Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
2
2
Fram
Garðar Jóhannsson '16 1-0
1-1 Steven Lennon '20
1-2 Almarr Ormarsson '25
Halldór Orri Björnsson '90 2-2
15.08.2011  -  19:15
Stjörnuvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Skýjað og talsvert rok
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 642
Maður leiksins: Halldór Orri Björnsson, Stjarnan
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason ('64)
17. Ólafur Karl Finsen ('68)
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
7. Atli Jóhannsson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('55)
Nikolaj Pedersen ('34)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Fram í Pepsi deild karla, en leikurinn hefst klukkan 19:15. Eins og þið sjáið erum við með nýja og glæsilega textalýsingu á leiknum, og vonum við að þið njótið vel. Byrjunarliðin og varamenn má sjá hér hægra og vinstra megin.
Fyrir leik
Stjarnan hefur verið að gera fína hluti í Pepsi deildinni í sumar og eru í 5. sæti með 22 stig. Framarar hafa aftur á móti átt afleitt tímabil og eru einungis með sjö stig á botni deildarinnar.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í sumar var einkar dramatískur. Arnar Gunnlaugsson kom Frömurum yfir í tvígang en Stjarnan jafnaði í bæði skiptin og stakk svo af og vann 5-2 sigur þar sem Garðar Jóhannsson skoraði meðal annars úr glæsilegri aukaspyrnu.
Fyrir leik
Við minnum lesendur okkar sem vilja tjá skoðun sína um leikinn á Twitter að nota hashtaggið #Fotbolti og vel valdar færslur geta birst hér í textalýsingunni.
Hlynur D. Stefánsson
Whoa, mad props á nýja lýsingarkerfi .net, llítur frekar vel út #fagmennska #fotbolti

Og hvað finnst þér um þetta Hlynur? :)
Fyrir leik
Stjörnumenn eru án gríðarlega mikilvægs leikmanns, Jespers nokkurs Jensen, sem verður mögulega fjarri góðu gamni út tímabilið vegna meiðsla. Hann hefur reynst liðinu gríðarlega mikilvægur í sumar, þessi öflugi Dani, og verður forvitnilegt að sjá hvernig Stjarnan mun standa sig án hans.
Fyrir leik
Þá fer að styttast í leikinn, stundarfjórðungur til stefnu og forvitnilegt að sjá hvernig viðureign verður boðið upp á.
Fyrir leik
Það má segja að leikurinn sé mjög mikilvægur fyrir bæði lið, þó á sitt hvorum forsendunum. Stjörnumenn þurfa sigur ef þeir ætla að berjast af viti um Evrópusæti en Framarar þurfa lífsnauðsynlega að fara að hala inn einhverjum stigum ef þeir ætla ekki að kveðja Pepsi deildina að sinni, sem verður nú reyndar að teljast mjög líklegt að þeir geri.
Guðmundur Hafþórsson
Virkilega flott nýja formattið á lýsingu hjá .net. ég spái 4 - 1 sigri Stjörnunnar í kvöld og Garðar Jó með 2 #verðurmarkahæstur #fotbolti
Fyrir leik
Dómarar leiða leikmenn hér inn á völlinn, en Magnús Þórisson dæmir þennan leik og honum til aðstoðar eru þeir Leiknir Ágústsson og Magnús Jón Björgvinsson. Stjörnumenn leika að sjálfsögðu í sínum bláu treyjum og hvítu stuttbuxum en galli Framara er alveg hvítur frá toppi til táar.
1. mín
Þá er leikurinn hér í Garðabænum hafinn, Stjarnan byrjar með boltann og sækir í átt að Garðaskóla. Talsvert rok er hér á Stjörnuvellinum og verður athyglisvert að sjá hvort að það muni hafa áhrif á leikinn.
5. mín
Ólafur Karl Finsen kemst í dauðafæri eftir fína sendingu frá Halldóri Orra. Ólafur var kominn einn gegn Ögmundi í markinu sem varði glæsilega frá honum. Stjarnan hefur ráðið lögum og lofum fyrstu fimm mínúturnar.
9. mín
Stjarnan gerir sig seka um ótrúlega aulaleg mistök og eru ljónheppnir að lenda ekki undir! Ingvar Jónsson hljóp lengst út úr teig til að sparka boltanum út, en vindurinn er svo mikill að hann fauk nánast aftur á bak. Varnarmaður Stjörnunnar reyndi að koma honum burt en skallaði aftur á bak á Samuel Hewson sem var kominn í ævintýralega gott færi einn gegn Ingvari. Ingvar varði hins vegar meistaralega og bjargaði Stjörnunni frá virkilega niðurlægjandi marki. Lýsandi fyrir óheppni Framara að hafa ekki skorað þarna.
10. mín
Hörður Árnason bjargar á línu eftir skalla úr hornspyrnu Framara. Gestirnir heldur betur að vinna sig inn í leikinn eftir dapra byrjun.
13. mín
Framarar klúðra öðru dauðafæri!! Steven Lennon er kominn í dauðafæri einn gegn Ingvari eftir frábæra sendingu inn fyrir frá Almarri Ormarssyni, en Lennon brást bogalistin og skaut hátt yfir.
15. mín
Virkilega opinn og skemmtilegur leikur fram að þessu! Jóhann Laxdal kom sér í gott færi inni í teig en ákvað að gefa á Garðar Jóhannsson sem kixaði og skaut beint á Ögmund.
16. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
HVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS MARK!!! HALLDÓR ORRI BJÖRNSSON GAF Á GARÐAR JÓHANNSSON SEM TÓK BOLTANN VIÐSTÖÐULAUST OG SMURÐI HANN Í HÆGRI VINKILINN!! ÉG Á EKKI ORÐ YFIR ÞESSU STÓRGLÆSILEGA MARKI, ÞETTA VAR FRÁBÆRLEGA GERT HJÁ GARÐARI, SEM ER NÚ MARKAHÆSTUR Í DEILDINNI MEÐ 10 MÖRK!!!!
20. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
STEVEN LENNON ER BÚINN AÐ JAFNA METIN FYRIR FRAMARA!! HANN FÉKK BOLTANN INN FYRIR EFTIR GÓÐA SENDINGU FRÁ HLYNI ATLA MAGNÚSSYNI, VAR KOMINN EINN Í GEGN OG Í ÞETTA SKIPTIÐ VAR AFGREIÐSLAN FULLKOMIN! HANN LAGÐI BOLTANN FRAMHJÁ INGVARI AF HREINNI SNILLD OG ER HANN BÚINN AÐ JAFNA METIN!
Rögnvaldur Már
Markið hans Garðars það fallegasta á teppinu ever! #fullyrding #fotbolti
Sigurður Traustason
Nei, Framarar jafna.. nú vonandi fara framarar að gera eitthvað til þess að bjarga andlitinu sínu ef það er hægt #fótbolti
25. mín MARK!
Almarr Ormarsson (Fram)
ALMARR ORMARSSON ER BÚINN AÐ KOMA FRÖMURUM YFIR!! KRISTINN INGI FÓR UPP KANTINN OG GAF Á SAMUEL HEWSON, SEM LÉT INGVAR VERJA FRÁ SÉR ÚR DAUÐAFÆRI! ÞAÐ KOM ÞÓ EKKI AÐ SÖK ÞVÍ AÐ ALMARR ORMARSSON FYLGDI EFTIR Í NETIÐ.
28. mín
Það er heldur betur allt að gerast hér í Garðabænum. Þrjú mörk komin á fyrstu 25 mínútunum í svakalega skemmtilegum leik. Þessi viðureign er klárlega það besta sem undirritaður hefur séð til Framara í sumar, en það verður svo að koma í ljós hvort að það dugi til.
30. mín
Stjarnan í þungri sókn sem skilar þó ekki marki. Fyrst átti Ólafur Karl Finsen frábæra fyrirgjöf sem enginn náði til, og svo átti Halldór Orri aðra mjög góða fyrirgjöf sem Ellert Hreinsson náði ekki að nýta. Þvílíkt fjör hér í Garðabæ!
31. mín
Kristinn Ingi Halldórsson er kominn einn í gegn fyrir Framara en er dæmdur rangstæður. Hann er allt annað en hrifinn af þessu og stuðningsmenn Framara eru ekki hrifnari.
34. mín Gult spjald: Nikolaj Pedersen (Stjarnan)
Hendi dæmd á Nikolaj Pedersen varnarmann Stjörnunnar og hann uppsker gult spjald. Framarar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
35. mín
Steven Lennon tekur aukaspyrnuna en skýtur rétt framhjá. Ágætis tilraun hjá Lennon en heppnin ekki með honum í þetta skiptið.
36. mín
Ólafur Karl Finsen klúðrar dauðafæri!! Ögmundur kýlir boltann út, Þorvaldur Árnason gefur á Ólaf sem skýtur í ytri stöngina fyrir opnu marki.
39. mín
Ellert Hreinsson kemst í dauðafæri eftir fyrirgjöf frá Daníel Laxdal en skot hans fer framhjá. Það er allt að gerast, rosalegur leikur hér í Garðabæ.
40. mín
Færin láta sjá sig hér á báða bóga. Samuel Hewson á skalla rétt framhjá marki Stjörnumanna, þetta er bara að verða fáránlegt hvað þetta er skemmtilegur leikur.
45. mín
Þá fer fyrri hálfleikur búinn. Þetta hefur verið frábær fyrri hálfleikur en hann hefur dáið aðeins út svona á lokamínútunum. Annars er ekki hægt að biðja um mikið betri leik, mörg færi á báða bóga og nóg af actioni. Það er ekki annað hægt en að hlakka til síðari hálfleiksins.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn, vonandi verður hann jafn skemmtilegur og sá fyrri! Stjörnumenn sjálfsagt ekki sáttir með það að vera undir gegn botnliðinu en aftur á móti hafa Framarar bara verið að standa sig vel.
46. mín
Inn:Atli Jóhannsson (Stjarnan) Út:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
Stjarnan gerði skiptingu í leikhléi, Atli Jó kom inn á fyrir Tryggva Svein.
50. mín
Dauðafæri!! Halldór Orri kemst í fullkomið færi einn gegn markmanni en Ögmundur ver vel frá honum! Þarna var kjörið tækifæri fyrir Stjörnuna til að jafna metin.
52. mín
Samuel Hewson kemst í ágætis skotfæri en skot hans fer yfir markið. Seinni hálfleikur virðist líka ætla að byrja af krafti.
55. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Ólafur Karl Finsen fær að líta gula spjaldið fyrir að keyra inn í Ögmund markvörð Fram eftir að hann hafði náð tökum á boltanum.
58. mín
Ágætis færi hjá Stjörnunni. Boltinn berst fram á Ellert Hreinsson sem skallar knöttinn á Halldór Orra, en Halldór Orri nær ekki að koma boltanum fyrir sig í teignum. Knötturinn berst út á Atla Jó sem skýtur rétt framhjá utan teigsins.
62. mín
Dauðafæri hjá Fram!! Steven Lennon kemst í frábært færi einn gegn Ingvari en hann var kominn út og varði glæsilega!
64. mín
Inn:Hafsteinn Rúnar Helgason (Stjarnan) Út:Hörður Árnason (Stjarnan)
Stjarnan gerir skiptingu númer tvö, Hafsteinn Rúnar Helgason kemur inn á fyrir Hörð Árnason.
66. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Steven Lennon (Fram)
Framarar gera undarlega skiptingu. Steven Lennon, sem hefur verið mjög skæður, fer af velli og inn kemur Orri Gunnarsson. Spurning hvort að Lennon sé meiddur eða hvort að þeir ætli að halda fengnum hlut.
68. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stjarnan gerir sína þriðju og síðustu skiptingu. Víðir Þorvarðarson kemur inn á fyrir Ólaf Karl Finsen, en Víðir er ungur og efnilegur leikmaður í Garðabænum.
73. mín
Leikurinn aðeins að deyja þessa stundina. Garðar Jóhannsson hefði mögulega átt að fá víti áðan en ekkert var dæmt. Halldór Orri var svo að fá aukaspyrnu á hættulegum stað rétt í þessu.
74. mín
SLÁIN!! Halldór Orri tekur spyrnuna sjálfur og þrumar knettinum í slána! Góð spyrna en þarna var heppnin ekki með Halldóri.
80. mín
Stjarnan er aðeins að þjarma að marki Framara. Þeir eru greinilega ekki sáttir með stöðuna eins og hún er og það er auðvitað vel skiljanlegt.
83. mín
Þarna munaði mjóu!! Garðar Jóhannsson átti þarna þrumuskot af löngu færi sem fór rétt framhjá markinu! Munaði litlu að hann hefði skorað annað stórglæsilegt mark.
83. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Frábær fyrirgjöf barst inn í teiginn og Ellert Hreinsson var með dauðafrían skalla en skallaði yfir. Hann hefði hins vegar átt að leyfa Garðari sem var fyrir aftan sig að skalla boltann því hann var aðeins of hár fyrir Ellert, en hann ákvað að reyna sjálfur en skoraði ekki. Markið liggur þó í loftinu.
84. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
Framarar gera skiptingu, Almarr Ormarsson, sem hefur átt góðan leik, fer af velli fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson.
88. mín
Stjörnumenn eru aðeins að missa dampinn og dúndra bara boltanum fram í stað þess að reyna að spila. Framararnir eru ekkert að flýta sér og geta sjálfsagt ekki beðið eftir lokaflautinu.
90. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
HALLDÓR ORRI BJÖRNSSON JAFNAR METIN MEÐ ÓTRÚLEGU MARKI!!! HANN SPÆNDI SIG Í GEGNUM FRAMARANA INN Í TEIGINN, LAGÐI KNÖTTINN Á GARÐAR JÓ, FÉKK HANN AFTUR OG SKORAÐI MEÐ FRÁBÆRU SKOTI!! FRÁBÆRT MARK OG STAÐAN 2-2!!
90. mín
Leiknum er lokið með 2-2 jafntefli! Frábær leikur en báðir þjálfarar sjálfsagt svekktir með úrslitin.
90. mín
Leiknum er lokið með 2-2 jafntefli! Frábær leikur en báðir þjálfarar sjálfsagt svekktir með úrslitin.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson
11. Almarr Ormarsson ('84)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)

Varamenn:
10. Orri Gunnarsson ('66)
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: