Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
1
3
FH
0-1 Emil Pálsson '18
Helgi Sigurðsson '25 1-1
1-2 Björn Daníel Sverrisson '27 , víti
Pétur Viðarsson '36
1-3 Matthías Vilhjálmsson '89
15.08.2011  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Norðan gjóla og 8°C hiti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1115
Maður leiksins: Matthías Vilhjálmsson og Ólafur Páll Snorrason, FH
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
Helgi Sigurðsson
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
16. Milos Zivkovic
21. Arnþór Ingi Kristinsson
27. Tómas Guðmundsson

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Viktor Jónsson ('65)
9. Haukur Baldvinsson
21. Aron Elís Þrándarson
29. Agnar Darri Sverrisson ('34)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ágúst Freyr Hallsson ('69)
Sigurður Egill Lárusson ('67)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið hjartanlega blessuð og sæl í splunkunýtt textalýsingaumhverfi fotbolti.net!

Það er okkur sönn ánægja að færa ykkur Víkingur - FH í beinni útsendingu héðan úr Fossvoginum.

Byrjunarlið kvöldsins má sjá hér til hliðanna og við minnum lesendur og aðra á að nota #fotbolti tísti einhver um leikinn. Við notum svo vel valin tíst hér í lýsinguna til að krydda ykkar upplifun.
Fyrir leik
Það er helst að frétta úr liði Víkings að Egill Atlason, sem byrjaði tímabilið afar vel með Víkingum en meiddist síðan illa, er að nýju í leikmannahópi þeirra. Afar jákvæðar fréttir.

Það sama má segja um Viktor Örn Guðmundsson hjá FH. Hann kemur að nýju í byrjunarlið FH eftir meiðsli. Tommy Nielsen vermir því tréverkið.
Fyrir leik
Í þriðja leiknum í röð er Heimir Guðjónsson dressaður í jakkaföt. Það hlýtur að teljast afar jákvætt fyrir FH-ingar víðs vegar um heim.

Hinum megin veitir Bjarnólfur Heimi verðuga samkeppni í jakkafötum með bindi. Þjálfaraúlpan sem hann er í utanyfir er þó ekki til að hrópa húrra fyrir. Karl Berndsen er einhvers staðar að bölva þessu öllu saman.
Hlynur D. Stefánsson
Whoa, mad props á nýja lýsingarkerfi .net, llítur frekar vel út #fagmennska #fotbolti
Fyrir leik
Liðin hafa þegar gengið til búningsklefa. Það styttist því óðum í spennandi viðureign Víkings og FH.

Úr upphitun er helst frá því að segja að Björn D. Sverrisson þrumaði boltanum upp í Mjódd og Egill Atlason er búinn að raka kragann af. Enginn Dr. Phil því í kvöld.
1. mín
Leikurinn er hafinn, Víkingar sækja í átt að Kópavogi (suður)i en FH-ingar í norðurátt.
4. mín
FH-ingar virðast ákveðnir í kvöld. Þeir mæta Víkingum ofarlega á vellinum og hafa þegar verið nálægt því að stela boltanum af varnarmönnum Víkings í tvígang.
6. mín
FH-ingar gera hér harða atlögu að marki Víkinga. Eftir góða hornspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar átti Björn D. Sverrisson fast skot að marki Víkinga. Víkingar náðu að komast fyrir boltann og bægja hættunni frá.

Á hinum endanum komst Björgólfur Takefusa einn í gegn en missti boltann of langt frá sér og Gunnleifur Gunnleifsson hrifsaði knöttinn til sín. Líflegar fyrstu mínútur hér í Víkinni.
Stefán Pálsson
bi menn berjast emil vs colin a miðjunni #fotbolti
11. mín
Matthías Vilhjálmsson stakk hér tvo varnarmenn Víkings af áður en hann kom boltanum fyrir. Boltinn barst til Atla Guðnasonar sem lagði hann snyrtilega fyrir Hólmar Örn. Skot Hólmars var fast en yfir markið.
15. mín
FH-ingar vinna hér sína þriðju hornspyrnu í leiknum. Hana tók Ólafur Páll en Víkingar komu boltanum frá. Það sem af er leiks er einungis eitt lið á vellinum.
16. mín
Það var að sjálfsögðu. Víkingar eiga hér nokkuð hættulega sókn eftir að Mark Rutgers vann boltann á miðjum vellinum, spilaði þríhyrningaspili við Björgólf Takefus og dúndraði svo boltanum að marki en rétt yfir. Skemmtilegt að sjá Rutgers svona framarlega.
18. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Emil Pálsson skorar hér frábært mark. Eftir að Colin Marshall missti boltann fyrir framan vörn Víkinga spiluðu FH-ingar sig í gegnum vörnina. Boltinn endaði hjá Ólafi Pál Snorrasyni sem kom honum snyrtilega fyrir fætur Emils. Emil kom tánni í boltann og Magnús Þormar kom ekki vörnum við.
22. mín
FH-ingar virðast hvergi nærri hættir og miðjumenn Víkinga eiga í miklu basli. Hvað eftir annað missa þeir boltann á hættulegum stöðum og bjóða hættunni heim þegar sóknarlína FH geysist upp völlinn.
25. mín MARK!
Helgi Sigurðsson (Víkingur R.)
Eftir umdeilda aukaspyrnu Víkinga gefur Colin Marshall fasta sendingu inn á teig FH-ingar. Þar er að sjálfsögðu enginn annar en Helgi Sigurðsson sem stangaði boltann í fjærhornið.
27. mín
VÍTI!

Atli Guðnason fær hér dæmda vítaspyrnu.
27. mín Mark úr víti!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel Sverrison skorar örugglega úr vítaspyrnunni. Sendi Magnús Þormar í vitlaust horn.

Þvílíkur leikur hér í Víkinni!
30. mín
FH-ingar skora hér mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. Ólafur Páll skallaði boltann í netið eftir sendingu Viktors Arnar Guðmundssonar. Aðstoðardómari leiksins virtist viss í sinni sök og dæmdi markið af.
34. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (Víkingur R.) Út:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
36. mín Rautt spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Pétur Viðarsson fær hér að líta rauða spjaldið eftir átök við Björgólf Takefusa. Þetta er að verða alvöru fótboltaleikur!
41. mín
Leikurinn er í algerum járnum eins og stendur. Það hefur mikið gengið á undanfarnar mínútur eins og glöggir lesendur sjá. FH-ingar berjast einum manni færri á meðan Víkingar sækja í sig veðrið.

Leikurinn hefur opnast eftir að Pétur Viðarsson fékk að líta rauða spjaldið og að sama skapi hefur færst umtalsvert meiri harka í leikinn. Björn Daníel Sverrisson spilar nú sem hafsent í stað Péturs.
45. mín
Viktor Örn Guðmundsson á hér stórhættulega sendingu úr aukaspyrnu en Magnús Þormar var fyrstur á staðinn og kom boltanum frá.
45. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og engar breytingar er að sjá á liðunum tveim. Áfram fótbolti.
47. mín
Hálfleikur.

Þetta hefur verið hressandi fyrri hálfleikur þar sem við fengum 3 mörk, eitt rautt spjald og aragrúa af skemmtilegum atvikum. Nú er bara að sjá hvernig sá síðari spilast. Ekki fara lengra en eldhúsið að ná í kaffi.
49. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel fær hér að líta gult spjald. Sanngjarnt að því er virtist.
49. mín
Ekki sáum við hér í blaðamannastúkunni betur en að dómarinn, Vilhjálmur Alvar, hafi gefið Helga Sigurðssyni á lúðurinn. Helgi lá óvígur eftir.
51. mín
Víkingar eru hér atgangsharðir í teig FH-inga sem bjarga á línu. Fyrst var það Sigurður Egill sem skaut að marki og Helgi Sigurðsson fylgdi fast á eftir en FH-ingar voru heppnir að koma boltanum frá.

Hinum megin lék Ólafur Páll laglega á varnarmann Víkinga og lét vaða en skot hans fór af Agli Atlasyni og í horn.
52. mín
Inn:Tommy Nielsen (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
56. mín
Leikurinn hefur róast örlítið þessar fyrstu mínútur síðari hálfleiks. Víkingar hafa þó færst sig framar á völlinn og virðast vera að ná betri tökum á leiknum.
59. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (FH)
Ólafur Páll Snorrason fær að líta gula spjaldið eftir hressilega tæklingu á Kristinn Jens Bjartmarsson.
61. mín
Inn:Walter Hjaltested (Víkingur R.) Út:Kristinn J. Magnússon (Víkingur R.)
63. mín
Þvílík hætta upp við mark Víkinga. Atli Guðnason komst einn í gegn, setti boltann framhjá Magnúsi Þormar en í innanverða stöngina. Ólafur Páll fylgdi á eftir en varnarmenn Víkinga komust fyrir skotið og í horn.

Hornið var fast og hættulegt en Magnús Þormar var vel á verði og kom boltanum í annað horn.
64. mín
Þess má geta að framlína Víkinga þessa stundina telur ekki nema 99 ár. Helgi Sigurðsson, Björgólfur Takefusa og Baldur Ingimar Aðalsteinsson. Skemmtilegt.
65. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Hörður S. Bjarnason (Víkingur R.)
Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga, gerir hér sóknarsinnaða skiptingu á sínu liði.
67. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.)
69. mín Gult spjald: Ágúst Freyr Hallsson (Víkingur R.)
Egill Atlason fékk gult eftir ansi hreint hressilega tæklingu á Hólmar Örn Rúnarsson.
72. mín
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson virðist vera að gera sig kláran á hliðarlínunni hjá FH.

Bjarnólfur og Tómas ræða mál Víkinga.
74. mín
Inn:Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
Sigurður Traustason
Ef víkingar ætla að halda sér uppi verða þeir að gera eitthvað núna á móti FH #fotbolti
78. mín
Sigurður Egill Lárusson átti hér stórgott skot fyrir Víkinga sem stefndi í markvinkilinn ef ekki hefði verið fyrir Gunnleif Gunnleifsson sem varði glæsilega í horn. Úr horninu varð svo ekki neitt.
81. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
84. mín Gult spjald: Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
Hólmar fær hér gult fyrir mótmæli. Dómarinn vildi meina að boltinn hefði farið í höndina á Hólmari en aðstoðardómari sá þó ekki ástæðu til þess að flagga, þrátt fyrir að vera í beinni sjónlínu.
89. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Eftir þunga sókn FH-ingar þar sem Hólmar Örn tók afar skringileg skæri unnu FH-ingar boltann á miðjum vellinum. Þeir sóttu hratt upp og Atli Guðnason fékk boltann, einn á auðum sjó, á vinstri kantinum. Atli renndi boltanum snyrtilega fyrir fætur Matthíasar Vilhjálmssonar sem kom boltanum framhjá Magnúsi Þormar.
91. mín
FH-ingar eru ekkert saddir. Matthías var kominn einn á móti Magnúsi Þormar en í þetta sinn sá Magnús við honum og varði vel.

Það er ekki að sjá hvort liðið hafi verið einum manni fleiri bróðurpart leiksins.
94. mín Gult spjald: Gunnleifur Gunnleifsson (FH)
Fyrir að tefja.
97. mín
Leiknum er lokið með sannfærandi sigri FH-inga í leiknum, þrátt fyrir að vera manni færri stóran hluta leiksins.

Þetta verða spennandi umferðir framundan!
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason ('81)
4. Pétur Viðarsson
8. Emil Pálsson ('52)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason ('74)
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('81)
21. Guðmann Þórisson

Liðsstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:
Gunnleifur Gunnleifsson ('94)
Hólmar Örn Rúnarsson ('84)
Ólafur Páll Snorrason ('59)
Björn Daníel Sverrisson ('49)

Rauð spjöld:
Pétur Viðarsson ('36)