Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
1
1
ÍA
0-1 Ásgeir Marteinsson '44
Almarr Ormarsson '61 1-1
15.06.2015  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Mikið rok en þó nokkuð hlýtt
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1477
Maður leiksins: Almarr Ormarsson
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
11. Almarr Ormarsson
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
18. Aron Bjarki Jósepsson ('86)
19. Sören Frederiksen ('73)
20. Jacob Toppel Schoop
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('86)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('73)
8. Jónas Guðni Sævarsson
21. Atli Hrafn Andrason
23. Guðmundur Andri Tryggvason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Jóhannes Magnússon ('53)
Gunnar Þór Gunnarsson ('76)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarnt jafntefli í lokin.

Skagamenn betri í fyrri hálfleik og KR-ingar betri í þeim seinni.

Seinni hálfleikuirnn var frábær skemmtun og hefði þetta getað dottið hvoru megin sem er.

Viðtöl og umfjöllun á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Skagamenn ótrúlega nálægt því að tryggja sér sigur!!!!!

Jón Vilhelm á frábært skot af um 25 metra færi sem Stefán ver í slánna.

Skagamenn frá frákastið en þeir ná ekki að nýta það.
90. mín Gult spjald: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
90. mín
Þessi mínúta er ekki hægt!

Schoop er í mjög góðu færi en Ármann Smári nær að bjarga á línu. Tíu sekúndum síðar er Jón Vilhelm kominn einn inn fyrir en afgreiðslan hans er afleit.

Öðrum tíu sekúndum síðar fær Þorsteinn dauðafæri en Árni nær að verja. Þessi mínúta er búin að vera rugluð!
87. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
87. mín
Fyrsta snerting Balbi er næstum stoðsetning. Hann á frábæra fyrirgjöf sem sóknarmenn KR rétt missa af.

KR-ingar reyna allt sem þeir geta til að tryggja sér stigin þrjú.
86. mín
Inn:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR) Út:Aron Bjarki Jósepsson (KR)
85. mín
Almarr er kominn í mjög góða stöðu inn í teig en hann reynir utanfótar skot sem fer í hliðarnetið.
83. mín
Botninn er aðeins dottinn úr þessu. Engin færi síðustu tíu mínútur eða svo.
78. mín Gult spjald: Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
76. mín Gult spjald: Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Stoppar Árna sem ætlaði að koma boltanum snöggt í leik.
75. mín
Stórhætta við mark Skagamanna en Þórður Þorsteinn Þórðarson nær að bjarga í horn.

Skagamenn hafa ekki gert mikið síðustu 20 mínútur eða svo.
73. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Sören Frederiksen (KR)
Sören hefur ekki verið merkilegur í dag.
72. mín
Arsenij Buinickij er kominn einn inn fyrir eftir að Árni Snær tók útspark beint á framherjann.

Hann tekur ágætis skot sem fer rétt framhjá.
71. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Ásgeir Marteinsson (ÍA)
Markaskorarinn tekinn af velli.
70. mín
KR-ingar líta betur út þessa stundina.

Þeir eru að sækja meira og eru líklegri til að skora. Skagamenn eru fallnir langt aftur á völlinn.
66. mín
Pálmi Rafn reynir skalla eftir fyrigjöf Schoop en skallinn er ekki nógu góður og þetta rennur út í sandinn.
65. mín
Leikurinn hefur heldur betur lifnað við í seinni hálfleik.

Mikil skemmtun núna og liðin skiptast á að sækja.
61. mín MARK!
Almarr Ormarsson (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Eftir mikinn daðraðardans í vítateig Skagamanna endar boltinn í markinu.

Óskar Örn átti misheppnað skot sem fór í Almarr og þaðan fór boltinn í markið.
60. mín
Skagamenn bruna í sókn hinum megin en skot Jón Vilhelms fer beint á Stefán Loga.
59. mín
Óskar Örn í besta færi sumarsins sem verður ekki að marki!!!!

Sören gerir frábærlega. rennir boltanum fyrir Óskar sem er fyrir opnu marki. Þarna er mikið auðveldara að skora en að skora ekki.

Hann setur boltann hins vegar hátt yfir markið. Þarna eiga allir knattspyrnumenn að skora.
59. mín
KR-ingar aftur nálægt!

Schoop á fyrirgjöf í áttina að landa sínum, Sören. Sören missir af honum og markspyrna en dæmd. Sören vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð en hann féll í teginum. Þorvaldur dæmir réttilega ekki neitt.
54. mín
KR-ingar tvisvar svo nálægt því að jafna!!

Sören er kominn einn í gegn eftir flotta sendingu frá Óskari Erni, Sören tekur skot sem lekur rétt framhjá markinu.


Skotið hefur farið í einhvern því KR-ingar fá horn. Úr því á Grétar Sigfinnur góðan skalla sem Ármann Smári bjargar á línu.
53. mín
Jón Vilhelm á skalla að marki KR eftir aukaspyrnu frá Þórði. Skallinn fer beint á Stefán Loga sem nær að verja auðveldlega.
53. mín Gult spjald: Kristinn Jóhannes Magnússon (KR)
Togaði vel og lengi í markaskorarann sem var að sleppa upp kantinn.
51. mín
Pálmi Rafn er nánast kominn með boltann inn í markteig eftir fína sókn KR-inga. Hann nær þó ekki nægilega góðu skoti og endar á því að rétt reka tánna í boltann og Árni ver.
48. mín

46. mín
Þvílík byrjun á seinni hálfleik. Jón Vilhelm með glæsilegt skot á horni vítateigsins.

Stefán Logi ver hins vegar vel og Skagamenn fá hornspyrnu.
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn

KR-ingar verða að gera mikið betur í seinni hálfleik. Það er ljost.

45. mín
Hálfleikur
Skagamenn leiða í hálfleik. Það hefðu ekki margir búist við þessu fyrir leik en þetta er alls ekki ósanngjarnt.

Skagamenn hafa spilað vel og nýtt sér slakan leik KR-inga.
44. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (ÍA)
Stoðsending: Ólafur Valur Valdimarsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!

Heldur betur óvænt tíðindi í Frostaskjóli.

Ólafur Valur á stórglæsilega sendingu fyrir mark KR sem fer beint á kollinn á Ásgeiri sem sneiðir boltann í bláhornið. Þetta er ekki ósanngjarnt miðað við gang leiksins.
42. mín
Óskar Örn kemur með heiðarlega tilraun til að skora mark tímabilsins og jafnvel aldarinnar.

Henn reynir hjólhestaspyrnu utan teigs, beint eftir hornspyrnu. Gékk ekki alveg.

39. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
38. mín
Almarr er í ágætis færi í teginum. Aron Bjarki kemur með fyrirgjöf en Almarr nær ekki alvöru skoti og það rennur út í sandinn.
36. mín
Almarr keyrir inn í teig Skagamanna og reynir skot, hann hittir boltann ekki nógu vel og yfir fer hann.
35. mín
Schoop tekur spyrnuna sjálfur en hún er ómerkileg.

Boltinn fer vel yfir.
34. mín Gult spjald: Darren Lough (ÍA)
Tekur Schoop niður rétt utan teigs. KR-ingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
33. mín
Aron Bjarki nær fínum skalla eftir hornspyrnuna hans Almarrs en skallinn fer rétt yfir markið. KR-ingar eru að koma til.
32. mín
Flott sókn KR-inga enda með því að Schoop fær gott færi eftir frábæra hælsendingu frá Pálma.

Ármann Smári kemst fyrir boltann og bjargar í horn.
31. mín
Pálmi í fínu skotfæri, hann tekur skotið en varnarmenn ÍA komast fyrir og KR-ingar fá horn.
29. mín
Sören er við það að sleppa í gegn, Pálmi Rafn tekur snögga aukaspyrnu á Sören en hann tekur aðeins of fasta snertingu og boltinn rennur aftur fyrir.
27. mín
Schoop með stórhættulega hornspyrnu. Aron Bjarki Jósepsson nær að koma höfðinu í boltann en hann fer hársbreidd framhjá.

Næsta sem KR hefur komist því að skora.
25. mín
Jón Vilhelm í virkilega góðu skallafæri eftir sendingu frá Alberti, hann fær frían skalla, nánast frá markteig en boltinn fer beint á Stefán Loga sem ver.
20. mín
Óskar Örn er kominn einn inn fyrir vörn Skagamanna, hann gefur á Sören sem nær að skora en Óskar var dæmdur rangstæður og því gildir þetta ekki.
17. mín
Gestirnir hafa verið betri hingað til í leiknum. Þeir hafa sótt meira og verið hættulegri.

Það hefur verið hausverkur hjá ÍA að skora í sumar en spili þeir svona allan leikinn þá hljóta þeir að ná inn einu, í það minnsta.
15. mín
Jón Vilhelm á skot af 25 metrum eða svo sem fer beint á Stefán Loga sem nær að verja en missir boltann síðan fáranlega upp í loftið en KR-ingar ná að bjarga.

Stefán Logi lítur alls ekki vel út, hingað til í kvöld.
13. mín
Ásgeir Marteins hársbreidd frá því að skora.

Darren Lough á flottan sprett upp vænginn og síðan stórhættulega fyrirgjöf sem Ásgeir rétt missir af.

Skagamenn líta vel út núna.

10. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ ÁSGEIRI MARTEINS!!!

Ásgeir er kominn einn gegn Stefáni Loga, hann leikur á Stefán og er í þröngu færi en markið er opið. Hann nær ekki að hitta rammann og fer boltinn framhjá.

Þarna leit Stefán Logi afar illa út, hann átti ekki séns í að ná til boltans er hann ákvað að hlaupa út úr markinu.
8. mín
Schoop tekur síðan hornspyrnuna beint á kollinn á Grétari Sigfinni en skallinn fer rétt framhjá markinu.
7. mín
FÆRI!!

Eftir þunga sókn KR þá fær Almarr frábært færi, nánast fyrir opnu marki þá reynir hann skot en Gylfi Veigar nær að verja á línu og bjarga í horn. Rosalega vel gert hjá Gylfa.
5. mín
Jón Vilhelm ákvað í bjartsýniskasti að reyna skot úr aukaspyrnu af um 35 metra færi. Boltinn fór um 35 metra yfir markið.
2. mín
Skagamenn koma hinum megin, Ásgeir Marteinsson reynir fyrirgjöf sem Stefán Logi gerir vel í að handsama.
1. mín
KR-ingar byrja af krafti og fá hornspyrnu alveg í byrjun. Skagamenn ná að koma henni frá.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann og sækja frá KR heimilinu.

Ég ætla að gerast djarfur og spá 3-0 sigri KR.
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlin við dramatískasta inngangslag landsins. Heyr mína bæn. Hver kemst ekki í stuð við að heyra það?
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, er síðan fæddur og uppalinn á Skaganum og spilaði ófáa leiki með liðinu á árunum 1997-2008.

Hann lék þó ekki allan tímann á Skaganum en hann var atvinnumaður á Englandi um áraraðir.
Fyrir leik
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA lék með KR frá 2005-2009 og var mjög mikilvægur í hjarta varnarinnar hjá Vesturbæjarliðinu.
Fyrir leik
Vallarþulurinn á KR velli hefur áhyggjur á mætingu kvöldsins. Hann býst ekki við mikið fleiri en 700 manns sem verður að teljast mjög lítið miðað við Frostaskjólið.

Mætingin fer hægt af stað en við sjáum til.
Fyrir leik
Almarr Ormarsson fær tækifæri í byrjunarliði KR í fyrsta skipti í langan tíma.

Hann hefur ekki alveg náð sér á strik síðan hann gékk til liðs við KR liðið frá Fram. Leikurinn í kvöld gæti orðið stór fyrir hann.
Fyrir leik
Við hvetjum fólk endilega til að vera með í umræðunni á Twitter.

Notaðu #fotboltinet um leiki kvöldsins. Vel valin tíst verða síðan birt hér.
Fyrir leik
Flestir búast við KR sigri í kvöld en þeir eru sem stendur í 5.sæti með 13 stig en geta farið upp í 3.sæti ef þeir vinna í kvöld og önnur úrslit verða þeim hagstæð.

ÍA eru í 10.sæti með fimm stig og hafa þeir aðeins unnið einn leik í allt sumar. Það var gegn Leikni.
Fyrir leik
Leikir þessara liða hafa oft verið rosalegir í gegnum tíðina en liðin voru í mikilli topbaráttu saman um áraraðir.

ÍA hefur aftur á móti ekki verið eins sterkt síðustu ár og hefur verið að jójó-a á milli 1. og efstu deildar.

Fyrir leik
Það er aðeins ein breyting á liði ÍA frá 0-0 jafnteflinu á móti Fylki í síðasta leik.

Ásgeir Marteinsson kemur inn á meðan Marko Andelkovic er ekki með.
Fyrir leik
Það eru þrjár breytingar á KR liðinu sem tapaði gegn Val.

Rasmus Christiansen, Jónas Guðni Sævarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson detta allir á bekkinn. Í þeirra stað koma þeir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Almarr Ormarsson og Kristinn Jóhannes Magnússon.
Fyrir leik
Síðast þegar þessi lið mættust á Íslandsmóti var 2013 á KR-velli. KR vann 4-2. Gunnar Þór Gunnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR. Fyrir ÍA skoruðu Andri Adolphsson og Jón Vilhelm Ákason.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Úr leikskrá KR:
Leikurinn verður 112. leikur félaganna á Íslandsmóti. Fyrsti deildarleikur þeirra fór fram á Melavelli 27. maí 1946 og lauk með 4-1 sigri KR. Skagamenn hafa sigrað í 45 deildarleikjum, KR í 38 en 28 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 177-160 ÍA í hag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, á heimasíðu félagsins:
Við erum spenntir fyrir því að fara á KR-völlinn, það er alltaf gaman að spila þar og við erum klárir í slaginn. Við erum ánægðir með hvernig liðið fór inní Fylkis-leikinn, eftir 4 tapleiki og komnir með bakið upp við vegg þá sýndum ákveðið andlit í leiknum. Liðið vann vel fyrir hvorn annan allan leikinn og voru tilbúnir að berjast fyrir úrslitum og þó við höfum ekki unnið leikinn þá var þetta sterkt stig eftir slaka leiki þar á undan. Við þurfum að fara óhræddir á KR völlinn, ná upp sömu stemmningu og gegn Fylki þá munum við ná í úrslit.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik KR og ÍA í Pepsi-deildinni. KR-ingar fengu óvæntan skell þegar töpuðu 3-0 fyrir Val í síðustu umferð. Liðið getur komist upp í þriðja sæti takist því að landa sigri í kvöld.

Það er ekki sami sjarmi yfir viðureignum þessara liða og var á árum áður. Skagamenn hafa verið í lægð undanfarin ár og eru aðeins með fimm stig. Þeir hafa aðeins náð að skora þrjú mörk, eru með markatöluna 3-9.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Ingimar Elí Hlynsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Jón Vilhelm Ákason
13. Arsenij Buinickij
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('87)
18. Albert Hafsteinsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
23. Ásgeir Marteinsson ('71)
27. Darren Lough

Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason ('87)
10. Steinar Þorsteinsson ('71)
15. Teitur Pétursson
21. Arnór Sigurðsson

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson

Gul spjöld:
Darren Lough ('34)
Ásgeir Marteinsson ('39)
Jón Vilhelm Ákason ('78)

Rauð spjöld: