Grindavík
0
1
Þróttur R.
0-1 Viktor Jónsson '85
08.06.2015  -  19:15
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2015
Aðstæður: Blautur völlur og vindur á annað markið
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson ('84)
Benóný Þórhallsson
Marinó Axel Helgason ('61)
3. Gylfi Örn Á Öfjörð
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Alex Freyr Hilmarsson
11. Ásgeir Þór Ingólfsson
14. Tomislav Misura
24. Björn Berg Bryde
28. Alejandro Jesus Blzquez Hernandez

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
9. Matthías Örn Friðriksson
17. Magnús Björgvinsson ('84)

Liðsstjórn:
Scott Mckenna Ramsay
Ivan Jugovic
Maciej Majewski

Gul spjöld:
Marinó Axel Helgason ('48)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viktor Jónsson tryggir Þrótti sigur eftir að Grindvíkingar voru betri í síðari hálfleiknum. Þróttarar eru áfram með fullt hús stiga á toppnum í 1. deildinni og útlitið er bjart hjá þeim.
90. mín
Inn:Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.) Út:Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Senter út og varnarmaður inn. Fimm manna vörn hjá Þrótti.
88. mín Gult spjald: Hallur Hallsson (Þróttur R.)
86. mín
Þetta mark kom gegn gangi leiksins en Kötturum er alveg sama. Þeir taka lagið í stúkunni.
85. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Hallur Hallsson
Einkenni hjá mörgum góðum markaskorurum. Sjást ekki allan leikinn og skora síðan. Viktor fær sendingu inn fyrir vörnina og afgreiðir boltann glæsilega á nærstöngina framhjá Benóný.
84. mín
Viktor Jónsson hefur verið lítið ógnandi í dag en þarna fékk hann ágætis færi. Skotið er hins vegar laust og Benóný ver.
84. mín
Inn:Magnús Björgvinsson (Grindavík) Út:Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Jósef hefur haltrað í nánast allan dag. Alejandro fer niður í bakvörðinn og Magnús á kantinn.
82. mín
Óli Baldur Bjarnason í dauðafæri! Kemst einn gegn Trausta en sá síðarnefndi kemur út á móti og bjargar vel.
80. mín
Alex Freyr Hilmarsson með ágætis langskot sem Trausti ver. Alex spilar með hvítt buff á höfðinu í dag. Hornfirðingnum greinilega kalt.
78. mín
Inn:Aron Lloyd Green (Þróttur R.) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.)
71. mín
Grindvíkingar pressa stíft þessa stundina. Við auglýsum ennþá eftir marki í þennan leik!
69. mín Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Þróttur R.)
Trausti á lélega sendingu úr marki sínu á Davíð. Tomislav er fyrri til í boltann og Davíð brýtur á honum út við hliðarlínu.
68. mín
Alejandro með aukaspyrnu af 30 metra færi núna. Þessi spyrna er mun betri en Trausti ver glæsilega þegar boltinn stefndi upp í bláhornið.
66. mín
Enn einu sinni er hætta eftir hornspyrnu, nú hjá Grindavík. Boltinn fer þvert fyrir markið án þess að nokkur leikmaður nái að pota honum yfir marklínuna. Þróttarar hreinsa síðan.
64. mín
Alejandro bjartsýnn. Lætur vaða úr aukaspyrnu frá miðjuboganum en boltinn fer hátt yfir. Vindurinn núna ská á völlinn og Grindvíkingar meira með hann í bakið.
61. mín
Inn:Úlfar Hrafn Pálsson (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Marinó á spjaldi. Úlfar er örvfættur og kemur í hægri bakvörðinn. ekki algengt að sjá vinstri fótar menn þar.
60. mín
Inn:Omar Koroma (Þróttur R.) Út:Dion Acoff (Þróttur R.)
Dion átti besta færi leiksins en hann hefur oft spilað betur en í dag.
55. mín
Alexander Veigar með aukaspyrnu sem fer hársbreidd framhjá markinu. Benóný hreyfði sig ekki í markinu. Þarna munaði litlu!
48. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Brýtur á Dion.
47. mín
Þróttarar láta kantmennina skipta um stöðu. Dion er vinsra megin núna en Rafn Andri hægra megin.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Grindvíkingar fá ekki vindinn í bakið þar sem vindurinn er búinn að snúa sér. Hliðarvindur núna.
46. mín
Þróttarar mæta fyrr út á völl og taka smá auka fótavinnuæfingar.
46. mín
Bjarni Jó, þjálfari KA, er mættur í Grindavík. Bjarni og félagar í KA mæta Þrótti á sunnudag.
45. mín
Hálfleikur
Valdimar flautar til hálfleiks. Jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og þau hafa bæði átt sína spretti. Þróttarar voru þó nær því að komast yfir þegar Dion Acuff skaut yfir úr algjöru dauðafæri á markteig.
45. mín
Mikil barátta eftir hornspyrnu Grindvíkinga en Þróttarar ná að bjarga á endanum.
42. mín
Grindvíkingar komast í álitlega skyndisókn eftir hornspyrnu Þróttara. Þeir eru hins vegar of lengi að athafna sig og sóknin rennur út í sandinn.
41. mín
Hörkusókn hjá Þrótturum í kjölfarið á aukaspyrnu. Eftir mikinn darraðadans náði Jósef að skalla boltann í horn.
40. mín
Í veðurfréttum er það helst að vindurinn er að snúa sér. Breytast í hliðarvind.
38. mín
Hlynur með hornspyrnu í slána og út! Nota vindinn. Þarna mátti litlu muna.
36. mín
Vááááááá!!!! Þvílíkt dauðafæri! Alexander Veigar rennir boltanum fyrir markið og Dion er aleinn á markteignum. Hann þrumar boltanum hins vegar yfir! Það voru allir búnir að bóka mark þarna.

33. mín
Rafn Andri Haraldsson á skot frá vítateigslínu eftir fínt spil Þróttara en boltinn fer rétt framhjá.
33. mín
Grindvíkingar hafa yfirhöndina þessa stundina. Við auglýsum eftir mörkum.
30. mín
Alejandro með hörkuskot en Oddur nær að kasta sér fyrir boltann.
28. mín
Boltinn eitthvað linur. Valdimar dómari sýinr skemmtilega takta þegar hann sparkar boltanum af velli. Fínasta spyrnutækni. Valdimar fyrrum leikmaður Þórs. Kann að sparka.
27. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Hlynur fastur fyrir. Brýtur á Tomislav.
25. mín
Hörkubarátta í gangi núna. Jafnara en í byrjun. Grindvíkingar að sækja í sig veðrið.
20. mín
Alexander Veigar reynir skot af 35 metra færi gegn gömlu félögunum. Skotið fær kraft með vindinum en Benóný grípur boltann.
19. mín
Tomislav Misura sleppur einn í gegn en Trausti bjargar með flottu úthlaupi. Grindvíkingar ná frákastinu en Karl Brynjar Björnsson kemst fyrir seinna skotið. Besta færi leiksins!
18. mín
Aron Ýmir liggur meiddur á vellinum og þarf smá aðlhynningu.

12. mín
Alexander Veigar Þórarinsson á skalla eftir fyrirgjöf og boltinn dettur á fjærstöngina á Dion. Hann er hins vegar ekki á tánum og færið rennur út í sandinn.
10. mín
Þróttarar byrja betur og pressa Grindvíkinga enda með vindinn í bakið.
7. mín
Hlynur Hauksson straujar Rodigo Romes Mateo. Fær tiltal.
5. mín
Við fáum áhugavert einvígi hér í dag þar sem tveir allra fljótustu leikmenn deildarinnar eigast við. Dion Acuff á hægri kantinum hjá Þrótti mætir Jósef Kristni Jósefssyni hjá Grindavík.
4. mín
Þróttarar fá hornspyrnu og eftir darraðadans í teignum á Oddur Björnsson skot yfir markið.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Þróttarar byrja með vindinn í bakið.
Fyrir leik
Silfurrefurinn Valdimar Pálsson flautar leikinn hér í dag. Liðin ganga inn á völlinn og Hjálmar eru í hátalarakerfinu.
Fyrir leik
Arfadöpur mæting. Spurning hvort menn séu eitthvað þreyttir eftir sjóarann síkáta?
Fyrir leik
Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur mætir með kaffibolla og kleinu upp í stúku. Maður sem hefur séð allt saman í boltanum!

Fyrir leik
Völlurinn er rennandi blautur eftir rigningu dagsins. Getur boðið upp á hraðan og skemmtilegan leik......ekki nema vindurinn setji of mikið strik í reikninginn.
Fyrir leik
Hjá Grindavík kemur hinn ungi og efnilegi Marinó Axel Helgason í byrjunarliðið. Marinó er sonur Helga Bogasonar, þjálfara úr Grindavík. Helgi var einmitt að koma sér fyrir í stúkunni.
Fyrir leik
Þróttarar halda sig við svipað lið og í byrjun móts. Hallur Hallsson byrjar á miðjunni í stað Ragnars Péturssonar sem verður frá keppni út sumarið eftir að hafa slitið krossband.
Fyrir leik
Viktor Jónsson hefur farið á kostum með Þrótti í sumar. Hann byrjar í dag og fer síðan til móts við U21 árs landsliðið fyrir leikinn gegn Makedóníu á fimmtudag.
Fyrir leik
Marko Valdimar Stefánsson er á meiðslalistanum hjá Grindavík. Missti gaskút á tána á sér fyrir þremur vikum og hefur verið frá keppni síðan þá. Óheppinn.
Fyrir leik
Þegar korter er í leik eru fjórir áhorfendur mættir í stúkuna. Það er sem sagt ekki uppselt ennþá. Allir á völlinn!
Fyrir leik
Það er mikið rok í Grindavík og vindurinn stendur á annað markið. Markið sem er fjær búningsklefunum.
Fyrir leik
Tjáið ykkur um leikinn með því að nota #fotboltinet
Fyrir leik
Haldið var upp á sjómannadaginn í Grindavík um helgina. Spurning hvort menn komi ferskir undan helginni eða ekki.
Fyrir leik
Doddi Litli var spámaður umferðarinnar í 1. deildinni.

Grindavík 0 - 2 Þróttur
Á venjulegum degi myndi ég spá Grindvíkingum sigri, bara fyrir Gauta Grindjána en Sóli Hólm er búinn að vera fyndnari í upphafi móts svo ég segi 0-2 annars er Þróttarar að byrja mótið fáránlega vel, kemur skellurinn í þessum leik? Gauti? Sóli?
Fyrir leik
Kvöldið!

Við heilsum héðan úr Grindavík þar sem síðasti leikurinn í 5. umferðinni í 1. deild karla er á dagskrá í kvöld.

Topplið Þróttar er í heimsókn hjá Grindavík. Þróttur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Grindvíkingar eru með fjögur stig í tíunda sætinu.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
5. Aron Ýmir Pétursson
9. Viktor Jónsson ('90)
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('78)
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Dion Acoff ('60)
14. Hlynur Hauksson
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
1. Elías Fannar Stefnisson (m)
3. Árni Þór Jakobsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson ('90)
8. Hilmar Ástþórsson
12. Omar Koroma ('60)
23. Aron Lloyd Green ('78)

Liðsstjórn:
Erlingur Jack Guðmundsson

Gul spjöld:
Hlynur Hauksson ('27)
Davíð Þór Ásbjörnsson ('69)
Hallur Hallsson ('88)

Rauð spjöld: