Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Crystal Palace
1
0
Cardiff
Anthony Gardner '43 1-0
10.01.2012  -  20:00
Selhurst Park
Enski deildabikarinn - Undanúrslit
Byrjunarlið:
1. Julian Speroni (M)
4. Jonathan Parr
5. Patrick McCarthy
6. Anthony Gardner
7. Darren Ambrose
8. Kagisho Dikgacoi
15. Mile Jedinak
16. Wilfred Zaha
17. Glenn Murray
35. Chris Martin
38. Peter Ramage

Varamenn:
3. David Wright
10. Owen Garvan
11. Sean Scannell
19. Jermaine Easter
22. Stuart O'Keefe
31. Calvin Andew
34. Lewis Price (M)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
90. mín
Leiknum er lokið með 1-0 sigri Crystal Palace. Aron Einar og félagar þurfa þó ekki að örvænta, þeir eiga heimaleikinn eftir.
90. mín
Cardiff hefur pressað stíft en nú er fjögurra mínútna uppbótartíminn senn að líða. Eitt lokainnkast hjá Aroni.
89. mín
Aron Einar með laglega hælspyrnu á Peter Whittingham sem skýtur í varnarmann og naumlega framhjá markinu. Hornspyrna.
87. mín
Cardiff hársbreidd frá því að jafna metin, darraðadans inni í teig en Palace menn ná að negla boltanum í innkast. Aron Einar tekur innkastið en boltinn fer út úr teignum og aftur til Arons. Hann leikur svo á varnarmenn og þrumar á markið en skot hans fer því miður framhjá.
84. mín Gult spjald: Joe Ralls (Cardiff)
Darren Ambrose á ótrúegan sprett upp völlinn en Joe Ralls ákveður svo að toga hann niður og fær réttilega gult spjald.
75. mín
Ekkert í gangi. Ekkert. Cardiff samt meira með boltann en eru ekki að nýta sér það.
66. mín
Inn:Darcy Blake (Cardiff) Út:Kevin McNaughton (Cardiff)
56. mín
Jöfnunarmarkið aðeins nokkra sentimetra frá. Joe Ralls skýtur rétt framhjá markinu, en boltinn fór af varnarmanni og í horn. Kenny Miller skorar síðan úr horninu en aukaspyrna er dæmd á sókn Cardiff. Næ því bara alls ekki af hverju. Sá einn leikmann Palace toga í hönd leikmanns Cardiff.
53. mín
Leikmenn Palace heimta hendi inni í vítateig Cardiff en þeir áttu aldrei að fá víti, enda fór boltinn aldrei í hönd leikmanns Cardiff.
52. mín
Lítið í gangi. Cardiff ekki með sömu tök á leiknum og þeir voru með þegar þeir fengu á sig markið.
46. mín
Þá er seinni hálfleikur hafinn og hefja Cardiff leikinn með knöttinn.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés. Crystal Palace með 1-0 forystu þrátt fyrir að Cardiff hafi verið mun betri það sem af er.
44. mín
Stjóri Cardiff hlýtur að naga sig í handabakið yfir því að hafa sett Heaton í markið í stað David Marshall aðalmarkvarðar.
43. mín MARK!
Anthony Gardner (Crystal Palace)
CRYSTAL PALACE ERU KOMNIR YFIR!! HRÆÐILEG MISTÖK HJÁ TOM HEATON Í MARKINU EFTIR AUKASPYRNU FRÁ DARREN AMBROSE! BOLTINN BERST INN Í TEIG, ER SKALLAÐUR ÁFRAM TIL ANTHONY GARDNER SEM ÞARF EKKI ANNAÐ EN AÐ POTA BOLTANUM Í NETIÐ MEÐ HÖFÐINU!! HRIKALEGT MARK AÐ FÁ Á SIG..!!
37. mín
Frammistaða Arons Einars er ljós punktur á annars döprum leik. Frábær sending inn í teig fram á við og síðan góð tækling í vörninni. Eðalstuff.
Magnús Böðvarsson
einn þriðji af stuðningsmönnum palace á islandi mættir á ölver. 5 af 15 #fotbolti #cpfc
31. mín
Við minnum þá sem eru að fylgjast með leiknum að tjá sig endilega á Twitter og nota hashtaggið #Fotbolti!
30. mín
Aron Einar er búinn að vera fínn fyrsta hálftímann. Hann hefur tekið nokkur stórhættuleg innköst og er góður á boltanum.
26. mín
Dauðafæri hjá Palace!! Eftir frábæra sókn fær Dikgacoi boltann dauðafrír í teignum en Heaton ver frábærlega!
20. mín
Cardiff hársbreidd frá því að komast yfir eftir góða hornspyrnu en skalla rétt yfir markið.
14. mín
Upphafsmínúturnar hafa verið í rólegri kantinum en Cardiff er talsvert meira með boltann. Þeir fengu fyrir nokkrum mínútum aukaspyrnu á hættulegum stað en nýttu hana ekki sem skildi.
1. mín
Leikurinn á Selhurst Park er hafinn!
Fyrir leik
Þá fer heldur betur að styttast á leikinn á Selhurst Park. Annað þessara liða mun mæta Manchester City eða Liverpool í úrslitaleiknum á Anfield. Cardiff er líklegri aðilinn til árangurs, enda í 3. sæti Championship deildarinnar, en það má ekki gleyma því að Crystal Palace sló út Manchester United.
Fyrir leik
Þá fer heldur betur að styttast á leikinn á Selhurst Park. Annað þessara liða mun mæta Manchester City eða Liverpool í úrslitaleiknum á Anfield. Cardiff er líklegri aðilinn til árangurs, enda í 3. sæti Championship deildarinnar, en það má ekki gleyma því að Crystal Palace sló út Manchester United.
Fyrir leik
Byrjunarlið Cardiff komið inn og loks er það staðfest - Aron Einar Gunnarsson ER í byrjunarliðinu!
Fyrir leik
Bæði lið gera tíu breytingar frá því í síðasta leik, svo mikið veit ég. En liðsskipan Cardiff veit ég ei! Aron Einar inn í liðið tel ég samt mjög líklega breytingu.
Fyrir leik
Bæði lið gera tíu breytingar frá því í síðasta leik, svo mikið veit ég. En liðsskipan Cardiff veit ég ei! Aron Einar inn í liðið tel ég samt mjög líklega breytingu.
Fyrir leik
Byrjunarlið Crystal Palace er komið inn, en við bíðum enn eftir liði Cardiff. Þrír af sex leikmönnum sem voru með vírusinn eru klárir í slaginn; Þeir Anthony Gardner, Paddy McCarthy og Mile Jedinak.
Fyrir leik
Það gæti verið að Crystal Palace þurfi að stilla upp áhugaverðu liði í kvöld. Sex leikmenn liðsins hafa fengið einhvern vírus og segir knattspyrnustjórinn Dougie Freedman að hann vilji að leikmenn sínir séu hreinskilnir um það hvort þeir geti spilað eður ei. Lið Cardiff er hins vegar í góðu standi.
Fyrir leik
Aron Einar hefur lofað skemmtilegu fagni ef hann skorar í kvöld. Segir að það sé fyrir Björgvin Pál Gústafsson, landsliðsmarkvörð í handbolta. Við vonum að sjálfsögðu að hann setji að minnsta kosti eitt, nema þá kannski Crystal Palace stuðningsmenn!
Fyrir leik
Leikurinn hefst klukkan 20:00 og byrjunarliðin eru að detta í hús. Við gerum fastlega ráð fyrir því að okkar maður, Aron Einar Gunnarsson, verði í byrjunarliðinu í kvöld - en hann var hvíldur í FA bikarnum gegn West Brom um helgina.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Crystal Palace og Cardiff í undanúrslitum enska deildabikarsins. Þetta er fyrri viðureign liðanna og fer hún fram á Selhurst Park, rétt tæpum sautján árum eftir að Eric Cantona tók sitt fræga kung-fu spark á sama velli.
Byrjunarlið:
2. Kevin McNaughton ('66)
3. Andrew Taylor
5. Mark Hudson
7. Peter Whittingham
8. Don Cowie
9. Kenny Miller
17. Aron Gunnarsson
20. Joe Mason
22. Tom Heaton (M)
25. Ben Turner
52. Joe Ralls

Varamenn:
1. David Marshall (M)
4. Filip Kiss
6. Anthony Gerrard
10. Robert Earnshaw
11. Craig Conway
23. Darcy Blake ('66)
37. Stephen McPhail

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Joe Ralls ('84)

Rauð spjöld: