Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Man City
3
2
Tottenham
Samir Nasri '56 1-0
Fernando '59 2-0
2-1 Jermain Defoe '60
2-2 Gareth Bale '65
Frank Lampard '95 , víti 3-2
22.01.2012  -  13:30
Etihad leikvangurinn
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Howard Webb
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
2. Micah Richards
6. Fernando
7. James Milner
8. Samir Nasri
10. Edin Dzeko ('66)
10. Sergio Aguero
15. Stefan Savic
15. Jesús Navas
21. David Silva
22. Gael Clichy

Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
5. Pablo Zabaleta
13. Aleksandar Kolarov
18. Frank Lampard ('66)
24. Nedum Onuoha
34. Nigel De Jong
35. Stefan Jovetic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gael Clichy ('10)
Frank Lampard ('79)

Rauð spjöld:
96. mín
Leiknum er lokið með dramatískum 3-2 sigri City.
95. mín Mark úr víti!
Frank Lampard (Man City)
OG BALOTELLI SKORAR!!!! HANN KLÁRAR ÞESSA VÍTASPYRNU AF ÖRYGGI Í VINSTRA HORNIÐ, ÓVERJANDI FYRIR FRIEDEL!!! ÞVÍLÍK DRAMATÍK Í RESTINA!! TOTTENHAM HEFÐI GETAÐ SKORAÐ RÉTT ÁÐAN!!!!
94. mín
VÍTI!!!! MANCHESTER CITY FÆR VÍTI ÞEGAR TUTTUGU SEKÚNDUR ERU EEFTIR AF UPPBÓTARTÍMANUM!!! LEDLEY KING KLIPPIR BALOTELLI NIÐUR Í TEIGNUM OG ÞAÐ ER EKKERT ANNAÐ Í STÖÐUNNI EN AÐ DÆMA VÍTASPYRNU!! ÞVÍLÍK DRAMATÍK!!
91. mín
JERMAINE DEFOE KLÚÐRAR DAAAAAAUÐAFÆRI OG CITY SLEPPUR MEÐ SKREKKINN!!! GARETH BALE Á FRÁBÆRAN SPRETT UPP VÖLLINN, HANN OG DEFOE ERU 2 Á 2, SVO LEGGUR HANN BOLTANN Á DEFOE SEM ER MEÐ AUTT MARKIÐ FYRIR FRAMAN SIG NÁNAST EN HITTIR BOLTANN ILLA OG SKÝTUR FRAMHJÁ!!! HRIKALEGT!!!
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn, fjórar mínútur í uppbótartíma. Magnað að leikurinn hafi verið fremur slakur í 80 mínútur og frábær í tíu!
88. mín
Inn:Steven Pienaar (Tottenham) Út:Aaron Lennon (Tottenham)
Tottenham gerir skiptingu, leiknum fer senn að ljúka.
83. mín
Jæja já! Balotelli virðist þarna traðka vel á andliti Scott Parker! Dómarinn dæmdi ekki neitt, hugsanlega var þetta óvart.. en þetta leit illa út!
79. mín Gult spjald: Frank Lampard (Man City)
Super Mario fær auðvitað gult spjald. Hann er hress!
75. mín
Uss uss!! Gareth Bale gerir vel og kemur knettinum í teiginn á Aaron Lennon, sem leikur á svona tvo til þrjá leikmenn og á svo laflaust skot beint á Joe Hart. Allt vel gert nema skotið.
74. mín
Sókn Tottenham er að þyngjast! Þeir eru líklegri til afreka heldur en heimamenn þessa stundina. Fá hér hornspyrnu eftir stórhættulega fyrirgjöf frá Gareth Bale.
69. mín
Ég held að maður verði aðeins að anda djúpt og fara yfir þennan magnaða kafla í seinni hálfleik. Manchester City kemst sem sagt í 2-0 með mörkum frá Nasri og Lescott með mjög stuttu millibili. Strax eftir annað markið nær Jermaine Defoe að minnka muninn fyrir Tottenham eftir hræðileg mistök Svartfellingsins Stefan Savic. Svo tekur Gareth Bale sig til og jafnar metin með ótrúlegu skoti utan teigs!! Já, þetta er alvöru skemmtun!
68. mín
Inn:Jake Livermore (Tottenham) Út:Rafael van der Vaart (Tottenham)
Tottenham gerir sína fyrstu skiptingu. Rafael van der Vaart af velli.
66. mín
Inn:Frank Lampard (Man City) Út:Edin Dzeko (Man City)
Dzeko er farinn af velli og í hans stað er Mario Balotelli kominn inn á. Mun hann gera eitthvað skemmtilegt?
65. mín MARK!
Gareth Bale (Tottenham)
ÞETTA ER BESTI FÓTBOLTALEIKUR Í HEIMI!!! ARON LENNON ER MEÐ FLOTTA RISPU UPP KANTINN, RENNIR BOLTANUM ÚT Á GARETH BALE FYRIR UTAN TEIGINN SEM KLÍNIR BOLTANUM Í FYRSTU SNERTINGU UPP Í FJÆRHORNIÐ!! ÓTRÚLEGT MARK, OG STAÐAN ORÐIN 2-2!!!
60. mín MARK!
Jermain Defoe (Tottenham)
HVAÐ ER Í GANGI Í ÞESSUM LEIK?? FYRRI HÁFLEIKUR VAR HRÆÐILEGUR EN SÁ SEINNI ER SNILLD!! JERMAINE DEFOE MINNKAR MUNINN FYRIR TOTTENHAM EFTIR HRÆÐILEG MISTÖK FRÁ STEFAN SAVIC Í VÖRNINNI!! HANN MISREIKNAR BOLTANN ALGERLEGA, DEFOE SLEPPUR EINN Í GEGN, SÓLAR JOE HART OG SKORAR Í AUTT MARKIÐ! 2-1!!
59. mín MARK!
Fernando (Man City)
MANCHESTER CITY KOMNIR Í 2-0!! ÞETTA ER FYNDNASTA MARK SEM ÉG HEF SÉÐ!! Þeir fá hornspyrnu, Dzeko skallar boltann að Joleon Lescott sem fær hann einhvern veginn í sig og rúllar með honum inn í markið! Hann liggur ofan á boltanum inni í markinu!! Stórskemmtilegt mark og City í góðum málum.
56. mín MARK!
Samir Nasri (Man City)
Manchester City eru komnir yfir!!!! David Silva rennir boltanum inn á David Silva sem klárar í fyrsta með þrumuskoti framhjá Brad Friedel! Vörn Tottenham var algerlega úti að aka þarna!! Þetta var allt of auðvelt!!
48. mín
City á nokkuð hættulega sókn sem endar í hornspyrnu. Micah Richards ætlar að koma boltanum fyrir en hann fer í Assou-Ekotto og aftur fyrir. City menn vilja fá hendi og víti en það var aldrei hægt að dæma það.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný.
45. mín
Howard Webb hefur flautað til leikhlés. Ég er ekki latur við þessa textalýsingu, það er bara EKKERT í gangi! Þessi leikur er klárlega vonbrigði það sem af er..
36. mín
Spyrna Younes Kaboul er ömurleg. Harry Redknapp skiljanlega fúll.
35. mín
Joleon Lescott brýtur á Gareth Bale og er niðurstaðan aukaspyrna á stórhættulegum stað.
30. mín
Micah Richards keyrir upp kantinn og kemur knettinum á Sergio Aguero sem er í dauðafæri í teignum, en hann skýtur beint á Brad Friedel. Boltinn endar í hornspyrnu.
25. mín
Ekkert búið að vera að gerast þar til núna. Aguero nær góðum spretti en Kaboul stöðvar hann vel. Aguero kemur boltanum þó á David Silva sem skýtur naumlega framhjá úr þröngu færi.
18. mín
Aguero kemst í fínt færi eftir góða sókn, en Edin Dzeko stelur eiginlega af honum færinu þannig að það fer út um þúfur. Samskiptaleysi þarna.
15. mín
Þessi leikur hefur ekki alveg lifað undir væntingum hingað til. Gareth Bale komst reyndar framhjá Milner og gaf lága sendingu inn í teig en hún rataði ekki á samherja.
10. mín Gult spjald: Gael Clichy (Man City)
Gael Clichy fær frámunalega heimskulegt gult spjald þegar hann stökk fyrir innkast Tottenham manns og varði það með höndunum. Ótrúlega asnalega gert af Clichy, sem þarf nú að fara varlega það sem eftir er leiks.
5. mín
Fátt um fína drætti fyrstu fimm mínúturnar. Hvað eru mörg f í því?
1. mín
Leikurinn er hafinn! Gestirnir í Tottenham byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, nú fer veislan að hefjast! Safaríkur sunnudagur!
Fyrir leik
Pressan er klárlega á Roberto Mancini í þessum leik. Það er ætlast til að hann fari með sitt lið alla leið og þessi leikur er gríðarlega mikilvægur í því samhengi.
Fyrir leik
Búið er að setja varamannabekki beggja liða hér til hliðar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Manchester City hefur unnið síðustu 15 heimaleiki sína í deildinni sem er félagsmet.

Ef Manchester City vinnur Tottenham í dag er þetta fyrsta tímabilið sem liðið vinnur báða leikina gegn þeim síðan 1991-92.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Komið þið sæl og velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Manchester City og Tottenham. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin.

Ledley King kemur í stað Michael Dawson í vörninni á meðan Jermain Defoe spilar frammi í stað Emmanuel Adebayor sem er ólöglegur.

Edin Dzeko og Sergio Aguero eru frammi hjá Manchester City en Stefan Savic er með Joleon Lescott í vörninni. Micah Richards kemur inn í byrjunarliðið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið Man City: Hart, Richards, Savic, Lescott, Clichy, Milner, Barry, Aguero, Silva, Nasri, Dzeko

Byrjunarlið Tottenham: Friedel; Walker, Kaboul, King, Assou-Ekotto; Lennon, Modric, Parker, Bale; Van der Vaart; Defoe
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
3. Gareth Bale
4. Yones Kaboul
7. Aaron Lennon ('88)
8. Scott Parker
11. Rafael van der Vaart ('68)
14. Luka Modric
18. Jermain Defoe
24. Brad Friedel (m)
26. Ledley King
28. Kyle Walker
32. Benoit Assou-Ekotto

Varamenn:
9. Roman Pavlyuchenko
19. Sebastien Bassong
20. Michael Dawson
21. Niko Kranjcar
23. Carlo Cudicini (m)
29. Jake Livermore ('68)
40. Steven Pienaar ('88)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: