Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
0
1
HK
Halldór Arnarsson '67
0-1 Jón Gunnar Eysteinsson '90
15.05.2015  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
1. deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn lítur mjög vel út. Smá vindur og nokkrir dropar.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: í kringum 400 manns
Maður leiksins: Beitir Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Einar Ottó Antonsson
3. Jordan Lee Edridge
4. Andy Pew (f)
5. Matthew Whatley
8. Ivanirson Silva Oliveira ('76)
9. Elton Renato Livramento Barros
19. Luka Jagacic ('76)
24. Halldór Arnarsson
27. Denis Sytnik ('80)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
7. Svavar Berg Jóhannsson
12. Magnús Ingi Einarsson ('76)
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Sindri Pálmason ('80)
21. Marko Pavlov ('76)
29. Kristján Atli Marteinsson

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson

Gul spjöld:
Andy Pew ('22)
Halldór Arnarsson ('44)

Rauð spjöld:
Halldór Arnarsson ('67)
Leik lokið!
Leik lokið á Selfosvelli sem endar með 0-1 útisigri HK-inga. Virkilega sterkur sigur hjá þeim en verður að teljast óverðskuldaður. Skýrslan á leiðinni.
Takk fyrir samfylgdina, góða helgi.
93. mín
Við erum komin í uppbótartíma.
90. mín MARK!
Jón Gunnar Eysteinsson (HK)
MAAAAAAAAAAARK
HK-ingar eru að tryggja sér sigurinn hér á Selfossvelli. Vörn Selfyssinga opnast uppá gátt og Jón Gunnar með skot á vítateigslínu og Vignir á ekki séns.
87. mín
HK-ingar stórhættulegir þessar mínúturnar. Leifur með skalla rétt yfir mark Selfyssinga.
86. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Árni Arnarson (HK)
85. mín
Jón Gunnar með skot fyrir utan teig á mark Selfyssinga en rétt framhjá. Þeir eru að setja pressu á Selfyssinga þessar lokamínútur.
84. mín
HK-ingar fá tvær hornspyrnur en Selfyssingar verjast vel.
81. mín
Ekkert fair-play hjá HK-ingum. Selfyssingar sparka boltanum útaf vegna þess það liggur HK-ingur meiddur á vellinum. HK-ingar sparka boltanum síðan í innkast og pressa innkastið síðan.
80. mín
Inn:Sindri Pálmason (Selfoss) Út:Denis Sytnik (Selfoss)
77. mín
Zoran er óhræddur þrátt fyrir það að vera einum færri og gerir sóknarsinnaðar skiptingar.
76. mín
Inn:Magnús Ingi Einarsson (Selfoss) Út:Ivanirson Silva Oliveira (Selfoss)
76. mín
Inn:Marko Pavlov (Selfoss) Út:Luka Jagacic (Selfoss)
73. mín
Fyrsta skot HK-inga á markið og það kemur frá Guðmundi Atla.
70. mín
Lið Selfyssinga dettur mun aftar á völlinn eftir rauða spjaldið.
67. mín Rautt spjald: Halldór Arnarsson (Selfoss)
Halldór Arnarsson fær sitt seinna gula og þar af leiðandi RAUTT SPJALD í sínu fyrsta leik fyrir Selfoss. Stuðningsmenn Selfyssinga bálreiðir útí dómara leiksins.
63. mín Gult spjald: Einar Logi Einarsson (HK)
Gult fyrir að stoppa hraða sókn Selfyssinga.
61. mín
Inn:Hörður Magnússon (HK) Út:Aron Þórður Albertsson (HK)
61. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (HK) Út:Ágúst Freyr Hallsson (HK)
Þorvaldur gerir tvöfalda skiptingu á sínu liði.
58. mín
Oliveira með aukaspyrnuna fyrir Selfoss en boltinn rétt framhjá.
57. mín Gult spjald: Axel Kári Vignisson (HK)
Gult spjald á Axel og Selfyssingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
55. mín
DAUÐAFÆRI!
Þetta liggur í loftinu. Barros með frábæra sendingu inní teig HK-inga á Einar Ottó sem hefði léttilega geta komið Selfyssingum yfir. Óheppnir.
50. mín
Það bætir í rigninguna á Selfossi og við vonum enn og aftur, að það gefi okkur mörk.
47. mín
Selfyssingar halda uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks. Byrja á góðri sókn en enn og aftur ná HK-ingar að hreinsa.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn og það er byrjað að rigna aftur. Eina sem við biðjum um í seinni hálfleik eru MÖRK.
45. mín
Hálfleikur
Pétur flautar til hálfleiks á Selfossvelli. Miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist þá eigum við von á mörkum í seinni hálfleik. Klárt.
44. mín Gult spjald: Halldór Arnarsson (Selfoss)
HK-ingar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Selfyssinga en engin hætta skapast út frá henni.
41. mín
ENN OG AFTUR stórhættuleg sókn Selfyssinga, Þorsteinn með með flottan bolta inní á Sytnik sem skallar boltann að marki HK-inga en Beitir gerir hrikalega vel.
37. mín
STÓRHÆTTULEG skyndisókn hjá rauðklæddum en HK-ingar ná að verjast. Við hljótum að fara að fá mark, trúi ekki öðru.
35. mín
Selfyssingar vilja fá vítaspyrnu þarna, Einar Ottó féll inní teig HK-inga en Pétur dæmir ekkert.
33. mín
Ágúst Freyr með flottann bolta inní vítateig Selfyssinga. Guðmundur Atli stekkur hæst en skallar boltann yfir markið.
30. mín
Einar Ottó óhræddur við að skjóta. Skýtur af einhverjum 35 metrum en beint í fangið á Beiti.
27. mín
ÚFF.. Selfyssingar komust ansi nærri því að skora þarna. Boltinn kemur inn í teig, á Jordan sem tekur hann niður og með fast skot á nærstöngina. Beitir í marki HK-inga gerir hrikalega vel.
25. mín
Ég held að liðin séu langt komin með það að setja heimsmet í skyndisóknum. Gríðarlega mikið af skyndisóknum.
22. mín Gult spjald: Andy Pew (Selfoss)
Fyrsta gula spjald leiksins fá Selfyssingar. Svokallað reynslubrot, stoppaði hraða sókn HK-inga.
21. mín
Mikil barátta á milli liðanna. Grasið rennblautt sem er bara að fara að bæta skemmtanagildið í þessum leik.
18. mín
Selfyssingar að færa sig heldur betur uppá skaftið. Frábærir boltar fyrir markið trekk í trekk en það vantar menn inná teginn!
15. mín
Selfyssingar með flotta sókn og uppskera lófaklapp frá áhorfendum. Þorsteinn Daníel með flottann bolta inní teig en enginn Selfyssingur þar.
13. mín
HK-ingar mikið hættulegri í byrjun leiks. Búnir að eiga nokkrar flottar sóknir en engin alvarleg hætta á ferðum.
9. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu en HK-ingar ná að hreinsa frá, leggja af stað í skyndisókn, boltinn kemur inní á kollinn á Guðmund Atla sem skallar boltann yfir. Hættulegt.
7. mín
Bæði lið spila 3-5-2. Liðin eru að þreifa fyrir sér í byrjun leiks og lítið að gerast.
4. mín
HK-ingar fá tvær hornspyrnur í röð en Selfyssingar bæja hættunni frá í bæði skiptin.
2. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á miðju vallarhelmingi HK-inga. Boltinn sendur inní, Elton Barros fær boltan í höndina og aukaspyrna dæmd á Selfyssinga.
1. mín
Leikurinn er hafinn. HK-ingar byrja með boltann.
Selfyssingar sækja að Stóra hól en HK-ingar að Tíbrá.
Fyrir leik
Liðin ganga út. Selfyssingar rauðir og HK-ingar hvítir.

Guðmundur Karl Sigurdórsson ljósmyndari spáir 1-0 fyrir Selfossi í bráðfjörugum leik.

Már Ingólfur vallarþulur spáir 3-0 fyrir Selfyssingum.

Eiríkur Raphael fyrirliði Árborgar spáir 3-2 fyrir Selfossi í opnum leik.
Fyrir leik
Már Ingólfur vallarþulur spilaði Snoop Dog og Siggu Beinteins síðast með misjöfnum viðbrögðum áhorfenda. Hann brást við og Páll Óskar er tekinn við. Ekkert vesen.

Korter í leik og áhorfendur flykkjast að.
Fyrir leik
Bæði lið eru byrjuð að hita upp.

Halldór Arnarsson nýjasti leikmaður Selfyssinga kemur beint inn í byrjunarliðið en hann æfði með HK í allan vetur. Áhugavert.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn. Báðir þjálfarar gera breytingar á sínum liðum frá síðasta leik. Hjá Selfyssingum koma inn þeir Jordan Lee og Halldór Arnarsson inn en Sigurður Eyberg og Arnar Logi setjast á bekkinn.

Sindri Pálmason sem kom úr atvinnumennsku fyrr í vetur er kominn með leikheimild og er á bekknum hjá Selfyssingum í dag.

Hjá HK-ingum kemur Einar Logi inn fyrir Hörð Magnússon.
Fyrir leik
Veðrið á Selfossi er að skána. Þó það blási smá og nokkrir dropar falli þá er það ENGIN afsökun fyrir því að mæta ekki á völlinn.
Fyrir leik
Góða kvöldið landsmenn nær og fjær. Selfoss er staðurinn i kvöld og við ætlum að fylgjast með því helsta úr leik Selfoss- HK

Bæði þessi lið unnu góða sigra í 1.umferðinni en Selfyssingar unnu BÍ/Bolungarvík 2-0 á meðan HK-ingar unnu Gróttu einnig 0-2 á Seltjarnarnesi

Selfossvöllur lítur gríðarlega vel út og hann er sennilega jafn grænn og spínat-djúsinn sem ég drakk í morgunmat.

En úr morgunmatnum mínum í dómara leiksins. Pétur Guðmundsson verður með flautuna í kvöld og honum til halds og traust verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Halldór Vilhelm Svavarsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
7. Aron Þórður Albertsson ('61)
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Einar Logi Einarsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
20. Árni Arnarson ('86)
21. Andri Geir Alexandersson
23. Ágúst Freyr Hallsson ('61)

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson ('86)
6. Birgir Magnússon
8. Magnús Otti Benediktsson
10. Guðmundur Magnússon ('61)
20. Hörður Magnússon ('61)
22. Jón Dagur Þorsteinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Axel Kári Vignisson ('57)
Einar Logi Einarsson ('63)

Rauð spjöld: