Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
0
3
Leiknir R.
0-1 Kolbeinn Kárason '8
0-2 Sindri Björnsson '13
0-3 Hilmar Árni Halldórsson '71
03.05.2015  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Góðar. Völlurinn í maí ástandi og veðrið gott.
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 1824
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
3. Iain James Williamson ('72)
4. Einar Karl Ingvarsson ('68)
7. Haukur Páll Sigurðsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson ('82)
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
6. Daði Bergsson ('82)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
14. Gunnar Gunnarsson
16. Tómas Óli Garðarsson ('68)
19. Baldvin Sturluson ('72)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('21)
Sigurður Egill Lárusson ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valgeir Valgeirsson flautar til leiksloka. 3-0 útisigur nýliðanna úr Breiðholti staðreynd.

Þvílík byrjun hjá nýliðunum sem nær allir spáðu falli fyrir sumarið.

Hinsvegar afleit byrjun Vals á tímabilinu. Afleit byrjun Óla Jó. hjá nýju félagi.
90. mín
Inn:Magnús Már Einarsson (Leiknir R.) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Ritstjóri Fótbolta.net er kominn inná fyrir Elvar Pál.
89. mín
Maggi.net er að gera sig klárann. Hann er að koma inn á til að landa öllum stigunum sem í boði eru í hús.
87. mín
Haukur Páll Sigurðsson með skalla töluvert framhjá eftir aukaspyrnu frá miðlínunni.
84. mín
Inn:Frymezim Veselaj (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Frimsim Vesalæ - það er ágætt að fólk læri hvernig eigi að bera þetta nafn fram.
83. mín
Baldvin Sturluson með fyrirgjöf en Leiknismenn þéttir fyrir framan markið. Valsmenn reyndu einhverjar þrjár tilraunir til að koma boltanum að marki en enginn skilaði árangri.
82. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Þriðja og síðasta skipting Vals.
80. mín
Frábær mæting hér í kvöld. 1824 áhorfendur.
79. mín
Eins og þið sjáið þá er ég ánægður með gang mála á Twitter. Fólk er duglegt að taka þátt í umræðunni. Minnum á kassamerkið #Fotboltinet
79. mín

78. mín

78. mín

76. mín
Leiknismenn í stúkunni eru staðnir á fætur og klappa allir í takt. Misgóðum takt.
74. mín
Nú hljóta Valsmenn í stúkunni að fara tína sér bara heim og fara hlakka til sumarsins 2016.
72. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
Baldvin Sturluson fer í hægri bakvörðinn og Andri Fannar færist á miðjuna.
71. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Ólafur Hrannar Kristjánsson
Skyndisókn - frábær sending frá Ólafi Hrannari og frábær afgreiðsla hjá Hilmari Árna!

Varamaðurinn, Ólafur Hrannar kemst innfyrir vörn Vals eftir hroðalega mistök Þórð Steinars. Orri Sigurður mætir Ólafi sem sendir boltann í kjölfarið innfyrir. Hárnákvæm sending sem Hilmar Árni hleypur inn í og klárar færið vel.

3-0 dömur mínar og herrar!
70. mín

68. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Tómas Óli er settur inná til að fríska upp á miðjuspil Valsmanna.

Einar Karl hefur tekið nánast öll föst leikatriði Vals í leiknum. Hefur verið mikið að gera hjá honum að sinna í því. Meira var það ekki.
67. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Fyrsta skipting leiksins. Sá sem skoraði fyrsta mark Leiknis í efstu deild og kom þeim yfir í leiknum er tekinn af velli fyrir Ólaf Hrannar, fyrirliða liðsins.
65. mín
Eiríkur Ingi kominn upp hægri vænginn og inn í vítateig Valsmanna. Fellur við en Valgeir Valgeirsson dómari leiksins fellur ekki fyrir þessu og lætur leikinn halda áfram.
64. mín
Valsmenn töluvert meira með boltann. Leiknismenn hinsvegar mjög skipulagðir. Engar glufur og engin tækifæri fyrir Valsmenn.
60. mín
Andri Adholpsson með skot fyrir utan teig en beint í lúkurnar á Eyjólfi í markinu. Máttlaust.
55. mín
Einar Karl með ágætis aukaspyrnu en Þórður Steinar náði ekki til boltans og boltinn því afturfyrir endamörk.
50. mín
Gestirnir úr Breiðholtinu taka sinn tíma í öll föstleikatriði. Greinilega farið vel yfir litlu hlutina sem á endanum geta skipt sköpum.
48. mín
Sigurður Egill reynir fyrirgjöf í tvígang en sú seinni fer beint í hendurnar á Eyjólfi í marki Leiknis.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín

45. mín
Hálfleikur.

Leiknismenn 2-0 yfir í hálfleik.

Valsmenn fá falleinkunn fyrir sína frammistöðu. Leiknismenn hafa hinsvegar staðist prófið, amk. enn sem komið er.
44. mín
Dauðafæri!

Elvar Páll kemst einn innfyrir vörn Valsmanna en skot hans afleitt og yfir markið. Góð sending frá Hilmari Árna innfyrir vörnina. Hafsentapar Vals steinsofandi.
43. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Fær að líta gula spjaldið eftir tæklingu á Brynjari Hlöðverssyni, rétt fyrir framan vítateig Leiknis.

Brynjar liggur eftir en harkar þetta síðan af sér.
41. mín
39. mín
Sigurður Egill Lárusson í kapphlaupi við Eyjólf Tómasson um boltann. Á endanum hafði Eyjólfur betur, alveg við vítateigslínuna.
37. mín
Eftir fjöruga byrjun hefur þetta heldur betur róast. Hjá báðum liðum.
31. mín
Valsmenn hafa fengið nokkrar auka- og hornspyrnur í leiknum en ekkert fengið útúr þeim. Fyrirgjafir þeirra hafa einnig skilað litlu sem engu.
28. mín Gult spjald: Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
22. mín
Óttar Bjarni með skot yfir mark Valsmanna eftir hornspyrnu frá Hilmari Árna.

Það er ekki að sjá að Leiknismenn séu að leika sínar fyrstu mínútur í efstu deild.
21. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Fyrsta spjald leiksins. Lét aðeins finna fyrir sér og fær gult spjald í kjölfarið. Ódýrt en sennilega rétt.
19. mín
Einar Karl Ingvarsson átti rétt í þessu slaka aukaspyrnu. Valsmenn fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Leiknis en aukaspyrna Einars laus og há og Eyjólfur Tómasson í engum vanda með að grípa boltann.
14. mín
Aðdragandinn að markinu var sá að Leiknismenn áttu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmini Valsmanna.

Spyrnan var fín, en Haukur Páll átti allan daginn að gera miklu betur og því fór sem fór.

Mikið áfall þessi byrjun fyrir Valsmenn en Leiknismenn gleðjast og mikil stemning í herbúðum Leiknismanna þessa stundina.
13. mín MARK!
Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Leiknismenn eru komnir í 2-0!!!

Haukur Páll með glórulausa bakfallspyrnu innan teigs. Hann hittir varla boltann og dettur boltinn beint fyrir fætur Sindra sem lætur vaða í fyrsta í nærhornið.

Velkomnir í Pepsi - Leiknismenn!
10. mín
Einar Karl með skot fyrir utan teig en nokkuð yfir markið.
8. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Hver annar en Kolbeinn Kárason að koma Leikni yfir gegn sínum fyrrum félögum.

Hilmar Árni með hornspyrnuna og boltinn beint á Kolbein sem stýrir boltanum í netið með viðstöðulausu skoti.

Nýliðarnir komnir yfir - þvílik draumabyrjun!
7. mín
Vó!

Hilmar Árni Halldórsson með fyrstu marktilraun Leiknismanna og þarna munaði mjóu. Boltinn átti viðkomu í varnarmann Vals og boltinn rúllaði framhjá fjærstönginni. Ingvar Kale var í boltanum en náði ekki til hans.

Og Leiknismenn fengu horn.
5. mín
Orri Sigurður Ómarsson miðvörður Vals er sá eini í Valsliðinu sem er að leika sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

Þeir eru talsvert fleiri í Leikni sem eru að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.
4. mín
Óttar Bjarni fyrirliði Leiknis er eini maðurinn á vellinum í hönskum. Fyrir utan markverði beggja liða sem eru í svokölluðum, markmannshönskum.
3. mín
Fyrsta hornspyrnan skilaði annarri hornspyrnu.

Einar Karl tók þær báðar og sú seinni var stór hættuleg. Haukur Páll átti síðan lausan skalla sem fór framhjá fjærstönginni.
2. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Valsmanna.

Andri Fannar með sendingu fram á Patrick Pedersen sem gerir vel heldur boltanum og reynir fyrirgjöf sem Halldór Kristinn tæklar í horn.
1. mín
Leikurinn er byrjaður.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl.

Valsmenn leika í rauðu og Leiknismenn í hvítu.
Fyrir leik
Stúkan er full og enn er löng röð í miðasölunni. Svona á þetta að vera!

Þrjár mínútur í leik og mikil tilhlökkun í mannskapnum.
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason sparksérfræðingur Pepsi-markanna er mættur í leddara. Það er víst alltaf veður fyrir leður.
Fyrir leik

Fyrir leik
Bræður-heilast!

Anton Ari Einarsson leikmaður Vals og Magnús Már Einarsson leikmaður Leiknis, takast hér í hendur á milli varamannaskýlanna. Þeir eru báðir varamenn sinna liða í kvöld.
Fyrir leik
Leikmennirnir eru farnir inn í klefa. Stúkan er gott sem að fyllast.

Stuðningsmenn Leiknis stóðu upp og klöppuðu fyrir sínum mönnum, á sama tíma og þeir gengu til búningsherbergja.
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða hita nú upp af miklu krafti. Í einhverskonar reitarbolta. Á meðan varamennirnir æfa sig að halda bolta á lofti.
Fyrir leik

Fyrir leik
Stuðningsmannahópur Leiknis eru á leiðinni í rútu á vellinum. Hópurinn hefur verið að hita upp á Álfinum í Hólagarði.
Fyrir leik
Það er vel mætt á völlinn, rúmlega hálftíma fyrir leik.

Svei mér þá, ég er ekki frá því að það verði ágætis stemning í stúkunni.
Fyrir leik
Eins og fyrr segir er Andri Fannar Stefánsson í byrjunarliði Vals en hann var lánaður til Leiknis seinni hluta síðasta sumars.

Fleiri tengingar eru á milli þessara liða.

Kolbeinn Kárason framherji Leiknis gekk til liðs við félagsins frá Val í vetur. Hann er því mættur á sinn gamla heimavöll.

Halldór Kristinn Halldórsson varnarmaður Leiknis er kominn heim í Breiðholtið eftir nokkurra ára fjarveru. Hann lék með Val sumrin 2011 og 2012. Síðustu tvö sumur lék hann suður með sjó, með Keflavík.

Eyjólfur Tómasson stendur í rammanum hjá Leikni. Hann var á láni hjá Val seinni hluta sumars 2012.

Edvard Börkur Óttharsson vermir varamannabekk Leiknis í kvöld en hann er uppalinn hjá Val. Hann hefur þó ekki leikið með meistaraflokki Vals.
Fyrir leik
Andri Yrkill blaðamaður á Mogganum spáir Val 2-0 sigri hér í kvöld. Hægt er að sjá spánna á Snapchat: fotboltinet - Allir hressir.
Fyrir leik

Fyrir leik
Byrjunarlið Vals er nokkuð eftir bókinni. Kristinn Freyr Sigurðsson tekur út leikbann. Orri Sigurður og Þórður Steinar eru í miðverðinum. Miðjumaðurinn, Andri Fannar Stefánsson er í hægri bakverði en hann var lánaður til Leiknis seinni hluta síðasta sumars.
Fyrir leik
Byrjunarlið Leiknis er alveg eins og spáð var fyrir utan að Gestur Ingi Harðarson er í vinstri bakverði en Kamerúninn Charley Fomen hefur ekki fengið leikheimild. Miðjumaðurinn Fannar Þór Arnarsson meiddist á æfingu í síðustu viku og spilar ekki fyrr en í júní.
Fyrir leik
Grillvagninn frá Prikinu er mættur. Nú er um að gera að skella sér á völlinn sem allra allra fyrst, fá sér góðan kvöldmat áður en leikurinn hefst, 19:15.
Fyrir leik
Jóhann Ólafur Sigurðsson er spámaður umferðarinnar:

Valur 1 - 2 Leiknir
Nýlíðar eiga það til að mæta á fullri ferð til leiks og Leiknismenn verða engin undantekning. Breiðhyltingarnir koma á óvart og taka þrjú stigin heim frá Hlíðarenda.
Fyrir leik
Þetta er athyglisverður leikur í meira lagi. Þegar ég segi það, þá er ég ekki bara í klisjunni og tala um að þetta verði skemmtilegur og spennandi leikur.

Við erum nefnilega að fara fylgjast með fyrsta leik Leiknis í efstu deild frá upphafi! Til hamingju með það Leiknir.

Það er ekki það eina sem gerir þennan leik athyglisverðan, því heimamenn í Val eru undir stjórn nýs þjálfarateymis. Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson eru að stýra Valsliðinu í fyrsta alvöru mótsleik en þeir tóku við liðinu í vetur af Magnúsi Gylfasyni.
Fyrir leik
Gleðlegan Pepsi!

Fyrsta umferðin í Pepsi-deild karla fer fram í dag.

Fyrstu tveir leikir deildarinnar hófust klukkan 17:00 og í kvöld fara fram tveir leikir. Þar á meðal er það leikur Vals og Leiknis sem fram fer á Vodafone-vellinum hér að Hlíðarenda.
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson ('90)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
9. Kolbeinn Kárason ('67)
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('84)
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson
88. Sindri Björnsson

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
5. Edvard Börkur Óttharsson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('67)
16. Frymezim Veselaj ('84)
26. Hrannar Bogi Jónsson
27. Magnús Már Einarsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kolbeinn Kárason ('28)

Rauð spjöld: