Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
1
1
Víkingur R.
0-1 Stefán Þór Pálsson '7
Hilmar Árni Halldórsson '18 , víti 1-1
21.01.2015  -  19:00
Egilshöll
Reykjavíkurmót karla B-riðill
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('58)
9. Kolbeinn Kárason ('71)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('58)
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson
88. Sindri Björnsson ('21)

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Edvard Börkur Óttharsson ('58)
7. Atli Arnarson ('21)
14. Birkir Björnsson
16. Frymezim Veselaj ('58)
27. Magnús Már Einarsson ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('23)
Halldór Kristinn Halldórsson ('53)
Óttar Bjarni Guðmundsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli í þessum leik. Víkingar með 2 stig eftir 2 leiki, Leiknir 5 stig eftir 3 leiki.
90. mín
Komið í uppbótartíma.
87. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
85. mín
Ólafur Hrannar í rosalegu dauðafæri en skot hans yfir markið. Skylda fyrir sóknarmenn að skora úr svona færi... og reyndar bara leikmenn í öðrum stöðum líka.
79. mín
Inn:Jovan Kujundzic (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
78. mín
Ólafur Hrannar í afar góðu færi en hitti boltann mjög illa og hann lak framhjá. Átti að gera mun betur og veit það sjálfur.
71. mín
Inn:Magnús Már Einarsson (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
70. mín
Víkingar talsvert meira með boltann núna.
67. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Haukur Baldvinsson (Víkingur R.)
Óli og Milos taka enga áhættu enda Haukur á allra allra síðasta séns.
66. mín
Haukur Baldvins heppinn að haldast inná vellinum. Braut af sér á gulu og hefði vel getað fokið út af þarna. Dómarinn sleppir honum með smá tiltal.
65. mín
Atli Fannar í mjög fínu færi fyrir Víking en hitti boltann herfilega illa og hann flaug yfir markið.
62. mín Gult spjald: Haukur Baldvinsson (Víkingur R.)
58. mín
Inn:Edvard Börkur Óttharsson (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
58. mín
Inn:Frymezim Veselaj (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
53. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.)
49. mín
Víkingar með þónokkrar tilfærslur á leikskipulaginu eftir þrefalda skiptingu í hálfleik. Finnur kominn í vörnina og Dofri framar á völlinn.
48. mín
Stefán Þór Pálsson með skottilraun fyrir Víking en yfir markið fór þetta.
46. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (Víkingur R.) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Steinn Sigurðarson (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Ómar Friðriksson (Víkingur R.) Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur - Jafnt í nokkuð fjörugum leik. Leiknir fengið fleiri færi.
44. mín
Atli Arnarsson með fína skottilraun en aftur er Kristófer í marki Víkinga á tánum.
43. mín
Kolbeinn Kárason með skemmtilega skottilraun en Kristófer í marki Víkinga varði. Leiknismenn hættulegri í sínum tilraunum.
35. mín
Halldór Kristinn með skalla yfir. Fínt færi.
31. mín
Kristján Páll með frábæra sendingu á Ólaf Hrannar sem vippaði boltanum rétt yfir mark Víkinga. Góð tilraun Leiknis.
23. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
21. mín
Inn:Atli Arnarson (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Sindri meiddist þegar á honum var brotið í vítaspyrnunni áðan.
18. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Ásgeir Frank braut klaufalega á Sindra Björnssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Hilmar Árni á punktinn og skoraði.
14. mín
Fjörug byrjun. Bæði lið að skapa sér færi.
7. mín MARK!
Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.)
MARK!! Eftir pressu frá Víkingum náði Stefán Þór Pálsson að skalla boltann inn af stuttu færi! Hressandi að fá mark snemma.
6. mín
ROSALEGT SKOT! Finnur Ólafsson með frábært skot á lofti sem fór þéttingsfast í stöngina á marki Leiknis.
3. mín
Kristján Páll Jónsson skyndilega í dauðafæri fyrir Leikni en skot hans afar dapurt og er varið.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Leiknismenn byrjuðu með boltann. Víkingar í hvítum varabúningi sínum í kvöld.
Fyrir leik
Finnur Ólafsson er með fyrirliðabandið hjá Víkingi í kvöld. Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis að vanda. Þeir heilsast og leikur fer að hefjast.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Ungur strákur fæddur 1996 í marki Víkinga þar sem Daninn Thomas Nielsen er ekki löglegur í Reykjavíkurmótinu. Annars vantar menn í bæði lið eins og venjan er á þessum árstíma.
Fyrir leik
Það eru tveir leikir i B-riðli Reykjavíkurmótsins í kvöld. Við erum með beina textalýsingu frá fyrri leiknum þar sem Pepsi-deildarliðin Leiknir og Víkingur eigast við. Sá leikur hefst 19 en klukkan 21 er það leikur Þróttar og ÍR.

Leiknir er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum og stígur stórt skref í átt að undanúrslitum með sigri í kvöld. Víkingur hefur leikið einn leik, fékk 0-4 skell gegn Val, og þarf á sigri að halda í kvöld.

Það er oft hart barist þegar Leiknir og Víkingur eigast við en ungur og efnilegur dómari, Helgi Mikael Jónasson, fær það hlutverk að halda um flautuna í leiknum.
Byrjunarlið:
Stefán Þór Pálsson
3. Ívar Örn Jónsson ('46)
9. Haukur Baldvinsson ('67)
11. Dofri Snorrason ('79)
12. Kristófer Karl Jensson
15. Andri Rúnar Bjarnason ('46)
23. Finnur Ólafsson
24. Davíð Örn Atlason
26. Ásgeir Frank Ásgeirsson
28. Eiríkur Stefánsson

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('46)
14. Bjarni Páll Runólfsson
14. Atli Fannar Jónsson ('46)
15. Jovan Kujundzic ('79)
29. Agnar Darri Sverrisson ('67)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Baldvinsson ('62)

Rauð spjöld: