Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
KFG
1
3
Breiðablik
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson '41
Hákon Atli Bryde '73 1-1
Haukur Þorsteinsson '85 , sjálfsmark 1-2
1-3 Höskuldur Gunnlaugsson '92
04.06.2015  -  19:15
Samsung völlurinn
Borgunarbikar karla
Dómari: Leiknir Ágústsson
Byrjunarlið:
1. Pétur Már Bernhöft (m)
Arnar Þór Ingason
7. Ellert Sigurþórsson
8. Vigfús Geir Júlíusson ('86)
10. Bjarni Pálmason
11. Sigurður Helgi Harðarson
11. Daði Kristjánsson
14. Haukur Þorsteinsson
19. Jóhann Valur Sævarsson ('64)
20. Kristján Már Ólafs
27. Birgir Rafn Baldursson (f)

Varamenn:
12. Pétur Finnbogason (m)
6. Halldór Kári Sigurðarson
13. Hákon Atli Bryde ('64)
15. Andri Valur Ívarsson ('86)
17. Marteinn Már Jakobsson
23. Dagur Geir Jónsson

Liðsstjórn:
Andri Sigurjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar verða í pottinum þrátt fyrir ósannfærandi frammistöðu í kvöld gegn KFG úr 4. deildarliðinu.
92. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
VARAMENNIRNIR ERU AÐ REDDA ÞESSU! Höskuldur hirti boltann af Birgi, varnarmanni KFG, komst einn gegn Pétri markverði og kláraði stórkostlega með frábærri vippu! "Klársla" upp á tíu eins og krakkarnir segja.
90. mín
Uppbótartími kominn af stað.
86. mín
Inn:Andri Valur Ívarsson (KFG) Út:Vigfús Geir Júlíusson (KFG)
85. mín SJÁLFSMARK!
Haukur Þorsteinsson (KFG)
Blikar eru komnir yfir!!! Arnþór Ari Atlason með skot sem ég held að hafi verið á leið framhjá markinu. Haukur Þorsteinsson, leikmaður KFG, reyndi að sparka í knöttinn en hitti hann afleitlega og setti boltann í eigið mark!
84. mín
Ég var á þessum velli í gær þegar Leiknir og Stjarnan fóru alla leið í vítaspyrnukeppni... er það annað yfirvinnukvöld sem er framundan???
78. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) Út:Ismar Tandir (Breiðablik)
Tandir gat ekkert í þessum leik. Arnari Grétars er ekki skemmt og gerði tvöfalda skiptingu.
78. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)


73. mín MARK!
Hákon Atli Bryde (KFG)
Stoðsending: Arnar Þór Ingason
KFG ER BÚIÐ AÐ JAFNA!!! Hákon Atli Bryde, varamaðurinn, skallaði boltann í markið eftir að Arnar Þór Ingason átti fyrirgjöf frá vinstri!
72. mín
SLÁIN!!! Arnór Gauti Ragnarsson skallaði knöttinn með hnakkanum í slá! Nálægt því að skora sitt annað mark og annað mark Blika!
67. mín
Blikar skalla yfir eftir horn. Annars eru þeir ekki að skapa sér mörg færi.
64. mín
Inn:Hákon Atli Bryde (KFG) Út:Jóhann Valur Sævarsson (KFG)
57. mín
Daði Kristjánsson í hörkufæri fyrir KFG en Viktor Örn Margeirsson náði að komast fyrir skotið!!! Meðan forysta Blika er bara eitt mark er miði svo sannarlega möguleiki.
54. mín
Arnar Þór Ingason að láta til sín taka í sóknarleik KFG, var nálægt því að sleppa í gegn en náði ekki valdi á boltanum.
53. mín
Atli Sigurjónsson nálægt því að skora úr aukaspyrnu! Flott spyrna en Pétur Már Bernhöft varði glæsilega í hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Frægir í stúkunni: Bræðurnir Jóhann og Daníel Laxdal, körfuboltamaðurinn Elías Orri, Davíð Snorri þjálfari Leiknis, Andri Steinn Birgisson þjálfari Þróttar í Vogum, Jeppe Hansen að spjalla við stelpurnar í stúkunni og Hafliði Breiðfjörð.
45. mín
Hálfleikur
Blikar yfir í tilþrifalitlum fyrri hálfleik. KFG hefur staðið sig vel og mun vonandi ekki leggja árar í bát.
44. mín
Olgeir Sigurgeirsson með skot. Hátt yfir.
41. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Aðeins annað skot Blika á rammann og boltinn fer inn! Atli Sigurjónsson með hornspyrnu frá hægri og Arnór Gauti Ragnarsson skorar með skalla. Stökk hátt upp þessi ungi leikmaður!
37. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Ungur og efnilegur leikmaður fæddur 1998 að koma inn. Unglingalandsliðsmaður. Davíð Kristján Ólafsson fer meiddur af velli.
35. mín
Tempóið í leiknum afar lítið. Það hentar KFG vel.

33. mín
Ismar Tandir með skot af löngu færi úr aukaspyrnunni. Pétur Már í marki KFG öryggið uppmálað.
27. mín
Blikar í raun bara búnir að fá eitt almennilegt færi. Skallinn frá Tandir.
22. mín
Davíð Kristján Ólafsson með skot úr aukaspyrnu... vel yfir.
19. mín
KFG er með rútuna með sér. Liggur vel til baka eins og við var að búast. Blikar miklu meira með boltann en hafa ekki skapað mikið.
16. mín
Atli Sigurjónsson með aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Tók snúningsskot sem hafnaði í hliðarnetinu.
14. mín
Ismar Tandir í flottu skallafæri en framhjá fór boltinn!
9. mín
KFG með skot á mark! Ellert Sigurþórsson en beint á Gunnleif. Auðvelt viðureignar.
5. mín
Blikar sækja í byrjun og eru komnir með þrjár hornspyrnur á fyrstu mínútum leiksins.
1. mín
Leikurinn er hafinn
Fyrir leik
Bosníumaðurinn Ismar Tandir fær tækifæri hjá Blikum í kvöld en hann hefur ekkert sýnt síðan hann skrifaði undir samning við Kópavogsfélagið.
Fyrir leik
Stuðullinn á sigur KFG í veðmálafeninu er víst 19,0. Hægt að græða vel á því! Hjá Blikum er stuðullinn 1,05.
Fyrir leik
Eins og við var búist gerir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, margar breytingar og leikmenn fá að sýna sig og sanna. Gunnleifur Gunnleifsson er þó á sínum stað í markinu og með fyrirliðabandið.
Fyrir leik
Tveir leikmenn í byrjunarliði Breiðabliks eru að fá eldskírn sína í alvöru leik með meistaraflokki. Það eru Alfons Sampsted, fæddur 1998, og Arnór Gauti Ragnarsson, fæddur 1997. Þá er Viktor Örn Margeirsson sem var lánaður til HK í fyrra að fara að leika sinn fyrsta sumarleik fyrir meistaraflokk Blika.
Fyrir leik
Skrúðgarðyrkjumeistarinn Leiknir Ágústsson er dómari kvöldsins, Andri Vigfússon og silfurrefurinn Viðar Helgason sjá um að flagga. Eftirlitsmaður er svo athafnamaðurinn Oscar Clausen.

Fyrir leik
Frítt á völlinn! - Félögin hafa náð samkomulagi við Frumherja um að fyrirtækið verði styrktaraðili leiksins. Því geta áhorfendur mætt á leikinn í kvöld án endurgjalds og geta notað peninginn í kaupa meira popp og kók á vellinum!
Fyrir leik
Hvað er KFG? - KFG er Knattspyrnufélag Garðabæjar, ungt félag sem Lárus Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður, stofnaði og þjálfaði. Salih Heimir Porca er nú þjálfari liðsins en Lárus er framkvæmdastjóri. Porca er einmitt fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Breiðabliki. Liðið er eitt sterkasta lið 4. deildarinnar, neðstu deildar Íslandsmótsins.
Fyrir leik
Góðir lesendur, það er eitt sæti laust! Eitt sæti laust í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins. KFG eða Breiðablik fær það. Allir búast við Breiðabliki, nema við fáum gríðarlega óvænta niðurstöðu hér á Samsung-vellinum í kvöld!
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
Olgeir Sigurgeirsson ('78)
Kári Ársælsson
9. Ismar Tandir ('78)
10. Atli Sigurjónsson
15. Davíð Kristján Ólafsson ('37)
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson
26. Alfons Sampsted
27. Arnór Gauti Ragnarsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('78)
8. Arnþór Ari Atlason ('78)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Sólon Breki Leifsson ('37)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: