Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
5
1
Þór/KA
Írunn Þorbjörg Aradóttir '13 1-0
Anna Björk Kristjánsdóttir '19 2-0
2-1 Sarah M. Miller '21
3-1 Ágústa Kristinsdóttir '67 , sjálfsmark
Harpa Þorsteinsdóttir '76 4-1
Írunn Þorbjörg Aradóttir '81 5-1
14.06.2015  -  16:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2015
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
5. Shannon Elizabeth Woeller ('46)
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('68)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('80)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
4. Björk Gunnarsdóttir ('68)
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('80)
14. Beverly D. Leon
20. Sigríður Þóra Birgisdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Ana Victoria Cate

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með afar sannfærandi 5-1 sigri Stjörnunnar. Leikurinn var í raun spennandi fram að 67. mínútu en þegar Stjarnan komst í 3-1 var sigurinn í höfn. Stjarnan hoppar upp fyrir Þór/KA og í 2. sætið, þar sem liðið er stigi frá toppliði Breiðabliks með 12 stig. Hin liðin eiga svo auðvitað leik til góða.
87. mín
Klara Lindberg hársbreidd frá því að skora! Skot hennar rétt framhjá.
83. mín
Stjörnustúlkur hvergi nærri hættar! Ásgerður Stefanía með hörkuskot sem Roxanne ver vel!
81. mín MARK!
Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan)
MAAAAAAAAAARK!!! STJARNAN ER GJÖRSAMLEGA AÐ VALTA YFIR ÞETTA! Írunn Þorbjörg Aradóttir leggur boltann fagmannlega í netið úr góðu færi í teignum.
80. mín
Inn:Oddný Karólína Hafsteinsdóttir (Þór/KA) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
80. mín
Inn:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
80. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Stjarnan)
76. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Björk Gunnarsdóttir
MAAAAAAAAAAARK!!! Stórkostlega gert hjá varamanninum! Björk Gunnarsdóttir heldur boltanum inni á ótrúlegan hátt og nær að koma sendingu á Hörpu úr mjög erfiðri stöðu. Harpa er metra frá auðu marki og þrumar boltanum í netið!! Nú er þetta komið hjá Stjörnunni!
68. mín
Inn:Björk Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan gerir skiptingu beint eftir markið.
67. mín SJÁLFSMARK!
Ágústa Kristinsdóttir (Þór/KA)
MAAARK!! Óheppilegt sjálfsmark!! Sigrún Ella kemur með fyrirgjöf, Ágústa ætlar að hreinsa boltann en hittir hann ekki betur en svo að hún skýtur aftur fyrir sig og í eigið net! Staðan 3-1.
62. mín
Sandra María Jessen með frábæran sprett upp hægri kantinn, en fyrirgjöf hennar fer aftur yfir endamörk. Hörkuspennandi hálftími framundan, bæði lið geta klárlega skorað!
61. mín
Rúna Sif kemst í ágætt skotfæri utan teigs. Hefði getað lagt hann á Kristrúnu sem kom í hlaupi upp kantinn en kýs að skjóta. Boltinn fer vel yfir.
59. mín
Þarna átti Írunn að gera betur!! Gat stungið boltanum inn þannig að Harpa væri komin ein í gegn en sendingin allt of föst og Roxanne nær til boltans.
58. mín
Kayla Grimsley gerir virkilega vel, fer illa með Önnu Maríu og veður svo inn og tekur skotið, en það fer beint á Söndru.
55. mín
DAUÐAFÆRI!!! Ásgerður Stefanía er í algjöru dauðafæri í markteignum eftir frábæran undirbúning frá Hörpu, en hún virðist "kixa" boltann, hittir hann allavega ekki og sóknin rennur út í sandinn!
50. mín
Dauðafæri hjá Stjörnunni! Sigrún Ella kemst ein í gegn en Roxanne er fyrr í boltann. Hins vegar er boltinn áfram laus í teignum, Sigrún rennir honum á Hörpu sem er í góðu skotfæri en skýtur yfir!
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný! Stjarnan byrjar með boltann.
46. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Shannon Elizabeth Woeller (Stjarnan)
Skipting í leikhléi. Bryndís Björnsdóttir kemur inn fyrir hina kanadísku Shannon Woeller.
45. mín
Hálfleikur
Þá er komið leikhlé í Garðabænum! Hörkugóðum fyrri hálfleik lokið! Róaðist reyndar örlítið þegar líða tók á leik en svosum nóg af færum og þrjú mörk! Þetta er ennþá æsispennandi og ég býð spenntur eftir seinni hálfleik.
43. mín
Inn:Ágústa Kristinsdóttir (Þór/KA) Út:Karen Nóadóttir (Þór/KA)
Áfall fyrir Þór/KA! Karen Nóadóttir meiddist og þarf að fara út af. Inn fyrir fyrirliðann kemur Ágústa Kristinsdóttir.
40. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!!! Frábær sending inn á Hörpu, sem gerir vel og kemur sér í góða skotstöðu, kemur boltanum framhjá Roxanne og í átt að netinu. Þá kemur Gígja Valgerður hins vegar askvaðandi og bjargar á línu!!
32. mín
Þvílíkur hraði! Rúna Sif geysist upp kantinn og kemur með frábæran bolta fyrir eftir rosalegan sprett, Harpa rétt missir af honum, Sigrún Ella nær til boltans en hittir ekki á markið.
31. mín
ÞARNA MUNAÐI ENGU!! Boltinn fer í slána Akureyrarmegin eftir stórhættulega hornspyrnu Stjörnunnar! Smá klafs en sýndist Írunn koma boltanum í slána!
29. mín
Miller hársbreidd frá því að jafna metin!!! Hún kemst ein gegn Söndru en í þetta skiptið hefur markvörðurinn betur!
23. mín
Harpa með fína takta inni í teignum, snýr sér við og nær skoti en það fer rétt yfir!
21. mín MARK!
Sarah M. Miller (Þór/KA)
GESTIRNIR MINNKA MUNINN STRAX!!! Þvílíkur leikur sem þetta ætlar að vera!! Garðbæingar, drífið ykkur á völlinn! Akureyringar, þið eruð aðeins of seinir! Í þetta skiptið var það Sarah Miller sem skoraði með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Kaylu Grimsley! Þetta er orðið að leik aftur!
19. mín MARK!
Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Rúna Sif Stefánsdóttir
MAAARK!!! STJARNAN BÆTIR VIÐ MARKI UPP ÚR HORNSPYRNUNNI! Frábær hornspyrna frá Rúnu og Anna Björk flickar boltanum í fjærhornið!
18. mín
SVAKALEGT SKOT HJÁ RÚNU SIF!! Hún þrumar boltanum að marki fyrir utan teig en Roxanne í marki gestanna ver meistaralega í horn. Slær boltann yfir með stæl.
13. mín MARK!
Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
MAARK!! Stjörnustúlkur eru komnar yfir með laglegu marki!! Harpa Þorsteinsdóttir gerði vel á kantinum og kom með frábæra sendingu inn í teiginn á Írunni, sem var silkislök og kláraði af frábæru öryggi í netið! Slútt á la Kolbeinn Sigþórsson!
12. mín
Fín sókn hjá Þór/KA sem endar með því að Gígja Valgerður kemst í mjög gott skotfæri utan teigs. Skot hennar fer hins vegar beint á Söndru í marki Stjörnunnar sem grípur boltann.
8. mín
Góðar fréttir, Írunn kemur aftur inn á og virðist alveg vera heil.
8. mín
Úff!! Írunn Þorbjörg Aradóttir fær boltann hörkufast í höfuðið af mjög stuttu færi og liggur eftir! Síðasta manneskjan sem vill fá svona bolta í sig, í ljósi þess að hún fékk alvarlega höfuðáverka fyrir rúmu ári að mig minnir og var fjarri góðu gamni í mjög langan tíma.
5. mín
Fyrstu fimm fara nokkuð rólega af stað. Hvorugt liðanna búið að skapa sér færi en heimastúlkur hafa verið meira með boltann.
1. mín
Leikurinn er hafinn og gestirnir frá Akureyri byrja með boltann.
Fyrir leik
Leikmenn komnir inn á völlinn með dómarana í fararbroddi. Það eru átakanlega fáir hérna, ég tel innan við 20 manns í stúkunni á þessum stórleik. Virkilega leiðinlegt. Enginn annar leikur í gangi í Pepsi-deildunum, utan við auðvitað viðureign ÍBV og FH í Eyjum klukkan 17:00 sem ætti ekki að hafa mikil áhrif.
Fyrir leik
Afar fáir mættir þrátt fyrir frábært veður. Kannski er það vegna þess að í stúkunni er alltaf skuggi og alltaf kalt. Léttur hönnunargalli þar! Fólk á að geta notið þess að mæta á fótboltaleik í góða veðrinu þegar það er raunverulega gott veður!
Fyrir leik
Það má færa rök fyrir því að Stjörnustúlkur verði að taka stigin þrjú í dag ef þær ætla sér að eiga góða möguleika á því að verja titilinn. Eftir þessa erfiðu byrjun þeirra á tímabilinu er að minnsta kosti ljóst að þær munu ekki hirða titilinn jafn sannfærandi og í fyrra eða árið áður, þegar þær unnu alla leiki sína. Þvert á móti má búast við hörkuspennandi Pepsi deild allt til enda, það eru nokkur lið sem geta unnið þennan titil og því ber að fagna!
Fyrir leik
Þór/KA hefur byrjað tímabilið vel og er enn án taps eftir fyrstu fimm leiki sína, með tvo sigra og tvö jafntefli. Stjarnan hefur hins vegar þegar tapað tveimur leikjum, gegn Selfossi og nú síðast gegn Breiðabliki, og er liðið í 5. sæti deildarinnar. Stjarnan hefur tapað fleiri leikjum í deildinni á þessari leiktíð en á síðustu tveimur tímabilum samanlagt!
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarlið og varamannabekki beggja liða á þessum fallega sunnudegi, en leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá stórleik Stjörnunnar og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, en leikurinn hefst klukkan 16:00.
Byrjunarlið:
1. Roxanne Kimberly Barker (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Karen Nóadóttir ('43)
6. Kayla June Grimsley
8. Lára Einarsdóttir
9. Klara Lindberg
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('80)
17. Sarah M. Miller
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('80)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
16. Oddný Karólína Hafsteinsdóttir ('80)
16. Karen Sif Jónsdóttir
22. Ragnhildur Inga Baldursdóttir

Liðsstjórn:
Ágústa Kristinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: