Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
4
2
Leiknir R.
Steven Lennon '6 1-0
1-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson '19
Steven Lennon '29 2-1
Atli Guðnason '66 3-1
3-2 Hilmar Árni Halldórsson '71
Steven Lennon '94 , víti 4-2
31.05.2015  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 2034
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('88)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('60)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('88)
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('60)
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('31)
Böðvar Böðvarsson ('58)
Bjarni Þór Viðarsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 4-2 sigri FH. Viðtöl og skýrslan á Fótbolta.net síðar í kvöld.
94. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Þrennan fullkomnuð hjá Lennon með mjög góðu víti.
94. mín Gult spjald: Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Eyjólfur braut á Lennon sem var í dauðafæri og vítaspyrna dæmd.
92. mín Gult spjald: Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Keyrði Fomen niður út við hliðarlínu þegar hann nálgaðist vítateig FH.
90. mín
Mikil pressa Leiknismanna að marki FH, ná þeir að jafna metin?
88. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Sam Hewson (FH)
85. mín
,,Money, money, money," lag Abba, spila Leiknismenn í stúkunni, líklega fyrir Bjarna Þór Viðarsson.
82. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Atli Arnarson (Leiknir R.)
81. mín
Þórarinn Ingi hefur átt góða innkomu. Nú brunaði hann upp völlinn, lék á varnarmenn og skaut að marki, í varnarmann og ofan á þaknetið. Hornspyrna sem ekkert kom úr.
80. mín
Atli Guðnason með gott skot sem fór framhjá marki Leiknis.
76. mín
Böðvar braut á Kristjáni Páli á miðjum velli, hefði kannski fengið spjald ef hann hefði ekki verið á spjaldi fyrir.
75. mín Gult spjald: Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Braut á Bjarna Viðarssyni á miðjum vellinum. Verðskuldað spjald.
71. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Kristján Páll Jónsson
Bjarni Þór Viðarsson sendi boltann til baka í fætur Kristjáns Páls sem renndi honum á Hilmar Árna í dauðafæri. Hann klikkar ekki á svona færum. Fimm mörk komin í leikinn og mjög klaufalegt hjá Bjarna Viðars þarna.
68. mín
Inn:Frymezim Veselaj (Leiknir R.) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Þeir kalla hann albanska undrið í Breiðholtinu. Frymezim Veselaj kemur á kantinn hjá Leiknismönnum.
66. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þórarinn Ingi datt hann á rassinn, náði samt boltanum rétt fyrir utan teig, sendi aftur fyrir sig sitjandi á Atla Guðnason sem var í dauðafæri sem var varið frá honum en fylgdi vel á eftir og skoraði þriðja mark FH.
63. mín
Bjarni Þór Viðarsson með skalla að marki Leiknis eftir fyrirgjöf Jóns Ragnars en Eyjólfur greip boltann.
60. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
Fyrsta skipting FH í dag. Þórarinn Ingi átti góða innkomu gegn Stjörnunni í síðasta leik. Við það fer Hewson á miðjuna og FH breytir í 4-3-3 leikkerfið úr 4-4-2.
58. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Böðvar stöðvaði Kristján Pál á vallarhelmingi Leiknis þegar hann var að komast framhjá honum á hægri kantinum.
57. mín
Ekkert stórt að gerast enn sem komið er síðan í byrjun seinni hálfleiksins.
48. mín
FHingar gera harða hríð að marki Leiknis. Atli Guðnason tók tvö skot sem fóru í varnarmann, Lennon fylgdi á eftir en skot hans yfir markið.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
46. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Gestur Ingi Harðarson (Leiknir R.)
Leiknismenn breyta úr 5-3-2 í 4-3-3 í hálfleik. Gestur sem var einn þriggja miðvarða fer af velli og kantmaðurinn Kristján Páll kemur inn í hans stað.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í virkilega skemmtilegum leik í Kaplakrika. Lennon búinn að vera frábær í liði FH og skoraði bæði mörk liðsins sem leiðir 2-1.
44. mín
Munaði engu að Lennon kláraði þrennuna, Kassim Doumbia með bakfallsspyrnu sem fór á Atla Guðna við endalínu, hann sendi á Lennon sem skaut rétt framhjá úr dauðafæri.
41. mín
Lennon með gott skot að marki Leiknis en yfir.
31. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fyrir brot á miðjum vallarhelmingi FH. Uppsafnað hjá Davíð Þór.
30. mín
Stuðningsmenn FH standa allir sem einn upp og klappa fyrir sínum mönnnum í stúkunni. Þeir hafa til þessa verið undir í stúkunni því það heyrist vel í Leinkisljónunum.
29. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Frábært mark hjá Steven Lennon. Böðvar tók hornspyrnuna sem Pétur Viðarson kom áfram og boltinn féll fyrir framan mark Leiknismanna, Lennon lá þar niðri en reif sig upp og skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu. Vel gert hjá Lennon sem er kominn með tvö mörk í dag.
28. mín
FH í stórhættulegri skyndisókn. Lennon gaf á Atla Guðna sem var einn gegn Eyjólfi sem varði frá honum og Leiknismenn settu í horn.
28. mín
Lennon varði á línu frá Halldóri Kristni og í kjölfarið átti Eiríkur Ingi gott skot að marki sem Róbert rétt náði að blaka yfir markið. Ekkert kom út úr hornspyrnunni.
20. mín
Atli Guðna sendi inn í teiginn á Atla Viðar sem var í fínu færi á nær stönginni en Leiknismenn hreinsuðu í horn.
19. mín MARK!
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Leiknismenn eru búnir að jafna metin í Hafnarfirðinum. Hilmar Árni tók hornspyrnu, beint á kollinn á Ólafi Hrannari sem var óvaldaður og skallaði í markið af stuttu færi.
18. mín
Atli Arnarson með gott skot að marki FH sem fór í varnarmann og í stöngina. Þarna skall hurð nærri hælum hjá FH-ingum sem hreinsuðu í horn í kjölfarið.
12. mín
Það er fínn hraði í leiknum og liðin eru bæði að reyna að sækja. Engin afgerandi marktækifæri samt fyrir utan markið.
6. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
FH-ingar eru komnir yfir! Þeir sóttu hratt upp völlinn, Atli Guðna renndi til hægri á Lennon sem var hægra megin í teignum og skaut boltanum í Gest Inga og þaðan í markið.
3. mín
Uppstilling liðanna
Svona stilla liðin upp í dag.

FH 4-4-2
Róbert Örn Óskarsson
Jón Ragnar - Kassim - Pétur - Böðvar
Atli Guðna - Davíð Þór - Bjarni Þór - Sam Hewson
Atli Viðar - Steven Lennon

Leiknir 5-3-2
Eyjólfur Tómasson
Eiríkur Ingi - Halldór Kristinn - Óttar - Gestur - Fomen
Sindri - Atli - Hilmar Árni
Ólafur Hrannar - Elvar Páll
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Leiknir byrjar með boltann fyrir framan mikinn stuðning úr stúkunni. Það verður fjör í Kaplakrikanum í dag.
Fyrir leik
Vertu næs
Leikmenn liðanna og dómarar gengu allir inn á völl í bolum merktum ,,Vertu næs" sem er herferð Rauða krossins. Rauði krossinn á Íslandi hvetur fólk til þess að koma fram við hvert annað af virðingu, saman hvaðan það er upprunnið, af hvaða litarafti það er eða hvaða trú það aðhyllist. Mismunun er staðreynd í íslensku samfélagi og því miður eiga ekki allir jafna möguleika. Rauði krossinn ákvað því að vekja athygli á málefninu og hefur hrint af stað nýrri herferð sem gengur undir nafninu Vertu næs.
Fyrir leik
Dómarateymið
Það eru reynsluboltar sem eru í dómarateyminu í Kaplakrikanum í dag. Valdimar Pálsson er dómari og línuverðir eru Gunnar Sverrir Gunnarsson og Leiknir Ágústsson. Einar Sigurðsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár
Byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við textann. Gestur Ingi Harðarson kemur inn í stað Amath Diedhiou hjá Leikni sem þýðir líklega að Leiknir ætli að spila með fimm manna varnarlínu í dag í leikkerfinu 5-3-2. Atli Viðar Björnsson kemur inn í framlínuna hjá FH í stað Jeremy Serwy sem þýðir líklega að FH fer aftur í leikkerfið 4-4-2.
Fyrir leik
Diddú má ekki spila í dag
Senegalinn Amath Diedhiou má ekki spila með Leikni í dag. Hann er á láni hjá Leikni frá FH og má því ekki spila í dag. Ég labbaði með honum inn í Kaplakrikann í dag og ég hreinlega veit ekki í hvorn klefann hann ætlaði.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir:
FH og Leiknir mættust fyrst 1. júní árið 1988 í Mjólkurbikarnum á Leiknisvelli. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. FH vann hana 2-4 og komst áfram í 2. umferð þar sem þeir mættu hinu Breiðholtsliðinu og unnu 4-0.

FH og Leiknir hafa aðeins mæst tvisvar sinnum áður í deildarkeppni en það var árið 1996 þegar bæði voru í næst efstu deild sem þá hét 2. deild karla. Fyrri leiknum í Breiðholtinu lauk með 1-1 jafntefli en FH vann svo leikinn í Kaplakrika 2-1.

Síðan þá hafa liðin mæst í Reykjavíkurmótinu árið 2005 þegar FH var þar gestalið en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Á eftir þessu hafa svo komið fjórir leikir í Lengjubikarnum FH hefur unnið þá alla með markatöluna 16-3.
Fyrir leik
Spá Árna Vilhjálms:
Árni Vilhjálmsson leikmaður Lilleström í Noregi spáir í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net. Hann hafði þetta að segja um leikinn í dag.

FH 2 - 0 Leiknir
Ég er svo bullandi mikill áhugamaður um ástríðu og þessvegna elska ég að horfa á Leiknismenn spila. Því miður eru FH á heimavelli of stór biti fyrir ástríðuna og held eg að Atli Viðar og Lennon hendi í sitthvort markið.
Fyrir leik
Ölstofu misskilningur:
Það hefur komið upp smá misskilningur í Hafnarfirðinum fyrir leikinn. Stuðningsmenn liðanna plönuðu hitting fyrir leik á Ölhúsinu, Ölstofu Hafnarfjarðar. Hluti stuðningsmanna Leiknis enduðu hinsvegar á Ölstofu Hafnarfjarðar, ekki skrítið enda nöfn staðanna keimlík. Allt blessaðist að lokum og menn hafa skemmt sér vel fyrir leik á Ölhúsinu, Ölstofu Hafnarfjarðar.
Fyrir leik
19:15 FH - Leiknir Kaplakrikavöllur)
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Leiknis í 6. umferð Pepsi-deildar karla. Liðin hafa bæði farið vel af stað í mótinu til þessa og ljóst að liðið sem vinnur í dag endar daginn ofar í töflunni, og jafnvel á toppnum.

FH er á toppnum fyrir leikinn með 10 stig en Leiknir í 5. sæti með 8 stig.
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson ('68)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
7. Atli Arnarson ('82)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson ('46)
30. Charley Roussel Fomen
88. Sindri Björnsson

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('82)
5. Edvard Börkur Óttharsson
15. Kristján Páll Jónsson ('46)
16. Frymezim Veselaj ('68)
26. Hrannar Bogi Jónsson
27. Magnús Már Einarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristján Páll Jónsson ('75)
Eyjólfur Tómasson ('94)

Rauð spjöld: