Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
2
1
BÍ/Bolungarvík
Alfreð Már Hjaltalín '14 1-0
Egill Jónsson '40 2-0
2-1 David Cruz Fernandez '72
06.06.2015  -  15:00
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2015
Aðstæður: Hægur andvari og skýjað...þó ekki útilokað að sólin láti sjá sig hér á meðan á leik stendur. Völlurinn alltaf að verða betri enda er sumarið að detta í hús!
Dómari: Leiknir Ágústsson
Áhorfendur: 250
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('69)
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
4. Egill Jónsson
5. Björn Pálsson
8. William Dominguez da Silva ('79)
11. Ingólfur Sigurðsson ('62)
13. Emir Dokara
14. Arnar Sveinn Geirsson
23. Admir Kubat
24. Kenan Turudija

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Marcos Campos Gimenez ('69)
20. Kristófer Eggertsson ('62)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Emir Dokara ('30)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tæpt.

En þrjú stig samt fyrir heimamenn og þau skipta máli!

Viðtöl koma innan ekki of langs tíma.
90. mín
Uppbótartíminn dottinn á.

Tippum á þrjár mínútur.
86. mín
Hér vildu heimamenn fá víti en blaðamannaboxið metur þetta löglega tæklingu, en tæpt var það!
85. mín
Spivack neglir hann í þverslánna!

Cristian snerti þennan og það sennilega skipti sköpum, boltinn small niður á línuna.
83. mín
Spivack með skalla rétt framhjá eftir sendingu frá vinstri.

Vestfirðingar eru að gera atlögu að stigi hérna!
79. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Lítið sést af Brazzanum í dag.

Kristinn kemur í hans stöðu á vinstri kanti.
78. mín
Endanna á milli hérna núna.

Kominn alvöru leikur!
75. mín
Spivack er heldur betur að stríða sínum gömlu félögum.

Fór framhjá Emir en varnarmenn redduðu á síðustu stundu í horn.
72. mín MARK!
David Cruz Fernandez (BÍ/Bolungarvík)
Stoðsending: Pétur Bjarnason
Langt innkast frá Spivack sem Pétur nikkar inn í teiginn og Fernandez er þar aleinn í markteignum og klárar með góðum skalla.
71. mín
Prevalus í ágætu skotfæri en tekur sér of mikinn tima og varnarmenn komast fyrir skotið.
69. mín
Inn:Marcos Campos Gimenez (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Alfreð haltrar útaf.

Arnar fer út á hægri kant og Gimenez í senterinn.
69. mín
Inn:Ásgeir Frank Ásgeirsson (BÍ/Bolungarvík) Út:Viktor Júlíusson (BÍ/Bolungarvík)
Hrein skipting.
64. mín Gult spjald: Calvin Oliver Crooks (BÍ/Bolungarvík)
Braut á Emir úti á vængnum.
63. mín
FRÁBÆR MARKVARSLA!

da Silva vaknaði hér með látum, fíflaði Walker í bakverðinum og sendingin rataði á koll Turudija en Fabian sá við honum og Egill dúndraði svo frákastinu framhjá.
62. mín
Inn:Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Hrein skipting.
61. mín
Inn:David Cruz Fernandez (BÍ/Bolungarvík) Út:Nikulás Jónsson (BÍ/Bolungarvík)
Prevalus fer út á hægri og Fernandez í senterinn.
57. mín
Spivack með gott skot en Cristian ver.
54. mín
Fínt skot úr aukaspyrnunni frá Ingó, aðeins of laust og Fabian tók þennan býsna auðveldlega.
53. mín
Aukaspyrna heimamanna á stórhættulegum stað!
50. mín
Gestirnir mjög frískir hér í upphafi síðari hálfleiks og komnir miklu hærra á völlinn.
48. mín
DAUÐAFÆRI!

Spivack einn í gegn eftir langan bolta en Liberato sá við honum.

Þarna átti Joey að setj'ann.
46. mín
Komið af stað aftur.

Fabian markmaður fékk fimm spor í hökuna í hálfleik!

Rokkstig fyrir það...
45. mín
Hálfleikur
Einstefna.

Munurinn síst of stór hér.
45. mín
Uppbótartími í gangi...gæti orðið nokkur.

Heimamenn aðeins slakað á klónni núna.
44. mín
Stanslaus sókn heimaliðsins hér síðustu mínúturnar.
42. mín
DAUÐAFÆRI.

Alfreð kominn í gegn, Fabian í skógarferð en chippan fór rétt yfir.
40. mín MARK!
Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
Neglir boltann í markið af vítapunkti eftir FRÁBÆRAN undirbúning Alfreðs sem fór illa með varnarmenn gestanna og lagði boltann á Arnar Svein.

Hans skot var blokkað en Egill fékk frákastið og kláraði þetta snilldarvel.
37. mín
Posession í leiknum er ca. 70-30 en það gengur ekki vel fyrir heimamenn að skapa færi úr allri þessari posession.

Pínulítið saga sumarsins hingað til.
33. mín
Einhvern veginn er leikurinn að dofna allur!
30. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Stöðvar hraða sókn í fæðingu.
29. mín
Badu braut á Alfreð í hraðri sókn.
27. mín Gult spjald: Daniel Osafo-Badu (BÍ/Bolungarvík)
Spivack með skot framhjá úr teignum eftir misheppnaða sendingu í vörn heimamanna, hann ætlar sér að skora hér í dag strákurinn.
23. mín
Fyrsta skot gestanna kemur frá fyrrum Víkingnum Spivack upp úr aukaspyrnu en það er hættulaust og langt framhjá.
19. mín
Áframhaldandi stórsókn heimamanna, Broich greip fína fyrirgjöf Ingólfs á tám Arnars Sveins.
17. mín
Walker er hægri bak, Ondo og Sigurgeir í hafsent og Crooks í vinstri bak.

Osafo-Badu er djúpur á miðjunni.

Nikulás hægri vængur, Pétur og Viktor á miðju, Spivack vinstra megin.

Prevalus fremstur.
14. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Arnar Sveinn Geirsson
Skyndisókn, Sigurgeir virtist hafa alla stjórn á löngum bolta en Arnar Sveinn gerði virkilega vel í að vinna af honum boltann á endalínunni og lagði út í teig þar sem Alfreð átti einfalt verk eftir.

Slakur varnarleikur en vel klárað engu að síður.
12. mín
Tempóið í leiknum ruglastvið svona stopp en núna eru heimamenn aftur komnir í gang.

Sýnist þetta verða á þann hátt að Víkingar hápressa og gestirnir reyni að beita skyndisóknum.
9. mín
Báðir standa upp eftir þriggja mínútna stopp, markmaðurinn er þó ekki enn alveg laus við aðhlynninguna og ljóst að vel verður fylgst með honum.
6. mín
Hér liggja tveir í valnum eftir hættulega aukaspyrnu Ingólfs sem fór rétt framhjá.

Fabian markmaður gestanna og Kubat þurf aðhlynningu.
3. mín
Emir er hægri bakvörður, Björn Páls er hafsent með Kubat og Mummi vinstri bak.

Miðjan frá hægri er Alfreð, Turudija, Egill og da Silva.

Arnar Sveinn og Ingólfur er senteraparið.
2. mín
Heimamenn byrja á að hápressa í 4-4-2.
Fyrir leik
Víkingar vinna hlutkestið og ákveða að byrja undan vindi.

Sækja frá skólanum í átt að gilinu.

Fyrir leik
Sólin er mætt en aðeins hefur aukið í goluna.

Þó er þetta ekkert miðað við ofviðrið sem var í þessum leik í fyrra. Þá sigruðu gestirnir 2-4 og þau úrslit voru stór fyrir bæði lið í baráttunni.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Leiknir Ágústsson hinn háreisti.

Aðstoðardómararnir eru þeir Andri og Þórður.

Fyrir leik
Töluverðar breytingar á liðunum frá í bikarleik vikunnar, skoðum það betur þegar nær dregur leiknum.

Heilmikið af ólíkum tungumálum væntanlega í gangi í dag...en sameiginlega fótboltamálið auðvitað það sem skiptir máli!
Fyrir leik
Velkomin í beina lýsingu frá Ólafsvíkurvelli þar sem að framundan er leikur sjávarbyggða á Sjómannadagshelgi.

Eingöngu stemming framundan!
Byrjunarlið:
12. Fabian Broich (m)
3. Calvin Oliver Crooks
5. Loic Mbang Ondo
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason
8. Viktor Júlíusson ('69)
11. Joseph Thomas Spivack
14. Aaron Walker
15. Nikulás Jónsson ('61)
16. Daniel Osafo-Badu
19. Pétur Bjarnason
21. Rodchil Junior Prevalus

Varamenn:
1. Daði Freyr Arnarsson
6. Hjalti Hermann Gíslason
9. David Cruz Fernandez ('61)
13. Sigþór Snorrason
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('69)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Daniel Osafo-Badu ('27)
Calvin Oliver Crooks ('64)

Rauð spjöld: