Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Víkingur R.
2
2
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '19
0-2 Patrick Pedersen '42
Pape Mamadou Faye '73 1-2
Agnar Darri Sverrisson '83 2-2
10.05.2015  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: Um 1700
Byrjunarlið:
12. Denis Cardaklija (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('71)
9. Haukur Baldvinsson ('68)
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason ('53)
16. Milos Zivkovic
20. Pape Mamadou Faye
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
Stefán Þór Pálsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
12. Kristófer Karl Jensson
15. Andri Rúnar Bjarnason
23. Finnur Ólafsson ('53) ('68)
28. Eiríkur Stefánsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alan Lowing ('64)
Agnar Darri Sverrisson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjörn úrslit.
Elvar Geir Magnússon
90. mín Gult spjald: Thomas Guldborg Ghristensen (Valur)
90. mín
Komið í uppbótartíma og nú fer hver að verða síðastur að verða hetja.
89. mín
Stefnir í ansi spennandi loka mínútur hér í Víkinni en bæði lið ætla sér þrjú stig.
87. mín Gult spjald: Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
86. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
84. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)

Elvar Geir Magnússon
83. mín MARK!
Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Stoðsending: Stefán Þór Pálsson
MAAAAAAAAAARK!!

Þvílíkur viðsnúningur í seinni hálfleik.

Varamaðurinn skorar af stuttu færi eftir góða aukaspyrnu frá Stefáni Páli.
80. mín
Því miður þá datt netið út hér í Víkinni en staðan er enn 2-1 gestunum í vil og eru hörkuspennandi tíu mínútur eða svo eftir.
73. mín MARK!
Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
MAAAAAAAAAARK!!

Víkingar eru komnir inn í leikinn. Þeir fengu aukaspyrnu frá hægri og eftir klafs í teig Valsmanna fellur boltinn fyrir Pape sem er í dauðafæri og gat varla annað en skorað.
71. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (Valur)
71. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
68. mín
Inn:Finnur Ólafsson (Víkingur R.) Út:Haukur Baldvinsson (Víkingur R.)
Haukur hefur haft hægt um sig í dag.
66. mín
Aftur brýtur Haukur á Pape. Hann þarf að fara að passa sig enda á spjaldi.
64. mín Gult spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
Fyrir að sparka í leikmann Vals á miðjum vellinum. Algjör kjánaskapur.
63. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll og Pape lenda í rosalegu samstuði og liggja þeir báðir eftir. Stuðningsmenn Víkings vilja rautt spjald en Garðar Örn lætur gult nægja.
59. mín
Mjög jafn síðari hálfleikur hingað til og lítið um færi. Það hentar liði Vals að sjálfsögðu mjög vel.
56. mín
Ívar Örn tekur hornspyrnu sem er beint á kollinn á Davið Erni en skallinn fer yfir markið.
53. mín
Inn:Finnur Ólafsson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
52. mín
Dofri er sem betur fer staðinn upp en enn er verið að huga að meiðslum hans.
50. mín
Dofri liggur eftir og eru sjúkraþjálfarar að huga að meiðslum hans en hann virðist sárþjáður en hann lenti í samstuði eftir að gestirnir fengu hornspyrnu.
48. mín
Víkingarnir hafa væntanlega fengið valin orð í eyra frá Óla Þórðar í hálfleik en þeir byrja síðari hálfleikinn af miklum krafti.
46. mín
Vá!!

Pape í dauðafæri, Davíð örn kemur með flottan sprett upp kantinn og á hann síðan sendingu á Rolf Toft sem hittir boltann illa en hann dettur fyrir Pape sem er frábæru færi frá markteig en Ingvar Kale ver frábærlega.
45. mín
Inn:Þórður Steinar Hreiðarsson (Valur) Út:Baldvin Sturluson (Valur)
45. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er hafinn, sjáum hvort Víkingarnir hafi einhver svör.
45. mín
Hálfleikur
Sanngjörn staða. Valsaranir hafa verið betri í leiknum og hafa nýtt færin sín vel.
42. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
MAAAAAAAAAAAARK!

Patrick Pedersen skorar, Alan Lowing missti boltann klaufalega yfir sig eftir langa sendingu frá Sigurði Agli og var Pedersen einn gegn Denis og lyfti hann boltanum skemmtilega yfir hann.

Mjög vel klárað en herfileg vörn hjá Lowing.
38. mín
Sigurður Egill nær föstu skoti úr ágætis færi sem Zivkovic nær að henda sér fyrir. Virkilega góður varnarleikur.
37. mín
Haukur Páll reynir skot sem fer í varnarmann og þaðan í hendurnar á Denis en markmaðurinn var rétt á undan Pedersen í boltann.
36. mín
Heldur rólegt yfir þessu núna. Valsarar virðast sáttir við að vera marki yfir á meðan Víkingar eru ekki að ná að ógna marki þeirra á meðan.
28. mín
Viktor Bjarki kemur boltanum í mark gestanna en það var búið að dæma rangstæðu. Ómögulegt að sjá hvort þetta var rétt úr minni stöðu.
26. mín
Það er eitthvað með Valsmenn og skítuga glugga í upphafi móts en ég þurfti að bregða mér útí sólina til að fylgjast með leiknum þar sem ég sá vart úr blaðamannaskýlinu.
23. mín
Víkingar hafa brugðist vel við eftir að hafa lent undir og eru að pressa vel á gestina.
21. mín
Víkingar fá hornspyrnu og er Davíð Örn í fínu skallafæri en hann hittir boltann illa og hann siglir framhjá.
19. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
MAAAAAAAAAAAARK!!

Gestirnir eru komnir yfir eftir eitraða skyndisókn.

Sigurður Egill með flottan sprett upp vinstri vængin áður en hann kemur með fullkomna sendingu á Kristinn sem klárar vel, einn gegn Denis.
18. mín
Frábær tilraun hjá Rolf Toft. Daninn tók viðstöðulaust skot á lofti sem fór rétt framhjá markinu. Þetta hefði orðið rosalegt mark.
16. mín
Valsmenn halda áfram að stjórna leiknum og fer hann að mestu fram á vallarhelmingi Víkinga.
11. mín
Valsmenn hársbreidd frá því að komast yfir!

Kristinn Freyr er í frábæru færi á fjærstöng þar sem hann skallar að marki en Igor Taskovic bjargar meistaralega á línu. Það héldu flestir á Víkingsvelli að þarna væri fyrsta markið að koma.
10. mín
Haukur Páll reynir skot af löngu færi sem Denis nær að verja. Valsmenn byrja aðeins betur.
8. mín
Valsarar fá tvær hornspyrnur í röð sem fara mjög nálægt Denis í markinu sem á í smá erfiðleikum en nær að bjarga því sem bjarga þurfti.
6. mín
Fyrsti séns hjá heimamönnum. Haukur Baldvinsson sýnir hversu snöggur hann er og á hann fínan sprett upp völlinn áður en hann sendir á Viktor Bjarka sem missti boltann klaufalega útaf þegar hann var í fínni stöðu.
4. mín
Rólegar allra fyrstu mínúturnar hérna og liðin að finna fyrir hvoru öðru.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Reykjavíkurslagurinn er hafinn!

Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlinn undir einstaklega dramatískri tónlist.

Allt að verða klárt.
Fyrir leik
Kristján Jónsson hjá Morgunblaðinu spáir stórmeistara jafntefli, 1-1.

Á meðan Ingvi Þór hjá Vísi spáir 1-0 sigri heimamanna. Hann vill þó ekki spá hvernig húfu Óli Jó mun skarta í dag.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og það er vel mætt, Víkings megin í stúkunni í það minnsta.

Þorgrímur Þráinsson lætur sig þó ekki vanta hjá stuðningsmönnum Vals.
Fyrir leik
Bæði Ingvar Þór Kale og Sigurður Egill Lárusson í liði Vals eru uppaldnir Víkingar.
Fyrir leik
Bæði Sigurður Egill og Kristinn Freyr hafa spilað á miðjunni og verður áhugavert að sjá hvernig Óli Jó mun leggja leikinn upp.
Fyrir leik
Það er ekki enn ljóst hvernig Valur stillir upp sínu liði en það er ljóst að að Ingvar Kale verður í markinu á sínum gamla heimavelli.

Í vörninni hjá þeim verða að öllum líkindum Baldvins Sturluson, Orri Ómarsson, Thomas Christensen og Bjarni Ólafur Eiríksson.

Haukur Páll og Andri Fannar Stefánsson ættu að vera á miðjunni

Á meðan Sigurður Egill, Kristinn Freyr, Andri Adolphsson og Patrick Pedersen ættu að sjá um sóknarleik liðsins.


Fyrir leik
Það er ekki enn ljóst hvernig Valur stillir upp sínu liði en það er ljóst að að Ingvar Kale verður í markinu á sínum gamla heimavelli.

Í vörninni hjá þeim verða að öllum líkindum Baldvins Sturluson, Orri Ómarsson, Thomas Christensen og Bjarni Ólafur Eiríksson.

Haukur Páll og Andri Fannar Stefánsson ættu að vera á miðjunni

Á meðan Sigurður Egill, Kristinn Freyr, Andri Adolphsson og Patrick Pedersen ættu að sjá um sóknarleik liðsins.

Ekki er þó alveg víst hvernig Óli Jó mun stilla upp liðinu en það mun koma í ljós.

Fyrir leik
Víkingar stilla upp í nokkurn vegin 4-3-3 uppstillingu.

Denis Cardklija er í markinu, Davíð Örn Atlason, Milos Zivkovic, Alan Lowing og Ívar Örn Jónsson eru í vörninni.

Á miðjunni verða þeir Igor Taskovic, Viktor Bjarki Arnarson og Rolf Toft.

Dofri Snorrason, Pape Faye og Haukur Baldvinsson sjá síðan um sóknarleik liðsins.
Fyrir leik
Mínútu þögn fyrir Valsara, syngja kokhraustir stuðningsmenn Víkings.

Þó það sé enn þokkalega langt í leik þá virðast þeir meira en tilbúnir að leggja sitt að mörkum í dag.
Fyrir leik
Víkingarnir eru mættir að hita upp á meðan Valsmenn láta bíða aðeins eftir sér.

Það er sól og blíða í Víkinni og sýnir vallarklukkan að það sé níu stiga hiti.
Fyrir leik
Liðin skildu síðan jöfn, 1-1 á þessum velli í fyrra en Pape Mamadou Faye kom Víkingum yfir snemma leiks, áður en Þórður Steinar Hreiðarsson jafnaði fyrir Valsmenn.
Fyrir leik
Víkingur vann fyrri leik liðanna á síðustu leiktíð en þá var leikið á Vodafonevellinum og urðu lokatölur 2-1 en Aron Elís Þrándarson og Henry Monaghan skoruðu mörk Víkinga en þeir eru báðir horfnir á brott.

Skotinn Ian Williamson skoraði mark Vals en hann er á bekknum í dag.
Fyrir leik
Það er ágætis fjöldi Víkinga sem er nú þegar mættur á völlinn. Þeir eru með trommur og er mikil stemning meðal þeirra.
Fyrir leik
Víkingar eru með óbreytt lið frá 3-1 útisigrinum gegn Keflavík.

Nýr varnarmaður Vals, miðvörðurinn Thomas Guldborg Ghristensen, kemur beint inn í byrjunarliðið. Þá kemur Baldvin Sturluson einnig inn. Kristinn Freyr Sigurðsson er kominn úr banni og byrjar.

Varnarmaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson er settur á bekkinn. Iain James Williamson og Einar Karl Ingvarsson fara sömu leið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Egill Ploder Ottóson er spámaður umferðarinnar:
Þetta verður mjög áhugaverður leikur . Valsmenn eru hungraðir eftir stóran skell á heimavelli í fyrstu umferð, hinsvegar eru Víkingarnir á góðu róli með Davíð Örn Atlason í farabroddi. Það verður allt í járnum fram að 92. mínutu þegar Davíð setur winner fyrir Víking 3-2.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ingvar Kale, markvörður Vals:
Við náum vonandi að stoppa í götin. Vonandi mætir Óli Jó. með Bónus-húfu í leikinn og það verður allt lokað hjá okkur. Ég geri mitt besta til að loka búrinu á sunnudaginn, það er alveg á hreinu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Verið velkomin með okkur á Reykjavíkurslag í Fossvogi. Víkingar mæta Val en flautað verður til leiks 19:15. Víkingar unnu 3-1 sigur á Keflavík á útivelli í fyrstu umferð á meðan Valsmenn fengu 0-3 skell gegn nýliðum Leiknis.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Thomas Guldborg Ghristensen
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('84)
17. Andri Adolphsson
19. Baldvin Sturluson ('45)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Daði Bergsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('84)
15. Þórður Steinar Hreiðarsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('63)
Andri Fannar Stefánsson ('71)
Bjarni Ólafur Eiríksson ('86)
Thomas Guldborg Ghristensen ('90)

Rauð spjöld: