Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
2
0
HK
Jósef Kristinn Jósefsson '63 1-0
Tomislav Misura '91 2-0
23.06.2015  -  19:15
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2015
Dómari: Vilhelm Adolfsson
Byrjunarlið:
Óli Baldur Bjarnason ('74)
Jósef Kristinn Jósefsson
Maciej Majewski
Úlfar Hrafn Pálsson ('85)
3. Gylfi Örn Á Öfjörð
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Alex Freyr Hilmarsson
11. Ásgeir Þór Ingólfsson
14. Tomislav Misura
24. Björn Berg Bryde
28. Alejandro Jesus Blzquez Hernandez ('74)

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson ('85)
3. Marko Valdimar Stefánsson
9. Matthías Örn Friðriksson ('74)
17. Magnús Björgvinsson

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson
Scott Mckenna Ramsay
Marinó Axel Helgason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sanngjörnum sigri Grindvíkinga! Fínasti leikur hér!
92. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Gult spjald fær Leifur Andri fyrir hendi skilst mér. Fréttamaður var enn að skrifa niður markið þegar þetta gerðist svo að hann missti af þessu!
91. mín MARK!
Tomislav Misura (Grindavík)
Tomislav Misura hefur dregið vagninn í markaskorun Grindvíkinga í sumar fram að þessu og hann heldur áfram að skora maðurinn. Klárar hér leikinn fyrir Grindvíkinga.
87. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (HK)
Síðasta skipting HK-inga.
85. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Út:Úlfar Hrafn Pálsson (Grindavík)
Síðasta skipting Grindvíkingum á sér stað.
81. mín
Einar Logi með skemmtilega tilraun að marki Grindavíkur. Maciej þó ekki í vandræðum með að handsama þennan bolta.
78. mín
Hér má ekki miklu muna að Grindavík bæti við marki. Boltinn berst í teigin á auðan leikmann, sem skaut framhjá markinu.
74. mín
Inn:Scott Mckenna Ramsay (Grindavík) Út:Alejandro Jesus Blzquez Hernandez (Grindavík)
Tvöföld skipting hjá heimamönnum!
74. mín
Inn:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
71. mín
Jón Dagur er hér með hörmulegt skot að marki Grindvíkinga, en þarna sofnuðu Grindvíkingar aðeins og voru full langt frá mönnum, sem skapaði færi fyrir HK. Heppnin með Grindvíkingum í þetta sinn að Jón Dagur hitti boltan illa.
68. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (HK) Út:Aron Þórður Albertsson (HK)
Sóknarleg skipting hjá HK. Guðmundur Magnússon kemur inn og Aron Þórður fer út.
63. mín MARK!
Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Upp úr aukaspyrnunni barst boltinn til Jósefs Kristins sem kom Grindavík yfir. Fyllilega verðskuldað, það er ekki hægt að segja annað!
61. mín
Sjöurnar í liðunum að eigast hér við. Alex Freyr var að sleppa framhjá Aroni Þórði upp vinstri kantinn en Aron stoppar hann.
59. mín Gult spjald: Davíð Magnússon (HK)
Stúkan í Grindavík er trítilóð og vill sjá rautt spjald á þetta! Jósef var að sleppa í skyndisókn upp vinstri kantinn þegar Davíð stoppar sóknina. Davíð var ekki aftastur en menn vilja meina að þarna hafi marktækifæri farið í súginn.
52. mín
Þar skall hurð nærri hælum! Tomislav Misura í ákjósanlegu færi en löpp HKings í vörninni var fyrir skotinu.
49. mín
Guðmundur Þór er hér með björgun úr markteig HKinga. Upp úr því skapaðist annað færi sem Tomislav Misura skaut yfir.
46. mín
Inn:Viktor Unnar Illugason (HK) Út:Ágúst Freyr Hallsson (HK)
Skipting varð í hálfleik, Viktor Unnar Illugason er kominn inn á í liði HKinga og útaf fer Ágúst Freyr, sem var kominn á hálan ís hjá dómara leiksins.
46. mín
Mínúta varla liðin af seinni hálfleik þegar Beitir er farinn að grípa bolta.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og til að hafa allt sanngjarnt byrja HKingar með boltan, þar sem að Grindavík fékk að byrja í fyrri hálfleik. Bróðurlega skipt á milli sín hér á Suðurnesjum.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Grindavík og ennþá er markalaust. Grindavík búnir að vera meira með boltan og skapað sér helstu færin en besti maður vallarins hefur verið markvörður HK-inga, Beitir Ólafsson. Skulum vona að við fáum mörk í seinni hálfleikinn!
45. mín
Beitir ver hér ágætis skot Úlfars Hrafns í liði Grindavíkur.
42. mín
Beitir í marki HK búinn að vera sennilega besti maður vallarins í fyrri hálfleik. Blakar hér skot Tomislav Misura að mér sýndist, framhjá markinu og hornspyrna handa Grindvíkingum.
39. mín
Ágúst Freyr á hér glæsilegt skot framhjá og í stöngina bakvið markið. Allir í stúkunni undrandi á því hvernig dómarinn sá ástæðu til að dæma hornspyrnu.
38. mín
Ágúst Freyr fær hér tiltal frá Vilhelm dómara. Nýkominn með gult spjald.
33. mín Gult spjald: Ágúst Freyr Hallsson (HK)
Ásgeir Þór liggur hér eftir í liði Grindavíkur eftir baráttu við Ágúst Frey hjá HK, sem fær að líta gult spjald að launum.
32. mín
Ásgeir Þór með lipra takta á hægri kantinum, keyrir inn í teigin en skilar boltanum beint í hendurnar á Beiti í marki HK.
28. mín
Jósef Kristinn með ágætis tilraun að marki HK en skotið yfir.
21. mín
Alejandro með frábært skot utan teigs hjá Grindvíkingum en Beitir ekki í vandræðum með að blaka í horn!
15. mín
Tomislav tekur boltan hér á kassan og viðstöðulaust skot í loftinu! Hitti þó boltan illa og skotið yfir. Grindavík töluvert meira með boltan þessar mínúturnar og sækja stíft að marki HKinga. Beitir í marki HK búinn að standa sig vel til þessa.
12. mín
DAUÐAFÆRI hjá Grindavík! Óli Baldur fær boltan fyrir framan mark HK-inga en Beitir nær að bjarga í horn! Þarna mátti ekki miklu muna og Beitir handsamar hornspyrnuna í kjölfarið!
10. mín
Ásgeir Þór sótti að marki HK manna og átti fyrirgjöf af hægri kanti, en HKingar ekki í vandræðum með að bægja þessum bolta frá. Glæsilega gert hjá Ásgeiri að komast framhjá leikmönnum til að komast í gegn!
6. mín
Marktilraun utan teigsfrá heimamönnum sem Beitir í marki HK ver vel. Nú liggur þó Úlfar Hrafn eftir á vellinum og sjúkraþjálfari sinnir honum.
2. mín
HKingar að pressa stíft fyrstu mínútuna og ekki langt frá því að ná að skora vegna pressu á Maciej í marki Grindavíkur!
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Grindavík sitja í níunda sæti deildarinnar með 7 stig en HK í því tíunda með sex stig. Þessi sex stig HKinga komu í fyrstu tveimur leikjunum og hafa því tapað fjórum leikjum í röð.
Fyrir leik
Bæði lið hafa verið í vandræðum með markaskorun og stigasöfnun í sumar en HK og Grindavík hafa bæði spilað 6 leiki í deild í sumar. Grindavík skorað sjö mörk en HKingar sex.
Fyrir leik
Grindvíkingar eru með óbreytt byrjunarlið frá því þeir lögðu BÍ/Bolungarvík fyrir vestan fyrir 10 dögum.
Fyrir leik
HK gerir tvær breytingar frá tapleiknum gegn Víking Ó. í Kórnum í síðasta leik. Út fara þeir Guðmundur Magnússon og Árni Arnarson, en í þeirra stað koma Jón Dagur Þorsteinsson og Ágúst Freyr Hallsson.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin með okkur á Grindavíkurvöll. Hér kl 19:15 hefst leikur heimamanna í Grindavík en þeir taka á móti HK. Eyþór heiti ég og ætla að vera með textalýsingu frá leiknum í dag. Hágæða skemmtun framundan vonum við!
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
7. Aron Þórður Albertsson ('68)
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Einar Logi Einarsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
21. Andri Geir Alexandersson
22. Jón Dagur Þorsteinsson ('87)
23. Ágúst Freyr Hallsson ('46)

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson ('87)
6. Birgir Magnússon
6. Birkir Valur Jónsson
8. Magnús Otti Benediktsson
10. Guðmundur Magnússon ('68)
19. Viktor Unnar Illugason ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ágúst Freyr Hallsson ('33)
Davíð Magnússon ('59)
Leifur Andri Leifsson ('92)

Rauð spjöld: