnason
FRÁBÆRLEGA KLÁRAÐ!!! Veigar Páll með flott mark! Hörður Árnason gaf á Veigar sem stillti miðið hárrétt og skoraði í bláhornið.
24. mín
FRAM FÉKK HÖRKUFÆRI! Aron Bjarnason skyndilega í hörkufæri en náði ekki nægilegum krafti í skotið.
20. mín
DAUÐAFÆRI!!! Veigar Páll í hörkufæri en Denis Cardaklija varði. Það er nánast dauðafæri í hverri sókn hjá Garðabæjarliðinu!
17. mín MARK!
Rolf Glavind Toft (Stjarnan)
FRÁBÆRT MAAAAAARK!!! Stórglæsilegt mark! Rolf Toft gerði þetta frábærlega. Kláraði örugglega í hægra hornið rétt fyrir utan teig.
16. mín
Fram átti eina hættulega sókn áðan. Viktor Bjarki með fín tilþrif en Ingvar Jónsson klófesti knöttinn. En eins og áður sagði er Stjarnan hinsvegar að vaða í færum.
14. mín
Stjarnan er algjörlega með öll völd og í raun ótrúlegt að liðið hafi ekki bætt öðru marki við. Keflavík er komið yfir í sínum leik svo Fram er nánast í 1. deild eins og staðan er. Atli Jóhannsson með skot núna naumlega framhjá.
7. mín
DAUÐAFÆRI!!!! STJARNAN RÆÐUR LÖGUM OG LOFUM! Arnar Már í dauðafæri en skaut í slánna á ótrúlegan hátt.
4. mín MARK!
Rolf Glavind Toft (Stjarnan)
MAAAARK!!!!! Rolf Toft skorar í annarri tilraun! Sending fyrir markið og Rolf með skot sem Denis ver en Rolf nær frákastinu og skorar örugglega.
3. mín
Stjarnan náði lofandi skyndisókn en fór illa með hana. Sóknarleikurinn hjá Stjörnunni verið frekar bitlaus upp á síðkastið en varnarleikurinn öflugur með Ingvar Jónsson þar fyrir aftan.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Stjarnan byrjaði með knöttinn og sækir í átt að Hafnarfirði.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir út á völlinn og toppmaðurinn Haukur vallarþulur farinn að þenja gullbarkann sinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Pablo Punyed er í leikbanni hjá Stjörnunni en Rolf Toft kemur inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, er á hættusvæði. Ef hann fær gult spjald í dag verður hann í banni í leiknum umtalaða gegn FH í lokaumferðinni.
Fyrir leik
Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem berjast á sitthvorum enda töflunnar. Flestir vonast eftir því að við fáum hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni þegar FH og Stjarnan eigast við.
Fyrir leik
FH getur orðið meistari í dag. FH-ing­ar geta orðið Íslands­meist­ar­ar í dag. FH er með 48 stig en Stjarn­an er með 46 stig. Marka­tala FH er ell­efu mörk­um betri en hjá Stjörnunni sem þarf allavega að ná sömu úrslitum og FH-ingar í dag en FH mætir Val.
Fyrir leik
Fram getur fallið í dag. Ef úrslitin í dag verða Frömurum óhagstæð gæti liðið fallið í dag. ÍBV er með 22 stig, Fjöln­ir 20, Kefla­vík 19 og Fram 18 stig. Fram­ar­ar falla ef þeir tapa í dag, Fjöln­ir vinn­ur Fylki og Kefla­vík vinn­ur ÍBV. Staða Fram­ara yrði líka nánast von­laus ef þeir tapa, Kefla­vík vinn­ur og Fjöln­ir ger­ir jafn­tefli.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir! Velkomnir í beina textalýsingu frá Garðabæ þar sem Stjarnan og Fram etja kappi í næst síðustu umferð Pepsi-deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Denis Cardaklija (m) ('85)
Daði Guðmundsson
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
9. Haukur Baldvinsson
10. Orri Gunnarsson
10. Jóhannes Karl Guðjónsson ('79)
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('46)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
16. Aron Bjarnason
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m) ('85)
2. Hafþór Mar Aðalgeirsson
6. Arnþór Ari Atlason ('46)
11. Ásgeir Marteinsson
13. Ósvald Jarl Traustason
14. Halldór Arnarsson ('79)
33. Alexander Már Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tryggvi Sveinn Bjarnason ('67)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('67)

Rauð spjöld: