Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kasakstan
0
3
Ísland
0-1 Eiður Smári Guðjohnsen '21
0-2 Birkir Bjarnason '32
0-3 Birkir Bjarnason '90
28.03.2015  -  15:00
Astana Arena
Undankeppni EM
Dómari: Tasos Sidiropoulos (Grikkland)
Byrjunarlið:
22. Sidelnikov (m)
3. Mark Gurman
4. Vorotnikov
5. Abdulin
8. Samat Smakov (f)
9. Bauyrzhan Islamkhan
10. Tagybergen
13. Nurgaliyev
16. Gafurzhan Suyumbayev
17. Tazhimbetov
23. Yuri Logvinenko

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mark Gurman ('70)
Nurgaliyev ('55)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur og verið velkomnir með mér til Astana í Kasakstan þar sem Ísland heimsækir heimamenn í afar mikilvægum leik fyrir okkar stráka. Flautað er til leiks 21:00 að staðartíma sem er 15:00 að íslenskum. Fylgst er með öllu því helsta í textalýsingu hér!

Staðan í riðlinum eftir 4 umferðir:
1 Tékkland 12 stig
2 Ísland 9
3 Holland 6
4 Tyrkland 4
5 Lettland 2
6 Kasakstan 1
Fyrir leik
Það er skítakuldi hér í Kasakstan en völlurinn er yfirbyggður og hitastigið á leikvanginum því prýðilegt. Byrjunarliðin verða opinberuð um klukkutíma fyrir leik. Strákarnir gera kröfu á sjálfa sig að ná í þrjú stig, við erum einfaldlega með betri leikmenn en Kasakstan og þessar kröfur eðlilegar!
Fyrir leik
Dómarinn yngri en Eiður
Grikkinn Tasos Sidiropoulos dæmir leikinn en hann er einu ári yngri en Eiður Smári Guðjohnsen. Sidiropoulos hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2011 og komst í fyrsta flokk hjá UEFA í júní 2013.
Fyrir leik
Íslenska liðið ætti að mæta ansi vel undirbúið í leikinn enda kom liðið hingað aðfaranótt þriðjudags og hafa allar æfingar verið á keppnisvellinum. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson varð faðir í fyrsta sinn meðan hann var hérna í Kasakstan en hann er að fara að spila sinn fimmtugasta A-landsleik.
Fyrir leik
Yfir 100 sæti á milli
Ísland er í 35. sæti á heimslistanum. Kasakstan í 138. sæti. En heimslistinn vinnur ekki fótboltaleiki!
Fyrir leik
76% lesenda Fótbolta.net eru bjartsýnir fyrir leikinn og spá íslenskum sigri. 18% lesenda eru þó með slæma tilfinningu í maganum fyrir leikinn. Þetta er niðurstaða könnunar sem var á forsíðunni síðustu daga en tæplega 1.500 manns tóku þátt.
Fyrir leik
Rússinn Yuri Krasnozhan er þjálfari Kasakstan en hann er fyrrum stjóri Anzhi Makhachakala. Leikmenn Kasaka eru ekki þekktir meðal íslenskra áhugamanna enda spila þeir allir í heimalandinu. Það er mikill peningur í deildinni hér í Kasakstan og óþarfi að leita annað.
Fyrir leik
Það er verið að vökva völlinn, flóðljósin kveikt og tónlist farin að óma um salinn! Það verður að viðurkennast að það er súrrealísk stemning að vera að fara að spila leik innanhúss!
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS:
Þrjár breytingar eru frá tapinu gegn Tékklandi. Birkir Már Sævarsson kemur inn fyrir Theodór Elmar Bjarnason í hægri bakverðinum en Elmar er meiddur.

Emil Hallfreðsson og Jón Daði Böðvarsson fara á bekkinn en inn koma Jóhann Berg Guðmundsson og Eiður Smári Guðjohnsen.

Byrjunarlið Íslands: Hannes Þór Halldórsson (m); Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason; Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson (f), Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson; Eiður Smári Guðjohnsen, Kolbeinn Sigþórsson.
Fyrir leik
Jói Berg er því á kantinum en Eiður og Kolbeinn eru saman frammi.




Fyrir leik
Eiður Smári vinsælasti leikmaður Íslands hér í Astana. Fékk klapp frá heimamönnum þegar vallarþulurinn kynnti hann til leiks. Nokkrar mínútur í leik! Spennan að aukast og hjartslátturinn að verða meiri.
Fyrir leik
Maður til að fylgjast með hjá heimamönnum er nr. 9: Sóknarmiðjumaðurinn Bauyrzhan Islamkhan. Leikur með Kairat hér í Kasakstan. 22 ára gamall.

1. mín
Leikurinn er hafinn - Kasakar byrjuðu með boltann og byrja strax á því að fá aukaspyrnu úti hægra megin.
5. mín
Fín sókn hjá íslenska liðinu. Gylfi Þór fékk boltann rétt fyrir utan teiginn en Kasakarnir náðu að loka fyrir skotið. Hann kom boltanum á Jóa Berg sem átti fyrstu marktilraun leiksins en skot hans beint í fangið á markverði heimamanna.
6. mín
Þó mörg sæti séu laus á vellinum þá magnast öll hróp áhorfenda því leikurinn er spilaður inni. Það eru því mikil læti!
7. mín
Hættuleg sókn heimamanna! Endaði með skoti á markið en laust og beint á Hannes. Náðu að koma sér inn í teiginn okkar og litlu mátti muna.

12. mín
Kasakar mikið að notast við háa bolta, eru ákveðnir og láta finna fyrir sér. Gæti reynst ansi dýrmætt að skora fyrsta markið í leiknum.
16. mín
ÍSLAND VILL VÍTI EN EKKERT DÆMT! Gylfi með skot sem fór í hendina á varnarmanni Kasakstan en gríski dómarinn dæmdi ekki. Íslensku leikmennirnir alls ekki sáttir.

20. mín
Islamkhan með gott skot fyrir Kasaka en yfir markið fór boltinn. Íslensku leikmennirnir allt annað en sáttir við margar ákvarðanir gríska dómarans. Ég verð að viðurkenna að mér lýst ekkert á þennan mann með flautuna.
21. mín MARK!
Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
JÁÁÁÁ ÉG ER MEÐ GÆSAHÚÐ!!! Fengum þetta á silfurfati frá heimamönnum. Varnarmaður með misheppnaða sendingu beint á Jóa Berg sem kom honum á Eið. Eiður lagði hann fyrir sig og renndi honum svo í markið!!! Frábært að brjóta ísinn!

26. mín
Hornspyrna hjá Íslandi sem Birkir Már vann. Fínt færi eftir hornið en Kári Árnason skallaði yfir markið. Markið hjá Eiði hefur slegið stuðningsmenn Kasakstan út af laginu.

29. mín
Jói Berg er áberandi og líflegur. Átti skottilraun en hitti boltann ekki nægilega vel. Framhjá. Alveg greinilegt á leiknum að við erum talsvert betra lið, spilum áberandi fallegri bolta!
32. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
MAAAAAAAAAAAAARK!!!!! Birkir Bjarnason skallar boltann inn eftir aukaspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni frá hægri!! Birkir var ódekkaður og skallaði boltann laglega í netið eftir fullkomna fyrirgjöf. Þvílíkur maður! Þvílíkur draumur þessi leikur hingað til!

39. mín
Næstum því þriðja mark Íslands!! Kári Árnason skallaði naumlega framhjá eftir horn Gylfa!
43. mín
Hörður Snævar sem er mér við hlið slefar á borðið. Gylfi og Eiður að spila sín á milli og það eru háklassa gæði! Skil vel að fólk haldi ekki vatni.


45. mín
HÁLFLEIKUR - Frábær fyrri hálfleikur að baki! Kasakar búnir að eiga tvö skot á markið en bæði auðveld fyrir Hannes. Okkar lið mun hættulegra þó enn séu nokkrir leikmenn sem eiga töluvert inni.
46. mín
SEINNI HÁLFLEIKUR HAFINN
47. mín
Seinni hálfleikur hófst á því að Kolbeinn fékk flott færi en náði ekki að gera sér mat úr því. Átti að gera betur. Kolbeinn ekki náð að koma sér í fullan takt við leikinn.

52. mín
Skot á mark heimamanna. Jói Berg lét vaða af löngu færi en auðvelt fyrir Sidelnikov í markinu.
55. mín Gult spjald: Nurgaliyev (Kasakstan)
58. mín
Ari missti boltann yfir sig og Kasakar í hættulegri sókn en Ragnar Sigurðsson bjargaði á glæsilegan hátt með tæklingu og boltinn fór í horn. Hannes handsamaði svo hornspyrnuna.
62. mín Gult spjald: Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Braut á Kasaka sem var kominn framhjá honum.
64. mín
ÚFFFF - Kasakar skalla í stöngina! Eftir aukaspyrnuna kom skalli sem ég hélt að væri á leið í markið en stöngin bjargaði okkur þarna.
65. mín
Heimamenn halda áfram að berjast á fullum krafti og stuðningsmennirnir halda áfram að láta í sér heyra. Vonandi fáum við bara þriðja íslenska markið til að slökkva í þessu!
66. mín
Íslenska liðið aðeins á afturfótunum í seinni hálfleiknum hingað til. Meðbyr með gulklæddum heimamönnum. Rífa sig í gang!

70. mín Gult spjald: Mark Gurman (Kasakstan)
70. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Jón Daði kemur hér inn fyrir Kolbein sem er ekki kominn í sitt besta leikform.
72. mín
Inn:Emil Hallfreðsson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Aron virtist eitthvað meiddur á hendi. Emil inn og Gylfi tekur við fyrirliðabandinu.
78. mín
Íslendingar hafa aftur náð góðum tökum á leiknum og ógna meira. Heimamenn virðast hafa misst trúna á að þeir geti fengið eitthvað úr þessu.
84. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Maður leiksins tekinn af velli.
85. mín
Alfreð ekki lengi að koma sér í færi en náði ekki nægilega góðu skoti.

90. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Jón Daði Böðvarsson
INNSIGLAÐ!!! Skot sem hafði viðkomu í varnarmanni og lak í netið. Vel gert! Tvö frá Birki. Jón Daði kom boltanum á Birki sem náði að klára.
Leik lokið!
FAGMANNLEG FRAMMISTAÐA! Sannfærandi og fallegt! Nú verður fagnað hér í Astana!
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('70)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson ('72)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
20. Emil Hallfreðsson ('72)
21. Viðar Örn Kjartansson
22. Jón Daði Böðvarsson ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ari Freyr Skúlason ('62)

Rauð spjöld: