ÍBV
3
2
Víkingur R.
Jonathan Glenn '17 , misnotað víti 0-0
Hafsteinn Briem '18 1-0
Aron Bjarnason '25 2-0
Jonathan Glenn '32 3-0
3-1 Igor Taskovic '69
3-2 Igor Taskovic '79 , víti
31.05.2015  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Kalt og vindasamt
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 610
Byrjunarlið:
Andri Ólafsson
Jonathan Glenn
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
7. Aron Bjarnason ('90)
11. Víðir Þorvarðarson ('83)
14. Jonathan Patrick Barden
17. Bjarni Gunnarsson ('68)
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
1. Abel Dhaira (m)
2. Tom Even Skogsrud ('83)
6. Gunnar Þorsteinsson ('90)
21. Dominic Khori Adams
22. Gauti Þorvarðarson ('68)
23. Benedikt Októ Bjarnason
28. Sead Gavranovic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jonathan Patrick Barden ('10)
Ian David Jeffs ('21)
Jonathan Glenn ('52)
Andri Ólafsson ('56)
Jón Ingason ('86)
Gauti Þorvarðarson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Loksins flautar Ívar Orri til leiksloka eftir allt of langan uppbótartíma! ÍBV vinnur sinn fyrsta leik á tímabilinu en naumt var það!
90. mín Gult spjald: Gauti Þorvarðarson (ÍBV)
Ekki hugmynd fyrir hvað.
90. mín
Eyjamenn eru að sigla þessu heim.
90. mín
Inn:Gunnar Þorsteinsson (ÍBV) Út:Aron Bjarnason (ÍBV)
90. mín
90 mínútur komnar á klukkkuna. Aðeins uppbótartími eftir fyrir Víkinga að jafna.
87. mín
Þvílíkt færi! Tom Skogsrud skallaði aukaspyrnu Víkinga á sitt eigið mark en Guðjón Orri var vel á verði og blakaði honum í slánna og út! Það er mikil pressa á Eyjamönnum núna.
86. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
Alveg fáránleg ákvörðun hjá Ívari Orra. Ég get bara ekki séð hvað hann er að dæma á. Varla ein góð ákvörðun í leiknum.
83. mín
Inn:Tom Even Skogsrud (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Eyjamenn ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda forystunni.
79. mín Mark úr víti!
Igor Taskovic (Víkingur R.)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
3-2! Setur boltann á mitt markið! Þetta er orðið að leik aftur! Ná Víkingar jöfnunarmarki?
78. mín
Annað víti! Víkingar fá víti fyrir mjög "soft" brot, gæti hafa verið dýfa jafnvel. Arnþór fiskar þetta. Ívar Orri er í ruglinu í dag.
71. mín
Rolf Toft setti boltann út á Viktor eftir góðan sprett sem tekur skot en Jeffs er mættur í blokkeringuna.
70. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Finnur Ólafsson (Víkingur R.)
Síðasta skipting Víkinga.
69. mín MARK!
Igor Taskovic (Víkingur R.)
Þetta var rosalegt mark! Igor fékk boltann fyrir utan vítateig og smurði hann upp í samskeytin með hnitmiðuðu skoti! Víkingar eiga enn möguleika.
68. mín
Inn:Gauti Þorvarðarson (ÍBV) Út:Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
65. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.)
65. mín
Bjarni Gunnarsson með enn eitt vonlausa skotið en hann hefur verið mikið í því í sumar. Ætli hann muni nokkurn tímann skora á Hásteinsvelli?
62. mín
Inn:Tómas Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Milos Zivkovic (Víkingur R.)
59. mín
Jonthan Glenn fellur við í teignum eftir baráttu og heimtar víti en dómarinn er ekki á sama máli. Miklu meira víti en í fyrri hálfleik.
58. mín
Ívar Örn tekur að sjálfsögðu aukaspyrnuna. Hún er lág og stefnir í fjærhornið en Guðjón Orri ver.
56. mín Gult spjald: Andri Ólafsson (ÍBV)
Andri Ólafsson fær gult spjald fyrir að fara allt of hátt upp með fótinn.
54. mín
Því miður fyrir Víkinga þá hefur lægt töluvert og geta þeir því ekki nýtt sér vindinn í seinni hálfleik eins og ÍBV gerði í fyrri hálfleik.
52. mín Gult spjald: Jonathan Glenn (ÍBV)
52. mín Gult spjald: Milos Zivkovic (Víkingur R.)

Elvar Geir Magnússon
51. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Aukaspyrnu-Ívar fær glut spjald. Fór bara í manninn.
46. mín
610 áhorfendur eru á Hásteinsvelli á dag.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Það er spurning hvað Víkingar gera eftir niðurlæginguna í fyrri hálfleik þar sem þeir voru eins og fiskar á þurru landi.
45. mín
Hálfleikur
3-0 er staðan í hálfleik. Eyjamenn hafa sýnt mjög góða spilamennsku hingað til og eru með verðskuldaða forystu.
45. mín
Fínn skalli hjá ÍBV en hann fer framhjá.
41. mín
Tveir hressir stuðnignsmenn Víkings lögðu leið sína til Eyja. Þó að lið þeirra sé 3-0 undir þó eru þeir enn syngjandi og trallandi og heyrist meira í þeim heldur enn í nánast fullri stúku af Eyjamönnum.
40. mín
Rolf Toft með máttlítið skot framhjá. Það er allur vindur úr Víkingsmönnum.

33. mín
Eftir betri fyrstu 10 mínútur hjá Víkingi þá hefur ÍBV verið allt í öllu.
32. mín MARK!
Jonathan Glenn (ÍBV)
Stoðsending: Jón Ingason
HVAÐ ER AÐ GERAST! Staðan er orðin 3-0 fyrir ÍBV! Jón Ingason enn og aftur með sínar rosalegu fyrirgjafir, enginn er að dekka Glenn og hann hamrar honum í netið!
30. mín
Jón Ingason með góða marktilraun úr aukaspyrnu en Nielsen gerir vel í að verja skotið.
29. mín
Víkingur með tvær fyrirgjafir með stuttu millibili en Guðjón Orri kemur þeim báðum burt.
25. mín MARK!
Aron Bjarnason (ÍBV)
MAAARK! ÍBV er komið í 2-0. Aron Bjarnason fær frítt skot og Milos Zivkovic ætlar að skalla boltann en það vill ekki betur til en svo að boltinn vippast yfir Nielsen í markinu. Staðan 2-0!
24. mín
Góð fyrirgjöf frá Jóni Ingasyni en enginn Eyjamaður sem náði til boltans.
24. mín
ÍBV fær aðra aukaspyrnu sem er öllu betri en Nielsen kýlir boltann út í horn.
22. mín
Jón Ingason tekur aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju en fyrirgjöfin fer yfir allan pakkann og aftur fyrir endamörk.
22. mín
ÍBV kemst í skyndisókn. Glenn tekur sprettinn upp kantinn og reynir sendingu fyrir. Víðir nær að pota boltanum aftur á Glenn en þá er hann rangstæður.
21. mín Gult spjald: Ian David Jeffs (ÍBV)
Ekki góð tækling hjá Ian Jeffs og hann fer í bókina.
19. mín
Þetta mark kom eins og blaut tuska í andlit Víkngsmanna. Þó að Nielsen hafi varið vítaspyrnuna frá Glenn kom markið engu að síður upp úr þessum ansi vafasama vítapyrnudómi.
18. mín MARK!
Hafsteinn Briem (ÍBV)
Stoðsending: Jonathan Glenn
ÍBV er komið yfir! EFtir vítapyrnuna fekk ÍBV hornspyrnu. Jón Ingason gaf fyrir og Jonathan Glenn skallaði hann í stöngina og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Hafstein Briem.
17. mín Misnotað víti!
Jonathan Glenn (ÍBV)
Réttlætinu hefur verið fullnægt en Thomas Nielsen ver vítaspyrnu Glenn auðveldlega.
17. mín
Löng sending fram á Jonathan Glenn sem var í kapphlaupi við tvo varnarmenn Víkings. Glenn missir að lokum jafnvægið og fellur við en Ívar Orri bendir á vítapunktinn!
16. mín
Það er vitaspyrna!!!
15. mín
Anrþór Ingi fékk mikið svæði og sá sendingu inn fyrir vörnina en Jón Ingason gerir virkilega vel í að ná til boltans og koma honum út af.
14. mín
Hornspyrnan er tekin stutt og Víkingar skapa smá pressu en að lokum nær ÍBV að brjóta niður sókn þeirra.
13. mín
Andri Rúnar með skot sem fer af Eyjamann og í hliðarnetið utanvert. Hornspyrna sem Vikingar eiga.
11. mín
Vörn Eyjamann er opin upp á gátt og eru Víkingar að komast í færi trekk í trekk. Í þetta skiptið hitt Alan Lowing ekki á neinn með fyrirgjöf sinni.
10. mín Gult spjald: Jonathan Patrick Barden (ÍBV)
Jonathan Barden var ekki lengi að stimpla sig inn í þennan leik en hann fær hér gult spjald fyrir ljótt brot á Arnþór Inga.
9. mín
Nielsen er í smá basli að taka markspyrnur í þessum leik enda á móti sterkum vindi. Tvær beint útaf af tveimur.
7. mín
Boltinn er í kjölfarið settur fram völlinn og hófst kapphlaup milli Arons Bjarnasonar og Thomas Nielsen. Aron hikaði og komst Nielsen fyrst í boltann og hreinsaði.
6. mín
Arnþór Ingi var kominn í mjög gott skotfæri en fyrirliðinn Andri Ólafsson með frábæra tæklingu.
3. mín
Víkingar fá dauðfæri! Rolf Toft og Andri Rúnar taka skemmtilegan þríhyrning inni í vítateig en Toft setur boltann yfir!
1. mín
Davíð Örn Atlason á upphafsmínútunni með mikið svæði fyrir utan teig og lét vaða en skotið fór framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann og leika gegn vindi.
Fyrir leik
Þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í fyrra fóru Víkingar með 2-1 sigur af hólmi í spennandi leik.
Fyrir leik
Rétt eins og á sama tímapunkti í fyrra þá er ÍBV án sigurs og á botninum með aðeins 1 stig. Fyrsti sigur ÍBV á síðasta tímabili kom ekki fyrr en í 10. umferð en bæði lið eiga góða möguleika í dag.
Fyrir leik
Jonathan Barden spilar í dag sinn fyrsta leik fyrir Eyjamenn og verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun spjara sig.
Fyrir leik
Í dag munu leikmenn beggja liða klæðast sérstökum bolum sem á segir "Vertu næs" en það er hluti af forvarnarverkefni hjá Rauða kross Íslands gegn fordómum.
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson er dómari þessa leiks. Aðstoðardómarar eru Björn Valdimarsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Fyrir leik
Fjórar breytingar hjá Víkingi
Denis Cardaklija hefur misst sæti sitt í marki Víkings vegna daprar frammistöðu og er Daninn Thomas Nielsen mættur milli stanganna í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Nielsen kom til Víkings í vetur.

Aukaspyrnu-Ívar Örn Jónsson kemur aftur inn í byrjunarliðið en hann var á bekknum í 2-0 tapleik gegn Leikni í síðustu umferð. Arnþór Ingi Kristinsson og Dofri Snorrason koma einnig inn. Á bekkinn setjast Haukur Baldvinsson, Stefán Þór Pálsson og Halldór Smári Sigurðsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn - Þrjár breytingar hjá ÍBV. Gauti Þorvarðarson og Benedikt Októ Bjarnason eru komnir á bekkinn frá 1-0 tapinu gegn KR í síðustu umferð. Avni Pepa er ekki með vegna meiðsla. Inn koma Andri Ólafsson fyrirliði, Jonathan Patrick Barden og Jonathan Glenn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Víkings á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Um er að ræða fyrsta leik sjöttu umferðar deildarinnar.

Eyjamenn eru á botni deildarinnar með aðeins eitt stig og ljóst að liðið þarf að fara að landa sigrum sem allra fyrst.

Víkingar unnu í fyrstu umferð en hafa síðan aðeins náð þremur jafnteflum og eru með sex stig í áttunda sæti.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
15. Andri Rúnar Bjarnason ('65)
16. Milos Zivkovic ('62)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
23. Finnur Ólafsson ('70)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('70)
9. Haukur Baldvinsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
27. Tómas Guðmundsson ('62)
29. Agnar Darri Sverrisson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('51)
Milos Zivkovic ('52)

Rauð spjöld: