Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
0
2
Víkingur Ó.
0-1 William Dominguez da Silva '38
0-2 Alfreð Már Hjaltalín '49
13.06.2015  -  16:00
Kórinn
1. deild karla 2015
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
7. Aron Þórður Albertsson ('84)
9. Davíð Magnússon ('56)
10. Guðmundur Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Einar Logi Einarsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
20. Árni Arnarson ('71)
21. Andri Geir Alexandersson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson ('71)
6. Birgir Magnússon
6. Birkir Valur Jónsson
8. Magnús Otti Benediktsson
22. Jón Dagur Þorsteinsson ('56)
23. Ágúst Freyr Hallsson ('84)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('68)
Jón Gunnar Eysteinsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lokið með sannfærandi sigri Ólsara
90. mín Gult spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (HK)
Fyrir brot
90. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
86. mín
Mummi og William að spila vel saman og Mummi Dansaði um í vítateignum en náði ekki skoti þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
85. mín
Kristófer Eggertsson átti gott skot rétt yfir, það var víst hann sem var að koma inná.
84. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (HK) Út:Aron Þórður Albertsson (HK)
Víkingar gerðu líka skiptingu ég sá ekkert hver fór útaf eða hver kom inná.
83. mín
Mummi mundaði hamarinn en skot hans rétt framhjá.
81. mín
Guðmundur Atli virðist vera orðinn verulega pirraður hleypuyr sjálfur sólar tvo og á svo skot af löngu færi en auðvelt fyrir Christian í markinu. Held að þetta sé fyrsta skot HK á markið
80. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Ingó búinn að eiga mjög góðan leik ef frá er talið vítið sem hann lét Beiti verja.
77. mín
Jón Dagur virðist hafa erft keppnisskap föður sins. Er búinn að vera nokkuð sprækur á vinstir kanntinum

73. mín
Að öðrum fréttum þá áttu ólsarar fínt skot áðan sem fór af varnarmanni í horn og HK ingar fengu svo næstum því færi í leiknum. Var of upptekinn af þessum meðlsum og skiptingu til að nefnast á það.
71. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Árni Arnarson (HK)
Neinei þetta var ekkert Gummi þetta var Árni Arnarson sem var meiddur. Hann fer útaf. Leifur Andri kemur inná. Vona að hann standi sig betur inná vellinum en smekkur hans á tónlist.
69. mín
Einhver leikmaður Hk liggur eftir sárþjáður, sé ekki hver etta er, kannski Gummi Magg. Vona að hann sé ekki meiddur hann þarf nefnilega að mæta á sláttuvakt á mánudaginn
68. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (HK)
Fyrir peysutog, hann átti þetta svo sannarlega skilið, búinn að brjóta margoft í leiknum.

64. mín
Sóknarleikur HK inga er álíka beittur og plasthnífur á KFC. Sama og með hnífinn þar, menn nota hann ekki.
62. mín
Skotar að jafna gegn vinum sínum Írum. Steven Lennon missir vatn á twitter yfir því.
61. mín
Eins og sést er svo mikið að gerast í þessum leik að ég er á twitter að leita að færslum um leikinn. Ég er bara fyrir miklum vonbrigðum með þetta HK lið. Ekki sama skemmtilega liðið og þeir voru í fyrra. Sóknarlínan er bara ekki til.


56. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (HK) Út:Davíð Magnússon (HK)
Jón Dagur kominn inná en hann er sonur Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Blika og fyrrum KR og FH goðsögn. Vona HK inga vegna að hann sýni eitthvað
55. mín
Ætli Mummi hafi æft dans? Hann dansaði 3 hringi í kringum varnarmenn HK en fór samt ekki framhjá neinum.
54. mín
Beitir VER frá Ingó Sig. Alveg út við stöng. Hann las þetta í mogganum í morgun. Virkilega vel varið
54. mín
Ólsarar fá víti. Boltinn fór greinilega í hönd Gumma Júl sem er búinn að eiga hörmulegan leik, höndin var þó uppvið líkaman
51. mín
Ef ég ætti að vera með einkunnargjöf eins og aðrir miðlar eru með, þá væru allir leikmenn HK með 2-3 á í einkunn ef Guðmundur Atli og Beitir séu frátaldir. beitir búinn að bjarga nokkrum sinnum og Gatli eini að reyna eitthvað.
49. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Stoðsending: William Dominguez da Silva
Þetta kom mér ekki mikið á óvart. Gummi Júl með hörmulega sendingu beint í fæturnar á William Dominguez sem gat labbað upp að vítateig HK inga og lagði boltann á Alfreð Hjaltalín sem var einn í dauðafæri og gat eiginlega ekki annað en skorað. Verðskuldað.
46. mín
Jæja síðari hálfleikurinn hafinn, sýnist engar breytingar á liðunum en það er ljóst að HK ingar verða rífa sig í gang og færa sig framar á völlinn. Það var nánast bara eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik.
45. mín
Ánægðari með hálfleiks DJ inn, Bubbi á fóninum í góðum fíling. Annars er það helst í fréttum að Jon Walters leikmaður Stoke er búinn að skora fyrir Íra gegn Skotum. Öllum sama um það nema Stevie Lennon
45. mín
Hálfleikur
Jæja það er kominn hálfleikur. Ég er að hugsa um að fá mér ca 4 lítra af orkudrykk svo maður vakni.
45. mín Gult spjald: Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Alfreð Már Hjaltalín fær gult spjald fyrir dýfu innan teigs. Ég held þetta hafi verið víti. Strangur dómur að spjalda fyrir þetta. Vona að þetta sé rétt.
41. mín
Það er lífsmark með HK ingum sem færa sig framar á völlinn. Einar Logi átti gott skot rétt yfir markið.
38. mín MARK!
William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Ingólfur Sigurðsson
Þarna kom það, Ingó Sig átti sendingu á milli tveggja varnarmanna og William Dominguez stakk sér innfyrir lék framhjá Beiti og skoraði. Hefði hann brennt af hefðu Ólsarar fengið víti og væntanlega rautt á Beiti sem reyndi að brjóta af honum.
35. mín
Hvernig fóru Víkingar að þessu. Ingó Sig átti fyrst skot í varnarmann, svo Alfreð Hjaltalín sem var varið af Beiti, boltinn datt dauður inní markteig þar sem Arnar Sveinn skaut í varnarmann og yfir. LANG besta færi leiksins en það er ekki nóg menn verða að koma honum innfyrir línuna. Ólsarar fá hér tvær hornspyrnur í röð.
32. mín
Þarna skall hurð nærri hælum, Arnar Sveinn Geirsson slapp í gegn, Beitir kom í fáranlegt skógarhlaup en kom Arnar á óvart sem missti boltan of langt frá sér þannig að hann náði ekki skoti og lagði hann að lokum út í fætur HK inga.
31. mín
Verð að hrósa William Dominguez. Hrikalega snöggur strákur, HK ingar búnir að sparka hann niður trekk í trekk en hann reynir alltaf að standa í lappirnar
30. mín
Held ég hafi séð svona sjö áhorfendur sofandi í stúkunni. SPurning hvort maður ætti að taka sér smá lúr líka.
27. mín
ólsarar með hörkuskot sem Beitir varði frábærlega í horn. Hey Gulli Gull landsliðs mættur á svæðið. Ekkert varð hvort sem er úr þessari hornspyrnu.
26. mín
HK ingar voru næstum búnir að skora eftir aukaspyrnu sem var alveg útúr korti. Siggi Óli ekki að standa sig þar.
23. mín
Í þeim töluðu orðum átti Axel Kári fína aukspyrnu sem Christian Martinez varði. HK ingar fengu fína sókn.
23. mín
Er nokkuð verið að mála í húsinu, ef svo er þá er ég að hugsa um að horfa á málninguna þorna. Ekki mikið að gerast í þesum leik. HK ingar að svæfa leikinn.
19. mín
Verð að vera sammála Viðari. Ólsarar nánast eina liðið á vellinum.

12. mín
Ingó allt í öllu, spyrnurnar hans búnar að vera frábærar. Nánast liggur mark í loftinu hjá gestunum frá Ólafsvík.
12. mín
Ingólfur Sigurðsson með fínt skot naumlega framhjá. Hefur farið af varnarmanni því hornspyrna var dæmd. Þriðja hornspyrna Ólsara í leiknum.
11. mín
Verð að viðurkenna að Guðmundur Atli frmaherji HK er fáranlega góður fótboltamaður, hann þarf hinsvegar miklu meiri hjálp frá félögum sínum. Ekki skrítið að mörg úrvaldsdeildarlið vildu fá hann
6. mín
Krnsn Turudija með fyrsta færi leiksins, skalli yfir eftir aukaspyrnu ingólf Sigurðssonar. Ólsarar sækja og sækja
2. mín
HK ingar reyna hina klassísku kick and run taktík sem er ekki alveg að virka fyrir Gummana í framlínu HK sem vilja væntanlega fá boltann í fætur. Ólsarar eiga greinilega að fá að stjórna leiknum
1. mín
27 sekúndur liðnar af leiknum og HK menn búnir að fá tvær aukaspyrnur
1. mín
Þá hefur Sigurður Óli Þórleifsson flautað þennan leik á. Let´s go!!! En og aftur reyndi DJ inn að svæfa áhorfendur með því að setja lagið Time to say goodbye með Andrea Boccelli á.
Fyrir leik
Tveimur leikjum er lokið og enduðu þeir báðir með útisigrum. Grindvíkingar og Fjarðarbyggð unnu andstæðinga sína í Gróttu og Bí Bolungarvík
Fyrir leik
Jæja loksins biðin er á enda, leikurinn er að fara hefjast. Það er hið einstaka ljúfmenni Sigurður Viðarsson sem les upp byrjunarlið liðanna af stakri snilld. Drengur sem hefur unnið mjög gott sjálfboðaliðastarf fyrir HK undanfarin ár í handbolta og fótbolta.
Fyrir leik
Jæja ég nenni þessu ekki, það má fara byrja þennan leik svo maður hafi nú eitthvað um að skrifa
Fyrir leik
Áhorfendur farnir að streyma inní Kórinn, eru orðnir 22 samkvæmt síðustu handtalningu
Fyrir leik
Það er orðið staðfest hver er svona slæmur DJ og með hræðilegan tónlistarsmekk að mati fréttaritara en það mun vera Leifur Andri Leifsson leikmaður HK. Ég bara neita að trúa því að örfættur maður geti verið með svona vondan smekk á tónlist.
Fyrir leik
Annars nóg um að vera í fótboltanum í dag. Ég bíð til að mynda spenntur yfir leik Færeyja og Grikkja í kvöld en Færeyingar unnu óvæntan sigur á Grikkjum í fyrri leik liðanna. Ætla skjóta á að vonarstjarna Færeyinga Brandur Olsen setji eitt úr aukaspyrnu.
Fyrir leik
Hver er DJ hérna, guð minn góður hvað þetta er vond tónlist sem hljómar hér í Kórnum. Kæmi mér ekki að einhverjir eigi eftir að sofna úr leiðindum við þetta. vonandi að leikurinn verði ekki jafn vondur og tónlistin
Fyrir leik
Get ekki komist hjá því að nefna landsleikinn í gær en menn eru ennþá í skýjunum og hálf raddlaus eftir öll öskrin á vellinum í gær. Stolltur íslendingur
Fyrir leik
HK menn eru mættir í upphitun, Rabbabara Rúna er kominn á fóninn.
Fyrir leik
Ég get því miður ekki sagt að ég búist við mörgum áhorfendum í dag. Veðrið frábært úti og væntanlega margir sem vilja nýta sér það. Við hvetjum samt flesta til að láta sjá sig
Fyrir leik
Fátt sem kemur á óvart í byrjunarliðum liðanna í dag en það er eitthvað sem segir mér að það eigi eftir glitta í eitt stykki rautt kort
Fyrir leik
Hvetjum notendur endilega að nota twitter og setja hashtagið #fotboltinet
Fyrir leik
HK ingum hefur ekki gengið vel að undanförnu og tapað síðustu þrem leikjum sínum í deildinni á meðan Ólsarar eru í fínum málum í 4.sæti með 10 stig. Hinsvegar er það athyglivert að ólsurum hefur gengið afleitalega í leikjum sínum við HK á undanförnum árum og því má búast við hörkuleik
Fyrir leik
Það er í raun og veru synd að það þurfi að vera spila inni meðan veðrið er svona gott. Völlurinn er ný slóðaður og allt ætti að vera til alls. Dómari í kvöld er maðurinn með arnaraugun, Sigurður Óli Þorleifsson
Fyrir leik
Verið velkomin kæru lesendur fótbolta.net. Magnús Valur Böðvarsson heilsar frá Kórnum en hér á eftir hefst leikur HK og Víkings frá Ólafsvík
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
4. Egill Jónsson
5. Björn Pálsson
8. William Dominguez da Silva ('90)
11. Ingólfur Sigurðsson ('80)
13. Emir Dokara
14. Arnar Sveinn Geirsson
23. Admir Kubat
24. Kenan Turudija

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
7. Tomasz Luba
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Marcos Campos Gimenez
20. Kristófer Eggertsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Alfreð Már Hjaltalín ('45)

Rauð spjöld: