Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
5
0
Þróttur R.
Donna Kay Henry '10 1-0
Erna Guðjónsdóttir '18 2-0
Guðmunda Brynja Óladóttir '24 3-0
Dagný Brynjarsdóttir '29 4-0
Erna Guðjónsdóttir '76 5-0
02.06.2015  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Frábærar aðstæður á Selfossvelli. Örlítið kalt í veðri en grasið er grænt
Dómari: Gunnar Helgason
Áhorfendur: 353
Maður leiksins: Erfitt val. Dagný Brynjarsdóttir
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
2. Donna Kay Henry ('62)
10. Guðmunda Brynja Óladóttir ('70)
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
14. Karitas Tómasdóttir
15. Summer Williams
19. Eva Lind Elíasdóttir ('46)

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
3. María Rós Arngrímsdóttir ('70)
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('46)
28. Esther Ýr Óskarsdóttir
29. Katrín Rúnarsdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Bríet Mörk Ómarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórkostlegum leik lokið á Selfosvelli með 5-0 sigri heimamanna.
Viðtöl og skýrsla væntanlega fljótlega.
Takk fyrir samfylgdina.
91. mín
TRÉVERKIÐ! ENN OG AFTUR!

5. skiptið í leiknum sem Selfyssingar skjóta í slánna! Þetta er rosalegt og núna er það Katrín Rúnarsdóttir sem skýtur í slánna.

Við erum komin í uppbótartíma.
87. mín
DAGNÝ Brynjarsdóttir með FRÁBÆRAN skalla að marki Þróttara en markvarslan hjá Sauerwein er enn betri!
85. mín
Þróttarar eru búin að fá mjög góð færi til þess að minnka muninn en Sandiford í markinu er starfi sínu vaxinn og heldur boltanum frá netinu. Varði þarna frá Jade.
82. mín
Hornspyrna sem heimamenn fá.
78. mín
Inn:Þorbjörg Pétursdóttir (Þróttur R.) Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (Þróttur R.)
76. mín MARK!
Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
VÁVÁVÁVÁ!

Erna Guðjónsdóttir með gjörsamlega geggjað mark!
Fær boltan fyrir utan teig Þróttara og lætur bara vaða, jájá og boltinn syngur bara í samskeytunum! Þetta er ekkert voðalega flókið. GEGGGJAÐ. 5-0
74. mín
AFTUR!
Góð sókn hjá Þrótturum, Jade Flory kemst inn fyrir vörnina, alein en skýtur boltanum beint í fangið á Sandiford. En skotið á markið er komið.
73. mín
Frábær sókn hjá Þrótturum en þær eru enn að leita að sínu fyrsta skoti á markið, það hefði svo sannarlega getað komið þarna en góð vörn Selfyssinga kom í veg fyrir það.
70. mín
Inn:María Rós Arngrímsdóttir (Selfoss) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
69. mín
Inn:Sunna Rut Ragnarsdóttir (Þróttur R.) Út:Kristrún Rose Rúnarsdóttir (Þróttur R.)
67. mín
Það er ekkert að gerast í leiknum þessar mínútur. Heitar umræður í fjölmiðlaskúrnum á meðan ekkert er í gangi.
62. mín
Inn:Katrín Rúnarsdóttir (Selfoss) Út:Donna Kay Henry (Selfoss)
Donna Kay Henry, maður leiksins so far hefur yfirgefið völlinn.
61. mín
Hrafnhildur með hornspyrnu fyrir Selfyssinga og enn stekkur Dagný hæst en Sauerwein kemst í boltann.
59. mín
FRÁÁBÆR sókn hjá Selfyssingum. Enn og aftur er það Henry sem skýtur boltanum í stöngina! Þær eru líklegri til þess að bæta í heldur en Þróttarar að minnka muninn.
57. mín
Stuðningsmenn Selfyssinga eru að vakna til lífsins. Byrjaðir að syngja og tralla á pöllunum. Lítið að gerast í leiknum.
54. mín
Hornspyrna sem Selfyssingar fá. Dagný stekkur hæst í teignum, nær skallanum en hann rétt framhjá.
50. mín
Guðmunda Brynja með góðann skalla að marki Þróttara en hrikalega vel gert hjá Sauerwein í markinu.
49. mín
Selfoss fær aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Erna tekur spyrnuna en hún slök og endar fyrir aftan mark Þróttara.
47. mín
Þróttarar fá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum.
46. mín
Inn:Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
Gunni Borg gerir skiptingu í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikurinn farinn af stað. Selfyssingar byrja.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Helgason hefur flautað til hálfleiks. Gjörsamlega klikkaður leikur hér á Selfossi!
42. mín
Fyrri hálfeikur að renna sitt síðasta skeið. Því miður fyrir Selfyssinga en sem betur fer fyrir Þróttara.
39. mín
HVAÐ ER Í GANGI!?!?

Þriðja skiptið sem Selfyssingar skjóta í slánna og núna er það Dagný Brynjarsdóttir. Þetta er í ruglinu!
37. mín
ÚFFFF!!
DONNA KAY HENRY með frábært skot sem fer í slánna!
35. mín
Erna Guðjónsdóttir með skot en það fer hátt yfir mark Þróttara. 5. markið liggur í loftinu..
32. mín
Selfossstelpurnar líta hrikalega vel út fyrsta hálftímann eins og staðan segir kannski til um. Spila vel sín á milli og vinna fyrir hvor aðra.
29. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
HVAÐ ER Í GANGI???

ROSALEGT MARK!

Dagný fær boltann í teignum og skýtur í stöngina, Donna Kay nær til boltans og skýtur í slánna og þar er Dagný mætt aftur og skorar!!!
28. mín
Selfosstelpur ráða lögum og lofum á vellinum. Þróttarar eru ekki líklegir einu sinni!
24. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
MAAAAAAARK!!!

ÞVÍLÍK OG ÖNNUR EINS VEISLA HÉR Á SELFOSSVELLI OG HVER ÖNNUR EN GUÐMUNDA BRYNJA?

Eftir mikið klafs í teignum fær Donna Henry boltann en Sauerwein ver útí teig,þar er Guðmunda er rétt kona á réttum stað hamrar boltanum í netið.
22. mín
Fyrsta alvöru sókn Þróttar í leiknum, Eva Bergrín kemst innfyrir vörn Selfyssinga en frábær vörn hjá Summer sem kemur Selfyssingum til bjargar.
18. mín MARK!
Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
MAAAAAARK...

Selfyssingar hafa aukið forrystu sína. Erna Guðjónsdóttir tekur FRÁBÆRA hornspyrnu, mér sýndist boltinn hafa viðkomu í leikmanni Þróttar en ég þori ekki að kvitta uppá það. BEINT ÚR HORNSPYRNU OG STAÐAN ER ORÐIN 2-0.
17. mín
Selfyssingar fá sína aðra hornspyrnu í leiknum, frábært hornspyrna og mikil hætta sem myndast en Þróttarar bregðast við.
15. mín
Þróttarar eru aðeins að blanda sér inní leikinn, eru þó ekki að ná að skapa sér neitt.
10. mín MARK!
Donna Kay Henry (Selfoss)
Stoðsending: Guðmunda Brynja Óladóttir
MAAAAARK!!

Selfyssingar hafa brotið ísinn. Góð sókn sem endar með því að Guðmunda Brynja fær boltann inni teig, skýtur í varnarmann og þar er Henry mætt í frákastið, sólar einn varnarmann og setur boltann snyrtilega í fjærhornið!
7. mín
Fín hornspyrna hjá Hrafnhildi sem endar á þaknetinu.
6. mín
Hornspyrna. Þróttara hreinsa boltann í horn. Hrafnhildur Hauks mætir og tekur spyrnuna.
5. mín
Fyrsta sókn Þróttara rann útí sandinn eftir góða varnarvinnu Selfyssinga.
3. mín
Selfyssingar eigna sér boltann hér í byrjun leiks og Þróttarar fá ekki einu sinni að snerta hann, eða svona nánast.
1. mín
Leikurinn hafinn hér á Selfossvelli. Gestirnir sem frá Reykjavík byrja með boltann. Góða skemmtun.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks á Selfossvelli. Star Wars lagið komið í gangi. Það þýðir bara eitt, leikurinn er að hefjast!
Fyrir leik
10 mínútur þangað til Gunnar Helgason flautar til leiks. Liðin eru farin inní búningsklefa og við bíðum bara.
Fyrir leik
Það er komið að spámanni kvöldsins. Í kvöld er það Sigurður Eyberg Guðlaugssyni markahæsta bakverði Selfyssinga frá upphafi.
Hann spáir öruggum sigri Selfyssinga 4-1 þar sem Donna Kay Henry skorar m.a. 2 mörk, Summer Williams 1 mark og Dagný Pétursdóttir skorar 4. og síðasta mark leiksins.
Fyrir leik
Næstu leikir liðanna eru í Borgunarbikarnum. Selfyssingar fá heimaleik gegn Völsungi á meðan Þróttarar fá erfiðan útileik gegn Valsstelpum á Hlíðarenda.

Hálftími í leik.
Fyrir leik
Liðin eru komin út og byrjuð að hita upp. Gunnar Borgþórss og Guðrún Jóna þjálfarar liðanna standa á miðjunni og bera saman bækur sínar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn.

Selfyssingar halda óbreyttu liði frá sigrinum gegn Störnunni og það gera Þróttarar sömuleiðis.
Fyrir leik
Hér má sjá upphitun fyrir leikinn.

Tekið af stuðningsmannasíðu Selfoss.

http://selfossfc.is/throttarar-i-heimsokn/
Fyrir leik
Selfossstelpur gerðu sér lítið fyrir í síðustu umferð og unnu deildar- og bikarmeistara Stjörnunnar á Samsungvellinum í Garðarbæ. Stjarnan hafði ekki tapað í meira en ár og Selfyssingar að senda skýr skilaboð með þessum frábæru úrslitum.
Fyrir leik
Þrótturum hefur gengið lítið á þessari leiktíð. Liðið hefur ekki enn skorað mark en fengið á sig 9. Naumt tap í síðustu umferð gegn ÍBV verður sennilega til þess að þær mæti dýrvitlausar í þennan mikilvæga leik!
Fyrir leik
Góða kvöldið lesendur fotbolti.net. Við ætlum að fylgjast með leik Selfoss-Þróttur í Pepsideild kvenna í kvöld. Leikurinn fer fram á Selfossi, JÁVERK-vellinum. Eftir 3 umferðir sitja Selfyssingar í 5.sæti deildarinnar á meðan Þróttarar verma 9.sætið.
Byrjunarlið:
21. Mckenzie Sauerwein (m)
Valgerður Jóhannsdóttir
Una Margrét Árnadóttir
4. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('78)
6. Gabríela Jónsdóttir
8. Kristrún Rose Rúnarsdóttir ('69)
14. Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir
19. Jade A. Flory
20. Eva Bergrín Ólafsdóttir
23. Madison Sarah Solow
32. Bergrós Lilja Jónsdóttir

Varamenn:
5. Halla María Hjartardóttir
7. Sunna Rut Ragnarsdóttir ('69)
9. Sólrún Stefánsdóttir
17. Anna Birna Þorvarðardóttir
22. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
27. Harpa Lind Guðnadóttir

Liðsstjórn:
Þorbjörg Pétursdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: