Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fylkir
4
0
Afturelding
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '42 , víti 1-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '69 2-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '74 3-0
Sandra Sif Magnúsdóttir '83 4-0
29.06.2015  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild kvenna 2015
Dómari: Karel Fannar Sveinbjörnsson
Byrjunarlið:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir ('86)
2. Selja Ósk Snorradóttir
4. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
10. Ruth Þórðar Þórðardóttir
22. Lucy Gildein
22. Shu-o Tseng
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
24. Eva Núra Abrahamsdóttir ('74)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('84)

Varamenn:
25. Þóra Björg Helgadóttir (m)
5. Marjani Hing-Glover ('74)
15. Andrea Katrín Ólafsdóttir ('86)
18. Rakel Leifsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
28. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Rakel Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Karel Fannar hefur flautað til leiksloka.

Öruggur sigur Fylkis hér í kvöld og þær hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk.

Staða Aftureldingar í deildinni batnaði lítið eftir þennan leik.

Viðtöl og skýrslan seinna í kvöld.
90. mín
Berglind Björg rennir boltanum til Huldar sem á skot sem endar á afturendanum á Brynju Dögg.
89. mín
Enn eitt færi Fylkisstelpna ein gegn Mist.

Núna er Berglind Björg komin ein í gegn en skot hennar beint á Mist.
89. mín
Inn:Guðný Lena Jónsdóttir (Afturelding) Út:Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir (Afturelding)
87. mín
Lucy kemst í dauðafæri ein gegn Mist en Mist nær að koma við boltann og í hliðarnetið endaði boltinn.

Aftureldingarliðið er svo löngu hætt að reyna spila fótbolta í þessum leik. Staðan gæti verið 10-0 fyrir FYlki.
86. mín
Inn:Andrea Katrín Ólafsdóttir (Fylkir) Út:Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir (Fylkir)
84. mín
Hing-Glover með skot innan teigs sem Mist ver.
84. mín
Inn:Rakel Jónsdóttir (Fylkir) Út:Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
Sandra Sif tekin útaf í kjölfar marksins.
83. mín MARK!
Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
Góða kvöldið - Sandra Sif með mark BEINT úr horni! - í stöngina og inn.

Þvílíkt gjaldþrot hjá Aftureldingu!
83. mín
Hulda Hrund heldur áfram og áfram að hlæja af varnarmönnum Aftureldingar. Enn og aftur fer hún framhjá Brynju Dögg og svo Hrefnu í kjölfarið á síðan hörkuskot sem Mist ver í horn.
81. mín
Sasha Andrews fer framhjá tveimur varnarmönnum Fylkis innan teigs, sendir síðan boltann út á Kötlu Rún sem á skot nær 38 metrum yfir markið.
79. mín
Lucy Gildein í dauðafæri inní markteig, eftir fyrirgjöf frá Hing-Glover, en hún hittir boltann ekki nægilega vel og boltinn lekur til Mistar í markinu. Klaufalegt og hreinlega lélegt hjá Lucy.
78. mín
Lucy Gildein með sendingu innfyrir á Berglindi Björg sem er komin ein innfyrir en Mist vel vel frá henni.
77. mín
Ruth Þórðar með skot utan teigs í þverslánna.
75. mín
Hing-Glover þarf að fara strax aftur útaf, þar sem hún er með ökklahlífina yfir sokkana. Það er ekki í lagi. Hún situr núna utan vallar og er að klæða sig úr og í sokkana aftur.
74. mín
Inn:Marjani Hing-Glover (Fylkir) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (Fylkir)
Eva Núra allt annað en sátt með að vera tekin útaf.
74. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Fylkir)
Hvað var Mist Elíasdóttir að gera???

Vel gert hjá Berglindi hinsvegar, fékk boltann fyrir utan teig og Mist var alltof framarlega í markinu og Berglind lætur vaða í autt markið.
72. mín
Afturelding í dauðafæri!!!

Stefanía Valdimarsdóttir með frábæra sendingu aftur fyrir vörn Fylkis, þar kom Helen Lynskey sem tók við boltanum, sneri sér við og átti skot en Eva Ýr ver vel og boltinn endar framhjá markinu.

Ekkert varð síðan úr horninu.
69. mín
Innan við mínútu áður en Fylkir skoraði, var Afturelding nærri því að komast í gegn en Eva Ýr í marki Fylkis kom vel út á móti og var undan Kristínu Þóru í boltann.
69. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Fylkir)
Fékk stungusendingu innfyrir vörn Aftureldingar og nær skoti framhjá Mist í markinu.
66. mín
Stórtíðindi hér úr Árbænum. Varamaðurinn, Kristín Þóra átti skot að marki en þó líklega 5-10 metrum framhjá markinu.
60. mín
Ruth Þórðar með skot utan teigs sem fer í Kötlu Rún og Fylkir fær horn. Fín skot tilraun frá Ruth.
57. mín
Berglind Björg... þarna verður þú að gera betur!

Hún kemst ein í gegn eftir stungusendingu en síðasta snerting hennar svíkur hana heldur betur, og hún missir boltann alltof langt frá sér og beint til Mistar sem var komin út á móti henni. Þarna hefði Berglind getað skorað sitt annað mark í leiknum.
56. mín
Berglind Björg á bananskot eftir hornspyrnuna sem Mist grípur.
55. mín
Ruth með frábæra sendingu á Huldu sem leikur boltann inn í vítateig en kemur sér í þröngt færi og skot hennar endar í varnarmanni og horn sem Fylkir fær.
54. mín
Enn ein skot tilraunin hjá Fylki, nú á Eva Núra skot utan teigs en yfir markið.

Eva Núra hefur látið til sín taka í byrjun seinni hálfleiks, en það sást lítið til hennar í fyrri hálfleiknum.
52. mín
Shu-o Tseng kemst í gott færi uppúr engu inní miðjum vítateig en hún á erfitt með að ná krafti í skotið. Ég ætla halda því fram að stærri og stæðilegri leikmaður hefði gert betur í þessari stöðu.
47. mín
Eva Núra fer framhjá Elínu í vinstri bakverðinum en á síðan skot yfir markið.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
46. mín
Inn:Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding) Út:Gunnhildur Ómarsdóttir (Afturelding)
Gestirnir gera eina breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur.

Heimaliðið leiðir 1-0 í hálfleik eftir mark úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Miklir yfirburðir og eins og leikurinn hefur spilast er lítið í spilanum að Afturelding sé að fara fá stig úr þessum leik.

Þær eru hinsvegar óútreiknalegar, eins og liðið hefur sýnt undanfarin ár þegar staðan er svört. Sjáum hvað þær gera í þeim seinni.
45. mín
Ólína Viðarsdóttir komin í sókn Fylkis, á fyrirgjöf beint á Berglindi Björg sem á viðstöðulaust skot himinhátt yfir.
42. mín
Eftir markið tóku gestirnir léttan liðsfund. Athyglisvert að vita hvar þar var rætt, áður en þær tóku miðjuna. Ætla þær að mæta til leiks? Það er góð spurning.
42. mín Mark úr víti!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Hulda Hrund Arnarsdóttir
Berglind Björg með skot, alveg meðfram grasinu blá hornið. Mist stóð bara og horfði á í markinu.
41. mín
VÍTI!

Hulda Hrund fiskar víti! Labbar framhjá Brynju Dögg og síðan kemur næsti varnarmaður sem fer í Huldu. Lítil snerting en líklega réttur dómur.

Berglind Björg fer á punktinn.
40. mín
Lucy Gildein leikur með boltann upp völlinn, sendir síðan á Ruth sem nær engum krafti í skot sitt sem rúllar framhjá markinu. Engin hætta þarna á ferð.
39. mín
Hulda Hrund heldur áfram að leika sér á vinstri kantinum hjá Fylki, á nú skot við vítateigshornið en skotið líklega innan við meter framhjá fjærstönginni.
38. mín
Berglind Björg með skot með vinstri fyrir utan teig en beint á Mist í markinu.

Aftureldingarliðið hefur aðeins vaknað til lífsins og hafa náð að senda sín á milli á vallarhelmingi Fylkis síðustu mínútur. Hafa þó ekki enn komist aftur fyrir vörn Fylkis.
37. mín
Kotsakis er komin aftur inná. Var líklega að kasta af sér þvagi eða eitthvað álíka.
34. mín
Hvar er Elise Kotsakis?

Hún hljóp út af vellinum og inn í vallarhús, afhverju veit ég ekki. Afturelding er semsagt einum manni færri þessa stundina.
31. mín
Brynja Dögg í hægri bakverðinum hjá Aftureldingu hefur verið í miklum vandræðum með Huldu Hrund. Hún þarf eitthvað að taka sig á í varnarleiknum, ef ekki á illa að fara fyrir gestina.
29. mín
Hulda Hrund er að leika sér að varnarmönnum Aftureldingar, fór núna framhjá þremur átti fyrirgjöf sem Afturelding bjargar í horn. Helen Lynskey skallar boltann aftur fyrir og aftur horn. Sandra Sif nær boltanum ekki framhjá Helen sem skallar aftur boltann og í þetta skiptið út úr teignum.
26. mín
Hulda Hrund og Berglind Björg eru allt í öllu í sóknarleik Fylkis.

Nú átti Hulda Hrund sendingu fyrir þar sem Berglind Björg á skot í fyrsta en framhjá.
24. mín
Shu-o Tseng með skot utan teigs sem Mist á ekki í erfiðleikum með að grípa.
22. mín
Hulda Hrund með þrumuskot frá vítateigslínunni beint í þverslánna.
20. mín
Afturelding komst yfir miðju. Sasha Andrews var með boltann á vinstri kantinum með þónokkra liðsfélaga með sér, en sendingin rataði samt sem áður beint á varnarmann Fylkis.

Gestirnir ekki enn náð sendingu sín á milli inn á vallarhelming Fylkis.
17. mín
Berglind Björg með góðan skalla frá vítateigslínunni, niður í nærhornið en Mist er vel á verði og ver.

Berglind Björg hinsvegar dæmd rangstæð.
15. mín
Berglind Björg við það að sleppa í gegn en sendingin á hana aðeins of löng og fyrsta snerting hennar endar aftur fyrir endamörk.

Það er gjörsamlega eitt lið á vellinum.
13. mín
Eftir fyrirgjöf frá Shu-o Tseng sem Hrefna Guðrún skallar frá, dettur boltinn fyrir fætur Berglindar Bjargar sem á skot sem fer framhjá fjærstönginni. Hitti boltann ekki nægilega vel þarna og hitti því ekki á markið.
13. mín
Aftureldingar-liðið hefur ekki komist fram yfir miðju í leiknum, kannski 1-2 sinnum.
12. mín
Hulda Hrund sýnir flotta takta, fer framhjá tveimur varnarmönnum Aftureldingar við endalínuna en missir síðan boltann aðeins of langt frá sér og Mist Elíasdóttir nær að handsama boltann.

Meira af þessu Hulda!
12. mín
Sandra Sif með aðra hornspyrnu, núna frá vintri og guð minn góður hvað spyrnan var slök. Hún endaði í hliðarnetið. Afspyrnuslakt.
10. mín
Ekkert varð úr horninu, Sandra fékk tvær tilraunir til að senda fyrir en báðar sendingarnar voru skallaðar frá af varnarmönnum Aftureldingar.
10. mín
Fylkir fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Hana tekur Sandra Sif Magnúsdóttir.
8. mín
Helen ynskey liggur eftir, eftir skallaeinvígi við Shu-o Tseng. virðist hafa fengið olnbogaskot í höfuðið.
6. mín
Þetta byrjar allt voða rólega hérna á vellinum. Bíðum róleg, það hlýtur eitthvað að gerast í þessum leik innan skamms.
3. mín
Selma Sól og Jasmín Erla eru á bekknum hjá Fylki í dag. Þær hafa verið að spila með U-17 ára landsliði Íslands undanfarna daga.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er byrjuð!
Fyrir leik
Í Fylkisliðinu eru líklega tveir minnstu leikmenn Pepsi-deildarinnar, þær gera að minnsta kosti tilkall á topp 5 listann. Þetta eru þær Eva Núra Abrahamsdóttir og Shu-o Tseng.
Fyrir leik
Einar Ásgeirsson ljósmyndari Fótbolta.net gengur nú yfir völlinn, á undan leikmönnunum og dómurum.
Fyrir leik
Tónlistin er komin á og nú getur fjörið farið að byrja. Leikmenn beggja liða eru að gera sig tilbúna til að ganga inn á völlinn, á eftir dómurum leiksins.
Fyrir leik
Afturelding hefur skorað 3 mörk og fengið á sig 21.

Fylkir hefur skorað 5 mörk og fengið á sig 16.
Fyrir leik
Fylkir er í 8. sæti deildarinnar með 4 stig á meðan Afturelding er í neðsta sæti með 1 stig. Þær geta því náð Fylki með sigri.
Fyrir leik
Það er heldur fámennt hér, korter í leik. Engin músik í boði en leikmennirnir láta það ekki trufla sig og undirbúa sig fyrir átökin.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Fylkis og Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna.

Hér verður líf og fjör og mikil skemmtun.

Komiði með.
Byrjunarlið:
1. Mist Elíasdóttir (m)
4. Elín Svavarsdóttir
5. Elise Kotsakis
7. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
8. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
13. Sasha A. Andrews
14. Gunnhildur Ómarsdóttir ('46)
15. Katla Rún Arnórsdóttir
18. Stefanía Valdimarsdóttir
20. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir ('89)
23. Helen Leanne Lynskey

Varamenn:
12. Gná Elíasdóttir (m)
3. Sara Lea Svavarsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir ('46)
20. Guðný Lena Jónsdóttir ('89)
26. Eva Rún Þorsteinsdóttir
27. Tinna Björk Birgisdóttir

Liðsstjórn:
Svandís Ösp Long

Gul spjöld:

Rauð spjöld: