Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Arsenal
1
0
Leeds
Thierry Henry '78 1-0
09.01.2012  -  19:45
Emirates leikvangurinn
Enski bikarinn
Dómari: Mark Clattenburg
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
6. Laurent Koscielny
8. Mikel Arteta
15. Alex Oxlade-Chamberlain ('67)
16. Aaron Ramsey
18. Nacho Monreal
18. Sébastien Squillaci
23. Andrei Arshavin
29. Marouane Chamakh ('67)
45. Alex Iwobi

Varamenn:
9. Park Chu-Young
12. Thierry Henry ('67)
14. Theo Walcott ('67)
30. Yossi Benayoun
31. Ryo Miyaichi
56. Nicholas Yennaris ('38)
59. Damian Martinez (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andrei Arshavin ('90)

Rauð spjöld:
90. mín
Leiknum er lokið! Henry með sigurmarkið, hver hefði trúað þessu? Arsenal áfram í fjórðu umferð.
90. mín Gult spjald: Andrei Arshavin (Arsenal)
90. mín
Mikael Forssell með gott skot!! Hann hefði getað jafnað metin þarna, en Szczesny hafði sig allan í að verja boltann áður en varnarmenn Arsenal hreinsa frá.
89. mín
Ramsey með skot yfir markið! Arsenal er að reyna að klára þennan leik með öðru marki, en þeir ná ekki að nýta færin nægilega vel í kvöld.
83. mín
Arshavin með skot! Song með sendinguna en Arshavin er ekki að ná sér á strik í skotunum í kvöld!
81. mín
Ross McCormack með hættulegan skalla! Hann fékk frábæra sendingu fyrir en skalli hans er beint á Szczesny í markinu!
78. mín
HENRY ER AÐ SKORA!! Alexandre Song með sendinguna inn fyrir á Henry sem gerir eins oft áður og klárar færið glæsilega. Þvílík innkoma hjá drengnum!
78. mín MARK!
Thierry Henry (Arsenal)
74. mín
Inn:Ross McCormack (Leeds) Út:Luciano Becchio (Leeds)
70. mín
Ég er ekki stuðningsmaður Arsenal, en ég fékk gæsahúð þegar Henry kom inná, af hverju veit ég ekki!
69. mín
Henry er kominn inná ásamt Walcott, verður gaman að sjá hvernig innkomu hann kemur til með að eiga.
67. mín
Inn:Thierry Henry (Arsenal) Út:Marouane Chamakh (Arsenal)
67. mín
Inn:Theo Walcott (Arsenal) Út:Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal)
65. mín
Thierry Henry og Theo Walcott eru að koma inná!
64. mín Gult spjald: Andros Townsend (Leeds)
63. mín
Arsenal er með yfirburði í leiknum í dag, en Leeds er væntanlega að vonast eftir því að halda út og beita skyndisóknum. Já eða að fá annan leik þá á Elland Road.
62. mín
Samir Nasri, fyrrum leikmaður Arsenal er á leiknum. Hann leikur nú með Manchester City og vandaði stuðningsmönnum Arsenal ekki kveðjurnar þegar hann yfirgaf klúbbinn svo þetta er svolítið óvænt að sjá hann þarna.
61. mín
Inn:Michael Brown (Leeds) Út:Mika Vayrynen (Leeds)
60. mín
Alexandre Song með skot rétt framhjá! Þetta var með tánni og fer nokkuð örugglega framhjá, menn að bíða eftir að Henry komi inná.
57. mín
Leedsarar eru að verjast vel! Arsenal að skapa sér færi en Leedsarar sjá við þeim.
55. mín
Lonergan með flotta vörslu!! Mikael Arteta fær boltann í miðjum teignum og skýtur, en Lonergan varði á glæsilegan hátt. Skotið var að vísu laust en vel gert hjá markverðinum samt sem áður!
52. mín
Ignasi Miguel þarna með góða sendingu á Arshavin sem tekur boltann í fyrstu snertingu, en boltinn fer framhjá.
49. mín
Thierry Henry er að hita upp og þá virðist stuðningsmönnum Arsenal skemmt.
46. mín
Alex Oxlade-Chamberlain með gott skot!! Hann brunaði upp hægri kantinn áður en hann skar sig inn í teiginn og skaut á markið en boltinn fór rétt framhjá.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur. Fáum við að sjá Henry koma inná í síðari hálfleik?
45. mín
Einni mínútu bætt við venjulegan leiktíma.
40. mín
Fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Arsenal búið að vera töluvert betri í þessum leik hingað til en það má ekki útiloka Leeds þó.
38. mín
Inn:Nicholas Yennaris (Arsenal) Út:Francis Coquelin (Arsenal)
30. mín
Francis Coquelin virðist hafa meiðst þarna á sprettinum og er það Nicholas Yennaris sem er að koma inná í hans stað. Hann er 18 ára gamall og hefur spilað einn leik með Arsenal á þessu tímabili, en það var gegn Bolton í deildarbikarnum.
24. mín
Luciano Becchio með skot fyrir Leeds!! Fékk boltann eftir fyrirgjöf, en skaut honum yfir markið.
22. mín
Arsenal er að sækja mikið á Leeds þessa stundina!! Arshavin er gríðarlega atkvæðamikill í sókninni og Ramsey með honum. Arteta átti þá gott skot rétt framhjá markinu í þessum skrifuðu orðum.
18. mín
Ramsey með skot! Hann átti góðan sprett þarna áður en hann skaut með vinstri fætinum en boltinn fór rétt yfir markið.
15. mín
Squillaci með skalla í stöng!! Mikael Arteta með aukaspyrnu frá hægri beint á kollinn á franska varnarmanninum sem stýrir honum í stöng og útaf.
Máni Pétursson, útvarpsstjóri á X-inu og stuðningsmaður Leeds.
Lelegasti mannskapur sem leeds hefur stillt uppi 3 ar. #batesout
10. mín
Lítið um að vera fyrstu mínúturnar, vonandi verður þetta markaveisla. Það vona það flestir sem horfa á fótbolta held ég.
Andri Magnússon, knattspyrnuáhugamaður.
Thierry Henry returns í kvöld.. úff gæsahúð #theking
1. mín
Andrei Arshavin byrjar leikinn á tveimur skotum, fyrra fer í varnarmann en seinna yfir markið.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Leeds er að spila 4-4-2, jafnvel 4-2-4. Tveir frammi og kantarnir hátt uppi sýnist mér á öllu.
Fyrir leik
Arsenal að spila 4-2-3-1 í kvöld. Chamakh er fremstur með Ramsey fyrir aftan sig.
Fyrir leik
Ég bíð þá notendur á Twitter að nota hashtagið #fotbolti ef það ræðir leikinn þar en vel valdnar færslur verða birtar í textalýsingunni.
Fyrir leik
Það fer að styttast í leikinn. Nær Leeds að stríða Arsenal líkt og í fyrr eða verður þetta auðvelt hjá heimamönnum?
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða má sjá hér til hliðar en þau voru að koma í hús!
Fyrir leik
Wenger ætlar að bíða aðeins með Henry, getum þó alveg eins átt von á því að hann komi á síðasta hálftímanum í kvöld.
Fyrir leik
Henry er á bekknum hjá Arsenal í kvöld!
Fyrir leik
Stórtíðindi kvöldsins eru hinsvegar þau að Thierry Henry gæti snúið aftur í lið Arsenal eftir fjögurra og hálfs árs fjarveru en hann er þar á láni frá New York Red Bulls í MLS-deildinni.
Fyrir leik
Liðin mættust í þriðju umferð FA-bikarsins einnig í fyrra. Leeds tókst þá að ná 1-1 jafntefli á Emirates vellinum en sigraði svo með þremur mörkum gegn einu á Elland Road í síðari leiknum.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu af leik Arsenal og Leeds United í þriðju umferð FA-bikarsins en leikurinn hefst núna klukkan 19.45!
Byrjunarlið:
1. Ander Lonergan (m)
7. Mika Vayrynen ('61)
10. Luciano Becchio ('74)
15. Adam Clayton
16. Danny Pugh
17. Andros Townsend
20. Ramon Nunez
22. Tom Lees
28. Aidan White
29. Zac Thompson
48. Darren O'Dea

Varamenn:
4. Alex Bruce
8. Michael Brown ('61)
11. Lloyd Sam
18. Mikael Forssell
19. Ben Parker
24. Maik Taylor
44. Ross McCormack ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andros Townsend ('64)

Rauð spjöld: