Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Norwich
0
2
Tottenham
0-1 Gareth Bale '55
0-2 Gareth Bale '67
27.12.2011  -  19:30
Carrow Road
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Michael Oliver
Byrjunarlið:
1. John Ruddy (m)
2. Russell Martin
3. Adam Drury ('76)
5. Steve Morison
6. Zak Whitebread
7. Andrew Crofts ('76)
9. Grant Holt
11. Andrew Surman
14. Wes Hoolahan
15. David Fox
24. Ritchie de Laet ('64)

Varamenn:
4. Bradley Johnson
10. Simoen Jackson
12. Anthony Pilkington ('76)
13. Declan Rudd (m)
17. Elliott Bennett ('76)
20. Leon Barnett ('64)
21. Aaron Wilbraham

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Zak Whitebread ('69)

Rauð spjöld:
94. mín
Dómarinn hefur flautað til leiksloka. Tottenham fer með 2-0 sigur af hólmi en Gareth Bale fór á kostum og skoraði bæði mörk leiksins.
Sebastían Sævarsson Meyer
92. mín
þarna mátti minnstu muna að Norwich tækist að minnka muninn. Russell Martin með skalla rétt framhjá eftir hornspyrnu.
Sebastían Sævarsson Meyer
90. mín
Fjórar mínútur eru bættar við venjulegan leiktíma.
Sebastían Sævarsson Meyer
89. mín
Gareth Bale með góða takta á vinstri kantinum og reynir fyrirgjöf fyrir markið. Adebayor er mættur en boltinn er of hár og fer í innkast.
Sebastían Sævarsson Meyer
86. mín
Yfirburðir Tottenham í leiknum eru afgerandi. 60% með boltann og 15 marktilraunir gegn fimm marktilraunum Norwich segir allt sem segja þarf..
Sebastían Sævarsson Meyer
85. mín
Inn:Niko Kranjcar (Tottenham) Út:Rafael van der Vaart (Tottenham)
Sebastían Sævarsson Meyer
83. mín
Modric nálægt því að auka muninn enn frekar. Fær boltann frá Adebayor við vítapunktinn en skot hans er laflaust og Ruddy á í engum vandræðum með að handsama knöttinn.
Sebastían Sævarsson Meyer
79. mín
Adebayor kemst í skotfæri, en sá þrumar boltanum hátt yfir markið.
Sebastían Sævarsson Meyer
76. mín
Inn:Anthony Pilkington (Norwich) Út:Andrew Crofts (Norwich)
76. mín
Inn:Elliott Bennett (Norwich) Út:Adam Drury (Norwich)
75. mín
Ekki nokkur skapaður hlutur sem bendir til þess að Norwich geti komið til baka úr þessu. Ég er byrjaður að millifæra stigin þrjú yfir á Harry Redknapp.
72. mín
Inn:Hugo Lloris (Tottenham) Út:Benoit Assou-Ekotto (Tottenham)
Uppalinn Leeds-ari kemur inná.
Alex Chamberlain, leikmaður Arsenal:
Þvílíkt mark hjá Gareth Bale #Ótrúlegirhæfileikar. Enn að melta það að við unnum ekki í dag, pirrandi leikur miðað við öll færin sem við fengum!
69. mín Gult spjald: Zak Whitebread (Norwich)
Michael Owen, leikmaður Man Utd:
Modric er með bestu fyrstu snertingu í deildinni.
67. mín MARK!
Gareth Bale (Tottenham)
Hann er í stuði!!! Bale notaði hraðann, keyrði frá miðju áður en hann komst einn gegn John Ruddy og skorað með fallegri vippu yfir hann. Áttunda mark Bale á leiktíðinni. Þarna nýtti hann hraðann! Frábært mark!
66. mín
Adebayor náði að koma boltanum í netið en var rangstæður.
64. mín
Inn:Leon Barnett (Norwich) Út:Ritchie de Laet (Norwich)
Belginn fer meiddur af velli. Hann er á láni frá Manchester United.
Einar Guðnason:
Menn sem fagna mörkum með því að mynda hjarta með fingrunum eiga ekki skilið að vera atvinnumenn í fótbolta #Bale #DiMaria #vandræðalegt
61. mín
Bale búinn að vera sjóðheitur í leiknum og á þetta mark skilið. Þetta var laglega lagt upp hjá Adebayor.
55. mín MARK!
Gareth Bale (Tottenham)
Tottenham er komið yfir. Van der Vaart sendi boltann á Adebayor í teignum og hann gaf á Bale sem skoraði. John Ruddy var í boltanum en náði ekki að verja. Verðskulduð forysta!
53. mín
Fínasta aukaspyrna sem Surman tók en boltinn naumlega framhjá. Besta markskot Norwich í leiknum.
52. mín Gult spjald: William Gallas (Tottenham)
Braut á Surman rétt fyrir utan teiginn, renndi sér á hann til að stöðva hann og fékk réttilega gult spjald.
46. mín
Seinni hálfleikur er byrjaður. Luka Modric átti 38 sendingar í fyrri hálfleik, 37 heppnaðar. Það er ágætt.
45. mín
Hálfleikur. Tottenham vaknað betur til lífsins undir lok fyrri hálfleiksins en ekki enn náð að skora.
Stefán Marteinn:
Grant Holt er einfaldlega maðurinn! Norwich að fara krækja í stig, spurning hversu mörg en þó allavega stig #fotbolti #Norwich
36. mín
Tottenham búið að setja í næsta gír og færist nær. Bale fékk annað mjög gott færi en John Ruddy í marki Norwich sýndi hvað hann getur og varði vel.
34. mín
Tottenham fengið tvö mjög góð færi síðustu tvær mínútur. Fyrst fékk Gareth Bale þrusufæri en skot hans ömurlegt og fór hátt yfir. Svo fékk Adebayor baneitraða sendingu í teiginn en missti boltann of langt frá sér.
28. mín
Leikmenn Norwich eru baráttuglaðir. Athyglisvert er að enn hefur ekkert alvöru opið marktækifæri litið dagsins ljós, ólíkt þessum liðum.
19. mín
Allt verið með afskaplega kyrrum kjörum síðustu mínútur. Hefur kannski helst borið til tíðinda að Grant Holt slapp við að fá verðskuldað gult spald. Fór með hendina útrétta í Assou-Ekotto.
11. mín
Tottenham fengið nóg af hornspyrnum í upphafi leiks en afskaplega lítið komið út úr þeim hingað til.
7. mín
Gareth Bale með fyrsta skot Tottenham á mark í þessum leik en skotið laflaust og auðvelt viðureignar fyrir John Ruddy í marki Norwich.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Fyrsta skotið átti Norwich á fyrstu mínútu. Morison lét vaða fyrir utan teig en Friedel ekki í vandræðum með þetta.
Michael Owen, leikmaður Man Utd:
Hlakka til að horfa á Norwich v Spurs. Bæði lið spilað vel á tímabilinu. Ég spái 3-1 sigri Spurs.
Fyrir leik
Scott Parker er fyrirliði Tottenham í kvöld.
Fyrir leik
Norwich er um miðja deild en Tottenham er í þriðja sæti. Bæði lið geta spilað flottan fótbolta, þá sérstaklega Tottenham, og má búast við góðri skemmtun.

Rafael van der Vaart er í byrjunarliði Tottenham í kvöld.

Kyle Naughton leikur ekki með Norwich. Hann tekur út leikbann og hefði þar að auki ekki getað spilað leikinn þar sem hann er á lánssamningi frá Tottenham! Spurning með hvoru liðinu hann heldur í sjónvarpinu heima.

Byrjunarlið Norwich: Ruddy, Martin, Drury, Morison, Whitbread, Crofts, Holt, Surman, Hoolahan, Fox, De Laet.
Fyrir leik
Komið þið sæl. Hér verður bein textalýsing frá leik Norwich og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Það hefur verið stútfullt af jafnteflum í þessari umferð og spurning hvort enn eitt jafnteflið komi í kvöld?

Byrjunarlið Tottenham: Friedel; Walker, Gallas, Kaboul, Assou-Ekotto; Bale, Parker, Sandro, Modric; Van der Vaart; Adebayor.
Byrjunarlið:
3. Gareth Bale
4. Yones Kaboul
8. Scott Parker
10. Emmanuel Adebayor
11. Rafael van der Vaart ('85)
13. William Gallas
14. Luka Modric
24. Brad Friedel (m)
28. Kyle Walker
30. Sandro
32. Benoit Assou-Ekotto ('72)

Varamenn:
1. Heurelho Gomes (m)
9. Roman Pavlyuchenko
19. Sebastien Bassong
21. Niko Kranjcar ('85)
25. Hugo Lloris ('72)
29. Jake Livermore
40. Steven Pienaar

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
William Gallas ('52)

Rauð spjöld: