Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
2
1
Fjölnir
Albert Brynjar Ingason '12 1-0
1-1 Bergsveinn Ólafsson '38
Atli Már Þorbergsson '41
Andrew Sousa '44 2-1
28.09.2014  -  14:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Finnur Ólafsson
6. Andrew Sousa ('74)
7. Gunnar Örn Jónsson ('90)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('70)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
25. Agnar Bragi Magnússon

Varamenn:
32. Björn Hákon Sveinsson (m)
9. Hákon Ingi Jónsson ('74)
10. Andrés Már Jóhannesson ('70)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('90)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Oddur Ingi Guðmundsson ('82)
Andrés Már Jóhannesson ('79)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir. Hér verður bein textalýsing frá leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deildinni. Þetta er leikur í næstsíðustu umferð deildarinnar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fjöln­is­menn sitja í fallsæti fyr­ir lokaum­ferðina ef þeir tapa fyr­ir Fylki, Fram vinn­ur Stjörn­una og Kefla­vík vinn­ur ÍBV eða ger­ir jafn­tefli og vinn­ur upp marka­töl­una. Fjölnismenn geta tryggt sæti sitt í deildinni í dag en Fram getur mögulega fallið með óhagstæðum úrslitum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fylkismenn eiga enn möguleika á að blanda sér í baráttu um Evrópusæti svo þessi leikur er mikilvægur fyrir bæði lið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þrátt fyrir fallegt veður í Árbænum er nokkuð kalt. Við í fjölmiðlastúkunni finnum fyrir kuldanum. Spurning um að redda sér hönskum til skrifa með.

Aðstæður til að spila fótbolta eru þó frábærar og það skiptir mestu máli.
Fyrir leik
Fylksimenn gera eina breytingu á sínu liði eftir mikilvæga sigurinn í Keflavík í síðustu umferð. Oddur Ingi Guðmundsson kemur inn fyrir Ásgeir Örn Arnþórsson sem fær sér sæti á bekknum.

Hjá Fjölnismönnum er Gunnar Már Guðmundsson í banni eftir rauða spjaldið í jafnteflisleiknum gegn Stjörnunni á þriðjudag. Í hans stað kemur Aron Sigurðarson. Þá kemur Atli Már Þorbergsson í liðið fyrir Hauk Lárusson.
Fyrir leik
Lið og dómarar eru að hita upp. Vilhjálmur Alvar Þórisson mun flauta í dag og honum til halds og traust eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Bryngeir Valdimarsson.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn. Það hefur bætt örlítið í vindinn en þó ekki það mikið að það eigi að hafa áhrif á gang leiksins. Fínustu aðstæður.
Fyrir leik
Fyrir leik er hinn mikli Fylkismaður Krisján Valdimarsson kvaddur en hann hefur sagt skilið við fótboltann eftir erfið hnémeiðli.

Hann fær standandi lófaklapp viðstaddra.
1. mín
Leikurinn er hafinn í Árbænum. Vonadni fáum við skemmtilegan leik.
6. mín
Þetta fer rólega af stað en Fjölnismenn fengu rétt í þessu aukaspyrnu á horni vítateigs en hún er ekki nægilega vel framkvæmd og rennur útí sandinn.
12. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Albert Brynjar búinn að skora fyrir Fylki. Langt innkast frá hægri, Fylkismaður flikkaði boltanum áfram og Albert hafði nógan tima til að athafna sig og hamraði hann á nærhornið.

Sá því miður ekki hver flikkaði boltanum.
19. mín
Liðin skiptast á að sækja án þess að skapa sér færi. Fylkismenn nokkrum sinnum við það að sleppa í gegn tvisvar þrisvar.
22. mín
Ragnar Bragi á flotta sendingu innfyrir á ALbert sem sleppur einn í gegn en Þórður Ingason ver frá honum. Fylkismenn líklegri til að bæta við en Fjölnir að jafna.
27. mín
Ragnar Bragi með skot að marki Fjölnis en Þórður ver. Fjölnismenn þurfa að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara.
31. mín
Fyrsta skot Fjölnismanna að marki. Það á Mark Magee en það er nokkuð yfir markið.
33. mín
Dauðafæri hjá Fjölni. Árni Kristinn með sendingu fyrir og Þórir Guðjónsson á skalla af markteig en boltinn fer beint á Bjarna sem ver vel.

Fjölnismenn að vakna.
35. mín
Þórir Guðjóns með sendingu fyrir en Fylkismenn hreinsa í horn rétt áður en Magee kemst í boltann.
37. mín
Gunnar Örn Jónsson fær boltann á vængnum og á sendingu fyrir á Ragnar Braga sem er í góðu færi einn á móti markmanni en á skot hátt yfir.
38. mín MARK!
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Guðmundur Karl tók aukaspyrnu af vinstri vængnum. Boltinn fór yfir allan pakkann á hausinn á Bergsvein Ólafsson sem skallar hann inn. 1-1.
41. mín Rautt spjald: Atli Már Þorbergsson (Fjölnir)
Atli Már tæklaði Albert sem var kominn einn í gegn. Fjölnismenn eru ekki sáttir þar sem þeir segja að Bergsveinn hafi verið samsíða honum.

Reyndar ætlaði Vilhjálmur fyrst að reka Bergsvein útaf en eftir að hafa talað við aðstoðardómarann breytti hann því réttilega.
43. mín
Inn:Haukur Lárusson (Fjölnir) Út:Mark Charles Magee (Fjölnir)
Fjölnismenn bregðast við rauða spjaldinu.
44. mín MARK!
Andrew Sousa (Fylkir)
Andrew Sousa skorar úr aukaspyrnunni!

Skot í markmannshornið. Spurningamerki við Þórð í markinu þó að skotið hafi verið gott.
45. mín
Hálfleikur í Árbænum. Góður leikur og margt að gerast.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Vonandi verður hann jafn fjörugur og sá fyrri.
52. mín
Finnur Ólafsson með fyrsta skot seinni hálfleiks. Það er nokkuð fyrir utan teig og fer hátt yfir mark Fjölnismanna.
58. mín
Fátt markvert að gerast hérna í seinni hálfleiknum. Liðin skiptast á að sækja án þess að skapa sér nokkuð.

Eins og gefur að skilja eru Fylkismenn meira með boltann og nær því að bæta við.
59. mín
Albert Brynjar slapp í gegn og á skot yfir Þórð í markinu og í þverslá. Stuttu síðar er Albert aftur aðgansharður en þá varði Þórður glæsilega. Fylkir fékk hornspyrnu og Andrew Sousa á fínan skalla sem Þórður ver aftur vel.

Þrjú færi á nánast sömu mínútunni.
65. mín
Flott sókn hjá Fylki sem endar á því að Albert Brynjar á gull af sendingu innfyrir á Gunnar Örn sem reynir fyrirgjöf en hún fer í gegnum allan pakkann.
70. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
72. mín
Inn:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
74. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Andrew Sousa (Fylkir)
Sousa búinn að eiga fínan dag en virkar meiddur.
77. mín
Gunnar Valur með skalla eftir hornspyrnu sem Andrés Már bjargar á línu fyrir Fylkismenn.

Fjölnir fékk hornspynu eftir að Bjarni Þórður varði flott skot Arons Sig.
79. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
82. mín Gult spjald: Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
83. mín
Inn:Magnús Páll Gunnarsson (Fjölnir) Út:Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Sóknarmaður inn fyrir varnarmann. Nú skal blásið til sóknar.
85. mín
Lítið um færi þessa stundina. Bæði lið eru að reyna en Fjölnismenn hafa verið líklegri síðustu mínútur án þess þó að skapa sér nokkuð.
88. mín
Aron Sigurðar með skot rétt fyrir utan teig fyrir Fjölnismenn. Siglir framhjá markinu.
90. mín
Nú fer hver að verða síðastur fyrir Fjölnismenn. Þeir eru líklegri þessa stundina. Aron Sig fer illa með aukaspyrnu á hættulegum stað.
90. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Gunnar Örn Jónsson (Fylkir)
Leik lokið!
Leiknum er lokið hér í Árbænum. Umfjöllun og viðtöl koma síðar.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Valur Gunnarsson ('83)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson ('72)
10. Aron Sigurðarson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee ('43)
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
7. Viðar Ari Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
15. Haukur Lárusson ('43)
17. Magnús Pétur Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Atli Már Þorbergsson ('41)