Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kanada
1
2
Ísland
0-1 Kristinn Steindórsson '6
0-2 Matthías Vilhjálmsson '42
Dwayne De Rosario '70 1-2
16.01.2015  -  21:30
University of Central Florida
Vináttulandsleikur
Byrjunarlið:
22. Kenny Stamatopoulos (m)
2. Nana Attakora
4. Adam Straith
5. Dejan Jakovic
6. Samuel Piette (f)
6. Julian De Guzman
7. Iain Hume
10. Jonathan Osorio
17. Russell Teibert
21. Karl W. Ouimette
23. Manjrekar James

Varamenn:
1. Sean Melvin (m)
18. Quillan Roberts (m)
3. Ashtone Morgan
8. Kevon Black
9. Caleb Clarke
11. Issey Nakajima-Farran
12. Daniel Stanese
14. Dwayne De Rosario
15. Kyle Porter
16. Christopher Mannella
19. Jonathan Grant
20. Patrice Bernier
24. Maxim Tissot

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið! 1-2 sigur Íslands í þessum leik. Kanada átti sín færi en sigurinn verðskuldaður. Kiddi Steindórs og Matti Villa með mörkin á meðan Dwayne De Rosario skoraði fyrir Kanada.
90. mín
RÚNAR MÁR MEÐ HÖRKUSKOT!! Hann keyrði á markið áður en hann lét vaða rétt fyrir utan en markvörður Kanada þarf að hafa sig allan í að verja boltann yfir sig og í horn.
90. mín
De Rosario með skot en Ingvar tekur þennan bolta örugglega! Nú fer þetta að fjara út.
90. mín
ELÍAS MÁR!! Þetta var vel gert hjá honum og Sverrir með flotta sendingu. Elías fékk boltann vinstra megin áður en hann lét vaða en boltinn flaug yfir markið.
87. mín
Nokkrir leikmenn að fá sinn fyrsta landsleik í dag. Elías Már Ómarsson var að koma inná!
87. mín
Inn:Elías Már Ómarsson (Ísland) Út:Rúrik Gíslason (Ísland)
86. mín
AFTUR HÓLMBERT!! Elmar hleypur upp hægra megin áður en hann finnur Ólaf Karl sem setur boltann fyrir á Hólmbert sem stangar hann framhjá!
84. mín
HÓLMBERT!!! Hann fær glæsilega sendingu inn fyrir og er með Manjrekar í sér áður en hann lætur vaða en boltinn fór yfir.
83. mín
De Rosario að bjóða upp á skemmtilega takta. Virkilega öflugur þessi leikmaður!
81. mín
Grjótharður Hólmbert!! Karl W. Ouimette er eitthvað að vesenast í honum og það endar með því að Ouimette liggur í jörðinni!
79. mín
De Rosario öflugur!! Hann er með boltann í teignum og lætur vaða á markið en Ingvar ver það vel. Kanada ætlar sér að ná í jöfnunarmark!
73. mín
Hólmbert með frábæran sprett en Manjrekar James sparkar ítrekað í hann áður en dómarinn dæmir aukaspyrnu á hættulegum stað!
72. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
70. mín MARK!
Dwayne De Rosario (Kanada)
KANADA!!!! Varamaðurinn Dwayne De Rosario minnkar muninn eftir fína fyrirgjöf. Sýndist Björn Daníel vera að dekka De Rosario og átti hann í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. 1-2.
67. mín
Skelfilegur varnarleikur þarna og það munaði litlu! Hættuleg sending til baka sem fór á framherja Kanada en vörnin var fljót að taka við sér eftir mistökin og þeim tókst að vinna boltann og hreinsa frá.
65. mín
Inn:Ingvar Jónsson (Ísland) Út:Hannes Þór Halldórsson (Ísland)
62. mín
Mikil barátta inni á vellinum en þó lítið að gerast. Þórarinn Ingi reyndi þarna fyrirgjöf frá vinstri en markvörður Kanada tekur þetta.
49. mín
Þarna munaði litlu hjá Kanadamönnum! Fín fyrirgjöf fyrir markið en framherjinn rétt missti af boltanum fyrir framan Hannes.
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað!
46. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ísland) Út:Kristinn Steindórsson (Ísland)
46. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Ísland) Út:Matthías Vilhjálmsson (Ísland)
46. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (Ísland) Út:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
45. mín
Hálfleikur:

Íslendingar nokkuð sanngarnt yfir í hálfleik. Kanada fengið nokkuð færi en ekkert stórmál fyrir Hannes.
42. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (Ísland)
Stoðsending: Sölvi Geir Ottesen
MATTI VILL!!! Það kemur flottur bolti inn í teig sem Sölvi skallar á Matta og er hann ekki í vandræðum með að stanga boltann framhjá Kenny í markinu!!
35. mín
Þrumuskot frá Iain Hume en Hannes ver boltann. Það er þó búið að dæma rangstöðu.
18. mín
Þarna munaði litlu hjá Kanada. Komust í dauðafæri en búið að dæma. Voða lítið í gangi.
6. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Ísland)
Stoðsending: Rúrik Gíslason
KIDDI STEINDÓRS!! Þvílík byrjun og það er Kristinn Steindórsson sem skorar með skalla eftir sendingu hægra megin úr teignum. Öruggt og fallegt.
5. mín
Hjörtur Logi með aukaspyrnu sem endar aftur fyrir. Fremur rólegt til að byrja með.
1. mín
Leikurinn er kominn af stað. Íslendingar byrjar með boltann!
Fyrir leik
Þessi kynnir er í bölvuðu basli.
Fyrir leik
Gríðarlega gott veður í Flórida eins og vaninn er. Leikmenn stilla sér upp og kynnirinn les upp liðið.
Fyrir leik
Tíu mínútur eru í leikinni. Hann er í beinni útsendingu!
Fyrir leik
Sverrir hefur verið öflugur með liði Viking í Noregi.
Fyrir leik
Sverrir Ingi Ingason og Ólafur Karl Finsen fá að spreyta sig en Ólafur átti magnað tímabil með Stjörnunni sem varð Íslandsmeistari síðasta sumar.
Fyrir leik
Það verður gaman að fylgjast með ungu leikmönnunum sem fá tækifæri hjá íslenska liðinu í dag.
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða eru auðvitað komin í hús en Julian De Guzman byrjar hjá Kanada meðal annars.
Fyrir leik
Við minnum á Fótbolta.net snapchatið: fotboltinet. Við erum með fulltrúa á leiknum og ýmislegt skemmtilegt í gangi á snappinu!
Fyrir leik
Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Skjársport en hann hefst klukkan 21:30.
Fyrir leik
Kanada og Ísland mætast í fyrri vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fer fram í Bandaríkjunum, nánar tiltekið Florida.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m) ('65)
4. Guðlaugur Victor Pálsson ('46)
5. Sverrir Ingi Ingason
15. Hjörtur Logi Valgarðsson
16. Rúnar Már Sigurjónsson
19. Rúrik Gíslason ('87)
25. Theodór Elmar Bjarnason

Varamenn:
3. Hallgrímur Jónasson
5. Jón Guðni Fjóluson
7. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('46)
11. Hólmbert Aron Friðjónsson ('46)
16. Hörður Árnason
17. Björn Daníel Sverrisson ('46)
19. Elías Már Ómarsson ('87)
21. Ólafur Karl Finsen ('72)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: