Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
0
1
KR
0-1 Almarr Ormarsson '68
Gunnar Nielsen '77
22.06.2015  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Prýðilegar aðstæður á teppinu, létt gola en annars eins og best verður á kosið.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1337
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
8. Halldór Orri Björnsson ('77)
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal ('63)
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
19. Jeppe Hansen ('87)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m) ('77)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
4. Jóhann Laxdal
6. Þorri Geir Rúnarsson ('63)
18. Jón Arnar Barðdal
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('40)
Pablo Punyed ('54)
Michael Præst ('56)
Arnar Már Björgvinsson ('79)

Rauð spjöld:
Gunnar Nielsen ('77)
Leik lokið!
KR-ingar fara heim sem verðskuldaðir sigurvegarar ef á heildina er litið og auka þar með forskot sitt á Stjörnumenn.

Viðtöl og Skýrsla á leiðinni!
94. mín
Inn:Gary Martin (KR) Út:Jacob Toppel Schoop (KR)
Gary Martin kominn aftur inn á fótboltavöll eftir að hafa meiðst gegn Fylki fyrr á tímabilinu.
93. mín
Pablo Punyed tekur ágætis hornspyrnu sem flýgur í gegn um pakkann í vítateignum áður en að Hörður Árnason reynir skalla en hann fer framhjá.
91. mín
Inn:Kristinn Jóhannes Magnússon (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
87. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
83. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað, sirka 2 metrum fyrir utan teig KR-inga. Jeppe Hansen togaður niður. Óli Kalli og Pablo standa yfir boltanum.
80. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Almarr Ormarsson (KR)
80. mín
Úr aukaspyrnunni sem KR-ingar fá í kjölfar handknattleikstakta Gunnar Nielsen skýtur Óskar Örn beint í fangið á Sveini Sigurði.
79. mín Gult spjald: Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Fyrir mótmæli.
77. mín
Inn:Sveinn Sigurður Jóhannesson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Halldór Orri þarf að taka það á sig að fá Svenna Sigga í rammann. Halldór ekki búinn að vera góður í dag.
77. mín Rautt spjald: Gunnar Nielsen (Stjarnan)
ÞAÐ ER ALLT AÐ SJÓÐA UPP ÚR HÉR Í GARÐABÆNUM

Gunnar Nielsen fær rautt spjald fyrir að handleika knöttinn fyrir utan sinn eigin vítateig. Réttur dómur.
73. mín
Það sem gerðist var að Stefán Logi missir boltann frá sér á Óla Kalla sem er einn á móti Stefáni með markið galopið fyrir Óla Kalla. Óli tafsar þó aðeins á boltanum og Stefán Logi virðist kippa í hælinn á Óla Kalla með höndunum og Óli fellur við í teignum. Allir í stúkunni búast við víti en Erlendur dæmir brot á Óla Kalla.

Uppfært: Sjónvarpsvélarnar sýna að Erlendur dómari hafði rétt fyrir sér. Stefán Logi markvörður var með báðar hendur á knettinum þegar Ólafur Karl tók boltann.
70. mín
BÍDDU NÚ VIÐ!!!!
STEFÁN LOGI BRÝTUR KLAUFALEGA Á ÓLA KALLA EN ERLENDUR EIRÍKSSON DÆMIR BROT Á ÓLA KALLA!

Hér er allt að verða vitlaust í stúkunni og Stjörnumenn kasta flösku inn á völlinn. Siggi Dúlla rekinn upp í stúku.
68. mín MARK!
Almarr Ormarsson (KR)
Stoðsending: Sören Frederiksen
MAAAAARK!!

Sören Frederiksen á frábæra sendingu af vinstri kantinum sem ratar beint á kollinn á Almarri. Hann stýrir knettinum fagmannlega framhjá Gunnari Nielsen. Frábær sókn hjá gestunum!
63. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Daníel Laxdal (Stjarnan)
Daníel hefur átt við meiðsli í ökkla að stríða og fer hér útaf þess vegna. Þorri Geir kemur inn á í staðinn. Þorri fer hins vegar á miðjuna og fer Michael Præst í miðvörðinn í stað Daníels.

Daníel verður mikill missir fyrir Stjörnuliðið en hann hefur verið mjög góður í kvöld.
60. mín
Pálmi Rafn fær boltann rétt fyrir utan teig Garðbæinga og á skot sem fer rétt framhjá vinstra megin við mark Stjörnunnar.
57. mín
Gonzalo Balbi tekur spyrnuna en hún er afar slök. Balbi reynir að vippa boltanum á samherja sína en vippan ratar hins vegar beint í fangið á Gunnari Nielsen.
56. mín Gult spjald: Michael Præst (Stjarnan)
Præsturinn fær gult fyrir að brjóta á Almarri Ormarssyni og KR-ingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað í leiðinni.
54. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Stjarnan)
Fyrir peysutog.
50. mín
Óskar Örn fær boltann í fætur eftir að Brynjar Gauti reynir að hreinsa boltann úr teignum. Óskar á skot en það fer framhjá marki Stjörnunnar.
Jóhannes Valgeirsson, fyrrum dómari, hrósar hér Erlendi Eiríkssyni, sem er búinn að eiga ágætisleik fyrir utan mjög skrýtinn aukaspyrnudóm um miðbik fyrri hálfleiks.

46. mín
Þá er seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Þá er kominn hálfleikur í þessum mikilvæga leik. Við vonum að liðin komi grimmari í síðari hálfleik.
45. mín
Halldór Orri Björnsson hangir hér afar lengi á boltanum hér vinstra megin í teig KR-inga og tekur þó loksins skot sem Stefán Logi ver frekar klaufalega.
43. mín
Jacob Schoop fær boltann inni í teig Stjörnunnar en á afleitt skot framhjá.
41. mín
Úr aukaspyrnunni sem Brynjar Gauti fékk á sig sendir Gonzalo Balbi boltann inn í teig en þar fellur Brynjar Gauti við og dæmd er aukaspyrna á gestina.
40. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Fyrir brot á Almarri Ormarssyni.
35. mín
Úr hornspyrnunni ratar boltinn á Daníel Laxdal sem á skot sem Stefán Logi grípur.
34. mín
Eftir upphlaup Stjörnumanna upp vinstri kantinn fær Ólafur Karl Finsen boltann og á skot sem fer framhjá marki KR-inga. Stjörnumenn uppskera því hornspyrnu sem Arnar Már Björgvinsson tekur.
31. mín
Óskar Örn á hér mjög góða sendingu inn fyrir markið sem ratar beint á kollinn á Jacob Schoop. Schoop-arinn sendir boltann hins vegar rétt framhjá marki Gunnars Nielsen.
29. mín
Meðal viðstaddra hér í kvöld eru Blikarnir Elfar Freyr Helgason og Guðjón Pétur Lýðsson, en þeir félagar gerðu jafntefli við topplið FH í Krikanum í gær.
24. mín
Óskar Örn reynir skot inni í teig Stjörnunnar en Heiðar Ægisson nær að koma hælnum fyrir það og boltinn fer afturfyrir í hornspyrnu. Úr hornspyrnunni ratar boltinn beint í fangið á Gunnari Nielsen.
17. mín
Óskar Örn tekur aukaspyrnuna sem er góð en Gunnar Nielsen nær að dýfa sér í hornið og verja þennan bolta. KR-ingar ná hins vegar frákastinu en Gunnar ver það líka.
15. mín
KR-ingar fá hér hina furðulegustu aukaspyrnu. Óskar Örn er einn á boltanum ca. 2 metrum fyrir utan teig Stjörnumanna, lætur sig detta en ekki með nokkurn mann í augnsýn. Erlendur dæmir aukaspyrnu sem meira að segja KR útvarpið segir að sé vitlaus.
12. mín
Óli Kalli fellur niður eftir lauslegt samstuð við Jónas Guðna og heimamenn uppskera aukaspyrnu KR megin við miðjubogann. Úr aukaspyrnunni nær Michael Præst að skalla boltann inn á Óla Kalla en skalli hans fer yfir markið.
10. mín
Pálmi Rafn reynir hér frábæra stungusendingu inn á Sören en Daníel Laxdal nær rétt svo að skalla hana í burtu. KR-ingar verið öflugari hérna fyrstu 10.
6. mín
Gonzalo Balbi á góða sendingu inn á Pálma Rafn sem stendur rétt hjá vítapunktinum. Pálmi á svo gott skot sem Gunnar Nielsen nær þó að fanga. Ágætis tilraun hjá Vesturbæingunum þarna!
2. mín
KR-ingar eiga fyrsta skotið hér í dag. Það er Sören Fredriksen sem á það en það er slappt og beint á Gunnar Nielsen í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin labba hér út á völlinn við góðar undirtektir viðstaddra. KR-ingar leika í appelsínugulum varabúningum í dag.
Fyrir leik
Það er mjög vel mætt hér á Samsung-völllinn í dag og gríðarleg stemning er í stúkunni - Sama hvort til hægri eða vinstri sé litið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Gunnar Nielsen er kominn aftur í búrið hjá Stjörnunni, en ásamt honum eru Pablo Punyed og Michael Præst settir aftur í startholurnar á kostnað Þorra Geirs og Jóns Arnar Barðdal.

KR-ingar stilla upp óbreyttu liði síðan úr leiknum gegn KV í bikarnum en athygli vekur að Gary John Martin, framherji KR-inga er kominn aftur inn í leikmannahóp KR-inga eftir að hafa átt við meiðsli að stríða.
Fyrir leik
Í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gerðu KR-ingar óvænt jafntefli gegn ÍA en Stjörnumenn unnu Fylki 2-0 í Árbænum.

Hins vegar mætti Stjarnan Fylki í Borgunarbikarnum á fimmtudaginn var, og lutu þá í lægra haldi gegn þeim Appelsínugulu, 3-0.

Í bikarnum fengu KR-ingar nágrannaslag gegn KV, létu bróðernið til hliðar og slátruðu litla bróður 7-1.
Fyrir leik
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Nordsjælland og spámaður Fótbolta.net, spáir markaleysi á Samsung-vellinum í kvöld.

Stjarnan 0 - 0 KR
Rasmus Christiansen og Brynjar Gauti eru bestu miðverðir landsins og láta ekki skora framhjá sér á mánudaginn.
Fyrir leik
Leikurinn er gríðarlega mikivægur fyrir bæði lið en hvorugt liðið hefur náð að uppfylla væntingarnar sem gerðar voru til þeirra fyrir tímabilið.

Mikið hefur verið rætt hvort liðin séu að missa af lestinni í átt að titlinum og verða þessi 3 stig sem í boði eru virkilega kærkomin fyrir liðið sem hreppir þau hér í dag.

Heimamenn sitja í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en KR-ingar eru tveimur stigum á undan í kapphlaupinu og sitja í 5. sæti. Með sigri getur Stjarnan því klifrað yfir gestina á stigatöflunni en KR-ingar geta aftur á móti aukið forskot sitt á Stjörnuna enn fremur.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur. Hér mun fara fram textalýsing á viðureign Stjörnunnar og KR í Pepsi-deild karla.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Almarr Ormarsson ('80)
19. Sören Frederiksen
20. Jacob Toppel Schoop ('94)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('91)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
7. Gary Martin ('94)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('80)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon ('91)
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Axel Sigurðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: