Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Tékkland
2
1
Ísland
0-1 Ragnar Sigurðsson '9
Pavel Kaderábek '45 1-1
2-1 Jón Daði Böðvarsson '61 , sjálfsmark
16.11.2014  -  19:45
Doosan Arena
Undankeppni EM
Dómari: Wolfgang Stark
Áhorfendur: 11.354
Byrjunarlið:
1. Petr Cech (m)
2. Pavel Kaderábek
3. Michal Kadlec
6. Tomás Sivok
9. Borek Dockal
10. Tomás Rosicky
11. Daniel Putil
13. Jaroslav Plasil
19. Ladislav Krejci
21. David Lafata
22. Vladimír Darida

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Borek Dockal ('86)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir! Velkomnir með okkur til Tékklands. Framundan er viðureign Tékklands og Íslands í undankeppni EM. Heldur betur risaleikur framundan!
Fyrir leik
Uppselt er á leikinn og tekur leikvangurinn um 12 þúsund manns. Samkvæmt upplýsingum frá tékkneska sambandinu bárust um 45.000 umsóknir um miða á leikinn, þannig að ljóst er að áhuginn er ekki síður mikill í Tékklandi en heima á Íslandi. Á leiknum verða ríflega 700 íslenskir stuðningsmenn sem munu á efa láta vel í sér heyra.
Fyrir leik
Það má fastlega búast við því að Ísland tefli fram sama byrjunarliði og í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar. Ekki er búið að opinbera liðið en það eru víst allir heilir. Óþarfi að breyta þegar vel gengur.
Við hvetjum fólk til að nota #fotboltinet á Twitter yfir færslur frá leiknum. Þá er hægt að fylgjast með bak við tjöldin á Snapchat: Fotboltinet
Fyrir leik
Ég skellti mér á staðinn þar sem íslensku áhorfendurnir voru að hita upp. Stemningin var hreinlega mögnuð svo mikla athygli vakti. Söngvatnið þambað og allir í fantastuði.
Fyrir leik
Byrjunarlið Tékka: Petr Cech; Kaderabek, Sivok, Kadlec, Pudil; Plasil, Darida; Dockal, Tomas Rosicky, Krejci; Lafata.
Fyrir leik
Lukas Vacha og David Limberský eru fjarverandi vegna meiðsla en Jaroslav Plasil miðjumaður Bordeaux og Daniel Pudil varnarmaður Watford taka stöðu þeirra.
Fyrir leik
Jæja nú skulum við spá:

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari: 1-1. Birkir Bjarnason með mark Íslands.

Magnús Már Einarsson, Fótbolta.net: 1-1.

Hörður Snævarr Jónsson, 433.is: 0-2. Alfreð með bæði.

Sindri Sverrisson, Morgunblaðinu: 2-2. Stórmeistarajafntefli tveggja frábærra liða.
Fyrir leik
Það verður Þjóðverjinn Wolfgang Stark sem dæmir leikinn. Þessi reyndi dómari, sem m.a. dæmdi í úrslitakeppni HM 2010 og EM 2012, er að fara af lista FIFA yfir alþjóðlega dómara og því ekki loku fyrir það skotið að þetta verði hans síðasti alþjóðlegi leikur. Hans fyrsti alþjóðlegi leikur var hinsvegar árið 1999 þegar KR tók á móti Kilmarnock á Laugardalsvelli. Aðstoðardómarar hans verða Mike Pickel og Thorsten Schiffner og sprotadómarar þeir Christian Dingert og Daniel Siebert. Varadómari verður Markus Haecker en allir koma þeir frá Þýskalandi.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið. Það er óbreytt frá fyrri leikjum í undankeppninni. Ekkert óvænt þar.

Fyrir leik
Það er margt líkt með íslenska liðinu og því tékkneska. Sterk liðsheild einkennir bæði lið. Ég spái því að við fáum bara eitt mark í kvöld. Vonandi verður það íslenskt.

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Bæði lið mætt út á völl í upphitun. Völlurinn lítur mjög vel út. Tólfan að koma sér fyrir í horninu. Íslensku stuðningsmennirnir láta strax vel í sér heyra.
Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Tólfan er löngu byrjuð að syngja. Lætur vel í sér heyra! Alvöru keyrsla á Tólfumönnunum sem byrjuðu ansi snemma. Jæja nokkrar mínútur í þetta!

Fyrir leik
Fyrir ykkur sem viljið syngja með:
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Fyrir leik
Stúlknakór hefur flutt þjóðsöngva beggja þjóða. Það er rosaleg stemning á vellinum og ótrúlega mikið sem heyrist í íslensku stuðningsmönnunum. Gæsahúð alla leið! Þetta er að byrja!!!

1. mín
Leikur er hafinn - Íslenska liðið byrjaði með knöttinn.
2. mín
Athygli vekur að Emil byrjar á hægri kanti í 4-4-2 kerfinu. Birkir vinstra megin.
4. mín
Tékkar áttu fyrstu hornspyrnu leiksins. Reyndu að ná skoti á markið í kjölfar hennar en Plasil þrumaði í varnarmann.

8. mín
Fyrsta marktilraun leiksins og hún kom frá heimamönnum. Latafa með skalla en beint á Hannes sem er öryggið uppmálað. Þarna vorum við aðeins of opnir.
9. mín MARK!
Ragnar Sigurðsson (Ísland)
MAAAARK!!!!! JÁÁÁÁ!!!! Eftir langt innkast frá Aroni Einari náði Birkir Bjarnason (á frábæran hátt) að halda boltanum inni á vellinum og skallaði hann til Ragnars sem átti ekki í erfiðleikum með að skalla inn af stuttu færi!
11. mín
ÞVÍLÍK STEMNING HÉR!!!! Kolbeinn vann Petr Cech í loftinu í aðdraganda marksins. Margir sem gerðu ansi vel í þessu tilfelli. Gaman að Aron Einar sé farinn að kasta langt á ný.
12. mín
Elmar að klikka í bakverðinum og Krejci komst í hörkufæri en skaut framhjá. Hjúkket.
13. mín Gult spjald: Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Spjald fyrir peysutog. Vont að vera með hafsent á gulu spjaldi.
16. mín
Tékkar sækja mikið upp vinstra megin. Þar erum við í basli. Elmar verður að gera betur.

24. mín
Tíðindalitlar síðustu mínútur. En við getum greint ykkur frá því að við erum eina liðið í undankeppni EM sem hefur enn ekki fengið á sig mark!
25. mín
VEL VARIÐ HANNES! Hannes með góða markvörslu. Tékkarnir voru þarna stórhættulegir en Hannes bjargaði í horn.
26. mín
Sölvi Geir Ottesen að hita. Kári tæpur?
29. mín
Tékkar mikið meira með boltann og Ísland í raun ekki átt neina markverða sókn fyrir utan marið.

37. mín
Vinnusemi og gott skipulag að einkenna íslenska liðið í þessum leik eins og í öðrum leikjum undankeppninnar. Leikgleðin geislar af mönnum!
39. mín
Ísland hefur ekki náð upp miklu spili og lítið að frétta hjá okkur sóknarlega. Segir sitt um liðið að þrátt fyrir það erum við að vinna Tékka hér í Plzen.
42. mín
FRÁBÆR SÓKN ÍSLANDS!!! Byrjaði á því að Ari Freyr sólaði Tékka. Jón Daði kom boltanum á Birki sem átti stungusendingu á Kolbein sem var að koma sér í dauðafæri en á síðustu stundu var bjargað í horn.
43. mín
Tékkar með hættulega marktilraun. Skalli naumlega yfir.
45. mín MARK!
Pavel Kaderábek (Tékkland)
Ohhhhhh.... Tékkar fengu aukaspyrnu sem endaði með því að Kaderabek skallaði knöttinn inn. Náði góðum skalla. Svekkjandi. Ansi svekkjandi! Elmar gleymdi sér þarna.
45. mín
Hálfleikur - Tékkar skoruðu svokallað flautumark.
45. mín
Tékkar áttu 5 marktilraunir gegn 1 hjá Íslandi í fyrri hálfleik. Ekki hægt að segja að staðan sé ósanngjörn. En rosalega er svekkjandi að hafa fengið þetta jöfnunarmark á sig í blálok hálfleiksins. Íslenska liðið hefur ekki verið að spila sinn besta leik og kemur vonandi enn öflugra í seinni hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Óbreytt liðsskipan.
Magnús Már Einarsson
48. mín
Tékkar skjóta framhjá. Þetta er ansi erfiður leikur. Heimamenn sækja mun meira og byrja þennan seinni hálfleik af krafti.

51. mín
Rosicky með skemmtileg tilþrif (leiðinleg fyrir okkur) og skildi Kára algjörlega eftir. Tékkar fengu hornspyrnu en náðu ekki að gera mat úr henni.
53. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Elmar heldur áfram að vera í veseni. Líklegt að honum verði skipt af velli innan skamms.
55. mín
Úfff.... Latafa í dauðafæri en boltinn naumlega framhjá. Við eigum undir högg að sækja. Þjálfararnir ræða við varamenn sem eru að hita upp. Það þarf að bregðast við.
57. mín
Hægri vængurinn verið stór veikleiki Íslands í dag. Birkir Már og Rúrik virðast vera á leið inn.
61. mín SJÁLFSMARK!
Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Því miður... mark sem lá í loftinu. Enn og aftur skapa Tékkar hættu á okkar hægri væng. Jaroslav Pasil með fyrirgjöf sem fór í Jón Daða og hrökk af honum í Hannes og inn. Ógeðslegt mark. En verðskuldað. Hannes átti að gera miklu betur. Hann átti að verja þetta.
62. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Ísland) Út:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
62. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Emil og Theodór Elmar átt afskaplega slæman dag. Eins og þeir voru öflugir í fyrstu þremur leikjunum.
64. mín
Úfff... Gylfi með skot í stöngina. Þarna vorum við nálægt því að jafna.
70. mín
Stórhætta við íslenska markið sem endaði með því að Kári bjargaði naumlega á marklínu.
71. mín Gult spjald: Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Tapaði boltanum og braut af sér.
73. mín
Tékkar halda áfram að sækja. Eins og þetta er að spilast núna er þriðja mark þeirra líklegra en jöfnunarmark frá okkur. Kolbeinn lofaði samt marki í kvöld... Vonandi stendur hann við það.

76. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Síðasta skipting Íslands. Vonandi býður Jói upp á einhverja töfra.
79. mín
Tékkar með skot naumlega framhjá.
86. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK TÉKKA! Boltinn hrökk á Jóa Berg sem átti skot sem Cech varði í horn. Ekkert kom upp úr horninu.
86. mín Gult spjald: Borek Dockal (Tékkland)
Fyrir leiðindi.
89. mín
Rosicky skýtur... framhjá.
90. mín
Komið í uppbótartíma. Sama hvernig þessi leikur fer er ekki hægt að saka liðið um baráttuleysi. Of margir nokkuð frá sínu besta samt. Klárlega og augljóslega slakasti leikur okkar til þessa.
92. mín
Tékkar virðast vera að landa þessu. Cech leit ekki vel út í marki Íslands en búinn að vera afskaplega öruggur þess utan.
Leik lokið!
Leiðinlegt maður. En horfum á stigatöfluna til að hressa okkur við. Staðan er enn ansi góð. Upp með hausinn!

93. mín
Leikmenn Íslands þakka þeim áhorfendum sem flugu til Tékklands fyrir stuðninginn. Frábær frammistaða íslenskra áhorfenda í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
8. Birkir Bjarnason ('76)
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason
25. Theodór Elmar Bjarnason ('62)

Varamenn:
2. Sölvi Geir Ottesen
2. Birkir Már Sævarsson ('62)
3. Hallgrímur Jónasson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('76)
11. Alfreð Finnbogason
19. Rúrik Gíslason ('62)
21. Viðar Örn Kjartansson
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kolbeinn Sigþórsson ('71)
Theodór Elmar Bjarnason ('53)
Ragnar Sigurðsson ('13)

Rauð spjöld: