Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
1
3
Selfoss
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir '3
0-2 Dagný Brynjarsdóttir '50
0-3 Donna Kay Henry '65
Vesna Elísa Smiljkovic '71 1-3
09.06.2015  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Byrjunarlið:
12. Þórdís María Aikman (m)
3. Maria Selma Haseta
6. Mist Edvardsdóttir
10. Elín Metta Jensen
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
14. Rebekka Sverrisdóttir
20. Anna Garðarsdóttir ('59)
21. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir
23. Heiða Dröfn Antonsdóttir
28. Katia Maanane ('58)
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
5. Inga Dís Júlíusdóttir
16. Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('58)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Hugrún Arna Jónsdóttir
19. Selma Dögg Björgvinsdóttir

Liðsstjórn:
Kristín Ýr Bjarnadóttir

Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('38)
Berglind Rós Ágústsdóttir ('42)
Rebekka Sverrisdóttir ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-3 sigur Selfoss staðreynd. Viðtöl skýrsla og fleira á leiðinni!
93. mín Gult spjald: Rebekka Sverrisdóttir (Valur)
93. mín
Enn einn frábær sprettur hjá Dagný sem kemur með góða fyrirgjöf á fjær þar sem Magdalena er alein og óvölduð en tekur sér alltof langan tíma og skotið slakt.
92. mín
Gott skot frá Dagný, en að sama skapi vel varið frá Þórdísi.
86. mín
Hér nötrar markstöng Vals ennþá, frábært skot frá Dagný Brynjars í stöngina, þarna mátti ekki miklu muna!
86. mín
Inn:Esther Ýr Óskarsdóttir (Selfoss) Út:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
79. mín
ÚFF AFTUR!!!!

Skonding af hægri kantinum frá Elín Mettu sem hafnar á innanverðri stönginni fjær!!! Þarna mátti ekki miklu muna!
78. mín
Elín hefði getað búið til alvöru leik hérna í lokin hefði hún klárað þetta. Vals stúlkur þurfa mark sem fyrst.
78. mín
ÚFF!!!!!

Elín Metta í DAUÐAFÆRI, alein inní teig en skýtur beint á Chante, á að gera betur þarna!
75. mín
Inn:María Rós Arngrímsdóttir (Selfoss) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
75. mín
Flottur sprettur hjá Vesnu inn á teig, en Selfyssingar koma fyrirgjöf hennar í burtu. Horn.

Ekkert verður úr horninu.
71. mín MARK!
Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Stoðsending: Kristín Ýr Bjarnadóttir
FRÁÁÁÁBÆR UNDIRBÚNINGUR hjá Kristínu Ýr þegar hún leikur sér að tveimur varnarmönnum Selfoss eins og að drekka vatn og rennir honum svo á Vesnu sem klárar vel. Eru Vals stúlkur að fara koma til baka og láta mig borða nokkur sokkapör? Veit ekki.
68. mín
Það þarf risastórt kraftaverk til þess að Vals stúlkur geri sér einhvern mat úr þessum leik.
67. mín
Inn:Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
65. mín MARK!
Donna Kay Henry (Selfoss)
Stoðsending: Dagný Brynjarsdóttir
Dagný með enn eina drauma sendinguna innfyrir á Donnu Kay sem klárar í autt markið þar sem Þórdís María fór í glæfralegt úthlaup og var komin út fyrir teig þegar Donna sólar hana með einni auðveldri gabbhreyfingu.
65. mín
Elín Metta hársbreidd frá því að minnka muninn þegar hún rétt missir af fyrirgjöf.
60. mín
Smá darraðadans í teignum hjá Selfossi sem endar í horni. Úr horninu er dæmd aukaspyrna á Val.
59. mín
Inn:Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur) Út:Anna Garðarsdóttir (Valur)
58. mín
Inn:Ísold Kristín Rúnarsdóttir (Valur) Út:Katia Maanane (Valur)
58. mín
Skalli í átt að marki Selfoss, en lítil hætta á ferðum.
50. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Anna María Friðgeirsdóttir
0-2 !!!

Löng og há aukaspyrna af vinstri vængnum frá Önnu Maríu beint á kollinn á Dagný sem rís lang hæst í teignum og stangar hann í autt markið þar sem Þórdís var farin í skógarferð í einskis manns land.
49. mín
Ekki mikil læti fyrstu mínúturnar, Dagný Brynjars að sýna gæðin sín inná miðjunni. Góð á boltann!
45. mín
Leikurinn hafinn að nýju !
45. mín
Hálfleikur
Fáum okkur kaffi. Æsispennandi 45 mínútur framundan.
43. mín Gult spjald: Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Hér rignir spjöldum. Dagný fer ansi hressilega í Vesnu úti við hliðarlínu.
42. mín Gult spjald: Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Fyrir brot á Guðmundu sem var nýkomin inná.
40. mín
Enn og aftur vandræðagangur í vörn Vals, Mist missir Ernu framúr sér inn í teig en Rebekka nær að renna sér fyrir skot Ernu og kemur hættunni frá.
38. mín Gult spjald: Elín Metta Jensen (Valur)
Hefnibrot, lendir í samstuði og hleypur Guðmundu uppi og tæklar hana fast aftan frá. Guðmunda virðist vera sárþjáð. Ekki falleg tækling.
36. mín
Klaufagangur í Vals vörninni, langur bolti frá Chante upp völlinn og Mist og Rebbekka Sverrisdóttir hlaupa saman sem verður til þess að Dagný fær færi en setur boltann yfir markið.
34. mín
Stöðug ógn sem kemur þegar Donna er með boltann, frábær leikmaður, góð á boltann og dugleg að koma sér í færi!
30. mín
Hér bjargar Þórdís María Val frá því að lenda 0-2 undir. Donna við það að sleppa í gegn þegar hún tekur stórbrotið úthlaup og nær að stoppa Donnu frá því að skora!
29. mín
Gunna Bogg vaktin heldur áfram, hann lætur sér varamannaskýlið á Hlíðarenda ekki nægja heldur sest hann í stigann.
27. mín
Valur að vinna sig örlítið inn í leikinn, flottur sptrettu hjá Vesnu upp vinstri kantinn en fín varnarvinna frá Önnu Maríu sem kemur boltanum út.
24. mín
Gunnar Rafn er gífurlega öflugur að stýra sínum stelpum af hliðarlínunni, nýtir boðvanginn út í hið ýtrasta.
23. mín
Selfoss með öll völd á vellinum. Öll.
21. mín
Hér kom mark eftir fyrirgjöf, en það var dæmt af vegna þess að boltinn fór útaf áður en sendingin komst fyrir.
20. mín
WOW!

Donna Kay fær boltann á hægri kantinum, tekur skæri og klobbar svo Mariu Selmu illa, úff.
19. mín
Klæðaburður þjálfaranna er í mjög svipuðum stíl. Jogginbuxur og jakki svo er Gunni Bogg með húfu og hanska til að toppa sitt lúkk.
18. mín
Lítið í gangi eins og er. Mikið um innköst og annað fínerí.
15. mín
Frábær sending inn fyrir vörn Vals beint á Guðmundu sem skýtur með tánni framhjá, þarna á hún að gera betur.
14. mín
Guðmunda við það að sleppa ein í gegn en Samir flaggar rangstöðu. Réttilega dæmt.
10. mín
Dauðafæri hjá Selfyssingum, gullfalleg sending hjá Dagný Brynjars inn á Evu Lind sem tekur sér of langan tíma í að klára færið og Mist nær að renna sér fyrir skotið hennar.
8. mín
Selfoss með öll völd á vellinum.
3. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
ÞÆR ERU EKKI LENGI AÐ ÞESSU!!

Fín sókn frá Selfoss stúlkum sem endar með því að Guðmunda fær boltann inn í teignum ein og óvölduð og setur hann yfir Þórdísi af þröngu færi sláin inn takk fyrir!!

0-1 fyrir gestunum.
1. mín
Hér er strax komið hættulegt færi, Elín Metta fær sendingu innfyrir og nær að snúa í teignum og nær fínu skoti í fjærhornið en vel varið hjá Chante í markinu.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Fyrir leik
Final Countdown með Evrópu spilað, liðin ganga inn á völlinn. Þetta er að bresta á.
Fyrir leik
Jæja, 10 mínútur í leik, Selfoss liðið er búið að ganga inn í klefa en Val stúlkur eru að klára sína upphitun!
Fyrir leik
Svo má ekki gleyma öðlingnum á flautunni honum Óla Njál Ingólfssyni, kennari í Verzló með meiru. Honum til halds og trausts eru þeir Samir Mesetovic og Viatcheslav Titov á sitthvorri línunni. Þ.e.a.s þeir eru aðstoðardómarar.
Fyrir leik
Gunni Bogg peppar sínar stelpur vel upp fyrir átökin, tekur sig meira að segja til og lyftir Ernu Guðjóns. Skemmtilegur karakter.
Fyrir leik
Vals stúlkur eins og áður sagði farið vel af stað í deildinni og geta þær þakkað fremstu þremur mikið fyrir þeirra framlag á vellinum en Vesna og Elín Metta hafa skorað 9 mörk af 11 fyrir liðið sem verður að teljast ansi gott. Elín Metta er markahæst í deildinni með 5 mörk.
Fyrir leik
Hér fyrir aftan mig í blaðamannastúkunni, þ.e.a.s í íþróttasalnum fara fram körfuboltabúðir Vals með tilheyrandi hávaða. Skemmtilegt!
Fyrir leik
Gunnar Borgþórsson þjálfari kvennaliðs Selfoss er einnig flestum kunnugur á Hlíðarenda en hann þjálfaði liðið við góðan orðstýr tímabilið 2011-2012.
Fyrir leik
Selfoss hafa verið ill viðráðanlegar eftir komu Dagný Brynjarsdóttur í lið þeirra og unnu þær meðal annars íslands og bikarmeistara Stjörnunnar í þar síðustu umferð Pepsi deildarinnar.

Hún mætir í dag sínum gömlu félögum í Val!
Fyrir leik
Bæði lið hafa tapað einum leik og sigrað hina þrjá af fyrstu fjórum leikjum mótsins.

Vals stúlkur töpuðu fyrir Stjörnunni í síðasta leik, en Selfoss tapaði fyrir Fylki í fyrsta leik mótsins.
Fyrir leik
Hér á Vodafone-vellinum mun fara fram hörkuleikur vafalaust og er ómögulegt að spá fyrir um hver mun fara heim með stigin þrjú.
Fyrir leik
Komiði marg sæl og blessuð og veriði velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Selfoss í Pepsi deild kvenna.
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir ('86)
Dagný Brynjarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
2. Donna Kay Henry
10. Guðmunda Brynja Óladóttir ('75)
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
14. Karitas Tómasdóttir
15. Summer Williams
19. Eva Lind Elíasdóttir ('67)

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
3. María Rós Arngrímsdóttir ('75)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('67)
28. Esther Ýr Óskarsdóttir ('86)
29. Katrín Rúnarsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Dagný Brynjarsdóttir ('43)

Rauð spjöld: