Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
1
3
FH
0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson '36
Guðmundur Karl Guðmundsson '39 1-1
1-2 Jeremy Serwy '76
1-3 Atli Guðnason '83
28.06.2015  -  20:00
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Sól á köflum, smá gola.
Dómari: Eiler Rasmussen
Áhorfendur: 1204
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason ('87)
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Viðar Ari Jónsson
10. Aron Sigurðarson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee ('81)
19. Arnór Eyvar Ólafsson
22. Ragnar Leósson ('81)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('81)
10. Ægir Jarl Jónasson ('81)
13. Anton Freyr Ársælsson ('87)
21. Brynjar Steinþórsson
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Ólafur Páll Snorrason ('44)
Ragnar Leósson ('47)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-3 sigur FH staðreynd. Með mikilli gleði tilkynni ég ykkur að Tómas Meyer mun sjá um viðtölin eftir leik. Skýrsla og viðtöl ættu að koma inn á vefinn innan skamms.
91. mín
3 mínútum bætt við. FH-ingar sigla þessu heim.
87. mín
Inn:Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir) Út:Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
85. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
84. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Búinn að vera frábær í dag sá knái. Heimir hvíslar vel valin orð í eyrað á honum þegar hann labbar útaf.
83. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
Frááábært samspil hjá Lennon og Atla sem endar með ótrúlega flottu skoti frá Atla í nærhornið af D-boganum, alveg niðri og ALVEG út í hornið.
81. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Mark Charles Magee (Fjölnir)
81. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
76. mín MARK!
Jeremy Serwy (FH)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þetta mark skrifast á Ragnar minn Leósson. Gjörsamlega steinsofandi með boltann inn í sínum eigin vítateig þegar Þórarinn setur pressu á hann í bakið og vinnur boltann glæsilega, snýr inn í teig og neglir honum fyrir á Serwy sem kemur á öðru hundraðinu og hamrar boltann í netið.1-2.
70. mín
ATLI GUÐNASON KLIKKAR Á DAUÐAFÆRI INNÍ MARKTEIG!!!

Fær fyrirgjöf frá Serwy, klippir boltann í jörðina og yfir, þarna mátti ekki miklu muna skal ég segja ykkur!!!
68. mín
Inn:Jeremy Serwy (FH) Út:Jón Ragnar Jónsson (FH)
63. mín
FJÖLNISMENN ERU ALLT Í ÖLLU ÞESSA STUNDINA!!

Aron Sig með frábæra takta og rennir sér svo í boltann og tekur skot á nær, Robbi ver vel. Hornspyrna.

Róbert grípur hana.
61. mín
Ólafur Páll með gjörsamlega geggjaða aukaspyrnu rétt fyrir framan miðlínu hægra megin, teiknar hana á fjær þar sem Beggi kemur á seinni bylgjunni og skallar hann framhjá.

52. mín
Frábær hornspyrna frá Óla Palla, skalli frá Doumbia í burtu en þó ekki lengra en svo að Beggi fær hann í teignum og nær ágætu skoti sem Robbi ver, Aron Sig nær frákastinu og þrumar honum rétt framhjá!

Svo kemur önnur hornspyrna sem Beggi skallar í slánna og niður, stuttu síðar hreinsar Doumbia svo boltann!
47. mín Gult spjald: Ragnar Leósson (Fjölnir)
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn. Sólin er farin að skína í Grafarvoginum, hörku skemmtun næstu 45.mínúturnar gott fólk.

45. mín
Hálfleikur
Fjölnismenn geta prísað sig sæla með jafntefli í hálfleik. FH margfalt betri.
44. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Uppsafnað.
39. mín MARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Þvert gegn gangi leiksins!!

Guðmundur Karl fær boltann utarlega í teignum hægra megin eftir aukaspyrnuna og skýtur boltanum inn í þvöguna og á einhvern ótrúlegan hátt kemst boltinn í gegnum allan pakkann og í fjærhornið á hraða snigils.
38. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Pétur með groddaralega tæklingu á Aron Sig. Klárt gult og aukaspyrna sem Fjölnir á.
36. mín MARK!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Það hlaut bara að koma að þessu!!

Frábær sending upp hægri kantinn frá Pétri Viðars á Atla Guðna sem kemur með frábæra sendingu fyrir á Þórarinn Inga sem rífur hljóðmúirnn þegar hann hamrar boltanum í netið af stuttu færi.
30. mín
Guðmundur Böðvar misreiknar boltann hrikalega á miðsvæðinu og fær hann yfir sig, Steven Lennon sér leik á borði, nær boltanum og reynir skot sem fer framhjá og er slakt.
29. mín
Hornspyrna sem Fjölnir á vinstra megin.
27. mín
Böðvar með frááábæra aukaspyrnu vinstra megin fyrir utan vítateiginn beint á kollinn á Atla Guðna á fjær sem á skalla rétt framhjá.
26. mín
Góð sókn hjá Fjölni sem endar með skoti frá Aroni Sig á D-boganum en skotið beint á Róló.
25. mín
Ég öfunda kollega minn á Valsvellinum sem hefur úr ógrynnum af tístum að velja til að setja í textalýsinguna sína, á meðan ég sé lítið í gangi. Rífa sig í gang #fotboltinet
23. mín
Hornspyrna frá FH, frábær bolti frá Böðvari inn á teiginn þar sem Doumbia stekkur hæst, en Steven Lennon sér til þess að skalli kemst ekki lengra en inn í markteig þar sem hann ákveður að taka boltann niður og spila honum, Fjölnismenn halda nú ekki og koma boltanum burt.
20. mín
Tvær hornspyrnur í röð frá FH á stuttum tíma, engin hætta sem skapast frá þeim.
19. mín
Það er tímaspursmál hvenær FH-ingar komast yfir ef Fjölnismenn ætla ekki að fara girða sig.
16. mín
ATLI GUÐNA BRENNIR AF DEEEEEDDARA.

Kominn einn í gegn gegn Þórði en virðist hitta boltann illa og hann fer framhjá.
12. mín
FH-ingar stjórna tempóinu þessa stundina, og stjórna eiginlega bara mest öllu. Leikurinn farið að mestu leyti fram á vallarhelming Fjölnis.
11. mín
Hættuleg sending fyrir markið hjá Atla Guðna, Þórður stendur sem fastast á línunni, en fín hreinsun frá Arnóri Eyvari.
5. mín
Frábær sprettur hjá Viðari Ara upp vinstri kantinn, köttar út og köttar svo aftur niður og gerir heiðarlega tilraun til að brjóta ökklana á Jóni Ragnari, en sendingin fyrir aftur á móti slök og sóknin rennur út í sandinn.
3. mín
HÉR ER FYRSTA DAUUUUUÐAFÆRI LEIKSINS!

Brynjar Ásgeir og Atli Guðna með frábært spil upp hægri kantinn sem endar með því að Brynjar kemur boltanum fyrir á Þórarinn Inga sem reynir að klippa boltann inn aleinn á fjærstönginni en boltinn vel yfir.
2. mín
Fjölnismenn í sínum gulu búningum sækja í átt að Stórhöfðanum á meðan FH-ingar í sínum hvítu og svörtu búningum sækja í gagnstæða átt. Líkt og gefur að skilja.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
5 mínútur í leik og allir að verða klárir í bátana.

Hvet fólk til að taka þátt í umræðunni á Fjölnisvelli með því að fara á Twitter og nota #fotboltinet.
Fyrir leik
Heimir Guðjónss þjálfari FH og Þóróddur Hjaltalín hafa átt í hrókasamræðum inná vellinum síðastliðnar 20 mínútur eða svo. Væri til í að fá þráðlausan hljóðnema á Heimi, strax.
Fyrir leik
Hér er ég loksins mættur, eftir að hafa horft á yfir 500 mínútur af yngri flokka fótbolta á Orku mótinu í Vestmannaeyjum um helgina, hér á Fjölnisvelli verður sennilega álíka mikil skemmtun, vonum það allavega.

Fyrir leik
Hér er fjörið aldeilis byrjað. Nökkvi Fjalar þáttarstjórnandi Áttunnar og vallarþulur Fjölnis sér til þess að engum á vellinum leiðist. Hér fáum við að heyra rjómann af tónlistinni í dag.

,,Þessi playlisti er gerður til að peppa Aron Sig, fá hann í gang," sagði Nökkvi hlægjandi við fréttaritarann rétt í þessu, þarft að láta athuga þig ef þetta kemur þér ekki í gang vil ég meina.
Fyrir leik
FH er ósigrað gegn Fjölni og spurning hvort breyting verði þar á? Bjarni Þór Viðarsson er ekki með FH í kvöld vegna leikbanns og Hewson er meiddur eins og áður hefur komið fram. FH trónir á toppi deildarinnar með 20 stig en Fjölnir er í fjórða sæti með 17 stig.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það verður færeyskur dómari í kvöld en hann ku vera spjaldaglaður. Eiler Rasmussen er með flautuna en þetta er hluti af verkefni norrænu knattspyrnusambandanna varðandi samstarf í dómaramálum. Áskell Þór Gíslason og Bryngeir Valdimarsson eru aðstoðardómarar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Eins og Ejub kom inn á þá verður Þórir Guðjónsson, markahæsti leikmaður Fjölnis í sumar, í leikbanni. Grafarvogsliðið tapaði 2-0 fyrir Víkingi í síðasta leik en liðið hefur verið að missa lykilmenn frá sér. Miðjumaðurinn Emil Pálsson var kallaður aftur til FH eftir lán þar sem Sam Hewson meiddist illa. Emil spilar þó ekki með FH í kvöld þar sem hann tekur út leikbann.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvík, spáir 1-3:
Fjölnir hefur misst of sterka leikmenn út og Þórir Guðjónsson verður í banni. FH á töluvert inni og getur spilað betur, liðið á eftir að verða betra þegar líður á mótið. Þetta verður frekar þægilegur sigur FH.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld! Hér verður bein textalýsing frá leik Fjölnis og FH. Okkar maður, Gunnar Birgisson, er að bruna þjóðveginn eftir Orkumótið í Vestmannaeyjum (samt á löglegum hraða) og verður mættur fyrir leik í Grafarvog. Þangað til hita ég upp með laufléttum upphitunarmolum!
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason ('84)
16. Jón Ragnar Jónsson ('68)
20. Kassim Doumbia
21. Guðmann Þórisson
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
17. Atli Viðar Björnsson
18. Kristján Flóki Finnbogason ('84)
21. Grétar Snær Gunnarsson
22. Jeremy Serwy ('68)
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('38)
Böðvar Böðvarsson ('85)

Rauð spjöld: