Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
2
1
KA
Viktor Jónsson '29 1-0
Davíð Þór Ásbjörnsson '51 2-0
2-1 Davíð Rúnar Bjarnason '92
14.06.2015  -  14:00
Gervigrasvöllur Laugardal
1. deild karla 2015
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
5. Aron Ýmir Pétursson
9. Viktor Jónsson ('72)
10. Alexander Veigar Þórarinsson
10. Rafn Andri Haraldsson ('90)
11. Dion Acoff ('60)
14. Hlynur Hauksson
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
23. Aron Lloyd Green
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
1. Elías Fannar Stefnisson (m)
3. Árni Þór Jakobsson ('90)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson
6. Vilhjálmur Pálmason ('60)
8. Hilmar Ástþórsson
12. Omar Koroma ('72)

Liðsstjórn:
Erlingur Jack Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttarar halda áfram að vera á flugi. Með fullt hús og markatöluna 17:2 eftir sjö umferðir. KA er aftur á móti í fimmta sætinu, sjö stigum á eftir Þrótti og fjórum á eftir Þór í öðru sætinu. Skýrsla og viðtöl koma á .net á eftir.
93. mín
Ben Everson með skot sem fer framhjá öllum pakkanum inni á teignum en Trausti ver.
92. mín MARK!
Davíð Rúnar Bjarnason (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Davíð skorar með skalla af stuttu færi eftir góðan undirbúning og fyrirgjöf frá Elfari. Er þetta ekki of seint?
90. mín
Juraj í færi en skotið beint á Traust. SjálfsTrausti öryggið uppmálað eins og í allan dag.
90. mín
Omar Koroma með þrumuskot í slána! Þarna munaði engu að Þróttar myndi skora þriðja markið.
90. mín
Inn:Árni Þór Jakobsson (Þróttur R.) Út:Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
Árni fær viðbótartímann.

77. mín
KA sækir meira en Akureyringum gengur illa að skapa opin færi.
75. mín
Vilhjálmur Pálmason sendir fallega sendingu inn fyrir á Rafn Andra sem kemst einn í gegn en skot hans fer framhjá. Lagleg skyndisókn hjá Þrótti.
72. mín
Inn:Omar Koroma (Þróttur R.) Út:Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Viktor haltrar af velli. Skoraði að venju í dag. 7 mörk í 6 leikjum í sumar. Það má vinna með þá tölfræði.
71. mín Gult spjald: Juraj Grizelj (KA)
Brýtur á Aroni Ými.
69. mín
Elfar Árni með frábæra takta á vinsri kantinum en Callum skallar fyrirgjöf hans hátt yfir.
67. mín
Inn:Benjamin James Everson (KA) Út:Ýmir Már Geirsson (KA)
Kantmaðurinn ungi fer af velli.

Ævar Ingi er ennþá á bekknum. Hann ku vera tæpur aftan í læri.


62. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað en Hlynur á skot í varnarvegginn.
60. mín
Inn:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.) Út:Dion Acoff (Þróttur R.)
Besti maður vallarins fer af velli. Dion fór líka af velli eftir klukkutíma í síðasta leik í Grindavík. Virðist ekki vera í sínu besta standi. Vilhjálmur kemur inn á í staðinn.


51. mín MARK!
Davíð Þór Ásbjörnsson (Þróttur R.)
Skrautlegt mark! Davíð Þór á aukaspyrnu nálægt miðjuboganum og Fannar missir boltann í gegnum klofið á sér og innfyrir línuna. Klaufalegt hjá markverðinum unga.
49. mín
Ævar Ingi og Ben Everson farnir að hita upp hjá KA.
47. mín
Margir áhorfendur sem vilja ekki sitja í skugganum í stúkunni og setjast þess heldur á grasið bakvið markið hjá Þrótti.
46. mín
Síðari hálfleikurinn að hefjast!
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar leiða 1-0 í leikhléi. KA menn hafa sótt aðeins meira en Þróttarar hafa verið stórhættulegir þegar sækja hratt. Dion Acoff hefur farið á kostum á hægri kantinum hjá Þrótti og verið besti maður vallarins. Hann lagði upp eina markið fyrir Viktor Jónsson sem skoraði sitt sjöunda mark í fyrstu deildinni í sumar.
45. mín
Bjarni Jó og Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari Þróttar rífast á hliðarlínunni. Menn ekki sáttir.
43. mín
Besta færi KA í fyrri hálfleiknum! KA-menn komast upp að endamörkum og senda boltann út á Juraj sem á skoti yfir úr dauðafæri. Króatinn hefði átt að hitta markið þarna.
41. mín
Dion á langan sprett með boltann en skot hans frá vítateigshorninu hægra megin ógnar markinu ekkert.
39. mín
Juraj með hörkuskot úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Trausti slær boltann upp í loft og grípur hann síðan.
37. mín
Dion enn og aftur á ferðinni upp hægri kantinn. Rafn Andri skallar hátt yfir eftir fyrirgjöf hans.


34. mín
Athygli vekur að Bjarni Jó þjálfari KA er í Diadora úlpu hér í sólinni. Hlýtur að vera sjóðheitt!
30. mín
Juraj með skot úr vítateigsboganum en það fer framhjá markinu.
29. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Hann hættir bara ekki að skora! Dion á frábæran sprett upp hægri kantinn og fyrirgjöf á Viktor sem skorar laglega á nærstönginni. Þróttarar leiða!

Sjöunda mark Viktors í 1. deildinni í sumar.
28. mín
KA menn hafa verið líklegri það sem af er.
25. mín
Hættuleg skyndsókn hjá KA sem endar á skoti frá Elfari Árna en Trausti ver vel í horn!
16. mín
Juraj vill fá aukaspyrnu rétt fyrir utan víteig en Halldór Breiðfjörð dæmir ekkert. Þróttarar geysast í skyndisókn og Karl Brynjar miðvörður fer upp með boltann á framandi slóðir. Endar á að senda út til hægri og dæmd er rangstaða.
15. mín
Mikil stöðubarátta í byrjun. Bæði lið átt sínar sóknir og fyrirgjafir en engin hætta skapast ennþá.
8. mín
Engin færi ennþá. Smá ryskingar á milli leikmanna núna en Halldór Breiðfjörð geymir spjöldin.
4. mín
Schiöttarnir, stuðningsmannasveit KA, er í stúkunni og lætur vel í sér heyra!
3. mín
Vilhjálmur Pálmason er að nýju í leikmannahópi Þróttar eftir að hafa verið í útskriftarferð á Tælandi undanfarnar vikur.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Undirbúningur KA var öðruvísi fyrir þennan leik en flesta aðra útileiki. KA menn skelltu sér á leik Íslands og Tékklands á föstudaginn og undirbjuggu sig síðan sunnan heiðar fyrir leikinn í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar. Athygli vekur að Ævar Ingi Jóhannesson byrjar á bekknum hjá KA og Ýmir Már Geirsson tekur stöðu hans. Ævar Ingi var að spila með U21 árs landsliðinu á fimmtudag.

Þróttarar eru með sama byrjunarlið og í 1-0 sigrinum á Grindavík síðastliðið mánudagskvöld fyrir utan að Aaron Lloyd Green kemur inn á miðjuna fyrir Hall Hallsson sem er ekki með í dag.

Fyrir leik
Vil minna fólk á að endilega taka þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet. Vel valin tíst verða birt hér á meðan leik stendur!
Gunnar Birgisson
Fyrir leik
Markahæsti leikmaður deildarinnar er framherji Þróttar Viktor Jónsson, sem er á láni frá Víking Reykjavík. Viktor hefur skorað 6 mörk í fyrstu 5 leikjunum og tryggði þeim m.a. sigur gegn Grindavík í síðasta leik.

Það má þó ekki gleymast að næst markahæsti maður mótsins er KA-maðurinn Ævar Ingi Jóhannesson með 4 mörk í 5 leikjum.

Báðir þessir leikmenn tóku þátt í landsliðsverkefni U-21 í vikunni sem endaði með 3-0 öruggum sigri á Makedóníu, ekki dónalegt það. Nei ég rata ekki út, er bara rétt að byrja.
Gunnar Birgisson
Fyrir leik
Miklar væntingar voru gerðar til KA fyrir mót og hafa þeir ekki alveg náð að standa undir þeim, þeir hafa þó líkt og Þróttur enn ekki tapað leik, sitja í 5.sæti deildarinnar og eiga leik inni á öll lið nema þá röndóttu sem þeir mæta hér í dag . Það er því deginum ljósara að hér erum við að fara að horfa á algjöran toppslag og það er hreinlega ómögulegt fyrir mann að spá fyrir um úrslit þessa leiks.
Gunnar Birgisson
Fyrir leik
Þróttarar hafa farið lygilega vel af stað á þessu íslandsmóti og sitja á toppi deildarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einum leik færra heldur en öll liðin í deildinni fyrir utan KA. Þróttur hafa ekki tapað leik og ekki heldur gert jafntefli, þeir hafa bara einfaldlega unnið alla sína leiki og fengið mikið lof fyrir spilamennsku sína.
Gunnar Birgisson
Fyrir leik
Komiði nú öll sæl og blessuð

Ég heilsa ykkur úr Laugardalnum þetta sunnudags hádegið og það er ekkert af ástæðulausu sem ég geri það, nei, hér eftir örskamma stund hefst leikur Þróttar og KA í 1.deild karla og er þetta leikur sem lengi hefur verið beðið eftir.
Gunnar Birgisson
Byrjunarlið:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
Davíð Rúnar Bjarnason
3. Callum Williams
4. Hilmar Trausti Arnarsson
6. Atli Sveinn Þórarinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Juraj Grizelj
11. Jóhann Helgason
17. Ýmir Már Geirsson ('67)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Archie Nkumu

Varamenn:
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Ívar Örn Árnason
7. Ævar Ingi Jóhannesson
19. Orri Gústafsson
19. Benjamin James Everson ('67)
26. Ívar Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Srdjan Rajkovic

Gul spjöld:
Juraj Grizelj ('71)

Rauð spjöld: