Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
4
1
Breiðablik
Rúna Sif Stefánsdóttir '33 1-0
1-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir '44
Harpa Þorsteinsdóttir '47 2-1
Harpa Þorsteinsdóttir '69 3-1
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '90 4-1
08.05.2015  -  19:15
Samsung völlurinn
Meistarakeppni KSÍ kvenna
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
4. Björk Gunnarsdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
5. Shannon Elizabeth Woeller
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('46)
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('88)
24. Bryndís Björnsdóttir ('83)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('46)
16. Sandra Dögg Bjarnadóttir
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
20. Sigríður Þóra Birgisdóttir ('88)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Írunn Þorbjörg Aradóttir ('56)
Lára Kristín Pedersen ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið!! Stjarnan er meistari meistaranna!!!!! Óskum þeim til hamingju!
90. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan)
MAAARK!!! Frábært slútt hjá Guðrúnu Karítas eftir laglega stungusendingu frá Hörpu!!
90. mín
SLÁIN!!! Telma Hjaltalín þrumar í slána!!
88. mín
Inn:Sigríður Þóra Birgisdóttir (Stjarnan) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Stjarnan)
Rúna Sif, dóttir Þróttarans Stebba dúkara, fer af velli. Inn kemur Sigríður Þóra Birgisdóttir.
83. mín
Inn:Theodóra Dís Agnarsdóttir (Stjarnan) Út:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)
83. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
83. mín
DAUÐAFÆRI hjá Fanndísi en hún skýtur framhjá!!!
80. mín
Telma fer enn og aftur framhjá varnarmönnum Stjörnunnar og er komin að endalínunni inni í teig, leggur boltann út en hvorki Aldís Kara né Fanndís ná að klára!
74. mín
Þetta hefur verið nokkuð rólegt frá því að Harpa skoraði gegn sínum gömlu félögum. Þetta er aðeins dottið niður.
69. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
MAAARK!! Hver önnur en Harpa Þorsteinsdóttir??? Hörmulegur varnarleikur og boltinn dettur fyrir Hörpu í teignum sem er ein gegn markverði! Í 99 af hverjum 100 skiptum skorar hún úr svona færum og það gerði hún hér!
69. mín
Talið í blaðamannaskýlinu hefur borist að Hillsborough slysinu. Ég skal útskýr hvernig. Dóttir Sigga Jóns er á vellinum, Guðrún Karítas í Stjörnunni. Þaðan barst talið að því að Siggi Jóns var á vellinum þennan hörmulega dag. Blessuð sé minning þeirra 96 sem létust þann dag.
68. mín
Inn:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) Út:Hildur Sif Hauksdóttir (Breiðablik)
63. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Lára Kristín fær gult spjald fyrir að taka Svövu Rós niður. Harka í þessu!
58. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ BLIKUM OG SVAAAKALEG VARSLA!! Frábær bolti berst fyrir teiginn og Telma nær skotinu en Sandra ver frábærlega! Hörkuleikur hérna og alls engin uppgjöf hjá Blikum!
57. mín
Mikið dansað í teignum í kjölfar hornspyrnu Blika en að lokum endar boltinn aftur fyrir endamörk, hornspyrna númer tvö! Lág sending á Svövu Rós sem skýtur yfir!
56. mín Gult spjald: Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan)
Gult spjald á Írunni fyrir að kippa Telmu niður! Blikar fá spyrnu á hættulegum stað við hliðar teigsins en Sandra slær boltann yfir. Lúmsk spyrna!
53. mín
Inn:Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Skipting hjá Blikum, Jóna Kristín kemur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur.
51. mín
Stjörnustúlkur ekki langt frá því að bæta við! Guðrún Karítas í góðu færi inni í teignum en Blikar bjarga naumlega!
47. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
MAAARK!! STJARNAN KEMST YFIR STRAX Í UPPHAFI SEINNI HÁLFLEIKS! Glæsilegt skot úr teignum og boltinn syngur í netinu!
46. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Ein skipting gerð í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn, Stjarnan byrjar með boltann!
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leikhlés og staðan er 1-1! Byrjaði rólega en fínn leikur eftir því sem líða tók á! Hörkuspennandi seinni hálfleikur framundan!
44. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
VÁÁÁÁ ÞVÍLÍKT MARK HJÁ BLIKUM!!! TELMA HJALTALÍN ÞRASTARDÓTTIR skorar frábært mark fyrir Blika rétt fyrir leikhlé!!! Hún spænir sig framhjá hverjum varnarmanni á fætur öðrum og klárar með frábæru skoti í fjærhornið!
40. mín
Blikar í frábærri sókn, tæta upp vörn Stjörnunnar! Aldís Kara kemst í algjör dauðafæri en skot hennar er gjörsamlega laflaust og rúllar boltinn beint á Söndru! Illa farið með frábæran séns!
33. mín MARK!
Rúna Sif Stefánsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Björk Gunnarsdóttir
QUE GOLAZO!!! Frábær fyrirgjöf frá Björk Gunnarsdóttur sem ratar beint á kollinn á Rúnu Sif sem stangar boltann í netið! Hún var alein í teignum!
30. mín
Stjörnustúlkur koma boltanum í netið en búið að flauta!
25. mín
Blikar nældu sér einnig í flottan liðsstyrk. Svava Rós Guðmundsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir koma til félagsins frá Val og munar heldur betur um minna.
23. mín
Bæði lið eru nú að miklu leiti með sama kjarna og þau höfðu í fyrra en þó eru nokkur ný andlit. Í byrjunarliði Stjörnunnar eru þær Ana Victoria Cate og Shannon Elizabeth Woeller nýjar, auk þess sem Björk Gunnarsdóttir er aftur komin til félagsins. Þá er Guðrún Karítas Sigurðardóttir komin frá ÍA en hún er á bekknum.
23. mín
Það má segja að eftir slaka byrjun séu Blikastúlkur búnar að vinna sig mun betur inn í leikinn. Þær voru nánast ekkert með boltann fyrsta stundarfjórðunginn eða svo en eru farnar að halda boltanum betur og ná upp betra spili. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta þróast.
22. mín
Aldís Kara í dauðafæri, Sandra með magnaða markvörslu en búið að flagga rangstöðu!
18. mín
Jæja, loksins komið smá fjör í þetta!! Gott færi á hinum endanum þar sem Harpa Þorsteins er í ágætu færi eftir fyrirgjöf en skot hennar beint á Sonný Láru sem heldur boltanum!
17. mín
Besta færi leiksins!!! Telma Hjaltalín í algeru dauðafæri eftir flotta sókn Blika! Fyrirgjöf berst frá Svövu Rós að mér sýndist beint á Telmu sem er nánast með opið mark fyrir framan sig! Hún nær hins vegar ekki að stýra boltanum í netið heldur fer hann vel yfir og framhjá!
15. mín
Hildur Sif Hauksdóttir er mætt til Íslands á nýjan leik og er sett strax í byrjunarlið Breiðabliks. Hún hefur verið í háskólanámi á Flórída og maður getur ekki annað en fundið til með henni - að vera komin í þetta hörmulega veður eftir að hafa sleikt sólina í Bandaríkjunum. Þekki tilfinninguna.
13. mín
Meðal gesta í stúkunni eru Danirnir Jeppe Hansen og Henrik Bödker. Sá fyrrnefndi er vitanlega framherji Stjörnunnar, en kærasti Önnu Maríu Baldursdóttur í kvennaliðinu. Henrik er hins vegar mættur á sinn gamla heimavöll, en hann yfirgaf Stjörnuna og gekk til liðs við þjálfarateymi KR fyrir tímabilið. Hann ber greinilega enn smá taugar til Garðarbæjar samt!
13. mín
Þetta er svona heldur rólegt, Stjarnan er að ógna talsvert meira.
7. mín
Stjarnan hefur gjörsamlega legið í sókn frá því að leikur hófst en fyrsta færið hefur þó ekki enn litið dagsins ljós.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Stjörnunnar og Breiðabliks í meistarakeppni kvenna á Samsung vellinum! Leikurinn hefst á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('83)
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
7. Hildur Sif Hauksdóttir ('68)
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('53)
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
10. Jóna Kristín Hauksdóttir ('53)
19. Esther Rós Arnardóttir
24. Sunna Baldvinsdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('83)

Liðsstjórn:
Ásta Eir Árnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: