Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
3
2
Njarðvík
0-1 Bergþór Ingi Smárason '39
Kristján Hauksson '70 , sjálfsmark 0-2
Ásgeir Örn Arnþórsson '85 1-2
Ragnar Bragi Sveinsson '90 2-2
Davíð Einarsson '90 3-2
03.06.2015  -  19:15
Fylkisvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Kristján Hauksson
4. Tonci Radovinkovic
7. Ingimundur Níels Óskarsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('74)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Þorsteinsson
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
22. Davíð Einarsson
24. Elís Rafn Björnsson ('60)

Varamenn:
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('66)
10. Andrés Már Jóhannesson ('74)
19. Reynir Haraldsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('60)

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svöðuleg dramatík í Lautinni en það er Fylkir sem kemst áfram eftir hádramatík.

Takk fyrir mig, viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín MARK!
Davíð Einarsson (Fylkir)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!!

ÞVÍLÍKUR SEINNI HÁLFLEIKUR!

Davíð Einarsson klárar með skalla af stuttu færi og stingur hníf í hjarta leikmanna Njarðvíkur.

ÞVÍLÍK DRAMATÍK!! Tvö mörk alveg í lokin.
90. mín MARK!
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
MAAAAAAAAAAAAAAAARKK!!!!!

Fylkismönnum tókst það!!

Comeback hjá Fylki. Ragnar Bragi skorar með virkilega góðum skalla á lokaaugnablikum leiksins!

Framlengingá leiðinni í Lautinni.
90. mín
Mönnum er heitt í hamsi í Lautinni. Tonci Radovinkovic kemur með skrautlega tæklingu og liggur Magnús Ingi eftir en Tonci vill meina að hann hafi ekki snert hann. Smá rifrildi en leikurinn heldur síðan áfram. Bara uppbótartími eftir!
86. mín
Inn:Pawel Grudzinski (Njarðvík) Út:Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
85. mín MARK!
Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
MAAAAAAAAAAARK!!

Þetta er orðið leikur í Lautinni. Aron Elís gerir sig sekann um mistök. Fyrst sparkar hann boltanum beint á Fylkismenn sem koma í kjölfarið í sókn. Það kemur fyrirgjöf sem Aron missir síðan af og skorar Ásgeir í autt markið.

Game on!!
83. mín
Ragnar Bragi reynir skot rétt utan teigs sem er hársbreidd frá því að enda í markinu en boltinn fer rétt framhjá.

Sókn Fylkismanna er að þyngjast.

81. mín
Davíð Einarsson var í þvílíku skallafæri en hittir ekki boltann nánast úr markteig. Þarna hefði Fylkir átt að minnka muninn.

Njarðvíkingar eru komnir mjög aftarlega á völlinn og eru að bjóða hættunni heim. Þetta gæti endað illa fyrir þá.
80. mín
Davíð Einars tekur spyrnuna sem fer í varnarmann og þaðan á Kolbein sem hittir boltann illa í mjög góðu færi og Njarðvíkingar sleppa.
79. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu nánast á vítateigslínunni...
78. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (Njarðvík)
Eitthvað að tuða eftir að hafa brotið af sér.
77. mín
Fylkismenn hársbreidd frá því að minnka muninn!

Kolbeinn gerir vel upp hægri kantinn og á svo eitraða sendingu fyrir sem fer nokkrum sentimetrum framhjá markinu eftir að hafa rétt misst af sóknarmönnum Fylkis.
75. mín
Vá!
Flottasta mark umferðarinnar hefði getað komið hérna. Viktor Smári tekur boltann stórglæsilega á lofti á horni vítateigsins og stefnir boltinn í vinkilinn en Ólafur ver virkilega vel.

Frábærlega gert hjá báðum. Njarðvík miklu betri í seinni hálfleik en Pepsi deildar liðið.
74. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Ási gefst ekki upp.
73. mín
Fylkismenn fá hornspyrnu en hún fer útaf áður en hún fer inní. Þetta er einn af þessum dögum hjá Fylki.
70. mín SJÁLFSMARK!
Kristján Hauksson (Fylkir)
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

HVAÐ ER AÐ GERAST Í LAUTINNI!!

Jú, Njarðvík er að vinna 2-0 í Lautinni, það er bara þannig. Flott aukaspyrna er sett inn í teiginn hjá Fylki og Kristján Haukson skallar boltann í bláhornið á eigin marki. Frábær afgreiðsla en því miður í vitlaust mark.

ROSALEGT!!
69. mín
Ragnar Bragi vill fá vítaspyrnu eftir samstuð við varnarmann Njarðvíkinga en það var ekkert í þessu. Áfram með leikinn segir Valgeir.
66. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Andri Þór Jónsson (Fylkir)
Andri þurfti einnig að fara meiddur útaf.

62. mín
Inn:Ari Már Andrésson (Njarðvík) Út:Marc Lladosa Ferrer (Njarðvík)
Marc fer meiddur útaf.
60. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Ási reynir að kveikja í sínum mönnum með fyrstu skiptingu leiksins.
56. mín
Marc Ferrer með frábæra tilraun!

Ferrer reynir skot af um 25 metra færi sem Ólafur á smá erfiðleikum með að verja í horn. Mjög góð tilraun hjá Spánverjanum.
53. mín
Bergþór Ingi reynir skot, eftir að Njarðvík hafði fengið sína fyrstu hornspyrnu í leiknum, en skotið fór rétt yfir.

50. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar alveg eins og sá fyrri gerði. Fylkismenn með boltann en gera afar lítið við hann.
45. mín
Liðin eru mætt aftur til leiks. Eitthvað hefur Ási sagt við sína menn í hálfleik býst ég við.

Liðin eru óbreytt
45. mín
Hálfleikur
Það er ekkert annað. Fylkismenn hafa verið mikið meira með boltann en ekki skapað sér neitt að viti. Njarðvík hefur á meðan nýtt eina færið sitt í leiknum virkilega vel.

Þessi seinni hálfleikur verður mjög forvitnilegur.
45. mín
Fylkismenn hafa ekki náð að svara markinu hingað til.

Þeir hafa reynt nokkrar fyrirgjafir en Aron Elís hefur verið mjög öruggur í markinu hingað til.
39. mín MARK!
Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
MAAAAAAAAAAAARK!!!

Það er ekkert annað! Fyrsta sókn Njarðvíkur endar með marki. Bergþór fær frábæra sendingu inn fyrir og hann klárar mjög vel einn gegn Ólafi.

Það er sjokk í Árbæ!!
36. mín
Þetta er nú ekki merkilegur fótboltaleikur hingað til og ég held það henti Njarðvík bara mjög vel.
33. mín
Ingimundur Níels fær alltof langan tíma inn í vítateig Njarðvíkinga og nær skoti sem Aron Elís ver mjög vel og Kolbeinn Birgir nær ekki frákastinu.

Besta tilraun leiksins hingað til.
32. mín
Fylkismenn hafa viljað vítaspyrnu fyrir hendi svona fjórum sinnum í leiknum. Ég er nokkuð viss um að ekkert af því var víti en þeir halda áfram að reyna.
30. mín
Njarðvíkingar eru ófeimnir við að láta aðeins finna fyrir sér og sína Fylki litla virðingu.
28. mín
Elís Rafn á lélega sendingu sem fer beint útaf og stuðningsmenn Fylkis láta heyra í sér. Þeir eru ekki sáttir við bitleysi sinna manna fyrsta tæpa hálftímann.
25. mín
Ingimundur Níels er næstur að eiga tilraun en skotið hans fer einnig yfir markið. Hann ætlaði að smella þessum í vinkilinn en það var aldrei hætta fyrir Njarðvík.
22. mín
Elís Rafn reynir nú skot af löngu færi en boltinn fer yfir markið.

Það var greinilega leikskipulagið hjá Njarðvík að liggja til baka og sækja hratt. Þeir hafa ekki ennþá náð sókn en þeir hafa haldið Fylkismönnum ágætlega niðri.
19. mín
Hákon Ingi á skalla eftir langa sókn Fylkismanna en skallinn fer rétt yfir markið.
18. mín
Fylkismenn hafa verið nánast látlaust með boltann á vallarhelmingi gestanna. Þeir eiga þó enn eftir að skapa sér alvöru tækifæri.
6. mín
Davíð Einarsson með hörkuskot í slánna!

Davíð tekur boltann á miðsvæðinu, ræðst á vörnina hjá Njarðvík og á rosalegt skot sem smellur í slánni.
3. mín
Fylkismenn eru meira með boltann þessar upphafs mínútur sem er eðlilegt. Ekkert færi komið ennþá þó.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Fylkismenn byrja með boltann og sækja frá Árbæjarlauginni.
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlinn og er allt að fara að byrja. Fylkir er að sjálfsögðu í sínum gömlu og góðu appelsínugulu treyjum á meðan Njarðvík eru í fagurgrænum búningum.
Fyrir leik
Njarðvík hefur farið vel af stað í 2.deildinni í sumar en þeir eru taplausir eftir fjóra leiki og hafa unnið þrjá af þeim, þeir eru því væntanlega með sjálfstraustið í lagi og koma í Árbæinn til að ná "Cup Shock" eins og þeir segja á Englandi.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa leikið sex leiki í Pepsi deildinni, unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum en það er nokkuð undir væntingum í Árbænum en það var við miklu að búast af liðinu enda er það vel mannað.
Fyrir leik
Fylkismenn leika auðvitað í Pepsi deildinni á meðan Njarðvík er í 2.deild. Það má því búast við Fylkissigri í kvöld en það getur auðvitað allt gerst í fótbolta.
Fyrir leik
Já heilir og sælir lesendur góðir, hér verður fylgst með viðurreign Fylkis og Njarðvíkur í Borgunarbikarnum.
Byrjunarlið:
13. Aron Elís Árnason (m)
Brynjar Freyr Garðarsson
2. Viktor Smári Hafsteinsson
5. Róbert Örn Ólafsson
6. Marc Lladosa Ferrer ('62)
7. Anton Freyr Hauksson
7. Stefán Birgir Jóhannesson ('86)
10. Bergþór Ingi Smárason
20. Arnór Svansson
21. Davíð Guðlaugsson
22. Magnús Þór Magnússon

Varamenn:
12. Ómar Jóhannsson (m)
15. Ari Már Andrésson ('62)
17. Ívar Gauti Guðlaugsson
19. Óðinn Jóhansson
22. Fannar Guðni Logason
27. Pawel Grudzinski ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Magnús Þór Magnússon ('78)

Rauð spjöld: