Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
4
1
ÍA
Atli Viðar Björnsson '29 1-0
Brynjar Ásgeir Guðmundsson '39 2-0
3-0 Arnór Snær Guðmundsson '57 , sjálfsmark
Jeremy Serwy '71 4-0
4-1 Arsenij Buinickij '79
20.05.2015  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Það er þungskýjað, smá vindur og raki í lofti.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1632
Maður leiksins: Bjarni Þór Viðarsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('80)
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson
7. Steven Lennon ('69)
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('84)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
11. Jónatan Ingi Jónsson
18. Kristján Flóki Finnbogason ('84)
22. Jeremy Serwy ('69)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('80)
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH vann öruggan 4 - 1 sigur. Viðtöl og skýrsla er á leiðinni.
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn og úrslitin ráðin. Það er eitthvað smá bætt við.
84. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
100 markamaðurinn fer af velli.
84. mín
Atli Viðar í dauðafæri en setti lausan bolta beint á Árna Snæ.
Hafliði Breiðfjörð
82. mín
Pétur Viðarsson með góðan skalla að marki sem Árni Snær varði í horn.
Hafliði Breiðfjörð
80. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Út:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Þórarinn Ingi kemur inn á í sínum fyrsta leik fyrir FH. Hann kom frá ÍBV í vetur.
Hafliði Breiðfjörð
79. mín MARK!
Arsenij Buinickij (ÍA)
MAAAARRRRKKKKKKKK!!!!!! Arsenij skorar sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn. ÍA aðeins að klóra í bakkann.
74. mín
Arsenji með skot að marki FH sem Róbert átti ekki í neinum erfiðleikum með.
72. mín
Inn:Gylfi Veigar Gylfason (ÍA) Út:Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
71. mín MARK!
Jeremy Serwy (FH)
Stoðsending: Davíð Þór Viðarsson
MAAAAAARRRRKKKKK!!!!! Frábær stungusending á JEREMY sem komst einn á móti Árna Snæ í markinu og setti Jeremy boltann á milli fótana á honum.
71. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
ÞÞÞ fær gult fyrir brot á Bjarna Þór
70. mín
Inn:Arsenij Buinickij (ÍA) Út:Marko Andelkovic (ÍA)
69. mín
Inn:Jeremy Serwy (FH) Út:Steven Lennon (FH)
67. mín
Fátt markvert búið að gerast eftir þriðja mark FH. Þeir eru enn með tögl og haldir í þessum leik. Bjarni Þór var þó rétt í þessu með skalla að marki ÍA innan úr teignum sem Árni Snær greip.
60. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
57. mín SJÁLFSMARK!
Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
Lennon gaf boltann á Hewson sem sendi boltann fyrir markið framhjá Árna Snæ og Atli Viðar og Arnór Snær fóru saman í boltann og boltinn fór af Arnóri í netið.
55. mín
Lennon með gott skot að marki ÍA utan af velli, rétt fyrir utan vítateig en Árni Snær gerði vel.
51. mín
Bjarni Þór tók fyrirgjöf frá Jóni Ragnari og setti boltann framhjá marki ÍA. Hefði getað gert betur þarna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og eru FH yfir mjög svo verðskuldað. Verður fróðlegt að sjá hvernig ÍA ætlar að bregðast við í seinni hálfleiknum. Fáum okkur kaffi og með því í hléinu.
42. mín
Fyrsta færi ÍA í 40 mínútur. Garðar Gunnlaugsson með sendingu á Ásgeir Marteins sem setti boltann framhjá marki FH
39. mín MARK!
Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
MAAAAAARRRRRRKKKK!!!!!! Böddi löpp tók hornspyrnu og boltinn var bara á leiðinni í markið og BRYNJAR ÁSGEIR sá endanlega til þess með að skalla hann í netið!!!
38. mín
FH er búið að fá 10 hornspyrnur í þessum leik!
37. mín
Skagamenn geta prísað sig sæla að vera ekki 3 - 4 mörkum undir. Þeir eiga engin svör við leik FH og verða að gera róttækt ef ekki illa á að fara. FH-ingar eru bara í allt öðrum klassa, frábært lið.
32. mín
Mark Atla Viðars var það 100 í efstu deild fyrir FH. Til hamingju með það Atli Viðar!
31. mín
Það kom að því að mark leit dagsins ljós. Þetta var búið að liggja í loftinu síðan á 3 mínútu leiksins. Vel verðskuldað hjá FH.
29. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Jón Ragnar Jónsson
MAAAAAAAAARRRRRRRKKKKKKKKK!!!!!! Jón Ragnar með stórgóða fyrirgjöf og þar var enginn annar en ATLI VIÐAR BJÖRNSSON réttur maður á réttum stað sem skallaði boltann í þaknetið.
27. mín
Varnarlína ÍA á eins og nokkrum sinnum hefur komið fram hjá mér í lýsingunni, í erfiðleikum með sóknarþunga FH. En þeir mega þó eiga það að enn er FH ekki búið að skora. Þótt að sá grunur læðist að mér að það muni breytast.
26. mín
Leikurinn hefur aðeins róast en FH er enn með mikla yfirburði.
20. mín
Þetta var rosalegt! Skot í stöng frá Lennon eftir frábæra sendingu frá Atla Guðna. Markið liggur í loftinu.
19. mín
FH eru miklu miklu miklu betra liðið á vellinum. Skagamenn eru búnir að eiga eina sókn og það var á 2 mínútu. Sendingar þeirra manna á milli eru slakar og þeir ná ekki að brjóta sóknir FH niður nema með mjög mikilli fyrirhöfn.
13. mín
Skagamenn eru í allskyns vandræðum og ná ekki að hemja sóknarþunga FH sem er mikill þessa stundina. FH er að fá sína 4 hornspyrnu.
11. mín
Hætta við mark ÍA. FH fékk hornspyrnu og í kjölfarið mikill hamagangur inn í teignum og áttu Skagamenn erfitt með að koma boltanum í burtu, náðu því þó en FH fékk sókn aftur um leið þar sem Lennon komst einn á móti Árna Snæ og renndi boltanum framhjá honum og munaði litlu að boltinn færi í netið.
9. mín
Það er ágætis hraði í þessum leik og smá harka sem er bara í fínu lagi. Það er eitthvað sem segir mér að við komium til með að fá mörk í kvöld í Krikanum.
4. mín
Atli Guðna með skæri inn í teignum, sendingu sem Steven Lennon átti séns á að skalla en boltinn sveif yfir höfuðið á honum. FH átti svo í kjölfarið harða sókn og smá klaufagangur í vörn Skagamanna leyfði þeim atgang. En Skagamenn náðu svo að hreinsa hættunni frá.
2. mín
Ásgeir Marteins með fyrirgjöf en það vantaði grimmdina í Albert Hafsteins til að koma sé í boltann og skalla í netið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!

Fyrir leik
Það styttist í að Vilhjálmur Alvar flauti til leiks eða rétt um 10 mínútur. Honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Óli Njáll Ingólfsson
Fyrir leik
Jónatan Ingi Jónsson, sem varð 16 ára gamall í mars er í fyrsta sinn í leikmannahópi FH í dag. Það gæti þó verið í síðasta sinn því hann ku vera á leið í raðir AZ Alkmaar í Hollandi á næstu dögum

Fyrir leik
Skagamenn hafa ekki unnið í Kaplakrika í 14 ár! Breytist það í kvöld?


Fyrir leik
Ein breyting er á liði ÍA frá jafntefli við Víking í síðustu umferð. Marko Andelkovic kemur inn fyrir Arsenij Buinickij sem átti slakan leik á móti Víkingum og hefur enn ekki náð að sýna það sem búist var við af honum fyrir sumarið.

Fyrir leik
Eins og sjá má að þá eru byrjunarlið liðanna komin hér inn til sitthvorra hliðanna.

Það eru þrjár breytingar á liði FH sem tapaði gegn Val í síðustu umferð 2-0. Guðmann Þórisson er meiddur og í hans stað kemur Jón Ragnar Jónsson í vörnina og við það færist Brynjar Ásgeir Guðmundsson í miðvörð. Bjarni Þór Viðarsson kemur inn á miðjuna og Atli Viðar Björnsson í framlínuna. Kristján Flóki Finnbogason og Jeremy Serwy missa þá sæti sitt. FH leikur líklega í leikkerfinu 4-3-3 en ekki 4-4-2 eins og upp á síðkastið.

Fyrir leik
Kolbeinn Tumi Daðason spámaður, með meiru:

FH 3 - 0 ÍA
FH-ingar fengu "wake-up" call á Hlíðarenda. Steven Lennon skorar öll þrjú í öruggum sigri.
Fyrir leik
Jörundur Áki Sveinsson sérfræðingur Fótbolta.net.

FH - ÍA: Ekki auðvelt fyrir FH
Það verður ekki auðvelt fyrir ÍA að koma í Kaplakrika í kvöld. FH spilaði illa á móti Val. Langt síðan að ég hef séð þá spila svona illa. Ef ég þekki þá rétt þá munu þeir vilja koma sér aftur í gírinn og Heimir og hans menn vita það að þeir gerðu upp á bak. Hugsa að þeir séu ekki að ræða þetta mikið, leikmennirnir vita það að þeir verða að gera betur og ég held að þeir munu sýna allt annan leik en á móti Val.

Skagamenn hafa litið bara nokkuð vel út í byrjun móts. Þeir munu örugglega reyna að þétta liðið og halda FH frá markinu. Eru hættulegir í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Tel að FH muni hafa sigur en þetta verður ekki auðvelt fyrir þá, síður en svo.

Ég vil minna ykkur kæru lesendur á að nota hashtaggið #fotboltinet ef þið eruð eitthvað að tjá ykkur um leikinn á twitter og ég mun birta vel valdar færslur í lýsingunni.
Fyrir leik
Skagamenn fengu Víkínga í heimsókn á Akranes í síðustu umferð og gerðu þar 1 - 1 jafntefli og er því niðurstaða þeirra eftir fyrstu þrjá leikina 1X2, eða tap í fyrsta leik, sigur í öðrum og jafntefli í þeim þriðja.

Þó virðast menn vera almennt á því að eins og Skagamenn hafa spilað að þá eigi þeir eftir að gera ágætis hluti í deildinni í sumar og ættu að forðast fall ef þeir haldi áfram á þessari braut.
Fyrir leik
FH-ingar fengu skell í síðustu umferð er þeir töpuðu á móti Val og var Heimir Guðjónsson ekki sáttur við sína menn og sakaði þá um að nenna ekki að hreyfa sig eins og fram kom í viðtalið við Fótbolta.net eftir leikinn.

Með því að smella hér má sjá umrætt viðtal
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð! Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og ÍA í 4. umferð Pepsí-deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og ætla ég að vera með ykkur fram að því og svo á meðan leik stendur.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson ('72)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Jón Vilhelm Ákason
15. Teitur Pétursson
18. Albert Hafsteinsson
23. Ásgeir Marteinsson
31. Marko Andelkovic ('70)
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason
13. Arsenij Buinickij ('70)
19. Eggert Kári Karlsson
20. Gylfi Veigar Gylfason ('72)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Ingimar Elí Hlynsson

Gul spjöld:
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('71)

Rauð spjöld: