Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
0
1
FH
0-1 Bjarni Þór Viðarsson '51
07.06.2015  -  20:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('60)
4. Igor Taskovic ('75)
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
16. Milos Zivkovic
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason ('81)
27. Tómas Guðmundsson

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('75)
9. Haukur Baldvinsson
14. Bjarni Páll Runólfsson
14. Atli Fannar Jónsson ('81)
15. Andri Rúnar Bjarnason ('60)
28. Eiríkur Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Dofri Snorrason ('45)
Tómas Guðmundsson ('68)
Arnþór Ingi Kristinsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér með nokkuð hefðbundnum ósannfærandi 1-0 sigri
90. mín
Víkingar búnir að pressa stíft, FH ingar taka sér góðan tíma í allar aðgerðir
89. mín
Þetta var nú bara víti sýndist mér. Doumbia virtist brjóta á Atla Fannari. Það þarf að sjá þetta aftur.
88. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Serwy búinn að eiga fínan leik
83. mín
Toft átti fína sendingu innfyrir á Viktor Bjarka en FH ingar náðu að renna sér fyrir.
81. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Vegabréfsdrengurinn kominn inná.
81. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Þétta varnarleikinn
79. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Fyrir brot á Þórarni Inga
77. mín
Tómas Guðmundsson með frábæra fyrirgjöf. Andri Rúnar gerði vel og kom bakvið varnarmanninn og stakk sér framfyrir hann og skallaði en því miður fyrir hann beint á Róbert.
75. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Igor Taskovic (Víkingur R.)
Furðuleg skipting en engu að síður. Kannski getur Viktor Bjarki lífgað uppá sóknarleikinn hjá Víkingum.
73. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
72. mín
Jahérna hér, hvernig fórstu að þessu drengur. Jeremy Serwy í svo miklu dauðafæri að ég á ekki orð. Vel varið hjá Nielsen engu að síður en þarna átti Serwy að skora, einn nánast á markteig hjá Víkingum.
69. mín
VÁá eruði að grínast. Toft átti frábæra sendingu innfyrir á Andra Rúnar sem skaut í stöngina. Víkingar ótrúlega óheppnir að jafna ekki þarna.
68. mín Gult spjald: Tómas Guðmundsson (Víkingur R.)
Ljótt brot aftan frá.
66. mín
Þarna var nú bara hendi á Bjarna Þór Viðarsson, menn eiga nú að fá gult spjald fyrir svona. Eftir aukaspyrnu Serwy
63. mín
Toft með aukaspyrnu á vítateigshorninu sem hann vann sjálfur en skot hans fór yfir. Ágætis spyrna samt sem áður.

60. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.) Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Sóknarskipting. Ívar lítið gert í þessum leik.
60. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
Kassim að fá gult spjald. Verðskuldað og uppsafnað.
57. mín
Atli Guðnason með hörkuskot rétt framhjá markinu. FH ingar líklegri að bæta við heldur en Víkingar að jafna
54. mín
Nielsen í bullandi vandræðum með að kýla boltann eftir hornspyrnu FH inga en náði boltanum að lokum.
51. mín MARK!
Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Stoðsending: Jón Ragnar Jónsson
Jón Ragnar átti frábæra fyrirgjöf og þar kom Bjarni Þór Viðarsson og stökk hæst og stangaði boltann í netið. Set smá spurningarmerki við Nielsen fannst hann eiga að vera þetta.
49. mín
FH ingar voru aðgangsharðir. Serwy tók stórhættulega aukaspyrnu sem fór af einhvejrum inn í víta teig en Nielsen varði vel.
47. mín
Arnþór Ingi með frábæran skalla sem enda í slánni. Frábær fyrirgjöf frá aukaspyrnu Ívari.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn. Okkur er orðið kalt og viljum fá mörk til að hlýja okkur
46. mín
Heyriði það leikmenn. Gefið allt sem þú átt syngur jón jónsson. Farið nú að gefa allt sem þið eigið í þennan seinni hálfleik. Enginn að nenna 0-0 leik. Við viljum mörk.
45. mín
Gaman að segja frá því að Jón Jónsson er á fóninum. FH ingum til mikillar gleði.


45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Ekki mikð sem er hægt að taka útúr þessum fyrri hálfleik annað en það er mikil barátta í gangi.
45. mín Gult spjald: Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Dofri fær gult spjald fyrir leikaraskap. Hennti sér niður þegar Bjarni Þór stjakaði við honum.
45. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Davíð Þór fær gult fyrir ljótt brot. Hefði mögulega getað verið rautt frá mínu sjónarhorni
39. mín
Aukaspyrna dæmd á Steven Lennon, mér fannst það vera fyrir lítið sem ekkert, Lennon skoraði í kjölfarið en búð að dæma.
35. mín
Lennon með bjartsýnisskot af 38 metrum. Örvænting að detta í mannskapinn.
33. mín
Það er bara nákvæmlega ekkert að gerast í þessum leik.

22. mín
Bjarni Þór Viðarsson með hörkuskot sem Thomas nielsen varði í horn
19. mín
Víkingar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins. Ekkert kom uppúr því
15. mín
Víkingar ætla greinilega að selja sig dýrt hér. Ekki margt sem hægt er að skrifa um.
7. mín
Sem starfsmaður á knattspyrnuvelli þá verð ég að vorkenna vallarstjóranum í Víkinni það á ekki eftir að vera gaman að mæta í vinnuna á morgun.
5. mín
Jahérna hér. Da´við Örn Atlason var kominn á hörkusprett upp hægri kanntinn og sendi boltann fyrir og tveir FH ingar renndu sér í Toft, mér fannst vera smá vítaspyrnulykt af þessu en það fór ekki svo.
1. mín
Athygli vekur að aukaspyrnu Ívar er frammi hjá Víkingum. Ég ætla reikna með að hann sé með skotleyfi í dag.
1. mín
LET'S GET READY TO RUMBLE.
Erlendur Eiríksson hefur flautað leikinn á og ég býst við haug af mörkum.
Fyrir leik
Víkingar að koma með teikningar að nýju varamannaskýlunum og fjölmiðlaaðstöðunni sem eru í byggingu.
Fyrir leik
Áhorfendur farnir að flykkjast á völlinn og stutt í að leikurinn hefjist. Það stórsér á vellinum eftir upphitun.
Fyrir leik

Fyrir leik
Sturluð staðreynd dagsins. Seinast þegar ég og Andri Valur Ívarsson blaðamaður Vísis sem er hér í blaðamannastúkunni hittumst á sama vellinum, fengum við báðir rautt spjald. Mitt eina á ferlinum en samt sem áður skemmtilegt. Hann spáir 3-2 fyrir gestunum í Hafnarfirði.
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson sér um flautuspil í dag, ég vona að sjálfsögðu að hann fari nú ekkert að nota hana mikið enda viljum við hraðan og skemmtilegan leik

Fyrir leik
Ég hef gert mér þann leik í sumar að smakka á grilluðu hamborgurum liðanna og í leið styrkja heimaliðin. Hingað til er staðan svona

Samsungvöllur 4,5 stjörnur
Vodafonevöllur 4 stjörnur
Fylkisvöllur 3 stjörnur
Kópavogsvöllur 2 stjörnur
Víkingsvöllur 2 stjörnur
Fjölnisvöllur 1,5 stjarna
Kaplakrikavöllur 0 stjörnur.

Kaplakrikinn fór illa í því enda voru þeir ekki með grill á þeim leik sem ég mætti á. Þeir bæta kannski úr því næst þegar ég mæti.
Fyrir leik
Athygli vekur að engin varamannaskýli eru til staðar og einungis stólar fyrir varamenn. Þetta gæti orðið kalt kvöld fyrir varamennina.
Fyrir leik
Sænska Eurovision sigurlagið fær að óma hér. Það ætti að kveikja í liðinum. Því miður eru þeir einfaldlega ekki mættir út að hita þannig að það á líklega ekki eftir að kvikna í neinum.
Fyrir leik
Óska endilega eftir twittum um leikinn og hvet notendur til að nota kassamerkið # eða hashtagið #fotboltinet
Fyrir leik
Bolvíska stálið Kristján Jónsson sem er blaðamaður hjá morgunblaðinu hafði þetta um leikinn að segja.

Víkingur 0 - 2 FH (sunnudag 20:00)
Þessi leikur kemur ekki á góðum tímapunkti fyrir Víkinga. Þeim tókst ekki að vinna Hött á 90 mínútum á heimavelli í bikarnum og hafa gefið aðeins eftir eftir ágæta byrjun. FH nær í þessi stig. Þeir skora snemma og bæta við öðru seint í leiknum þegar Víkingar taka meiri áhættu. Atli Viðar og Lennon skora.
Fyrir leik
Víkingum hefur gengið afar illa með lið FH og þurfti ég að fara aftur til ársins 2006 til þess að finna Víkings sigur en það var í bikarnum. Þrír leikmenn sem leika í dag spiluðu þann leik. Viktor Bjarki var í liði Víkings á meðan Atli Guðnason, Davíð Þór Viðarsson spiluðu fyrir FH. Pétur Viðarsson sat á bekknum í þeim leik.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur góðir. Eftir rétt um fimmtíu mínútur hefst leikur Víkings og FH hér í Víkinni. Víkingar hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu á meðan FH ingar eru á toppnum.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('73)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason ('81)
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('88)

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
17. Atli Viðar Björnsson
18. Kristján Flóki Finnbogason ('88)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('81)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('73)
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('45)
Kassim Doumbia ('60)

Rauð spjöld: