Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
FH
2
1
Grindavík
Steven Lennon '8 , víti 1-0
Steven Lennon '35 , víti 2-0
2-1 Hákon Ívar Ólafsson '87
18.06.2015  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Blautur og lítill vindur
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Samuel Lee Tillen
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('73)
7. Steven Lennon
20. Kassim Doumbia
21. Guðmann Þórisson
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
28. Sigurður Gísli Snorrason ('86)
45. Kristján Flóki Finnbogason ('78)

Varamenn:
4. Pétur Viðarsson
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson ('73)
17. Atli Viðar Björnsson ('78)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('86)

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Jeremy Serwy ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Björn Berg Bryde komin framar á völlinn. Náðu að komast meðfram endalínu, Heimamenn hreinsa í hornspyrnu. Fyrirgjöf kom síðan frá Scott Ramsay og var Gylfi Örn Á Öfjörð að ná boltanum á fjærstöng en virðist vera rifinn niður. Valgeir Valgeirsson dómari leiksins var ekki einu sinni að fylgjast með þessu atriði því hann var að flauta leikinn af. FH sigur í krikanum staðreynd. En þeir slökuðu á ólinni og hleyptu Grindavík heldur nálægt sér. Skýrsla og viðtöl koma inn síðar í kvöld. Þakka lesturinn. Líf og fjör.
87. mín MARK!
Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
MAAAAAAAAARK! Fyrsta snerting hjá Hákoni Ívari. Sem slæsar hann inn af 25 metrunum. Þvílikt mark. Smá spenna komin í þetta.
87. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Út:Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
86. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Út:Sigurður Gísli Snorrason (FH)
Flottar mínútur fyrir þennan unga leikmann sem var að byrja inná í sínum fyrsta leik.
78. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Það er ekkert að þessari skiptingu. Atli kann að skora. Kristján búinn að vera virkilega duglegur á toppnum þrátt fyrir að skora ekki mark.
78. mín Gult spjald: Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
75. mín
Inn:Scott Mckenna Ramsay (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Scott Ramsay er komin inná. Kannski hann nái að blása einhverju lífi í sóknarleik gestanna.
75. mín Gult spjald: Jeremy Serwy (FH)
73. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
69. mín
Jósef Kristinn Jósefsson þurfti aðhlynningu. Veit ekki hvað kom fyrir en hann virðist vera tilbúinn til að koma aftur inná.
65. mín
Það er nákvæmlega ekkert að gerast í þessum leik sem stendur.
61. mín
Inn:Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík) Út:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
55. mín
Bjarni Þór Viðarsson með slakt skot eftir gott spil Heimamanna.
52. mín
Guðmann Þórisson næstum búinn að bæta við marki hjá Heimamönnum eftir hornspyrnu.
46. mín
Leikurinn er hafin að nýju. Úlfar Hrafn Pálsson með af vítateigshorninu en beint á Róbert Örn í markinu. Stuttu síðar kemur stungusending á Magnús Björgvins en Róbert Örn kemur askvaðandi úr markinu og nær boltanum en lág eitthvað vankaður eftir snertingu frá Magnúsi. Róbert er staðinn á fætur.
45. mín
Hálfleikur
Það er komin hálfleikur. FH-ingar betri. Gestirnir eru hinsvegar farnir að færa sig framar þar sem þetta er bikarleikur og hafa engu að tapa.
43. mín
Magnús Björgvinsson í dauðafæri eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Ásgeir Þór. Boltinn fór yfir markið.
39. mín
Úlfar Hrafn Pálsson var að bjarga á marklínu eftir skalla heimamanna úr hornspyrnu.
37. mín
Ég er ekki viss um hvort þetta hafi verið vítaspyrna. Mér fannst þetta óttarlega lítið fyrir minn smekk. Hvað veit ég svo sem er enginn dómari.
35. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Jeremy Serwy
35. mín
Víti.
29. mín
Brynjar Ásgeir Guðmundsson með fyrirgjöf frá hægri, Steven Lennon tekur boltann á kassann og reynir við hjólhestaspyrnu sem fór hárfínt framhjá markinu. Ég hélt að þessi væri inni.
20. mín
FH mun meira með boltan en eru kannski ekki að ná að skapa sér mikið. Slakar sendingar hjá Grindavík sem nær ekki að skila þeim framar á völlinn þessa stundina.
11. mín
Alex Freyr Hilmarsson komin í kjörfæri fyrir utan teig en boltinn fór hátt fyrir. Boltasækirinn þarf kemur hugsanlega ekki fyrr enn í seinni hálfleikinn.
9. mín Gult spjald: Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Eftir að hafa tekið boltan upp eftir að Valgeir dómari dæmdi aukaspyrnu. Óli Baldur tók boltann upp og henti honum aftur niður.
8. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Steven Lennon feldur af Maciej Majewski eftir stungusendingu
6. mín
Fyrsta færi leiksins. Bjarni Þór Viðarsson er með boltan í teignum og gefur á Steven Lennon sem á skot með vinstri fæti en Maciej Majewski grípur boltan.
1. mín
Undirritaður sá ekki síðasta leik gestanna, en hinn fljóti Magnús Björgvinsson er á toppnum.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með knöttinn og sækja að nýja skiltinu.
Fyrir leik
Leikmenn að ganga inná völlinn. Allt að verða klárt.
Fyrir leik
Fólk er farið að láta sjá sig í krikanum. Kannski ekkert skrítið. Virðist sem allir þurfi að sjá nýja skiltið sem er komið á völlinn.
Fyrir leik
FH og Grindavík mætast í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli. Byrjunarliðin eru klár.

FH gerir fjórar breytingar frá 1-4 sigrinum á ÍBV í Vestmannaeyjum um helgina. Guðmann Þórisson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Sam Tillen og Sigurður Gísli Snorrason byrja en sá síðastnefndi hefur gælunafnið Siggi Bond og er í fyrsta sinn í byrjunarliði FH. Hann er fæddur 1995 og hefur komið inná sem varamaður í einhverjum leikjum í sumar. Út fara Jón Ragnar Jónsson, Böðvar Böðvarsson, Pétur Viðarsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Grindavík gerir tvær breytingar frá 1-3 sigrinum á BÍ/Bolungarvík í síðustu umferð. Matthías Örn Friðriksson og Magnús Björgvinsson koma inn fyrir Tomislav Misura og
Alejandro Jesus Blzquez Hernandez.
Fyrir leik
Góða kvöldið, verið velkomin á beina textalýsingu hér í Kaplakrikanum. Fimleikafélag Hafnarfjarðar er heitasta liðið á landinu í dag sem taka á móti Grindvíkingum sem leika í deild fyrir neðan. En allt getur gerst sagði maðurinn. Því þetta er bikarinn.
Byrjunarlið:
Óli Baldur Bjarnason ('75)
Jósef Kristinn Jósefsson
Maciej Majewski
Úlfar Hrafn Pálsson
3. Gylfi Örn Á Öfjörð
4. Rodrigo Gomes Mateo ('87)
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Matthías Örn Friðriksson ('61)
11. Ásgeir Þór Ingólfsson
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson ('87)
21. Marinó Axel Helgason
28. Alejandro Jesus Blzquez Hernandez

Liðsstjórn:
Marko Valdimar Stefánsson
Benóný Þórhallsson
Scott Mckenna Ramsay
Ivan Jugovic

Gul spjöld:
Óli Baldur Bjarnason ('9)
Jósef Kristinn Jósefsson ('78)

Rauð spjöld: