Stjarnan
0
3
Fylkir
0-1 Tómas Þorsteinsson '26
0-2 Albert Brynjar Ingason '78
0-3 Ragnar Bragi Sveinsson '87
18.06.2015  -  19:15
Samsung völlurinn
Borgunarbikar karla
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Halldór Orri Björnsson ('88)
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('45)
18. Jón Arnar Barðdal
19. Jeppe Hansen ('45)
22. Þórhallur Kári Knútsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
4. Jóhann Laxdal
5. Michael Præst
11. Arnar Már Björgvinsson ('45)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson ('88)

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:
Veigar Páll Gunnarsson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með fyllilega sanngjörnum 3-0 sigri Fylkis!!
90. mín
Inn:Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylkir) Út:Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Hinn ungi Kolbeinn Finnsson fær nokkrar mínútur.
88. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
87. mín MARK!
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Stoðsending: Ásgeir Örn Arnþórsson
GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOL!!! RAGNAR BRAGI FULLKOMNAR NIÐURLÆGINGUNA!!! Kemst einn í gegn, keyrir á markið og ÞRUMAR framhjá Sveini Sigurði!! Það er 3-0 fyrir Fylki!!!!
86. mín Gult spjald: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
86. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
ÉG SÉ LOFTBÓLUR KRAUMA UPP ÚR GRASINU!! ÞAÐ ER ALLT GJÖRSAMLEGA AÐ SJÓÐA UPP ÚR!! Menn voru nánast farnir að slást, Albert Brynjar og Ásgeir Börkur báðir alveg brjálaðir! Á endanum fá Ásgeir Börkur og Veigar Páll báðir gult!
80. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Fylkismenn gera aðra breytingu.
78. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
MAAAAAAAAAARK!!! OOOO ÞETTA VAR SVO FALLEGT!! Brynjar Gauti gerir GJÖRSAMLEGA HÖRMULEG varnarmistök!!! Dólar á boltanum og Albert Brynjar þakkar pent fyrir sig, hirðir af honum boltann og er kominn einn í gegn!! Albert kemur svo með unaðslega klárslu þar sem hann chippar yfir markvörðinn. Virkilega snyrtilegt og Fylkismenn eru á leið í 8-liða úrslit!!
77. mín
Nú vilja Fylkismenn víti!! Brynjar Gauti sleppur vel þegar hann hrindir Ragnari Braga í teignum. Rauði baróninn heldur greinilega að menn séu að spila einhvern blekkingarleik.
75. mín
Aðeins farin að þyngjast sóknin hjá Stjörnunni, Fylkismenn virðast vera orðnir varir um sig og örlítið varkárir. Ná heimamenn að gera eitthvað úr þessu?
74. mín
Heiðar Ægisson gerir tilraun til að fiska víti er hann dettur í teignum en Garðar Örn segir honum að hunskast á lappir. Eða ég heyrði ekki hvað hann sagði en hann gaf þannig bendingu.
73. mín
Ætla bara að segja það hér og nú að þetta er einn lélegasti leikur sem ég hef séð Stjörnuna spila. Þeir eru ekki að skapa neitt og það gengur eiginlega ekkert upp.
69. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Fylkismenn gera sína fyrstu breytingu. Kjartan Breiðdal inn fyrir Hákon Inga.
64. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Ásgeir Eyþórsson fær að líta gula spjaldið, líklega fyrir að sparka boltanum burt, frekar en brot.
63. mín
USSS!!! Hætta eftir hornspyrnu Stjörnunnar!! Endar á því að Jón Arnar Barðdal skýtur rétt yfir! Stjörnumenn bíta aðeins frá sér.
60. mín
Ragnar Bragi í þokkalegu færi en skallar boltann yfir!! Duglegur að koma sér í hættulegar stöður en má bæta færanýtinguna!
56. mín
KLÚÐUR KVÖLDSINS!!! Ég skal veðja að þetta er klúður kvöldsins!!!! Hvað gerðist þarna??? Jú, það sem gerðist var að Albert Brynjar kom með gjörsamlega banvæna fyrirgjöf inn í teiginn!! Þar var Ragnar Bragi aleinn og yfirgefinn og það var örugglega auðveldara að skora heldur en klúðra! En Ragnar skaut beint á Svein Sigurð sem hélt boltanum!! Ótrúlegt að Fylkismenn hafi bara skorað eitt mark!! Þetta gæti reynst dýrkeypt!!!
52. mín
Þarna munaði litlu!!! Jón Barðdal hársbreidd frá því að jafna fyrir Stjörnuna. Á frábæran sprett inn í teig en skýtur rétt framhjá!!
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný!!!
45. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
Rúnar Páll er hundóánægður með sóknarleik sinna manna. Arnar Már Björgvinsson og Veigar Páll Gunnarsson koma inn á fyrir Óla Kalla og Jeppann.
45. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Garðabæ!! Fylkismenn verðskuldað yfir og forystan gæti einfaldlega verið stærri!
45. mín
USS!!! Fylkismenn örlitlu frá því að bæta við marki rétt fyrir leikhlé!!! Öflug hornspyrna beint á kollinn á Tonci sem er bara í algjöru dauðafæri, en skallar rétt framhjá!! Átti að gera betur, klárlega!
34. mín
Fylkismenn eiga það að þeir eru miklu betri í augnablikinu! Allt hungrið er þeirra megin! Enda sagði gamli þjálfarinn minn alltaf að maður ætti ekki að borða á leikdag.
31. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ FYLKI!!! Markamaskínan Albert Brynjar í algjöru dauðafæri eftir frábæra stungusendingu frá Oddi Inga. Albert reynir hins vegar að setja boltann á nærstöngina og Sveinn Sigurður ver með fótunum! Þarna munaði heldur betur litlu að Fylkir tvöfaldaði forystu sína.
27. mín
Ég vil meina að forysta Fylkis sé ó-ósanngjörn. Ekkert endilega sanngjörn, því það er búið að vera þokkalegt jafnræði í þessu. Þetta er hins vegar ekki ósanngjarnt! Fylkismenn hafa átt ágætis rispur upp völlinn.
26. mín MARK!
Tómas Þorsteinsson (Fylkir)
MAAAAAAAAAARK!!!! EKKI BARA MARK, HELDUR ÞVÍLÍKT MARK!!!! BOLTINN DETTUR FYRIR TÓMAS ÞORSTEINSSON OG HANN ÞRUUUUMAR BOLTANUM Í NETIÐ!!! Sveinn Sigurður stóð eins og stytta í markinu! Hann átti ekki séns!!!
24. mín
Virkilega flott sókn endar með því að Halldór Orri reynir langa sendingu á Ólaf Karl sem kemur hlaupandi á fjærstöngina, en boltinn fer aðeins of langt og aftur fyrir!
17. mín
Fylkismenn hafa verið að þjarma og þjarma undanfarið! Stjarnan geysist svo upp í skyndisókn en Ólafur markvörður bjargar vel með flottu úthlaupi. Gaman að sjá rimmu tveggja ungra markmanna.
16. mín
Ágætis færi hjá Fylki!! Góð fyrirgjöf og Hákon Ingi skallar boltann en hinnir ekki aaaalveg á markið!
14. mín
Hörkufæri!! Oddur Ingi í ágætis skotfæri en skýtur rétt framhjá!
13. mín
SVAKALEG tækling hjá Heiðari Ægissyni. Fer aftan i Odd Inga en gerir það alveg fullkomlega. Nær boltanum og ekkert dæmt! Ég fæ ákveðna gleðitilfinningu þegar ég sé svona fallegar tæklingar. Það iljar mér um hjartaræturnar.
11. mín
Þórhallur Kári í hörkufæri!! Vinnur boltann af Tómasi Þorsteinssyni á stórhættulegum stað í teignum. Tekur einu skrefi of mikið áður en hann skýtur, skotið er of laust og Ólafur Íshólm ver og heldur boltanum!
6. mín
Stórhætta við mark Stjörnunnar! Í fyrsta lagi sýndist mér vera hendi á varnarmann heimamanna í teignum en í öðru lagi náði sóknarmaður Fylkis boltanum á stórhættulegum stað. Í þriðja lagi náði Sveinn Sigurður að hrifsa boltann og halda honum. Fleira var það ekki í bili.
5. mín
Fyrirliðinn Ásgeir Börkur með þrumuskot fyrir utan teig en það fer yfir markið. Ágætis tilraun hjá þessum grjótharða rokkara.
1. mín
Leikurinn er hafinn!! Sjálflýsandi byrja með boltann!
Fyrir leik
Rauði baróninn leiðir menn út á völlinn. Ég er að sjá minn fyrsta Fylkisleik í sumar og ég fékk algera ofbirtu í augun þegar þeir komu inn á. Búningurinn þeirra er alveg next-level appelsínugulur! Þeir hljóta að vera búnir til úr sama efni og sjógallar. Fylkismenn þurfa aldrei að óttast að týnast úti á hafi á meðan þeir eru svona klæddir. Eða bara hvar sem er. Þeir eru 100 prósent öruggir.
Fyrir leik
Þá eru ekki nema rúmar tíu mínútur í leik, ég á von á hörkuspennandi einvígi!!
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að Jóhann Laxdal aflitaði á sér hárið og nú er það silfurlitað! Grjótharður!
Fyrir leik
Góðar fréttir fyrir Stjörnuna. Jóhann Laxdal er í hóp í fyrsta skiptið síðan hann meiddist í ágúst í fyrra.
Fyrir leik
Góð rokkstemning á Stjörnuvellinum.
Fyrir leik
Fylkismenn gera þrjár breytingar. Mesta athygli vekur að Ólafur Íshólm Ólafsson fær sénsinn í markinu í stað Bjarna Þórðar Halldórssonar. Þá koma þeir Ásgeir Örn Arnþórsson og Hákon Ingi Jónsson inn í liðið fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson, sem er ekki í hóp, og Stefán Ragnar Guðlaugsson sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Stjarnan gerir tvær breytingar á liði sínu frá því í síðasta leik gegn Fylki. Þeir Þórhallur Kári Knútsson og Halldór Orri Björnsson koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Michael Præst og Arnar Má Björgvinsson, sem báðir fara á bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða eru dottin í hús og má sjá þau hér til hliðar!
Fyrir leik
Stjarnan vann Leikni eftir vítakeppni til að komast í 16-liða úrslitin á meðan Fylkismenn unnu ótrúlegan 3-2 sigur gegn Njarðvík eftir að hafa verið 2-0 undir þegar minna en 10 mínútur voru eftir af leiknum. Tvö mörk Fylkis komu í uppbótartíma.
Fyrir leik
Stjarnan hafði ekki unnið í sínum fjórum deildarleikjum á undan áður en þeir lögðu Fylki í vikunni. Þar af höfðu þeir tapað síðustu tveimur leikjum. Fylkismenn hafa unnið einn deildarleik af síðustu fimm. Það yrði góð lyftistöng fyrir bæði lið að fara áfram í bikarnum.
Fyrir leik
Stjarnan og Fylkir eru að mætast í annað skiptið í röð, en síðastliðinn mánudag hafði Stjarnan betur, 2-0, í einvígi liðanna í Árbænum.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Stjörnunnar og Fylkis í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Garðabænum.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('80)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Tonci Radovinkovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Hákon Ingi Jónsson ('69)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f) ('90)
16. Tómas Þorsteinsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('69)
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
21. Kolbeinn Birgir Finnsson ('90)
22. Davíð Einarsson
24. Elís Rafn Björnsson ('80)

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('64)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('86)

Rauð spjöld: